Tíminn - 02.04.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Fimmtudagur 2. apríl 1992
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Otgefandi: Tíminn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aöstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guömundsson
Stefán Ásgrimsson
Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason
Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavlk Sími: 686300.
Auglýsingasími: 680001. Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf.
Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verö í lausasölu kr. 110,-
Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Kratamir em komnir
í aðra skálmina
Það er nú fullljóst að sú stefna hefur náð yfirhöndinni í Al-
þýðuflokknum að sækja beri um aðild að Evrópubanda-
laginu. Yfirlýsingar einstakra þingmanna staðfesta þetta,
þótt þær gangi misjafnlega langt. Lengst í yfirlýsingum
hefur Karl Steinar Guðnason gengið og vill sækja um að-
ild fyrir næstu áramót. Eiður Guðnason umhverfisráð-
herra telur aðeins blæmun á sér og Karli Steinari, og ut-
anríkisráðherra, formaður flokksins, hefur gefið tóninn í
skýrslu um utanríkismál, og nú er ljóst að sá tónn er sleg-
inn þar að vandlega athuguðu máli.
Það vakti athygli í umræðum um utanríkismál á Al-
þingi síðastliðinn þriðjudag að þar ræddi utanríkisráð-
herra um undankomuleiðir, ef EES-samningurinn yrði
ekki samþykktur. Þetta er athyglisvert vegna þess að fram
til þessa hafa íslensk stjómvöld lagt höfuðáherslu á þann
samning. Spyrja má hvað hafi breyst. Það hefur í sjálfu sér
ekkert komið fram nú, sem bendir til þess að samningur-
inn verði ekki samþykktur að lokum af Evrópuþinginu.
Það er alveg ljóst að forusta Alþýðuflokksins vill nú
beina sjónum þjóðarinnar frá þessum samningi og hefja
af fullum krafti umræður um aðild að Evrópubandalag-
inu.
Samningarnir um Evrópskt efnahagssvæði hafa tekið
langan tíma, enda um viðamiklar viðræður að ræða. í
stjómkerfinu íslenska hefur verið lögð mikil vinna í þessa
samningagerð. í gegnum þessa vinnu hefur verið aflað
mikillar þekkingar á innviðum Evrópubandalagsins. Um-
ræður á íslandi um aðild að bandalaginu hljóta að byggj-
ast á því að einhverjir séu þeirrar skoðunar að við eigum
að ganga í það. Aðildarumsóknir annarra Efta-ríkja byggj-
ast á því að forustumenn þeirra hafa myndað sér þá skoð-
un að hagsmunum þeirra ríkja sé betur borgið með aðild.
Þeirra umsóknir em ekki til þess að máta flíkina.
Við höfum því allar forsendur til að mynda okkur
skoðun á því hvort við eigum að sækja um aðild eða ekki.
Fulltrúar okkar íslendinga hafa staðið í viðræðum við
bandalagið nú um langt skeið. Stjómarskrá þess, Rómar-
sáttmálinn, er skýr, og það er mikil bjartsýni og til þess
fallið að slá ryki í augu fólks að halda því fram að íslend-
ingar fái sérstaka meðhöndlun innan bandalagsins, t.d. í
sjávarútvegsmálum.
Það orðalag í skýrslu utanríkisráðherra að „fyrst og
fremst verði að kanna mælanleg áhrif EB-aðildar á ís-
lenskt efnahagslíf og stjómkerfi“ er sakleysislegt, en það
er þrauthugsað og til þess sett fram að beina umræðun-
um um samskiptin við Evrópu inn á aðrar brautir en áð-
ur. Yfirlýsingar annarra fomstumanna Alþýðuflokksins,
sem birst hafa síðan skýrslan var lögð fram, benda til þess
að þeir séu þegar búnir að troða sér í aðra skálmina á EB-
flíkinni, til að máta með kaup fyrir augum.
Ljóst er að mjög skiptar skoðanir em um málið í Sjálf-
stæðisflokknum, og hefur forsætisráðherra séð þann kost
vænstan að reyna að dempa umræðuna niður með því að
segja að aðild að EB sé ekki á dagskrá.
