Tíminn - 02.04.1992, Qupperneq 8

Tíminn - 02.04.1992, Qupperneq 8
8 Tíminn Fimmtudagur 2. apríl 1992 Gunnar Kjartansson frá Fremri-Langey Fæddur 29. maí 1927 Dáinn 24. mars 1992 Gunnar Kjartansson var vel í meðallagi á hæð, myndarlegur á velli, samanrek- inn og fremur dökkur yfirlitum, röskur f hreyfmgum og glaðlegur. Hann fædd- ist í Fremri-Langey í Klofningshreppi á Breiðafirði 29. maí 1927, þriðja bam hjónanna Kjartans Eggertssonar f. 16. maí 1898, bónda í Fremri-Langey og kennara, og konu hans Júlíönu Silfu Einarsdóttur, f. 5. aprfl 1896. Þau hjón eru fyrir mörgum árum hætt búskap, en dvöldust meðan heilsan leyfði í Fremri- Langey á sumrin og búa nú við Jökul- gmnn hér í bænum, farin að heilsu. Ætt Gunnars er að öðm leyti mjög skil- merkilega rakin í afmælisgrein um bróður hans, Eggert Thorberg sextugan í DV 30. des. sl. Eftirlifandi eiginkona Gunnars er Ólöf Hólmfríður Ágústsdóttir (Lóa) f. 13. maí 1933, dóttir Ágústs Júlíussonar f. 22. janúar 1900 í Ljárskógum í Laxár- dal í Dalasýslu. Hann stundaði kennslu- störf á ýmsum stöðum í Dalasýslu og var um tíma bóndi að Laugum í Sæ- lingsdal. Ágúst lést árið 1978. Móðir Lóu er Lára, f. 10. des. 1910, Jóhanns- dóttir bónda og hreppstjóra á Mjóabóli í Haukadal Jónssonar, og konu hans Hall- dóm Ólafsdóttur. Þau Ágúst og Lára vom lengi til heimilis hjá Gunnari og Lóu og hefur Lára verið þar til skamms tíma. Böm Gunnars og Lóu em: 1) Lára Ágústa, f. 29. maí 1952, gift Gunnþóri Halldórssyni f. 19. maí 1952, og eiga þau bömin Gunnar f. 7. des. 1973 og Önnu Dóm f. 12. sept. 1982; 2) Júlíana f. 22. mars 1956, gift Jó- hanni Þór Sigurðssyni tæknifræðingi f. 16. feb. 1958 og eiga þau börnin Sig- rúnu f. 4. mars 1981, Frey f. 29. desem- ber 1983 og Sunnu f. 6. júlí 1985; 3) Elfa f. 5. jan. 1962, móðir Orra Óla Emmanuelssonar f. 7. ágúst 1987; og 4) Lóa Björk f. 5. maí 1972. Þá var bróðir Lóu, Andrés Magnús f. 22. feb. 1951, alinn upp hjá systur sinni og mági. Heimili þeirra Gunnars og Lóu hefur ævinlega staðið skyldmennum þeirra opið og hafa mörg þeirra verið þar heimagangar um lengri eða skemmri tíma, enda vom þau hjón gestrisin með afbrigðum, og húsfreyja stjómsöm og létt í lund. Leiðir okkar Gunnars lágu fyrst sam- an snemma á árinu 1955, þegar við vor- um að innrétta íbúðir okkar í Karfavogi 36, en þá var að hefjast allsherjarverkfall sem stóð frá miðjum febrúar til aprfl- loka og taföi allar framkvæmdir okkar. Við vomm fljótir að kynnast og var sam- búð fjölskyldna okkar eins og hún getur best orðið í sambýlishúsi. Við ræktuð- um grasblett, gróðursettum tré, blóm og grænmeti, máluðum húsveggi, þak og glugga. Þakmálning og sjónvarps- loftnet lentu að vísu á Gunnari, og kom það sér vel vegna meðfæddrar loft- hræðslu minnar, en á móti kom að ég sá um að klippa kantana. Gunnar og Lóa vörðu oftast sumar- leyfum sínum í Fremri-Langey og oft var þar fjölmennt á sumrin. Fjölskylda mín fór þangað í heimsókn uppúr 1960; Kjartan bóndi sótti okkur á bátnum Golu til meginlandsins og tjölduðum við hjá honum í eyjunni í nokkra daga og nutum samvista við fjölskyldu hans. Kjartan átti hákarl, súrsaða selshreifa og annað lostæti og líða þeir dagar mér ekki úr minni. Veðrið gat varla betra verið og varp og dúntekja voru í góðri umhirðu. í Fremri-Langey gafst ágætt næði til að rifja upp gamlar sögur og minningar, m.a. um einn föðurbræðra Gunnars, Eggert Eggertsson. Eggert var um skeið bóndi í Bfldsey og síöar stefnuvottur í Reykjavík. Hann andaðist