Tíminn - 08.04.1992, Qupperneq 8

Tíminn - 08.04.1992, Qupperneq 8
8 Tfminn 8. aprfl 1992 Best varðveitta leyndarmálið í Hollywoo Mikil eftirvæntíng ríkir alltaf fyrir afhendingu Óskarsverðlauna, ekki bara í kvikmyndaheiminum heldur um veröld alla. I þetta sinn vorum við íslendingar sérlega áhugasamir vegna góðs gengis kvikmyndar Frið- riks Þórs Friðrikssonar, Börn náttúrunnar, sem góðar líkur þóttu til að hreppti verðlaunin sem besta erlenda myndin. En viti menn, öllum að óvörum var það ítölsk mynd sem hlaut heiðurínn, og hafði hún þó lítið verið til umræðu sem líklegur verðlaunahafi. Óskarsverölaunahafar fyrir ári: Jeremy Irons, Kathy Bates og Whoopi Goldberg. Hvað gerðist og hvað kom til? Það veit svo sem enginn, nema þeir sem atkvæðisréttinn hafa í „akademíunni". Og hverjir eru þessir 4.986 sem þar fara með öll völd? Ja, þar stendur hnífurinn í kúnni, því að svo virðist sem eng- inn viti það heldur. Eftirfarandi grein er úr The Sunday Times. Hverjir eru þetta? Hverjir eru félagar í því, sem gengur undir því íburðarmikla nafni .Academy of Motion Picture Arts and Sciences" og úthluta gullnum styttum, tafar- lausri frægð og í sumum tilfellum ódauðlegri til 20 útvalinna? Ósk- arsverðlaunin hafa nú verið afhent 64 sinnum. Leikarar langfjöl- mennasti hópurinn Til að byrja með skulum við nefna að akademíufélagarnir til- heyra sérlega útvöldum hópi. í akademíunni eru 4.986 manns með atkvæðisrétt og í hana fær enginn inngöngu nema vegna verðleika. Leikarar eru langfjöl- mennastir, 1.338 alls, og til að geta gert sér vonir um að koma til álita þarf viðkomandi að hafa sýnt góð- an árangur í a.m.k. þrem kvik- myndum sem máli skipta og jafn- vel þá má búast við að vilyrði fyrir inngöngu geti dregist um nokkur ár. Önnur aðferð til að fá inngöngu er að vera tilnefndur til Óskars- verðlauna. Þá er viðkomandi sjálf- krafa tækur í selskapinn. En það er ekki bara það að aka- demían sé bara ætluð útvöldum, hún er líka umvafin leyndardóms- hjúp. Öfugt við það, sem gerist í flestum öðrum klúbbum, er hvergi hægt að komast í félagaskrá, svo að jafnvel sumir þeirra, sem þar eru inni, vita ekki með vissu hverjir hinir eru. Allt og sumt, sem skrif- stofa akademíunnar er tilbúin að gefa upplýsingar um, er fjöldi fé- laga úr hinum ýmsu greinum kvikmyndalistarinnar: 290 list- rænir stjórnendur, 142 mynda- tökumenn, 282 leikstjórar, 379 handritahöfundar o.s.frv. Hinar einstöku deildir velja tilnefning- arnar fimm fyrir hverja Óskars- verðlaunahátíð á sínu sviði og síð- an greiða félagarnir sem ein heild um sæti vinningshafa. Undantekn- ingarnar frá þessu fyrirkomulagi eru virtustu Óskarsverðlaunin, fyrir bestu myndina, sem allir meðlimir akademíunnar útnefna. Af hverju öll þessi leynd? Hvemig stendur þá á allri þess- ari leynd? „Við viljum ekki að fé- lagar okkar verði fyrir ónæði,“ seg- ir framkvæmdastjóri akademíunn- ar, Bruce Davis, „þó að þeir í kvik- myndavemnum haldi að þeir hafi allgóða hugmynd um hverjir þeir em." Og félagarnir verða reyndar fyr- ir