Auðvitað verður ríkisstjómin að gera hreint fyrir sín-
um dyrum í þessu stærsta máli þjóðarinnar. Er það ætl-
unin að einbeita sér að því að ræða EES-samninginn,
hvort hann er ásættanlegur eða ekki? Það er höfuðmálið
og að því á að beina kröftunum, og það er furðulegt að
spilla vinnufriði um það mál með þeim leikfimiæfingum,
sem kratamir stunda í þessu stórmáli.
Hví spyr enginn?
Fjórði hver fiskur fór í ferða-
gjaldeyri í fyrra, er fyrirsögnin á
höfuðfrétt Tímans í gær.
Fjórðungur af öllum útflutn-
ingstekjum fyrir sjávarafurðir,
eða um 17,5 milljarðar króna,
var eyðslufé fyrir erlendan
ferða- og dvalarkostnað árið
1991. Yfir 15 milljarðar króna
fóru einvörðungu í bein
skemmtiferðalög, hitt í ýmiss
konar dvalarkostnað.
Frá íslandi voru famar mun
fleiri ferðir til útlanda en metár-
ið á undan, svo að fleiri hafa far-
ið eða einhverjir hafa farið oftar
en áður. Ekki mun langt í að út-
flutningstekjumar fari allar í
ferðalög erlendis með gjaldeyr-
iseyðslu þeim samfara. Það er
að segja það sem eftir verður,
þegar skipaflotinn er búinn að
borga sína olíu og annan er-
lendan kostnað.
Þess má til leiðinda geta að
tekjur af erlendum ferðamönn-
um minnkuðu verulega á árinu.
Fjör í Miðbænum
Þessi mikla og síaukna ásókn
íslendinga til útlanda hlýtur að
stafa af því að þeir, eða við, vilj-
um helst vera sem minnst
heima á fósturjörðinni.
Augljóst er að allir, sem vett-
lingi geta valdið, rjúka til út-
landa hvenær sem við verður
komið, og það er ærið oft, mið-
að við þær upplýsingar sem fyr-
ir liggja.
í útlöndum á maður að ferðast,
fræðast, skemmta sér og svo
ekki síst að versla.
Kaupmaður við Laugaveginn
sagði pistilskrifara í gær, að
varla sæist sála í verslunum í
Miðbænum, en biðröð væri við
hvert skrifborð hjá Samvinnu-
ferðum-Landsýn í Austurstræti
allan guðslangan dag-
inn.
Hann bætti við, að nú
sé fólkið að ganga frá
síðustu greiðslum
vegna jólahátíðarinnar og um
leið er byrjað að borga inn á ut-
anlandsferðir sumarsins.
Það er þó huggun harmi gegn
að það er einhvers staðar líf í
tuskunum í Miðbænum.
Út vil ek
Skammt er um liðið síðan hér
var fjallað lítillega um niður-
stöður skoðanakönnunar, sem
sýndi að 57 af hundraði íslend-
inga vilja gjaman flytja búferl-
um til útlanda.
Ef aldursflokkurinn 18 til 35
ára var tekinn út úr, varð út-
koman sú að 80 af hundraði
töldu fysilegt að flytja til út-
landa.
Það er sama frá hvaða sjónar-
homi á þessi mál er litið. Islend-
ingar vilja ekki eyða fríum sín-
um á Fróni, ekki versla, ekki
skemmta sér og helst ekki búa á
landinu. Síst þeir, sem eru að
komast til vits og ára og eiga
starfsævi sína framundan.
Hér hefur eitthvað meira en
lítið farið úrskeiðis. ísland með
kostum sínum og göllum er
einskis virði, rétt eins og sagan,
menningin og tungan. Það er
engin arfleifð, sem heldur í fólk,
og engar auðlegðir að nýta.