upp úr 1950, þá löngu orðinn þjóðsagnapersóna. Sögumar af honum voru bráðskemmti- legar, en ekki mannskemmandi, og oft skemmtum við Gunnar okkur við þær. Get ég ekki stillt mig um að rifja hér upp sögu, sem Gunnar sagði gjaman í glöðurn hópi: Eggert reið við fimmta eða sjötta mann úr Laxárdalsrétt áleiðis út á Fells- strönd. Nálægt hreppamörkum milli Hvammsbrepps og Fellsstrandarhrepps voru tveir bæir á sama hlaði, Hella og Skógar. Ætlunin var að fara að Skógum og þar sem Eggert var eini kunnugi maðurinn í hópnum, hafði hann fomst- una. Húsakynni vom þannig að gengið var inn um bæjargöng og upp brattan stiga í baðstofuna. Þarna gengu þeir all- ir í halarófu, en um leiö og þeir lögðu af stað upp stigann kom húsfreyja fram á stigaskörina í víðu pilsi. Eggert gekk beint upp undir pilsið og heyrðist segja: „Hva, hér er þreifandi myrkur, hér hef ég aldrei komið áður. Nei, þetta er ekki í Skógum!" Á fmmbýlingsámm okkar Gunnars í Karfavoginum vann hann hjá Stein- stólpum hf., aðallega við jámsmíði og vinnuvélar, en Gunnar hafði þá nýlega aflað sér réttinda sem jámsmiður. Um tíma var hann hjá Gunnari Guðmunds- syni við viðgerðir á þungavinnuvélum, en lengst er mér minnisstæð vinna hans við bfla- og vélaviðgerðir fyrir fiskverk- unarstöð Ingimundar hf. í Súðarvogi, sem lengst af laut stjórn hins merka aflamanns og fyrmm skipstjóra Ár- manns Friðrikssonar, sem nú er látinn. Á unglingsámm sínum stundaði Gunnar nám við íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal og minntist þess tíma jafnan með ánægju. Þó að skólaganga hans væri ekki löng, las hann helstu samtímabókmenntir okkar, jafnt þá Halldór Laxness og Þórberg sem bækur nágranna okkar Thors Vilhjálms- sonar, og var ágætlega að sér í fomum bókum og þjóðsögum. Hann fylgdist vel með gangi heimsmála og lét ekki lýð- skrumara blekkja sig. Hann skildi ekki þá „speki" að besta ráðið til að varðveita sjálfstæði okkar væri að farga því. Hann var einlægur Nató- og herstöðvaand- stæðingur og sá enga blessun í álskalla- pólitík og daðri við „vestheimska al- heimsku". Gunnar var félagi í Sósíal- istaflokknum meðan sá flokkur var og hét; var lítt hrifinn af „stórgvendahreyf- ingunni" og „þvottabimir" vom ekki að hans skapi. Hann þekkti vel muninn á peningamönnum og peningapúkum og handbendum þeirra. Ásókn hinna síð- astnefndu í eignarhald á bönkum og stofnunum, sem í eðli sínu eru eign samfélagsins, hefði t.d. aldrei komist á dagskrá hjá Gunnari. Hann var því ekki ákjósanlegt atkvæði pólitískra loddara, sem eiga oft ótrúlega greiðan aðgang að hinu svonefnda góða og grandlausa fólki. Gunnar Kjartansson var ógleyman- legur hverjum þeim, sem átti því láni að fagna að kynnast honum. Hann skilur nú eftir sig stórt rúm í endurminning- unni og lifir þannig góðu lífi meðal þeirra sem þekktu hann. Að lokum sendi ég innilegar samúðarkveðjur til Lóu og fjölskyldu hennar frá mér og mínu fólki. Sigurður Baldursson Gunnar Kjartansson var fæddur í Fremri-Langey á Breiðafirði 29. maí 1927. Foreldrar hans voru Kjartan Egg- ertsson og Júlíana Einarsdóttir, sem voru búandi þar. Þau lifa hann í hárri elli á Hrafnistu í Reykjavík. Gunnar ólst upp í Langey í stórum systkinahópi, þau voru sjö systkinin. Það er gott að alast upp í frelsi og víð- áttu Breiðafjarðar, enda unni Gunnar sínum æskustöðvum. Hann fór ungur að fást við báta og fara á sjó á heimaslóð- um. Hann fór líka á vertíðir við Faxa- flóa. Gunnar fór ungur maður í íþrótta- skólann í