Tíminn - 02.04.1992, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.04.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 2. apríl 1992 Borgarfulltrúar Nýs vettvangs leggja fram í borgar- stjórn í dag tillögu um sorphirðumál í Reykjavík: Aukin flokkun heimilissorps Borgarfullrúar Nýs vettvangs leggja í dag fram tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur, þar sem lagt er til að embætti borgarverkfræðings verði falið að kanna hvernig best væri að standa að breytingum á sorphirðumálum Reykvíkinga, hvað varðar dagblöð, tímarit, hús- gögn og heimilistæki. í tillögunni er gert ráð fyrir að dagblöð og tímarit verði hirt frá heimilum í sérstökum ílátum, en húsgögn og heimilistæki, sem fólk er hætt að nota og ætlar að henda, fái að standa einn dag á ákveðnum svæðum, t.d. á gámastöðum Sorpu, þannig að þeir sem vildu gætu hirt þau. Lagt er til að slíkir nýting- ardagar verði tvisvar til þrisvar á ári. ist með breytingum þessum. Mun minna magn fari eftir breytinguna í böggunarstöð Sorpu og það í urðun, þar sem dagblöð og tímarit eru stór hluti heimilissorps. Hirða dagblaða og tímarita frá heimilum sé skyn- samlegt fyrsta skref í flokkun húsa- sorps, þar sem Sorpa hafi náð góð- um árangri við að koma pappír í endurvinnslu, þannig að það svari kostnaðinum. Hvað húsgögn og heimilistæki varðar segir í greinargerðinni að erf- itt sé að meta magn þeirra húsgagna og heimilistækja sem falli til, en seg- ir jafnframt að eflaust mætti nýta stóran hluta af þeim áfram. Fólki sem væri að losa sig við og skipta um húsgögn og heimilistæki, vildi gjarnan að öðrum gæfist kostur á að nýta það gamla. Þessir svokölluðu nýtnidagar væru fyrirbrigði sem þekktist í ýmsum borgum erlendis og hefði reynst vera hið mesta þarfa- þing, t.d. fyrir þá sem væru að hefja búskap. -PS í greinargerð með tillögunni segja flutningsmenn að margt geti áunn- BHMR vill að staðið verði við samninga Á aðalfundi BHMR sem haldinn var fyrir skömmu var samþykkt álykt- un um kjaramál. f ályktuninni seg- ir m.a. að aðalfundurinn krefjist þess að samningsréttur sé virtur og áð samningsaðila aðildarfélaganna Virði gerða samninga. Þá fordæmir aöalfundurinn vinnubrögð samninganefndar ríkis- ins og krefst þess að nú þegar verði gengið til viðræðna við aðildarfélög- in um framkvæmd kjarasamninga frá 1989, „svo ekki þurfi að grípa til Ný aðveitustöð Rafmagnsveitu Reykjavíkur i Kópavogi. Rafmagnsveita Reykjavíkur í Kópavogi: Ný aðveitustöð Nýlega var formlega tekin í notkun Reykjavíkur við Hnaðrarholt í ný aðveitustöð Rafmagnsveitu Kópavogi, ásamt aðveituiínu frá að- alspennistöðinni á Hamranesi og aðveitustreng að aðveitustöðinni við Meistaravelli í Reykjavík. Alls er kostnaðurinn við þessa þætti þijá kominn í tæpar 600 milljónir króna. Bygging nýju stöðvarinnar hófst árið 1989, en bygging hennar var nauðsynleg vegna vaxandi álags í Garðabæ og Kópavogi. Með tilkomu hennar eykst rekstraröryggi dreifi- kerfis Rafmagnsveitunnar í þessum tveimur bæjarfélögum. Heildar- kostnaður við byggingu hússins og vegna kaupa á rafbúnaði er um 240 milljónir króna. -PS Páll Gíslason, formaður stjórnar Veitustofnana Reykjavíkur, ræsti vélar nýju aðveitustöövarinnar og tók hana þar með formlega í notkun. Timamyndlr Ami Bjama íslenskt nautahakk tvöfalt til þrefalt fituminna en æskilegast þykir í útlöndum: Hamborgararnir okkar verri og dýrari sökum fituskorts Finnist fólki hamborgarar sem það kaupir í útlöndum betri en hér heima kann skýringin að vera önnur en ýmsir kynnu að ætla. Fitu- hlutfall í nautahakki hér á landi er aðeins þriðjungur til helmingur (oftast 4- 8%) þess sem erlendis er talið nauðsynlegt (15-20%) til þess að hamborgarar verði bragðmiklir og safaríkir. Efnagreining á nautahakki og hamborgurum frá 12 helstu kjötvinnslufyrírtækjum landsins leiddu m.a. í Ijós aö fituhlutfallið var alls staöar undir þeim mörkum (15-20%) sem erlendis eru talin grundvallar- atriði þess að fá safaríka og bragðgóða hamborgara. í helmingi tilfella reyndist fituhlutfallið aðeins á bilinu 4-7%, eða aðeins fjórðungur til helmingur þess sem búast má við í heimsfrægum amerískum hamborgurum. Guðjón