Tíminn - 08.04.1992, Blaðsíða 9
Miövikudagur 8. apríl 1992
Tíminn 9
■ DAGBÓK
Fyrirlestur á vegum Stofnunar
Siguröar Nordals
Dr. Birgir Þór Runólfsson lektor flytur
opinberan fyrirlestur um endalok ís-
lenska þjóðveldisins í boði Stofhunar
Sigurðar Nordals, fimmtudaginn 9. apríl
1992, kl. 17.15, í stofu 101 í Odda, hug-
vísindahúsi Háskóla íslands.
FVrirlesturinn nefnist „Reddusókn og
ríkjamyndun: Hrun þjóðveldisins frá
sjónarhomi stofnanahagfraeði."
Birgir Þór stundaði nám í hagfræði
við Lewis & Clark- háskóla í Oregon og
George Mason-háskóla í Virginíu f
Bandaríkjunum. Fjallar doktorsrit hans
um tilurð þjóðskipulags á íslandi og þró-
un þess á þjóðveldistímanum og nefnist
„Ordered Anarchy, State, and Rent Seek-
ing: The Icelandic Commonwealth, 930-
1264.“ - Stofrum Sigurðar Nordals
Safnaðarheimili Áskirkju
Hið árlega páskaeggjabingó verður hald-
ið í safnaðarheimilinu fimmtudaginn 9.
apríl og hefst kl. 20.30 - Stjómin
Opinn fyrirlestur um Norður-
löndin og Evrópubandalagið
Fimmtudaginn 9. apríl heldur Rutger
Lindahl, prófessor í stjómmálafræði við
Gautaborgarháskóla, fyrirlestur í boði
Alþjóðamálastofnunar Háskóla íslands
um efnið „Norðurlöndin og Evrópu-
bandalagið". Fyrirlesturinn hefst kl. 18 í
stofu 101 í Lögbergi og er öllum opinn
meðan húsrúm leyfir. Fyrirlesturinn fer
fram á ensku.
Rutger Lindahl er deildarforseti við
stjómmálafræðideild Gautaborgarhá-
skóla og hefúr sérhæft sig í alþjóða-
stjómmálum. Þessa stundina vinnur
hann að rannsóknum á stjómmálasam-
vinnu innan Evrópubandalagsins og við-
horfum Svía til bandalagsins.
Alþjóðamdlastofnun Háskóla íslands
Hallgrímssókn — Starf
aldraðra
Opið hús verður í dag, miðvikudag, og
hefst kl. 14.30. Séra Sigurður Pálsson
annast dagskrána. Ferðir sumarsins
kynntar.
Hafnarfjörður
Skrifstofa Framsóknarfélaganna að Hverfisgötu 25, er opin alla þriðjudaga frá H.
17.00-19.00.
Lltið inn I kaffi og spjall.
Framsóknarfélögin I Hafnarfírðl.
Kópavogur —
Heitt á könnunni
Skrifstofan að Digranesvegi 12 verður framvegis opin á laug-
ardögum kl. 10.00-12.00.
Lltið inn og fáið ykkur kaffisopa og spjallið saman.
Framsóknarfélögin I Kópavogl.
Sigurður Geirdal
Félag ungra framsóknarmanna á Fljótsdalshéraði
Námskeið í ræðumennsku
og framsögn
Helgina 10.-12. april næstkomandi fyrirhugar Félag ungra framsóknarmanna á
Fljótsdalshéraði að standa fyrir námskeiði I raeðumennsku og almennri framsögn.
Auk þess er ætlunin að taka fyrir ýmsa þá þætti sem að félagsmálum snúa.
Námskeiðiö verður öllum opið sem hug hafa á að auka kunnáttu sina á umræddum
sviðum. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við Sigurð I sima 97-11480.
Stjóm F.U.F.F.
Borgfirðingar — Nærsveitir
Spilum félagsvist I Félagsbæ föstudaginn 10. apríl kl. 20.30. Fyrsta kvöldiö f þriggja
kvölda keppni. Mætum vel og stundvíslega.
Framsóknarfélag Borgamess.
Málefnahópur þlngffokks framsóknarmanna
um atvinnu- og kjaramál
boðar til fundar með launþegaráðum Framsóknarflokksins og félögum I verkalýðs-
hreyfingunni sem hér segin
Suöurfand 8. aprfl kl. 21.00 i Eyrarvegi 15, Selfossi.
Vesturtand 13. apríi kl. 20.30 f Félagsbæ, Borgamesi.
Norðuriand eystra eftlr páska.
Nánar auglýst slðar.
Þingfíokkur framsóknarmanna.
FJÖLBRAUTASKÓLI SUÐURLANDS
TRYGGVAGOTU 25 • B00 SELFOSSl • SIMl 96 22111 • (ŒNWiAlA 491161 - 02B9
Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi
auglýsir eftir kennurum í íslensku,
stærðfræði og sérkennslu.