Haukadal. Hann kvæntist 16. febrúar 1952, ólöfu Ágústsdóttur frá Laugum í Hvammssveit. Þau eignuðust fjórar dætur: Láru, gifta Gunnari Halldórs- syni, eiga þau 2 börn; Júlíönu, gifta Jó- hanni Sigurðssyni; Elfu, á hún einn son; og Lóu Björk, sem er í heimahúsum. Gunnar vann fyrst í Reykjavík í Tré- smiðjunni Heiðmörk, þá í Steinsstólp- um hf., síðar hjá G.G. flutningum, en lengst og síðast hjá Ingimundi hf., við vélagæslu og viðgerðir. Og margan bfl- inn gerði hann við fyrir fólk, enda bón- þægur maður. Gunnar var skapléttur og skemmtilegur. Þar var oftast stutt í grínið, hann var söngmaður og hafði gaman af tónlist. Þau voru gestrisin, Gunnar og Lóa. Það var gott að koma í Karfavog, enda var oftast margt fólk í kringum þau. Gunnar eignaðist bát fyrir nokkrum ár- um með Andrési mági sínum og fóru þeir á sjó hér á Faxaflóa á sumrin, sér til ánægju, því Gunnar var alltaf gefinn fyr- ir sjó, enda af sjómönnum kominn. Eitthvert af fyrstu árunum, sem Gunnar og Addi áttu bátinn, fóru þeir siglandi frá Reykjavík vestur á Breiðafjörð og komu í Langey. Það var dásamlegt að sjá bátinn birtast úr hafvíðáttunum og gaman að fá þá í heimsókn. Gunnar var kominn heim. Upp í hugann hrannast minningar. Gott átt þú hrísla á grænum bala. Gunnar er kært kvaddur. Fríða Látinn er í Reykjavík góður vinur minn, Gunnar Kjartansson frá Fremri-Langey. Gunnar heitinn var kvæntur frænku minni, Ólöfu Hólmfríði Ágústsdóttur, fæddri 13. maí 1933, ættaðri úr Dala- sýslu. Eignuðust þau fjórar dætur, þær: Láru Ágústu, gifta Gunnþóri Halldórs- syni; Júlíönnu, gifta Jóhanni Þóri Sig- urðssyni; Elfu og Lóu Björk. Barna- bömin eru sex. Gunnar ólst upp í stórum systkina- hópi vestur í Langey við öll algeng eyja- störf. Gunnar naut ekki langrar skóla- göngu í æsku, eins og títt var um böm þá, en naut handleiðslu foreldra sinna, þeirra sæmdarhjónanna Júlfönnu Ein- arsdóttur úr Bfldsey og Kjartans Egg- ertssonar. Kjartan naut mikils trúnaðar sveitunga sinna, var kennari jafnframt bóndastarfinu og formaður búnaðarfé- lagsins þar fyrir vestan. Einnig var á heimilinu frændi Gunnars, Pétur Ein- arsson úr Bfldsey, sem var heljarmenni mikið og frægur sægarpur. Hefur Gunnar án efa lært mikið af þessum mikilvirka frændá sínum. Þó að skólaganga Gunnars heitins hafi ekki verið löng, þá var hann eðlis- greindur maður og víðlesinn. Við ól- umst upp þarna í Karfavoginum stór krakkahópur, enda var raðhúsið okkar nýbyggt og var margt brallað á þeim tíma. Gunnar var mikill vinur okkar krakk- anna og fannst okkur krökkunum gott að leita ráða hjá honum í hvívetna, hvort sem verið var að byggja kofa, smíða kanóa eða að hlaða brennu. Var Gunnar alltaf reiðubúinn að aðstoða okkur, ef hann mögulega gat. Gunnar var verklaginn og smiður góður. Þegar við krakkamir vorum að bralla eitthvað og þörfnuðumst góðra ráða, þá kom Gunnar upp í hugann. Við vomm mikið saman, enda á sama aldri, Andrés, bróðir Lóu, en svo kölluðum við Ólöfu konu hans, Baldur sonur Sigurð- ar Baidurssonar lögfræðings, sem var nágranni og mikill vinur Gunnars, og undirritaður. Við Baldur sérstaklega vomm miklir sósíalistar, enda má segja að umhverfi okkar hafi verið mjög rót- tækt, Þjóðviljinn keyptur í flestum hús- um. Við krakkarnir heimsóttum oft Gunnar, ef okkur langaði að ræða pólit- fk, enda átti Gunnar ágætis bókasafn og las mikið og ræddum við um heima og geima. Gunnar settist þá niður við bæk- urnar sínar og hlustaði þolinmóður á okkur sem vorum háværust, sérstaklega