Tíminn - 08.04.1992, Síða 4

Tíminn - 08.04.1992, Síða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 8. apríl 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVIHNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aóstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Glslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavík Sími: 686300. Auglýslngasími: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verð I lausasölu kr. 110,- Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Skoðanakönnun DV DV birti síðastliðinn mánudag skoðanakönnun um fylgi stjórnmálaflokkanna og fylgi ríkisstjórnar- innar. Samkvæmt könnuninni nýtur ríkisstjórnin stuðnings mikils minnihluta landsmanna og fylgi forustuflokks hennar, Sjálfstæðisflokksins, hefur ekki mælst minna síðan árið 1987. Skoðanakannanir eru vissulega ekki kosningar, og auðvitað eru þær ekki stórisannleikur. Hins vegar eru þær orðnar það þróaðar hérlendis, að þær sýna hvernig landið liggur á hverjum tíma. Slakt fylgi stjórnarflokkanna, einkum Sjálfstæð- isflokksins, ætti að vera stjórnarliðum umhugs- unarefni. Ljóst er að þjóðin hefur ekki traust á þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin hefur gripið til. Þjóðin sér ekki fýrirheitna landið. Staðan í stjórnmálum á íslandi er þannig nú, að ríkisstjórnin hefur gert atlögu að velferðarkerfinu í landinu. Atvinnuleysi hefur aukist, og ríkis- stjórnin hefur ekki kynnt neinar aðgerðir eða úr- ræði til þess að sporna við því. Kjarasamningar eru í uppnámi, og hefur aðgerðaleysi ríkisstjórn- arinnar og tregða til þess að koma að þeim málum með trúverðugum hætti tafið samninga. Kenn- ingar um að sparnaður og aðhald í ríkisfjármálum og vaxtalækkanir í kjölfarið komi hjólum at- vinnulífsins til að snúast, hafa ekki náð eyrum þjóðarinnar. Við þetta bætist uggur og óvissa í utanríkismál- um, sem taka nú miklu meira rúm í þjóðfélags- umræðunni en áður. Vandræðalegar yfirlýsingar stjórnarliða um hver eigi að fara með forræði í þessum málum, og frumhlaup og yfirlýsingagleði um könnun um aðild að Evrópubandalaginu vekja kvíða og óvissu. Greinilegt er að forustuflokkur ríkisstjórnarinn- ar, Sjálfstæðisflokkurinn, verður fremur fyrir barðinu á þessari vantrú kjósenda en samstarfs- flokkurinn, sem þó fær ekki útkomu úr þessari skoðanakönnun sem hægt er að hrópa húrra fyrir. Fólkið í landinu lítur einfaldlega svo á að Sjálf- stæðisflokkurinn sem forustuflokkur ríkisstjórn- arinnar beri ábyrgð á hennar gerðum. Sú forusta þykir ekki trúverðug. Það er einnig ljóst að kjós- endur eru ekkert hrifnir af því að vaðið sé blind- andi áfram í einkavæðingu, en athyglisvert er að sú umræða hefur verið ofarlega á baugi síðustu vikurnar. Það er ljóst að skoðanakannanir gefa hugmynd um hug þjóðarinnar til þeirra mála, sem efst eru á baugi á hverjum tíma og í umræðu manna á með- al. Þau mál, sem hér hafa verið talin upp, hafa ver- ið í sviðsljósinu. Velferðarkerfið, kjarasamning- arnir, atvinnumálin, utanríkismálin og einkavæð- ingin. Það er greinilegt að þjóðin hefur ekki mik- ið álit á frammistöðu ríkisstjórnarinnar í þessum málaflokkum. Hvert er erindið? Margir spá því að umhverfisráð- stefnan sem halda á í Rio de Ja- neiro í júnímánuði nk. verði ekki annað en vel úti látið asnaspark sem hvorki leiði til aukinnar nátt- úruverndar né bæti umhverfið, hvorki náttúrlegt umhverfi né umhverfi alþjóðamála. Aðrir lifa í þeirri trú að fundarhöld af svona stærðargráðu geti komið ein- hverju góðu til leiðar. Fulltrúar verða um 10 þúsund, auk nokk- urra tugþúsunda aðstoðarmanna og umhverfisverndarsinna sem freista munu þess að hafa áhrif á gang mála. Hve margar nefndir og talsmenn nefnda verða liggur ekki fyrir en margir fá eitthvað að starfa við þá margbrotnu náttúruvernd. Haldin var nokkurs konar undirbúningsráðstefa í New York og var hún á við með- alallsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna. Þar var hver höndin upp á móti annarri og ekkert brúklegt samkomulag náðist um ráðstefnu- haldið í Ríó. Til sólarlands Risaráðstefnan sem halda á í Ríó er tilefni mikillar siðvæðingar á íslandi. Ákveðið var að senda úr- valshóp frá íslandi til að berjast fyrir fiskvernd og á móti vernd sjávarspendýra, eins og hvalir og selir eru kallaðir upp á nýjan móð. Pantaðar voru flugferðir og gist- ing