Tíminn - 02.04.1992, Side 12

Tíminn - 02.04.1992, Side 12
AtJGLÝSINGASÍMAR: 680001 & 686300 HEIÐI BILAPARTASALA Varahlutir í árgerðir '74-'87 Ýmsar smáviðgerðir Kaupi bíla til niðurrífs HEIÐI • BÍLAPARTASALA Flugumýrl 18D ■ MosfellsbaB Sfmar 668138 6 667387 AUÐVITAÐ Suðurlandsbraut 12 Öðruvísi bflasala BÍLAR • HJÓL • BÁTAR •VARA- HUITIR. MYND HJÁ OKKUR - BÍLL HJÁ ÞÉR SÍMI 679225 p V/ir HÖGG- DEYFAR Verslið hjá fagmönnum i varahlutir (M Hamarsböfða 1 - s. 674.744 | Iíniinii FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1992 Björn Bjarnason, varaformaður utanríkismálanefndar, gagnrýnir vinnu við gerð skýrslu um utanríkismál. Hana eigi að vinna í samvinnu við ríkisstjórn og þingflokka: Getur EES-samningurinn tekið gildi um áramót? Björn Bjamason, varaformaður utanríkismálanefndar, sagði á Alþingi í gær að hann teidi nánast útilokað að samningurinn um evrópskt efna- hagssvæði (EES) verði að veruleika um næstu áramót eins og stefnt er að. Hann sagði að löndin 19 sem standa að EES og Evrópuþingið þyrftu lengri tíma en til áramóta til að samþykkja hann og ljúka nauð- synlegum undirbúningi. Tíminn sé orðinn of naumur jafnvel þó að EB- dómstóllinn, sem hefur núna samninginn til umfjöllunar, geri engar athugasemdir við hann. EB-dómstóllinn hefur EES- samninginn nú til umfjöllunar. Hingað til hefúr verið vonast til að dómstóllinn ljúki umfjöllun sinni fyrir páska, en þá fara embættis- menn og dómarar dómstólsins í þriggja vikna leyfi. Nú þykir nokk- uð ljóst að dómstóllinn þarf lengri tíma. Evrópuþingið hefur verið að þrýsta á að dómstóllinn taki til umfjöllunar fleiri svið heldur en bara dómstólakafla samningsins. Ekki er ljóst hvort orðið verður við þeirri kröfu. Ef dómstóllinn gerir athugasemdir við samninginn er það almennt álitið að þar með verði hugmyndin um EES lögð á hilluna og áherslan verði lögð á að koma EFTA- ríkjunum sem fyrst inn í EB. EES-samningurinn þarf að fara fyrir öll þjóðþing ríkjanna sem koma til með að eiga aðild að EES. Þau eru 19. Samningurinn þarf einnig að fara fyrir Evrópuþingið, en þar er viss andstaða við samn- inginn. Ef eitthvert þinganna fellir samninginn er úti um hann. Þing- in þurfa mislangan tíma til að fjalla um málið. Lengstan tíma þurfa Svisslendingar. Samningurinn þarf að fara fyrir allar fylkisstjómir landsins, þingið og að lokum undir atkvæði þjóðarinnar. Svisslending- ar sjálfir telja sig ekki geta lokið þessari vinnu á hálfu ári. Það virðist því vera margt sem bendi til að skoðun Bjöms Bjama- sonar sé rétt. Samningurinn geti ekki tekið gildi um áramót. Björn gagnrýndi nokkuð í ræðu, sem hann flutti í umræðum um skýrslu utanríkisráðherra um ut- anríkismál, vinnu við gerð skýrsl- unnar. Hann sagði að vinna þurfi skýrsluna þannig að það sé alveg skýrt að efni hennar sé stefna ís- lenskra stjórnvalda. Ræða þurfi efni skýrslunnar í ríkisstjórn, í þingflokkum stjórnarflokkanna og helst einnig í utanríkismálanefhd áður en hún er lögð fram á Al- þingi. Margir hafa tekið til máls í um- ræðunni og hefur hún fyrst og fremst snúist um umræður um stefnu íslands í Evrópumálum. Karl Steinar Guðnason, alþingis- maður Alþýðuflokksins, lýsti því yfir að hann teldi að íslendingar ættu að óska eftir aðild að EB. Eið- ur Guðnason umhverfisráðherra sagði í samtali við DV að hann væri í grundvallaratriðum sömu skoðunar, en taldi þó ekki rétt að leggja fram aðildarumsókn strax. -EÓ Frumvarp lagt fram um að breyta hegn- ingarlögunum: Verður heimilt að skamma opinbera starfsmenn? Kristinn H. Gunnarsson, al- þingismaður (Alb.), hefur lagt fram frumvarp um að 108. grein almennra hegningarlaga verði felld brott Eftir þessari grein var Hallur Magnússon blaðamaður dæmdur í Hæsta- rétti fyrir skömmu fyrír skrif um séra Þóri Stephensen. Þor- geir Þorgeirsson ríthöfundur var ennfremur dæmdur eftír henni árið 1986. Máli hans var áfrýjað tíl Mannréttíndadóm- stólsins. 