undirritaðan og Baldur, og gaf okkur góð ráð. Man ég alltaf það, að Gunnar sagði að bestu sósíalistamir væm þeir sem yrðu sósíalistar af lífsbaráttunni en ekki af lestri einhverra bóka. Fyrstu minningar mínar um þau Lóu og Gunnar vom þær að þá bjuggu þau í litlu húsi inn við Kleppsveg, og vom þau þar fyrstu búskaparár sín í Reykjavík. Seinna fluttust þau í nýbyggt raðhús við Karfavog og vom þar í nánu sambandi við föður minn, Þórhall Pálsson borgar- fógeta, og Soffíu móður mína, frænku Ólafar. Margt þurfti að gera í nýbyggðu húsi, slétta úr mold eða smíða girðing- ar, og var Gunnar mjög áhugasamur um allt sem laut að húsinu. Man ég vel eftir gamla tmkknum með talíunni, sem Gunnar var mikið á þegar hann vann hjá fyrirtækinu Steinstólpum. Kom sér oft vel að hafa trukkinn, ef mikið lá við og einhverju þurfti að redda. Einnig þótti okkur krökkunum mikið sport að fá að sitja í trukknum hjá Gunnari, enda vom tíu hjóla tmkkar ekki á hverju strái þá. Eftir að Gunnar lét af störfum hjá Steinstólpum hóf hann störf sem við- gerðarmaður hjá þungavinnuvélafyrir- tækinu Gunnari Guðmundssyni og kom verksvit Gunnars að góðum notum þar. Síðar hóf Gunnar störf hjá útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækinu Ingimundur h/f í Reykjavík sem vélgæslu- og við- gerðarmaður, og starfaði hann þar þangað til hann varð að iáta af störfum sökum heilsubrests. Núna er Gunnar horfinn yfir móðuna miklu og minnist ég hans með miklum söknuði, en er jafnframt þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast góðum vini. Jóhann Þórhallsson Guðmundur Kristjánsson Arnarbæli ^ Guðmundur var fæddur 5. mars 1903 að Suðurkoti við Öndverðames. Foreldrar hans voru Guðrún Jónsdóttir og Krist- ján Sigurðsson. Bæði vom þau hjón hagsýn og dugleg. Báða þessa eiginleika fékk Guðmundur í erfð. Þá vandist hann á iðjusemi í uppeldi sínu á heimili þeirra, sem fylgdi honum þar til vinnu- þrek hans bilaði á síðustu æviárum hans. Ársgamall flutti Guðmundur með foreldrum sínum að Eyvík og fimm ár- um síðar fluttu þau svo að Arnarbæli. Tvíbýli var í Arnarbæli og fóm þau á vesturpart jarðarinnar. Allar eru jarðir þessar í Grímsnesi. í Amarbæli átti Guðmundur síðan heimili alla sína ævi, fyrst á heimili foreldra sinna og síðan sem sjálfstæður bóndi í nærfellt sextíu ár, enda alltaf kenndur við bæinn. Ungur fór Guðmundur í vinnu til annarra. Skömmu eftir fermingu var hann vetrarpart hjá fjárríkum bónda í næstu sveit. Þar kynntist hann óvenju miklu heyleysi. Bóndinn átti marga sauði, sem ekkert höfðu til að lifa á nema snapir sem stóðu upp úr klakan- um. Um miðjan vetur var heybirgðum fjóssins þannig háttað að bóndinn gafst upp á að skammta þær, en þá tók hús- móðirin við. Henni auönaðist að halda lífi í gripunum á þann hátt að ganga ekki um fjósið nema einu sinni á dag og enga mjólk bar hún út úr því. Ef eitt- hvað kom úr kúnum, gaf hún þeim það aftur. Ekki þarf að taka það fram að á þessum tíma voru möguleikar á að- keyptu fóðri nánast engir. Þessi vetrardvöl varð Guðmundi minnisstæð og mun hafa ráðið miklu um það að hann lét aldrei vanta hey né önnur vistföng í eigið bú. Lengi sótti Guðmundur sjóvinnu- störf á vetrum eöa yfir tuttugu vertíðir á ýmsum stöðum á Suðumesjum. Hann eignaðist hlut í báti ásamt þrem öðrum. Útgerð bátsins gekk vel, enda fór kunn- ur aflamaður með formennsku hans. Mun útgerðin hafa skilað hagnaði, enda eigendur samvaldir að dugnaði og hygg- indum. Guðmundur vann þó alltaf heima utan