Tíminn - 07.04.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.04.1992, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 7. apríl 1992 Tíminn 5 Hj artslátturinn - Taktur lí fsins í dag, 7. apríl, er alheimsheil- brigðisdagurinn. Alþjóðaheil- brigðisstofnunin helgar daginn að þessu sinni hjarta- og æða- sjúkdómum. Um heim allan eru þessir sjúkdómar aðalóvinir heil- brigði, valda 12 milljón dauðs- föllum árlega. í iðnvæddum ríkjum eru hjarta- og æðasjúkdómar algengasta dán- arorsökin, um 50% dauðsfalla eru vegna þeirra. í þróunarlöndum eru þeir í þriðja sæti með um 15% dauðsfallanna. Aiþjóðaheilbrigðismálastofnun- in áætlar að árlega deyi jafnmarg- ir úr hjarta- og æðasjúkdómum í þróunarlöndum — um sex millj- ónir manna — og í þróuðum ríkj- um. Það eru fleiri dauðsföll um heim allan vegna þessa nútíma- sjúkdóms en vegna nokkurs smit- sjúkdóms. Eftir áratug er reiknað með fleiri dauðsföllum vegna hjarta- og æðasjúkdóma í þróunarlönd- um en vegna fjölda smitsjúkdóma samanlagt, svo sem niðurgangs, blóðögðusóttar, berkla, malaríu, mislinga og kíghósta. Þá verða kransæðastífla og heilablóðfall al- gengustu hjarta- og æðasjúkdóm- arnir í þessum Iöndum. Menntað fólk og leiðtogar verða fyrst fyrir barðinu á þessari aukningu og mun það koma sér illa fyrir lönd- in. Forvamir Hægt er að koma í veg fyrir helming þessara dauðsfalla, þ.e. bjarga sex milljónum mannslífa á ári. Þess vegna hvetur Alþjóðaheil- brigðisstofnunin heilbrigðisyfir- völd til að leggja sérstaka áherslu á forvarnir fremur en lækningar til að bjarga mannslífum og spara peninga. Það þarf að berjast gegn heistu áhættuþáttum eins og reykingum, offitu, streitu og hreyfingarleysi. Rétt er að hefjast handa með fræðslu til barna, því eins og máltækið segir: „Illt er að kenna gömlum hundi að sitja.“ í Bandaríkjum Norður-Amer- íku er áætlað. að lækkaða dánar- tíðni vegna hjartasjúkdóma á síð- ustu áratugum megi að einum þriðja rekja til tækniframfara, svo sem blóðþrýstingslyfja, gjör- gæsludeilda, hjartaaðgerða o.fl. Tveir þriðju hlutar þessarar lækk- uðu dánartíðni eru hins vegar vegna þess að fæðan er orkuminni en áður og neytt er minni fitu og salts. Betur er fylgst með blóð- þrýstingi og Bandaríkjamenn hreyfa sig meira og reykja minna en áður. Ríkidæmi og fátækt Vissir hjarta- og æðasjúkdómar leggjast á ríka, aðrir á fátæka. Kransæðasjúkdómar og heilablóð- fall eru tíðust meðal ríkra þjóða og tengjast fitu- og saltríku fæði auk reykinga og hreyfingarleysis. Hjá þeim, sem minna bera úr býtum, eru aftur á móti minna þekkt vandamál, svo sem hjarta- sjúkdómar vegna gigtsóttar. Gigt- sótt byrjar með streptococca- (keðjukokka-) sýkingu í hálsi, sem getur síðan farið í liði og hjartalok- ur. Sjúkdómurinn er algengari þar sem fólk býr margt saman í þrengslum og læknishjálp er af skornum skammti. Hann leggst aðallega á ungt fólk á aldrinum 5- 35 ára og er 20 til 30 sinnum al- gengari hjá ýmsum fátækum þjóð- um en meðal þeirra ríku. Penicill- in ver fólk fýrir sjúkdómnum. Annar hjartasjúkdómur, sem tengist