Tíminn - 02.04.1992, Side 9
Fimmtudagur 2. apríl 1992
Tlminn 9
Meöal ótal frægra gesta mátti líta nýbökuöu hjónin Richard Gere og
Cindy Crawford.
Elizabeth Taylor naut lífsins I sextugsafmælinu og sleppti varla
hendinni af Larry Fortensky. Þeir, sem sáu hana, segja hana líta út
fyrir aö vera þrítug!
Börn
súper-
stjarna
Það eru því miður Iitlar líkur á að
böm súperstjarnanna í Hollywood
eigi minnstu möguleika á að eiga
eðlileg uppvaxtarár. Varla líður svo
mánuður að sonur eða dóttir ein-
hverrar stórstjömunnar opinberi
ekki bernskuminningar sem oftar
en ekki varpa skugga á dýrkað eft-
irlæti bíófara.
Ljósmyndarinn Phil Stern hefur
fylgst með frama þeirra ríku og
frægu í Hollywood. Hann á stórt
safn dýrgripa af myndum úr fortíð-
inni í Vestur-Hollywood. Þar gefur
m.a. að líta stjörnurnar frægu,
þegar þær vom upp á sitt besta og
sinntu börnunum sínum eins og
best mátti verða, fyrir framan ljós-
myndarann a.m.k. Síðan hefur því
Liza Minnelli bar mikinn svip af
móöur sinni, Judy Garland,
strax sem barn.
miður komið í ljós að ekki var allt-
af allt sem sýndist á þessum mynd-
um. Börnin orðin fullorðin, beisk
og bitur, leysa frá skjóðunni og
myndin af foreldmnum ekki alltaf
falleg.
Mickey Rooney leit svona út 1949 þegar hann var
á ströndinni með Timmy syni sínum.
Ethan Wayne vildi strax veröa eins og pabbi hans,
John Wayne.
Elizabeth Taylor fannst ekki
seinna vænna að verða barn á ný,
þegar hún varð sextug á dögunum.
Hún hélt heljarinnar mikla afmæl-
isveislu í Disneyland í Kaliforníu
fyrir 1000 gesti, sem allir skemmtu
sér konunglega í hinum ýmsu leik-
tækjum, þó að ekki sé víst að allir
hafi hitt afmælisbarnið. Lífverðir
sáu nefnilega um þá hlið mála og
það vom aðeins þeir alfrægustu og
nánustu, sem komust nálægt til-
efni veislunnar. Michael Jackson
sást ekki, en einhver orðrómur var
á kreiki um að hann kynni að vera
nærstaddur, í gervi einhverrar
Disneyfígúm!
Það er reyndar allsendis óvíst að
þetta verði síðasta stórafmælis-
veislan sem Liz heldur. Hún segir
langlífi í ættinni og hún eigi móð-
urbróður, sem sé nýorðinn 100
ára, og mamma hennar sé 95. Hún
á þess vegna helst von á því að ná
sjálf hundrað ára aldrinum og gott
betur.
Gestunum hafði verið uppálagt að
klæðast óformlega og það er svolít-
ið misjafnt hvaða merkingu þeir
lögðu í það. Gallabuxur voru þó
áberandi, svo og leðurfatnaður. En
Esther Williams, sundstjama frá
sjötta áratugnum, lét sig hafa það
að mæta í Hermes-blússu sem
Carrie Fisher var eitt sinn stjúpdóttir Elizabeth. Hún mætti til veisl-
unnar háólétt meö umboösmanninum Bryan Lord.
kostaði 70.000 ísl. kr. (jafnvel fötin
utan á fræga fólkinu em verðlögð í
svona selskapi), en því miður varð
henni kalt og hún varð að smeygja
sér í háskólabol með mynd af
Mikka mús utan yfir, og hann kost-
aði bara 500 kr.l
Veislan fór hið besta fram og El-
izabeth lýsti því sjálf yfir að hún
hefði verið miklu skemmtilegri en
formlega veislan í Búdapest þegar
hún varð fertug. „Þessi var miklu
afslappaðri og svoleiðis vil ég hafa
það,“ sagði hún, þegar hún var bú-
in að leysa gesti sína út með gjöf-
um.
Elizabeth Taylor sextug —
og unglegri en eiginmaöurinn ungi!