108. greinin hljóðar þannig: „Hver, sem hefur í frammi skammaiyrði, aðrar móðganir í orðum eða athöfnum eða ærumeiðandi aðdróttanir við opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu, eða við hann eða um hann út af því, skal sæta sekt- um, varöhaldi eða fangelsi aiit að 3 árum. Aðdróttun þótt sönnuð sé, varðar sektum, ef hún er borin fram á ótilhlýði- legan hátt.“ I greinargerð með frumvarp- inu segir að flutningsmanni þyki sem dómar Hæstaréttar hafí túlkaö 108. grein laganna of rúmt miðað við tilgang lag- anna og þannig þrengt um of | að frelsi manna tíl þess að tjá sig í ræðu og riti. Ohjákvæmi- legt sé því að breyta lögunum. Útflutningur til EB og EFTA dróst saman frá 1990 til 1991: ÚTFLUTNINGUR TIL JAPANS JÓKST UM 30% Verðmæti vöruútflutnings til Japans óx um 30% frá 1990 tíl 1991 þeg- ar það var 7,2 milljaröar. Útflutningur til Bandaríkjanna jókst líka stór- um, í 11,5 milljarða, eða um 25% milii ára. Á hinn bóginn minnkaði út- flutningur til EFTA- landanna verulega (raunar annað árið í röð), eða um tæplega 1 milljarð kr. (12%) og útflutningur til landa Evrópubanda- lagsins minnkaði sömuleiöis um 1,6 milljarða. Þá hrundi útflutningur til „Sovétríkjanna“ á árinu niður í 0,5 miÚjarða, úr 2,4 milljörðum árið áður. Alls nam vöruútflutningur 91,6 milíjörðum kr. á árinu, sem var samdráttur um rúmlega 1 milljarð frá árinu áður. Vöruinnflutningur landsmanna jókst samt um 4,9 milljarða og varð um 10 milljörðum meiri en útflutn- ingurinn á síðasta ári, eða 101,5 milljarðar. Þess má geta, að inn- og útflutningur stóðust á, rúmlega 80 milljarðar, árið 1989. Síðustu tvö ár- in hefur innfiutningurinn því aukist tvöfalt meira en útflutningurinn, eða rúmlega 21 milljarð á móti rúm- lega 11 milljörðum króna. Þótt EFTA og EB-löndin keyptu minna af íslenskum vamingi jókst innflutningur frá þessum löndum um samtals 6,7 milljarða kr. í fýrra. Innflutningur frá Japan jókst þó hlutfallslega mest, úr 5,4 upp í 7,5 milljarða, vegna aukinna bílakaupa. Á hinn bóginn minnkaði innflutn- ingur frá iöndum A-Evrópu um meira en þriðjung, eða 2,3 milljarða, og innflutningur frá Bandaríkjunum sömuleiðis um rúmlega 3,4 millj- arða króna. Bretar eru Iangsamlega stærstu kaupendur íslenskra vara. Þeir keyptu héðan vörur fyrir 21,4 millj- arða á síðasta ári, eða hátt í fjórðung (23,4%) alis vöruútflutnings lands- manna. Bandaríkin voru næst í röð- inni, 11,5 milljarða, þá Þýskaland með 11,1 milljarð, Frakkland ífjórða sæti með 9,2 milljarða og Japan með 7,2 milljarða í fimmta sæti (sem er meira en til allra EFTA-landanna samanlagt). Kringum 2/3 alls vöru- útflutnings íslendinga fóru því til þessara fimm landa. Þess má geta að útflutningur til Frakklands hefur aukist hlutfellslega meira en til nokkurs annars lands, meira en þre- faldast frá 1988. Þýskaiand er á hinn bóginn það land sem íslendingar kaupa mest af. Þaðan voru keyptar vörur fyrir 13,3 milljarða á síðasta ári. Bandaríkin selja okkur næstmest, 10,5 milljarða og Holland álíka eða 10,2 milljarða. Danir eru fjórðu með 8,7 milljarða, þá Bretar 8,4, Svíþjóð 7,7 og Japan 7,5 milljarða. íslendingar kaupa því um 2/3 ails vöruinnflutnings frá iessum sjö löndum. Benda má á að lendingar kaupa um 6 sinnum meira af Hollendingum og um 5 sinnum meira af Svíum en þessar þjóðir kaupa af íslenskum vörum. - HEI i Vortónleikar Karlakórs Reykjavíkur Árlegir vortónleikar Kariakórs Reykjavíkur standa fyrir dyrum og verða þeir bæði fleiri en verið hefur áður og haldnir víðar en að- eins í Reykjavík. Er þetta bæði gert vegna vaxandi aðsóknar að vortónleikum kórsins, en eins í tílefni af ári söngsins sem nú stendur yfir. Nk. laugardag verða tónleikar kórsins í Víðistaðakirkju í Hafnar- firði kl. 17, mánudaginn 6. apríl kl. 20.30 í Seljakirkju í Reykjavík, miðvikudag og fimmtudag 8. og 9. apríl og laugardag 11. aprfl í Lang- holtskirkju í Reykjavík og laugar- daginn 25. aprfl í Samkomuhús- inu í Vestmannaeyjum. Stjórnandi Karlakórs Reykjavík- ur er Friðrik S. Kristinsson. Und- irleikari á vortónleikunum að þessu sinni verður Anna Guðný Guðmundsdóttir og einsöngvarar þau Katrín Sigurðardóttir sópran og Hjálmar Kjartansson bassi. —sá

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.