fátækt, er Chagas-veikin, sem hrjáir 17 milljónir manna í Rómönsku Ameríku. Þetta er smit- sjúkdómur, sem orsakast af sníkju- dýrum sem lifa í sprungum og rif- um Iélegra húsa. Aukin hætta er á að sýkjast af Chagas-veikinni þar sem fólk býr á moldargólfum og hefur enga hreinlætisaðstöðu. Árangursríkar aðgerðir í Norður-Karelíu, héraði í aust- urhluta Finniands, var hæsta dán- artíðni í heimi vegna hjartasjúk- dóma fyrir 20 árum. Með mark- vissum aðgerðum, sem miðuðu að því að minnka neyslu mettaðrar fitu og að fá fólk til að hætta að reykja, tókst að lækka dánartíðni vegna kransæðastíflu. Hjá 35-64 ára karlmönnum varð helmings- lækkun, úr 720 dauðsföllum á 100.000 íbúa um 1970 í 360 á 100.000 í dag. ísland íslendingar tilheyra þeim 20% jarðarbúa sem sitja við allsnægta- borð heimsins. Hjarta- og æða- sjúkdómarnir á íslandi eru langal- gengasta dánarorsökin eins og hjá öðrum ríkum þjóðum. Mikilvæg- ustu áhættuþættir hjarta- og æða- sjúkdóma hjá okkur eru hækkuð blóðfita, hækkaður blóðþrýstingur og reykingar. Athyglisvert er að rannsóknir Hjartaverndar hafa sýnt að meðal karla, sem aldrei hafa reykt, reynist hækkuð blóðfita ekki vera áhættuþáttur sem skiptir miklu máli. Sígarettureykingar ís- lenskra kvenna eru áhyggjuefni, þar sem þeim sem reykja rúmlega pakka á dag er sjöfalt hættara við að fá kransæðasjúkdóm. Sem betur fer hafa helstu áhættuþættir hjarta- og æðasjúk- dóma Islendinga lækkað síðustu tvo áratugi. Minnkun áhættu frá 1968 vegna reykinga, blóðþrýst- ings og blóðfitu er 34% meðal karla og 37% meðal kvenna. Um 12% lækkun á kransæðadauða hefur átt sér stað á milli áranna 1970 og 1975 og 1986 til 1988 og er þetta marktækur munur. Heilbrigðisyfirvöld hvetja ís- lendinga til að • drepa í sígarettunni ef þeir reykja • hreyfa sig, t.d. ganga í vinn- una, sé þess kostur • láta fylgjast með blóðþrýst ingnum • forðast streitu • smyrja þunnt á brauðið • salta matinn minna Landlæknisembættið Atvinnumál í brennidepli Hluti fundargesta á atvinnumálafundinum á Laugabakka. Myndir: eh Alkunna er að hinn hefðbundni búskapur í sveitum landsins á undir högg að sækja. Niðurskurð- ur veldur miklum vandræðum víða í sveitum og er víst að þar sem byggðin er þegar orðin gisin stefnir í voða, ef ekki tekst að efla byggðarlagið á atvinnusviðinu. Á dögunum tóku Vestur-Húnvetn- ingar atvinnumál í sveitum til rækilegrar umræðu. Það er ljóst, að fyrir hendi þurfa að vera styrkar stoðir fjölbreytts atvinnulífs. Einn þáttur þess eru hlunnindi jarða, sem víst má enn bæta, þó að laxveiði sé rekin með glæsilegum hætti í Vestur- Húna- vatnssýslu. Hætt er við að mun fá- tæklegar væri yfir að líta, ef ekki nyti við starfsemi þessarar fyrir byggðina. Fundurinn var haldinn á Lauga- bakka í Miðfirði. Það var svonefnt Hagfélag Vestur-Húnvetninga, sem stóð fýrir honum. Atvinnu- þróun á fyrrgreindu svæði ásamt Bæjarhreppi í Strandasýslu hefur verið sú, að frá árinu 1981 til 1990 hefur ársverkum í landbúnaði fækkað úr 425 í 311, en hlutfalls- leg skipting atvinnugreina á þessu tímabili varð sú, að