Tíminn - 02.04.1992, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 2. apríl 1992
Tíminn 5
Jóhannes R. Snorrason:
Þjóðaratkvæðagreiðsla um EES
Framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins telur aö íslendingar eigi
að sækja um aðild að Evrópusamveldinu til þess að kanna kjörin. Að máta
flík er ekki það sama og að kaupa, segir hann. Hver myndi máta flik, sem
hann hefði ekki áhuga á að kaupa? Sá einn mátar, sem heflr áhuga, það
ætti að vera flestum ljóst Með þessu heflr framkvæmdastjórinn opinber-
að áhuga sinn og kemur fáum á óvart En hefur íslenska þjóðin áhuga á
að við sækjum um aðild, og í framhaldi glata forræði mildlvægra mála í
hendur erlendra aðila, þar með talið verulegs hluta löggjafar- og dóms-
valds, auk mikillar hættu á því, að fjársterk eriend fyrirtæki kæmust til
áhrifa eða eignarhalds í orkuframleiðslu, vatnsréttindum, veiðiréttindum
og sjávarútvegi, svo aðeins fátt eitt sé talið?
Fyrirvarar, girðingar og skiln-
ingur á sérstöðu okkar myndu
fljótlega verða orðin tóm, enda
mismunun á grundvelli ríkisfangs
bönnuð. Tímabundin aðlögun væri
það sem íslendingar mættu sætta
sig við í besta falli, enda eru það
auðlindir íslands sem eftir er sóst.
Hætt er við að með aðild að Evr-
ópusamveldinu myndum við verða
lítils metið peð á skákborði mark-
aðsaflanna í Stór-Evrópu, en auð-
lindir landsins fullnýttar með hag
þeirra að leiðarljósi.
Heillaður upp úr
skónum
Framkvæmdastjórinn virðist
hafa heillast af málflutningi erind-
reka Evrópusamveldisins, sem
voru hér á ferð nýlega, að því er
best verður séð, til þess að gylla fyr-
ir íslendingum framtíð þeirra inn-
an fjölþjóðaríkisins á meginland-
inu. íslendingar hafa áður verið
heillaðir upp úr skónum af glæsi-
boðum um þátttöku í myndun fjöl-
þjóðaríkja á meginlandinu. Svo er
Guði fýrir að þakka, að þeim mönn-
um varð ekki ágengt, enda tiltölu-
lega fámennur hópur öfgamanna,
líkt og nú. Maður skyldi ætla að ís-
lendingar hefðu fyrir löngu gert
upp hug sinn um það, að undir er-
lent vald og yfirráð skyldum við
aldrei aftur ganga ótilneyddir. Það
er rétt eins og að menn séu búnir
að gleyma sjálfstæðisbaráttu þjóð-
arinnar og nýafstaðinni baráttu
fýrir 200 mílna fiskveiðilögsögu
umhverfis landið.
Hver vill bera
ábyrgðina?
Það ætti að vera óþarft að kalla
hingað „agenta" Evrópusamveldis-
ins til þess eins að lofsyngja ágæti
þess í eyru íslendinga, en það er nú
þegar orðið eitt flóknasta og mið-
stýrðasta skrifræðisveldi aldarinn-
ar, og er þá langt til jafnað, en önn-
ur fjölþjóðaríki álfunnar eru flest
hrunin til grunna og hver smá-
Þá vœri einum of seint
að iðrast Það alvar-
lega vœri, að þetta
heföi gerst meðan
þjóðin uggði ekki að
sér, var mötuð á
viUandi upplýsingum
rneðan klafa erlendrar
ásœlni og yfirdrottnun-
ar var smeygt henni
um háls. Þar með veeri
sjálfsákvörðunarréttur
og fullveldi þessarar
þjóðar liðið undir lok.
þjóðin af annarri reynir í örvænt-
ingu sinni og örbirgð að endur-
heimta sjálfstæði sitt. Stórveldin í
Evrópu hafa nú í huga að takmarka
völd smáþjóða innan Evrópusam-
veldisins, einnig að takmarka notk-
un tungumála þeirra, og hafa Dan-
ir nú nýlega barmað sér vegna þess.
Það skýtur ansi skökku við, þegar
danskur utanríkisráðherra skrifar
áróðursgreinar í íslensk blöð og
hvetur til aðildar að Evrópusam-
veldinu, en þar eru Danir afar ein-
mana og ráðvilltir. Full ástæða er
til að íslensk stjómvöld setji ofaní
við ráðherrann fyrir afskipti af sér-
málum fslands.
Varla trúi ég því, að fram-
kvæmdastjóri Vinnuveitendasam-
bandsins telji að núlifandi íslend-
ingar vilji axla þá ábyrgð, sem því
yrði samfara að landinu yrði skilað
til komandi kynslóða í viðjum er-
lendra yfirráða, þar sem miskunn-
arleysi markaðsaflanna ræður ríkj-
um. Til þess hafa nokkrir stjóm-
málamenn nútímans raunar enga
heimild.
