Tíminn - 07.04.1992, Qupperneq 9

Tíminn - 07.04.1992, Qupperneq 9
Þriðjudagur 7. apríl 1992 Tíminn 9 DAGBÓK Húnvetningar Samkórinn Björk frá Blönduósi ásamt öðrum húnvetnskum tónlistarmönnum verða í Húnabúð, Skeifunni 17, föstu- daginn 10. april kl. 17-18. Fjölmennum í Húnabúð og hittum vini okkar að norð- an. Félag eldri borgara í Reykjavík Opið hús í Risinu kl. 13-17. Þeir, sem ætla að sjá leikritið „Elín, Helga, Guðríð- ur“, laugardaginn 11. apríl, hafi sam- band við skrifstofu félagsins í síma 28812. Jóga ffyrir eldri borgara Jógasamtökin Heimsljós efna nú til nýj- ungar í starfseminni, sem eru sérstök jóganámskeið fyrir eldri borgara og hefst það fyrsta 9. apríl n.k. Námskeiðin verða haldin í nýju hús- næði samtakanna að Skeifunni 19, 2. hæð, og hefst íyrsta námskeiðið sem fyrr segir þann 9. aprfl og mun standa í 4 vik- ur. Kennt verður tvisvar í viku, á mánu- dögum og fimmtudögum kl. 10-11. Kennari verður Hulda Sigurðardóttir, sem kennt hefur jóga í hartnær 30 ár. Þátttökugjaid á námskeiðunum er 2500 krónur og skal tilkynna þátttöku til Huldu í síma 675610 (virka daga kl. 9- 12). Kvenfélag Kópavogs Hattafundur fimmtudaginn 9. apríl kl. 20.30 í Félagsheimilinu. Kynning á brauði og kökum frá Þremur fálkum. Háskólabíó: Frankie og Johnny Háskólabíó sýnir um þessar mundir kvikmyndina Frankie and Johnny. í titil- hlutverkum eru Michelle Pfeiffer og A1 Pacino, en myndin fjallar um karl og konu sem verða ástfangin, en þora varla að kannast við það, þar sem bæði hafa brennt sig illa í ástamálum áður. Dýralæknar Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður héraðs- dýralækna: 1) Staða héraðsdýralæknis í Þingeyjarþingsumdæmi. 2) Staða héraðsdýralæknis á Austur-Skaftafellssýslu- umdæmi. Umsóknarfrestur um stöðumar ertil 1. maí 1992. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist landbúnaðarráðuneytinu, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík. Landbúnaðarráðuneytið, 6. apríl 1992 Hafnarfjörður Skrifstofa Framsóknarfélaganna að Hverfisgötu 25, er opin alla þriðjudaga frá kt. 17.00-19.00. Litið inn i kaffi og spjall. Framsóknarfélögin I Hafnarflról. Kópavogur— Heitt á könnunni Skrifstofan að Digranesvegi 12 verður framvegis opin á laug- ardögum kl. 10.00-12.00. Lítiö inn og fáið ykkur kaffisopa og spjallið saman. Framsóknarfélögin i Kópavogi. Siguröur Geirdal Félag ungra framsóknarmanna á Fljótsdalshéraði Námskeið í ræöumennsku og framsögn Helgina 10.-12. april næstkomandi fyrirhugar Félag ungra framsóknarmanna á Fljótsdalshéraði að standa fyrir námskeiði i ræðumennsku og almennri framsögn. Auk þess er ætlunin að taka fyrir ýmsa þá þætti sem að félagsmálum snúa. Námskeiöiö verður öllum opið sem hug hafa á að auka kunnáttu sína á umræddum sviöum. Áhugasamir vinsamlegast hafiö samband við Sigurð i sima 97-11480. Stjóm F.U.F.F. Borgfirðingar — Nærsveitir Spilum félagsvist i Félagsbæ föstudaginn 10. april kl. 20.30. Fyrsta kvöldið I þriggja kvölda keppni. Mætum vel og stundvislega. Framsóknarfélag Borgamess. Málefnahópur þlngflokks framsóknarmanna um atvinnu- og kjaramál boðar til fundar með launþegaráðum Framsóknarflokksins og félögum í verkalýðs- hreyfingunni sem hér segir Suðurland 8. apríl kl. 21.00 á Eyrarvegl 15, Selfossl. Vesturíand 13. apríl kl. 20.30 i Félagsbæ, Borgamesi. Norðuríand