vertíðar, fyrst á búi foreldra sinna og síðar eigin búi. Guðmundur tók við búsforráðum í Arnarbæli 1932 og hafði þau í hartnær sextíu ár, eða meðan heilsa og kraftar leyfðu. Síðustu búskaparár sín átti hann þó erfitt um vik vegna sjóndepru af völdum gláku. Hirti þó nokkrar kýr, fyrst og fremst sér til afþreyingar. Því vinnulaus gat hann ekki verið, meðan hann hafði eitthvert vinnuþrek. Vel gekk búrekstur Guðmundar. Gripir allir afurðasamir, enda vel fóðr- aðir, og alltaf nóg til að gefa. Vom þeir feðgar báðir miklir heyfangamenn. Mikill fjöldi barna og unglinga dvaldi um lengri eða skemmri tíma í Arnar- bæli, meðan Guðmundur hafði búsfor- ráð. Mátti segja að öll yrðu þau vinir hans og héldu við hann kunningsskap, svo lengi sem hann lifði. Þó var Guð- mundur ekki mjúkmáll maður og nutu þau af því orðavali hans eins og aðrir, en réttsýni hans og hreinskiptni eyddu öll- um áhrifum stóryrða. Skýr og glögg vom fyrirmæli hans er hann sagði fyrir verkum, enda var verkþekking hans fjölþætt. Sjálfur lærði hann öll verk til hlítar, sem hann taldi sig þurfa að kunna. Það sýnir hversu verkhagur Guðmundur var, að rúmliggjandi í erf- iðu fótbroti var hann sífelit með handa- vinnu og vann þá prjónles og annað sem heimilið þarfnaðist. Góður var Guðmundur heim að sækja. Hann hafði skýran málróm og skipuiega framsögn, sem hafði þau áhrif að þeir, sem á hlýddu, gleymdu seint frásögn hans. Fyrir því hef ég margra orð. Guðmundur hafði á yngri ámm óvenju góða sjón, sem kom honum til nytja, því á tímabili stundaði hann skot- veiðar og gekk það vel, eins og annað það sem hann tók sér fyrir hendur. En á efri ámm missti hann sjón, svo að á síð- ustu árum varð hann alblindur. Varð það honum mikil raun að geta ekki lengur haft afþreyingu af lestri eða spilamennsku, en hann var snjall spila- maður. Guðmundur tók nokkum þátt í fé- lagsmálum. M.a. sat hann lengi í stjóm Veiðifélags Ámesinga. Þess hefur verið minnst annars staðar og verður því ekki gert hér. Ég vil þó aðeins minnast þess, að um árabil sá hann um klakveiði og hrognatöku fyrir félagið. Ég hef orð að- stoðarmanna hans fyrir því að áberandi hafi verið hversu fagmannlega og á hag- felldan hátt hann framkvæmdi þetta fyr- ir félagið og vann sjálfum sér það létt á allan máta. Guðmundur lést háaldraður þann 15. júní 1991. Síðasti dvalarstaður hans var á Sjúkrahúsinu á Selfossi, orðinn alger- lega ósjálfbjarga. Var það honum þung raun, því að hann hafði jafnan sett metnað sinn í það að þurfa sem minnst til annarra að sækja. Það eru ekki bein sorgartíðindi þótt aldraður maður, þreyttur og þjáður eins og Guðmundur var, andist. Þó bar hann lengst af þann persónuleika, sem lýsa má í fáum orð- um svo: Jlœði af honum gusturgeðs og gerðarþokki stóð.“ (J.Þ.) Vinum hans og vandafólki mun finn- ast vandfyllt það skarð, sem varð við frá- fall hans, enda var Guðmundur vinfast- ur og ræktarlegur við það fólk sem hann gerði sér að vinum. Fyrstu búskaparár sín bjó Guðmund- ur með systrum sínum. En haustið 1941 gekk hann að eiga Sigríði Áma- dóttur frá Oddgeirshólmi og lifir hún mann sinn. Studdi hún hann eftir getu síðustu árin, þótt sjálf væri hún böguð vegna kölkunar. Börn áttu þau fjögur og tvö barnaböm. Sigríði og börnum.hennar óska ég gæfu og gengis um ókomin ár. Ólafur Áraason Hús til sölu Einnar hæðar timburhús með trégólfi. Þarf að fjarlægjast af lóð. Nánari upplýsingar f síma 91-641250 og 985-25830.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.