landbúnaður fór úr 44% í 35% 1990. Ársverk í verslun fór úr 72 í 108 ársverk og þjónusta úr 155 ársverkum 1981 í 183 1990. Iðnaður hrapaði hins- vegar úr 104 ársverkum 1981 í 77 ársverk 1990. í heild var hrap í árs- verkum úr 958 1981 í 890 1990, sbr. upplýsingar frá Þróunarsviði Byggðastofnunar. Fróðleg eríndi Á fyrrgreindri ráðstefnu voru flutt mörg erindi um fyrrgreint viðfangsefni, m.a. ávarp Gunnars Sæmundssonar, formanns Búnað- arsambandsins, en Ólafur B. Ósk- arsson í Víðidalstungu ræddi um hlutverk sveitarfélaga í atvinnu- málum. Jón Guðbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, gerði grein fýrir starfsemi hans, sem hefur stutt margt verkefnið til sóknar í at- vinnumálum í sveitum. Þá gerði Amaldur Bjamason grein fýrir því, sem Stéttarsamband bænda hefur verið að sinna í sambandi við at- vinnuþróun í sveitum, en Arnaldur er atvinnumálafulltrúi sambands- ins. Einnig töluðu á fundinum þeir Gunnar Þórarinsson ráðunautur Búnaðarsambandsins, Bjarni Þór Einarsson formaður Hagfélagsins, sem gerði grein fýrir starfsemi þess, Kristján Björn Garðarsson iðnráðgjafi á svæðinu, og Herbjört Pétursdóttir á Melstað, formaður Ferðamálafélags V-Húnavatns- sýslu. Vakti Herbjört sérstaka at- hygli á framtaki þeirra bræðra á Stað, Eiríks og Magnúsar, sem hefðu byggt upp mikilvæga starf- semi með Staðarskála. Sömuleiðis vék hún að hinu góða verki, sem Arinbjörn á Brekkulæk hefur verið að gera í sambandi við hestaferðir. Árni Snæbjörnsson, hlunninda- ráðunautur Búnaðarfélags íslands, flutti athyglisvert erindi og benti á fjölbreytt svið hlunninda, sem auka mætti nýtingu á og bæta til Herbjört Pétursdóttir, Melstað. muna, svo sem í sambandi við stangaveiði í silungsvötnum. Ráðstefnugestir voru sammála um að það þyrfti að leggja stór- aukna rækt við nýja hluti og efla það, sem fýrir væri, svo að héraðið gæti haldið sínum hlut á atvinnu- sviðinu. Menn þyrftu að snúa bök- um saman í þessu efni. Fundar- stjóri á ráðstefnunni var Karl Sig- urgeirsson framkvæmdastjóri á Hvammstanga. Veiðivötnin dijúg tekjulind Athyglisvert var, að nokkrir framsögumanna á ráðstefnunni véku að Arnarvatnsheiði og þeim miklu möguleikum, sem þetta svæði fæli í sér. Silungsvötnin á heiðinni eru auðlind, sem endumýjar sig. Veg- ur hefur verið lagður fram úr byggðinni að Stóra-Amarvatni. Eggert Pálsson á Bjargshóli segir að unnið sé að undirbúningi fram- kvæmda í tengslum við veiðina og annað, sem gera þarf til þess að laða að og tryggja fólki góða dvöl á svæðinu. Þá er alkunna að silungsvötn em víðar á svæðinu, sem unnt er að gera arðmeiri en nú er, með til- kostnaði við búnað sem þarf að vera við vötnin, ef vel á að fara um stangaveiðimenn, sem munu í vax- andi mæli sækja sér hvíld og hressingu í veiðiskap. í sveitinni em líka nokkrar öflugar laxveiðiár: Miðfjarðará, Víðidalsá og Fitjá, auk Hrútafjarðarár og Síkár. Einar Hannesson Árni Snæbjörnsson ráðunautur í ræðustóii á atvinnumálafundinum. Við hlið hans situr Karl Sigurgeirsson fundarstjóri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.