eystra eftir páska. Nánar auglýst siðar. Þingflokkur framsóknarmanna. Langri geimdvöl lokiö: Rússnesku geimfararnir loks komnir heim! Loks er giftusamlega lokið geim- dvöl rússnesku geimfaranna Ser- geis Krikalev og Alexanders Volkov, sem reyndar voru sovéskir þegar þeir lögðu af stað út í geiminn á ár- inu 1991. Lítið grunaði Sergei, þegar hann lagði af stað til Mír- geimstöðvar- innar í maí sl., ásamt breska geim- faranum Helen Sharman, hvað beið hans. Helen dvaldist aðeins fá- ar vikur í geimstöðinni og Sergei átti að snúa aftur til jarðar eftir fjóra mánuði. Úr dvöl hans teygðist þó meira en fyrirhugað var og var ástæðan peningaleysi. Rússar höfðu einfaldlega ekki efni á að skjóta öðru geimfari á Ioft til að sækja hann. 110 mánuði hringsól- aði hann umhverfis jörðina 16 sinnum á sólarhring eða allt þar til Þjóðverjar hlupu undir bagga og sóttu hann og félaga hans, Alex- ander Volkov, sem var sendur til að halda Sergei félagsskap í október sl. Þegar Sergei lagði upp í ferðina, hafði hann samband við stjóm- stöðina í Kaliningrad á 90 mínútna fresti, undir það síðasta liðu 5 klst. þar á milli. Upphaflega fengu geim- fararnir sendar birgðir af tæknileg- um og vísindalegum útbúnaði, auk matar, einu sinni í mánuði. 14 vik- ur voru farnar að líða á milli slíkra sendinga. Sjónvarpstengingu fengu þeir aðeins einu sinni í viku og höfðu þess vegna lítið annað fyr- ir augum en endalaust myrkrið í geimnum. Það var óhemju dýrt að koma á fjarskiptasambandi við fjölskyld- urnar, sem heima biðu. Sergei fékk einu sinni í viku fárra mínútna samband við Yelenu konu sína og dótturina Olgu, sem aðeins er Lltiö grunaöi Sergei Krikalev, þegar hann var sendur út í geiminn fyrir 10 mánuöum, aö dvölin þaryröi svo löng. tveggja ára og spurði sífellt: Hve- nær kemurðu heim, pabbi? Við mamma bíðum eftir þér. Orða- skiptin, sem þeir Sergei og Alex- ander áttu við konur sínar, Yelenu Alexander Volkov fór til fundar viö félaga sinn í október sl. til aö Ser- gei væri ekki lengur aleinn og einmana. og Önnu, einkenndust af áhyggjum og vonbrigðum. Nú eru þeir sem sagt komnir til baka heilu og höldnu og hvað er það sem bíður þeirra? Sovétríkin liðin undir lok og farin á hausinn. Heimaborg Sergeis, Leníngrad, ekki lengur fmnanleg á landabréf- inu, heitir nú St. Pétursborg. En kannski verður erfiðast að sætta sig við efnahagsleg umskipti. Þeir dag- ar eru nefnilega liðnir að tekið sé á móti geimförum við heimkomu með viðhöfn, eins og Sergei naut þegar hann kom til baka 1988. Og öll forréttindi eru rokin út í veður og vind. Nú eru geimfarar aðeins hálfdrættingar á við strætisvagna- stjóra í launum. „Hvemig á ég að geta lifað á 1000 rúblum á mánuði [samsvarar raunvemlega aðeins um 500 ísl. kr.]?“ spyr Yelena. Hún segir að maður sinn hljóti óhjá- kvæmilega að verða fyrir áfalli þeg- ar hversdagslífið tekur við. „Hann hefur aldrei kynnst biðröðum né vömskorti," segir hún. Geimfararnir vom farnir að þjást af innilokunarkennd og vísinda- menn og sérfræðingar segja að fimm mánaða dvöl í geimnum sé hámark þess sem nokkur geti þol- að. Heima biöu eftir Sergei kona hans Yelena og tveggja ára dóttirin Olga. Anna Volkova og Dima, 11 ára sonur þeirra hjóna, biöu milli vonar og ótta eftir heimkomu geimfarans.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.