sífelldu ónæði á hverju ári, áður en verðlaunaafhendingin fer fram. Þeir fá ýmsar sendingar í pósti, s.s. hljóðupptökur á geisladiskum og myndbandsupptökur sem eiga að koma þeim á þá skoðun að greiða ákveðinni kvikmynd eða persónu atkvæði sitt. Varaforseti kynning- ardeildarinnar við eitt stóm kvik- myndaveranna var nokkurn veg- inn viss um að þar á bæ þekktu menn flest nöfnin, hann gat jafn- vel tilgreint þá 183 meðlimi aka- demíunnar sem búsettir em í Bretlandi. Kynningarfulltrúar hafa ein- staka innsýn í hvernig akademían starfar, þar sem 331 úr þeirra hópi tilheyra henni. Því er það að ekki aðeins sendir kynningarfulltrúi Paramount-kvikmyndafélagsins starfsbróður sínum hjá Warner Hverjir eigasœti iaka- demíunni? SwWMSwwwwwwwwwSwwwÍtttSwwwwiwíwfwlSOwWWOTÍwCwSBwÍwwSÍwíl Bros. myndband með The Addams Family í þeirri von að fá atkvæði hans, heldur fær hann líka eintak af JFK frá Warners í nákvæmlega sama tilgangi. í gamla daga ætluð- ust kvikmyndaverin til að þeirra menn greiddu eigin framleiðslu atkvæðið sitt, en atkvæðagreiðslan er leynileg og nú á dögum er þrýst- ingurinn ekki sá sami og áður var. Það er þrætuepli í Hollywood að þó að kynningarfulltrúar séu í sér- deild innan akademíunnar, fái um- boðsmenn ekki enn aðgang, en sumir halda því fram að það séu þeir sem ráða hverjir komast til frægðar og hverjir ekki í greininni. Þannig að þeir, sem byggja upp mestu viðskiptin í bænum, eru undanskildir. Jafnvel tilraunir til inngöngu undir fölsku flaggi, s.s. að titla sig framkvæmda- eða að- stoðarframleiðendur kvikmynda, hafa verið hindraðar. Engin deild fær fleiri hafnanir um inngöngu en framleiðendadeildin, sem hefur 403 meðlimi. Af hverju er svona eftirsótt að komast í akademíuna? Hver er ástæðan til þess að fólk vill endilega fá að vera í þessum fé- lagsskap? „Því fylgir mikill heið- ur,“ segir breski framleiðandinn Davina Belling, og sömu skoðunar er framkvæmdastjóri akadem- íunnar. „Svo að segja hver einasti maður, sem hefur getið sér nafn í greininni, er meðlimur," segir Da- vis framkvæmdastjóri. „Þar eru saman komnir þeir, sem mestrar virðingar njóta í kvikmyndabrans- anum.“ Aðildin gefur líka kost á því að fara á ódýran hátt í bíó. Gegn 125 dollara árlegu félagsgjaldi getur viðkomandi tekið vin sinn með sér að sjá allar nýjustu kvikmyndirnar á laugardögum og sunnudögum í íburðarmiklum sýningarsal aka- demíunnar við Wilshire Boule- vard, og á meðan Óskarsverð- launavertíðin stendur þarf ekki annað en að veifa félagsskírteininu í miðasölu næstum hvaða kvik- myndahúss sem er til að vera hleypt inn á flestar myndir án þess að borga. — ................... ao utan Viðbrögð áhorfenda á sýningun- um í akademíusalnum eru góður mælikvarði til að gera sér grein rir mögulegum tilnefningum til skarsverðlaunanna. „Ég vissi að ekki var líklegt að Cape Fear (Víg- höfði) hlyti tilnefningu sem besta myndin í ár, þegar ég sá einhvern kasta upp á karlaklósettinu eftir sýninguna," sagði einn bíógest- anna. Aldraðir akademíu- meðlimir velja helst