Fjárfrekur áróður
Mikill meirihluti íslendinga hefir
ekki misst trúna á landið og þjóðina
og hlýtur því að hafna aðild að EES
og Evrópusamveldinu, en hið fyrr-
nefnda er óumflýjanleg framtíðar-
aðild að flestra dómi. Það er því
skylda stjómvalda að láta þjóðina
skera úr þeim alvarlega ágreiningi
sem upp er kominn um þetta mál,
en þjóðin hefir nú fengið að sjá
hvert er stefnt.
Tálsmenn Evrópusamveldisins á
íslandi hafa rekið skefjalausan áróð-
ur fyrir aðild fslands að EES og reynt
að telja þjóðinni trú um, að ella
myndi hún veslast upp í einangrun
og vesaldómi. Fyrir þennan einlita
áróður hefir ríkissjóður greitt vem-
lega fjármuni, þótt aðeins hafi það
verið tínt til sem telja mætti til
stundarhagnaðar fyrirtækja og
kaupsýslu, en þann ómælda skaða,
sem þjóðin mætti þola um alla
ókomna tíma, hefir ekki verið
minnst á. Utanríkisráðuneytið hefir
hafnað tilmælum andstæðinga
EES-aðildar um opinberan fjár-
stuðning til þess að kynna þjóðinni
allar hliðar þessa máls, þótt á hinum
Norðurlöndunum sé sá styrkur
vemlegur og talinn lýðræðislega
sjálfsagður. Þetta ætti að sýna þjóð-
inni hvaða aðferðum erindrekar
Evrópusamveldisins á íslandi beita,
máli sínu til framdráttar.
EES nálega sama
og ES-aðild
Allstaðar nema á íslandi verður
vemlegur meirihluti á þjóðþing-
um að samþykkja aðild að EES, til
þess að hún taki gildi. Hér vilja
talsmenn EES-aðildar að einfaldur
meirihluti á Alþingi geti þröngvað
þessum samningi upp á þjóðina.
Andstæðingar EES-aðildar hafa
haldið því fram að EES-aðild sé
um 60 af hundraði hlutdeildar í
Evrópusamveldinu. Þetta hafa
talsmenn EES talið fráleitt. Þann
17. mars s.l. segir utanríkisráð-
herrann í viðtali við DV, að aðild að
EES sé svo stórt skref í átt til fullr-
ar aðildar að ES að „aðild íslands
að Evrópubandalaginu bætti ekki
mjög miklu við það“. Þarf frekari
vitna við? Það er eins og andstæð-
ingar EES-aðildar hafa ávallt hald-
ið fram, að með því að fallast á
EES- samninginn væmm við
komnir langleiðina inn í Evrópu-
samveldið, þaðan sem við mynd-
um ekki eiga afturkvæmt Við
myndum hafa afsalað svo veiga-
miklum málum í hendur útlend-
inga, að með áfanga- eftirgjöfúm í
sjávarútvegsmálum og áfanga-eft-
irgjöfum í landbúnaðarmálum,
þ.e. með gamalkunnum aðlögun-
artíma, þá hefðum við kokgleypt
Rómarsáttmálann eins og hann
leggur sig. Þá væri einum of seint
að iðrast. Það alvarlega væri, að
þetta hefði gerst meðan þjóðin
uggði ekki að sér, var mötuð á vill-
andi upplýsingum meðan klafa er-
lendrar ásælni og yfirdrottnunar
var smeygt henni um háls. Þar
með væri sjálfsákvörðunarréttur
og fullveldi þessarar þjóðar liðið
undir lok. En er það vilji íslensku
þjóðarinnar að svona fari? Það
verður að koma í ljós í þjóðarat-
kvæðagreiðslu. Fólkið í landinu
hlýtur að hafa eitthvað um eigin
örlög að segja, svo ekki sé talað um
framtíð ungra og óborinna íslend-
inga.
Höfundur er fyrrverandl flugstjórí.
Tveir skipstjórar á sömu skútunni
í íslenskum verstöðvum hefur löng-
um verið mannval og fleiri hæfir til
skipstjómar en þær fleytur, sem
gerðar vom út Aldrei var samt grip-
ið til þess ráðs að hafa tvo skipstjóra
á sama skipinu, jafnvel ekki í land-
legum, sem hefði þó verið áhættu-
minnst.
M e n n
urðu að
una því
að það væri einn skipstjóri á hverju
skipi og aðrir væm lægra settir.
Nú bar svo við að þegar manna
skyldi björgunarskútuna Sægreif-
ann frá Viðey, að báðir stjómar-
flokkamir lögðu til formenn. Al-
þýðuflokkurinn lagði til Þröst Ólafs-
son, hagfræðing og fyrrverandi
kaupfélagsstjóra KRON, en Sjálf-
stæðisflokkurinn lagði til Magnús
Gunnarsson, forstjóra SÍF og fyrr-
verandi formann Vinnuveitenda-
sambandsins. Jón Baldvin hélt því
fram að það væri beinlínis móðgun
við Þröst ef hann yrði ekki formað-
ur. Þröstur hefði bæði rekið KRON
sem verslunarfyrirtæki og jafnframt
stýrt því í
gj a1d-
þrot. Nú
væri rík-
isstjómin búin að ákveða að fara
gjaldþrotaleiðina og því væri
reynsla Þrastar ákaflega mikilvæg.