Enginn þjóðmálaskúmur, fé-
lagsmálafrömuður eða allt það
lið, sem ávallt er að gera átök til
að vemda menningu og tungu,
hefur minnstu áhyggjur af því
þótt íslenskt æskufólk og marg-
ir aðrir eigi þá ósk heitasta að
geta flutt burtu af hólmanum,
sem Jón Hreggviðsson óskaði á
dýpsta hafsbotn með öllu kviku.
Enda var hann þá kominn til út-
landa.
Skyldi enginn velta því fyrir sér
hvers vegna það er svona lítt eft-
irsóknarvert að dvelja á íslandi
eða lifa og starfa hér.
Sífellt er verið að hamra á að
menn eigi að ferðast um sitt
eigið land og einstaklingar eru
teknir tali sem dásama náttúr-
una, hringveginn og bænda-
gistinguna. En allur þorrinn fer
til útlanda með yfir 15 milljarða
af gjaldeyri í vasanum til að sól-
unda úti í heimi.
Fjallabílagarpar og jeppafantar
æða um hálendið og vélsleða-
menn fjúga fram af hömmm
um landið þvers og kmss, og er
látið mikið af þeim hetjuskap
öllum. En til útlanda fer samt
allur fjöldinn.
Svo em það skattfrjálsu stór-
eignamennimir, sem eiga lax-
inn og umfram allt ámar og
fossana. Þetta ieigja þeir efnuð-
um náttúmunnendum og er
gumað mikið af þessari íslensku
dýrð. En hún er bara lokuð öll-
um nema örfáum útvöldum,
sem tala fjálglega um ást sína á
íslandi. Þeir mega eiga sínar
laxár og unaðsstundir. Öðmm
kemur þeirra Island ekki við.
Kannski em það sömu ferða-
garpamir, sem fara um fjöllin á
dýrmætu tækjunum sínum, og
þeir, sem eiga veiði og veiða og
njóta náttúmnnar, sem kaupa
sér 17 milljarða í gjaldeyri til að
frfiista sig í útlandinu?
Samt eru þeir líklega margir,
sem njóta íslands út um rúðuna
í Lödunni sinni, þegar þeir
punta sig upp og fara Þingvalla-
hringinn. Og oft er vætusamt í
Grafningnum.
Táradalur
vandamálanna
Vandi og erfiðleikar og dökkt
útlit framundan em höfuðein-
kenni þjóðmálaumræðunnar.
Þeir, sem ekki em komnir á
hausinn, em að fara yfirum.
Sveitarstjórar fá bónusa fyrir að
rekja harmatölur opinberlega
og um gjörvallt þjóðfélagið
ganga talsmenn samtaka og
fyrirtækja fram fyrir skjöldu
að lýsa því yfir hve ömurlega
sé að fara fyrir „hagsmuna-
aðilunum" á öllum sviðum.
Lfldega er það ofureðlilegt að
fólk vilji yfirgefa þennan táradal
um lengri eða skemmri tíma.
Svo er líka allt svo gott og
skemmtilegt í útlöndum. Þar
em íslenskir athafnamenn al-
deilis að gera það gott Fjöl-
miðlar halda þessum ofur-
mennum að þjóðinni seint og
snemma, og sýnt er og sannað
hvemig hægt er að spjara sig í
löndum tækifæranna.
Eitthvað annað en á skerinu
þar sem helvískur Homafjarð-
armáninn skín.
Basl
Öllum ungum íslendingum,
sem ekki fæðast ríkir og flytja
ekki úr landi, em lagðar á herð-
ar áratugalangt skuldabasl.
Óbjörguleg húsnæðiskerfi
hvert fram af öðm, frumstæð
og gráðug peningakerfi, sem
halda að almenningur í landinu
sé til þess að mergsjúga, og fóg-
etar, sem gefa kollega sínum í
Nottingham ekkert eftir, em ef
til vill liður í því að ungir ís-
lendingar telja land sitt óbyggi-
legt.
Ef fólk trúir ekki á Iandið og
vill ekki vera á íslandi, til hvers
er þá verið að öllu þessu bar-
dúsi?
Spumingamar em margar og
ekki einfaldar, enda spyr eng-
inn.
OÓ