fýrir fjörutíu manns hjá tiltek- inni ferðaskrifstofu. Þá skeiðaði Ingólfur hinn söngvísi í Útsýn fram í sviðsljósið og tilkynnti að hann gæti boðið helmingi ódýrari ferðir til Ríó en sá sem umhverfis- ráðuneytið pantaði hjá. Þegar ferðakostnaðurinn komst í spilið fór þjóðin að leggja við hlustirnar og nú var allt í einu orðið bruðl og óráðsía að senda stóran hóp til Ríó. í stað þess að venda sínu kvæði í kross og skipta við Ingólf skar um- hverfisráðuneytið fjölda þátttak- enda niður í ólukkutöluna 13 og sagði ráðherra að aldrei hafi staðið til að Brasilíufarar yrðu fleiri að þessu sinni. Það þóttu allaböllum harðir kost- ir því að þeirra mati er ekkert að marka umhverfisráðstefnu án Hjörleifs. Hann lærði sína líffræði og þar með umgengni við náttúr- una í Þýska alþýðulýðveldinu sem var orðið svo eitrað þegar það lognaðist út af, að plöntur voru hættar að þrífast í sósíalískri jörð og það var lífsháski að draga djúpt andann. Hjörleifur hefur því stað- góða þekkingu á mengun og var þingflokkur Alþýðubandalagsins búinn að ákveða að hann skyldi láta ljós sín skína á 10 þúsund manna ráðstefnunni í Ríó. Sárindi Þegar siðvæðingin var komin á það stig að umhverfisráðherra skar þátttakendur niður við trog lenti Hjörleifur í niðurskurðinum og var gert að sitja heima. Því mótmælti þingflokkurinn harð- lega og telur Hjörleif hvergi betur niðurkominn en á suðurhveli jarðar. Þessu var lætt inn í Morgunblað- ið og varaformaður þingflokks allaballa skammaði þingforseta fyrir að setja þetta í Mogga og for- seti bar af sér sakir og allir eru voða sárir og utandagskrárum- ræður fara fram um málið. Þá þarf Kvennalistinn að láta umhverfismálin til sín taka og Eiður Guðnason umhverfisráð- herra er krafinn svara um hvort barnamorðin í borgum Brasilíu séu nokkuð á hans vegum og hvað hann ætli að gera í málinu. Eiður ber af sér sakir en vefst tunga um tönn þegar hann hlýtur að viðurkenna að það séu næsta lítil áhrif sem hann getur haft til að stöðva þann óhugnað. Svona tekur umræðan um um- hverfisráðstefnuna á sig hinar ólíklegustu myndir og er undir- búningurinn á íslandi líklega að komast á svipað stig og í New York, þar sem enginn veit hverju menn ætla að ná fram í Ríó. Geld umræða Hvort sem íslenskir þátttakend- ur verða fleiri eða færri eða ferða- lög og gisting kostar meira eða minna er óhætt að fullyrða að þátttaka í umhverfisráðstefnunni í Rio de Janeiro verður engin skemmtun. Ráðstefnan er svo fjölmenn og umræðuefnin svo yfirgripsmikil að menn verða að hafa sig alla við að verða ekki utanveltu í því sem máli skiptir, sem af íslands hálfu hlýtur að vera vemdun lífríkis hafsins og varðveisla endumýtan- legra auðlinda þess. Steingeld umræðan innanlands um þátttökuna í umhverfisráð- stefnunni hefur öll snúist um far- gjöld, hótelkostnað og hvort mak- ar færu með fulltrúum og fleira í þeim dúr. Þá hefur verið mikið mál hvort þingmaður Alþýðubandalagsins fái far og hefur jafnvel verið talið að hann hafi verið svikinn um það þegar fulltrúum var fækkað um jafnvel tvo þriðju. Svo er heimtað að ráðherrann sem fer fyrir ís- lensku sendinefndinni beiti sér í mannréttindabaráttu í ráðstefnu- landinu. í Brasilíu em unnin stórbrotnari náttúruspjöll en í flestum löndum öðrum. Misskipting auðs og mannréttindabrot eru einnig hrikalegri en fregnir berast af frá öðrum stöðum. Stjórnendur þessa lands em gestgjafar fiölmennustu ráðstefnu sem efnt hefur verið til og á að stuðla að bættri umgengni við náttúmna og bæta mannlífið eins og umhverfið. Allt hljómar þetta eins og öfugmæli, en hver veit nema að einhvers árangurs sé að vænta. Á heimaslóð er tími til kominn að farið verði að kynna þessa miklu ráðstefnu og skýra frá því hvaða erindi við eigum þangað, ef einhver eru. Karpið um kostnaðinn og hvort þessi ferðaskrifstofan eða hin á að kaupa farseðlana er kjánaleg. Eins hitt ef einhverjir ætla sér í skemmtiför til Ríó eða er ætlað að þetta verði einhvers konar sólar- landaför. Ef umhverfisráðstefnan í Ríó er þess virði að íslenskir fulltrúar eigi þangað erindi er rétt að skýrt sé frá því umbúðalaust. Ef það er ekki hægt er best að hætta við allt saman, en þeir sem langar ein- hver ósköp til Ríó sér til skemmt- unar geta keypt sér ferð þangað á næstu kjötkveðjuhátíð að ári. OÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.