Þorkelsson, matvælafræð- ingur og deildarstjóri fæðudeildar RALA, fjallar m.a. um gæðamat, fitu- stöðlun og áhrif fitu á gæði nauta- kjöts í nýju fréttabréfi stofnunarinn- ar. Fram kemur að hakk og ham- borgarar eru langt yfir helmingur alls nautakjöts sem borðað er hér á landi. „Sjónarmið manneldisfræðinga hafa haft þau áhrif að neytendur mega helst ekki sjá fitu í hakki. Af- leiðingin er sú að fitu er hent, hakk- ið verður dýrara og gæðin minni. Þegar heim er komið er svo notað smjörlíki eða matarolía til að steikja hakkið. Fjölmargar bandarískar rannsóknir sýna að til að fá meyrt, safaríkt og bragðgott hakk þarf fitan að vera a.m.k. 15%. Ef fitan er minni verða steiktir hamborgarar þurrir, bragðlausir og seigir. Augljóst er að fita í íslensku hakki og hamborgur- um er of lítil. Gæði innlendra ham- borgara eru því minni en erlendra sem eru með um og yfir 20% fitu,“ segir Guðjón. Kringum 2.800 tonn af nautgripa- kjöti koma hér árlega á markað. Þar af er töluverður meirihluti ung- neytakjöt og 80% þess flokkast í UN- I (um 1.300 tonn), sem er því lang- samlega algengasti flokkurinn. Næstalgengasti flokkurinn er (kýr- kjöt) K-II (600 tonn). Guðjón segir áberandi hve margir nautgripaskrokkanna séu holdlitlir og fitulitlir og hve lítið sé af feitum, vel holdfylltum skrokkum. Áhrif þessa komi fram í gæðum og efna- samsetningu kjötsins. Nýtingu kjötsins segir Guðjón slaka miðað við það sem gerist erlendis. Þar sé talað um 70-80% nýtingu. Hér reyndist hún aðeins um 61% að meðaltali í ungneytakjöti og tæp 58% í kýrkjöti. Skýringuna segir Guðjón að finna bæði í byggingu og þroska sláturgripa en einnig í vinnu- brögðum við úrbeiningu og nýtingu á fituafskurði. En töluverðu af fituaf- skurðinum er hent hér á landi, þrátt fýrir að skrokkarnir séu yfirleitt rýr- ir. Af þeim hluta skrokkanna sem nýtist fara rösklega 70% í hakk af ungneytakjötinu yfir 80% af kýrkjöt- inu. Aðeins í kringum 11% (rúmlega 6% skrokkanna) nýtast í steikur. Til marks um áhrif nýtingar á verð má t.d. hugsa sér tvo jafnþunga skrokka, annan með 75% nýtingu en hinn aðeins 60%. Eigi að fá sama verð fyrir báða skrokkana þarf að selja kjötið af þeim síðamefnda fyrir 25% hærra verð en af hinum. Er ekki líklegt að þama liggi a.m.k. hluti skýringarinnar á því að nauta- kjöt er dýrara hér á landi en víðast hvar erlendis? Mikill bandvefur (kollagen) er annað atriði sem Guðjón segir að hafi mikil áhrif á gæði hakks og hamborgara. Hvítar örður í inn- lendu hakki séu oftar vegna bandvefs en fitu. Við steikingu leki mikið vatn úr hamborgurunum og úr bandvefn- um myndist litar, þurrar og seigar kúlur. Hamborgari úr hakkefni af fitulitlum og bandvefsríkum grip lík- ist því skósóla eftir steikingu. Og Guðjón leiðréttir enn einn misskiln- ing: .Margir halda að feitt hakk rými meira en magurt hakk við steikingu. Staðreyndin er að rýmunin er svip- uð en munurinn liggur í því að rým- unin á feita hakkinu er í formi fitu sem verður eftir á pönnunni en úr magra hakkinu fer vatn sem gufar upp og sést því ekki á pönnunni.“ 1 löndunum í kringum okkur hafa verið settar reglur um magn fitu og bandvefs í hakki og hamborgurum til að tryggja neytendum upplýsing- ar um gæði þeirra en einnig til að tryggja ákveðin lágmarksgæði. Guð- jón segir þar miðað við að í venju- legu hakki sé 20% fita og minna en 3% af kollagen. í könnun sem hér var gerð á nautahakki frá 12 helstu kjö- tvinnslufyrirtækjum landsins reynd- ist fituhlutfall á bilinu 6-8% hjá fimm þeirra og enn lægra hjá tveim. „Fita er í flestum tilfellum mjög lítil og mætti að skaðlausu setja meiri fitu í vörurnar til þess að bæta þær og gera þær ódýrari," segir Guðjón. Kollagen er yfirleitt á bilinu 1,3% til 1,8% í hakkinu. Undanfarin ár hefur verið unnið að því að setja vörulýsingar á hakk hér á landi, en því verki er ekki lokið. Lagt hefur veriö til að í venjulegu hakki verði fita um 10% og bandvef- ur minni en 3%. Er þá tekið mið af samsetningu kjötsins. Að mati Guð- jóns mætti bjóða upp á tvo fituflokka og koma þannig til móts við kröfur neytenda og framleiðenda. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.