fullorðna verðlaunahafa Ef litið er í kringum sig á síð- degissýningu á sunnudegi í aka- demíusalnum, fæst það staðfest að félagarnir eru ekki á æskuskeiði. „Meðalaldurinn er handan fimm- tugs“ þykir vægt áætlað, 30 árum hærri en meðalaldur venjulegra bíógesta. Það kemur því ekki al- gerlega á óvart að meðalaldur þeirra, sem tilnefndir voru fyrir bestan leik í aðalhlutverki karla nú, er því sem næst nákvæmlega 50 ár. Óþekktu ungu mennirnir í leikarastétt hafa ekki enn hlotið náð fyrir augum háttvirtra aka- demíumeðlima. Oft hefur akademían verið gagn- rýnd fyrir að þar séu of margir karlmenn, of margir hvítir og fé- lagarnir séu of gamlir. Bruce Davis viðurkennir að ólíklegt sé að fólki úr tæknideildunum (201 klippari, 359 hljóðmenn, 236 tónlistar- menn) sé veitt innganga innan hálffertugs. Hins vegar er alveg til í dæminu að leikurum sé hleypt inn um hálfþrítugsaldurinn. Just- in Henry var hleypt inn sjö ára gömlum, eftir að hann var til- nefndur fyrir leik sinn í Kramer gegn Kramer (1979), en hann greiðir ekki lengur atkvæði. Hann yfirgaf leikarastéttina til að ná sér í skólamenntun. Gamlir leikarar, framleiðendur og tæknimenn hafa hins vegar til- hneigingu til að kveðja þetta líf, meðan þeir bíða enn eftir að sím- inn hringi og þeim verði boðið nýtt starf. Það eru aðeins þeir, sem eru orðnir eldgamlir, sem setjast í helgan stein og hætta aö greiða at- kvæði. í Motion Picture Country House, rétt að baki Hollywood- hæðanna, búa í góðu yfirlæti 140 af þeim sem dregið hafa sig í hlé frá kvikmyndaiðnaðinum fyrir ald- urs sakir. Frægust er Mae Clarke, sem náði ódauðlegri frægð þegar James Cagney þrýsti greipaldini í andlit hennar í myndinni Public Enemy. Þó að bíósalur sé á elliheimilinu, þar sem nýjustu myndirnar eru sýndar, er engan atkvæðagreið- anda að finna meðal íbúanna. Henry Ephron er glaðlegur átt- ræður maður, sem var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir handritið að Captain Newman 1963. Hann hefur látið aðildina sína renna út. Honum var bent á að hann gæti stutt dóttur sína Nora (Heartbum, When Harry Met Sally) með at- kvæði sínu til að vinna til nokk- urra Óskarsverðlauna. „Hún þarf enga hjálp," sagði hann og brosti föðurlega. Hal Elias er orðinn 92ja ára og voru veitt Óskarsverðlaun fyrir að hafa veitt akademíunni forstöðu í 28 ár eða lengst allra. Hann les enn kvikmyndatímaritin, en hætti að greiða atkvæði þegar 88 ára gam- all. Hann segist ekki þekkja 80% nafnanna, sem nú prýða kvik- myndaiðnaðinn. Það er þó ekki víst að honum hafi fundist hann utangátta, þegar hann fylgdist með forseta akadem- íunnar, Karl Malden, setja athöfn- ina í sjónvarpinu, og unglinga eins og Paul Newman, Audrey Hepbum og Elizabeth Taylor afhenda verð- launin og Hal Roach 100 ára taka á móti sínum. „Ég sé fjöldann allan af nýjum andlitum," sagði Johnny Carson, þegar hann leit yfir áhorf- endahópinn við verðlaunaveiting- una fyrir nokkrum ámm. „Sér- staklega á gömlu andlitunum."

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.