Þvermóðskan í Þorsteini Pálssyni
var söm við sig, og kvað hann
nefndinni ætlað að stýra sínu fleyi
heilu til hafnar og því væri reynsla
og hæfileikar Magnúsar fullnægj-
andi.
Nú vom góð ráð dýr. Davíð for-
Lesendur skrifa
Þröstur Ótafsson.
Magnús Gunnarsson.
sætisráðherra lýsti því yfir, að það
væri svo miklu meira rými í brúnni
á skipum nú á dögum að ekkert mál
væri að hafa tvo skipstjóra. Það varð
og að ráði. Sægreifinn frá Viðey
lagði úr höfri og munstraðir sem
skipstjórar vom Þröstur Ólafsson og
Magnús Gunnarsson. Það merki-
lega gerðist að nokkuð skynsamleg
verkaskipting tókst með þeim félög-
um. Þröstur tók að sér að sjá um
fjarskiptabúnað skipsins, talstöð og
fleira. Síðan hefur þjóðin fengið
stöðugt flæði upplýsinga frá Þresti,
bæði í útvarpi, sjónvarpi ogblöðum.
Magnús sér aftur á móti um aðra
þætti stjómunarinnar á Sægreifan-
um.
Eina ágreiningsefnið er yfirstjóm
yfir þokulúðrinum, en hvað er það á
milli vina? Gestur eineygi
Adíós, ejidatarios
Landbúnaðarlögin frá 1917-18, ein
helsta byltingarstofnun Mexíkó,
vom úr gildi numin í byrjun mars
1992. Af þeim átti sérhver Mexíkani
rétt á jarðnæði á búlendum ríkis-
ins, en þær hafa um 3 milljónir
yrkjenda nytjað. Að nýjum land-
búnaðarlögum verður þeim gefinn
kostur á að eignast ábúðarland sitt
og einnig að mynda félög um rækt-
un allt að 2.500 hektara áveitu-
lands. Aftur á móti verður bann við
innflutningi maís, helstu uppskem
landsins, afnumið í áföngum, og
útlendum aðilum heimilað að festa
fé í mexíkönskum landbúnaði.
Air France kaupir
37,5% hlut í Sabena
Air France er að ganga frá kaup-
um á 37,5% hlut í belgíska flugfé-
laginu Sabena, sem ríkið á 88%
hlut í, og mun söluverðið vera 6
milljarðar belgiskra franka (175
milljónir $). Hefur Sabena slitið
samningaviðræðum sínum við
British Airways, sem hafið hefur
skaðabótamál, og KLM. Halli var á
rekstri Sabena frá 1957 til 1982,
nokkur ágóði 1983-1989, mikill
halli 1990, en allnokkur ágóði
1991.
Enn vex atvinnuleysi
í Bandaríkjunum
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum í
febrúar 1992 nam 7,3% af vinnu-
afla þeirra, að tilkynnt hefur verið,
og var hið mesta frá janúar 1985.
Sagði Intemational Herald Tri-
bune á forsíðu svo frá 7.-8. mars
1992: „Þessi tala er dregin af
verkamannatali, og þegar þeir
frétta um auknar ráðningar, jafn-
vel smávægilegar, segjast fleiri
þeirra vera að leita vinnu. Sakir
þess svars eru þeir fluttir úr flokki
hugfallinna (discouraged) verka-
manna og aftur taldir til vinnuafl-
ans, þannig að tala atvinnulausra
vex, að þessu sinni um 315.000
upp í 9,24 milljónir. —Að hinum
mörgu hugfölínu verkamönnum
landsins meðtöldum, hækkar stig
atvinnuleysisins jafnvel upp í 10%
að sögn
sumra hag-
fræðinga.
Að auki eru
6,2 millj-
ónir manna í hlutastarfi.“ — Á
hinn bóginn hækkaði tala starf-
andi fólks um 164.000 í febrúar
s.l.
Ný samhljóman
Thorn EMI gekk 6. mars 1992 frá
kaupum á Virgin Music Group fyr-
ir 510 milljónirí, en Virgin Music
verður rekin sem deild í Thom
EMI. Veröið þykir hátt, þar eð
hagnaður Virgin 1991 varð 13
milljónir £ af 330 milljóna £ sölu,
en sameinuð verða fyrirtækin eitt
af þremur stærstu hljómtöku-fyr-
irtækjum í
heimi, —
á s a m t
Wamer í
Bandaríkj-
unum og PoIyGram (dótturfélagi
Philips) á Hollandi. Aðaleigandi
Virgin var Richard Branson, sem
nú hyggst gefa sig óskiptan að
flugfélagi sínu, Virgin Atlantic Air-
ways. Japönsk samsteypa átti 25%
í Virgin og litlir hluthafar vom all-
margir. — Áður hefur Thom EMI
keypt Chrysalis og Capital.
Úr víðskiptalífinu