Upplýsingarveitirskólameistari (sími 98-22111). Umsóknir
berist honum fyrir 30. apríl 1992.
Skólameistari
—
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
Sigurjóns Guðmundssonar
Stóra-Saurbæ, Ölfusl
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Suöuriands.
Jón Guðmundsson
Halldóra Þórðardóttir
Friðrik Krlstjánsson
Óiína Siguróardóttir
Sean Connery greip tækifæriö þegar tilefni gafst til Parfsarferðar og gerði hana að fjölskylduskemmtun
í og með. í för með honum slógust Micheline kona hans, Jason sonur hans og Suzy Riley kærasta Ja-
sons, auk Stephane sonar Micheline og konu hans Tania.
PARÍSARHELGI
SEANS C0NNERY
Nýlega fékk Sean Connery kær-
komiö tilefni til að taka fjölskyldu
sína með í helgarferð til Parísar, en
hann mun annars oftast halda sig á
Marbella á Spáni núorðið. í París
voru saman komin Sean, kona
hans Micheline, sonur Seans Ja-
son, og vinkona Jasons Suzy Riley,
svo og Stephane sonur Micheline
og kona hans Tania.
Tilefni ferðarinnar var hreint ekki
svo lítið né ómerkilegt. Sean hafði
verið sæmdur orðu frönsku heið-
ursfylkingarinnar og veitti hann
henni viðtöku á hátíðarfrumsýn-
ingu á nýjasta ballett Mikhails
Baryshnikov, sem haldin var til
styrktar krabbameinsrannsóknar-
stofnun sem kennd er við Weiz-
mann, en Sean er einn ötulasti
stuðningsmaður hennar.
Því fer víðs fjarri að Sean Connery
sé sestur í helgan stein. Stutt er
síðan við sögðum frá því hér í
spegli Tímans að hann tæki virkan
þátt í stjórnmálabaráttunni í föð-
urlandi sínu fyrir Skoska þjóðar-
flokkinn, og nýlega hefur verið
tekin til sýninga kvikmyndin
.Medicine Man“, sem gerist í regn-
skógum Suður-Ameríku. Þar leik-
ur Sean Connery á móti leikkon-
unni Lorraine Bracco.
Bill Clinton sækist eftir að verða forseti Bandaríkjanna, en:
Bróðir hans er
tukthúslimur!
Bill Clinton lagði inn gott orð fyr-
ir bróður sinn hjá framleiðend-
um sjónvarpsþáttanna Design-
ing Women.
Það virðist vera vísasti vegur til að
glata mannorðinu í Bandaríkjun-
um að sækjast eftir þvf að vera í
framboði til forsetakosninga. Það
hefur mörgum orðið hált á því á
undanförnum árum og langt í frá
að bjöminn sé unninn, jafnvel þó
að því langþráða takmarki verði
náð að komast í framboðið.
Nú virðist Bill Clinton, ríkisstjóri
Arkansas, eiga góða möguleika á
því að hljóta útnefningu demó-
krata til framboðs og hefur ekki
linnt uppljóstrunum um skugga-
lega fortíð ríkisstjórans síðan,
sönnum eða upplognum. Nú hefur
bæst þar við að upplýst er að hálf-
bróðir hans, Roger, hefur setið í 15
mánuði í fangelsi fyrir fíknilyfja-
dreifingu, og reyndar sjálfúr verið
undir áhrifum eiturlyfja mun
lengur. Roger hefur nú fengið starf
sem aðstoðarframleiðandi sjón-
varpsþátta, fyrir tilstilli bróður
síns og mágkonu, og segist vinna
við þá 60 tíma á viku, auk þess sem
hann spilar í hijómsveit á kvöldin.
Reyndar finnst þeim illkvittnustu
alveg með fádæmum að forsetaefni
sé að beita áhrifum sínum við að
útvega mgludallinum bróður sín-
um eftirsótta vinnu.
Ríkisstjórinn hefur ekkert reynt
að halda því leyndu að bæði stjúp-
faðir hans og hálfbróðir hafi átt í
baráttu við brennivín og fíknilyf,
en honum hafí samt þótt vænt um
Roger Clinton gerir þaö gott f
Hollywood þessa dagana og
fíknineystudagarnir vonandi að
baki.
þá. Bill Clinton hefur Ifka tekist að
gefa trúverðugar skýringar á bréfi
þar sem hann þakkaði veitta að-
stoð við að komast hjá herþjón-
ustu í Víetnam. Sömuleiðis hefur
verið tekin til greina afdráttarlaus
neitun hans um að hafa staðið í
ástarsambandi utan hjónabands í
12 ár með Gennifer nokkurri Flo-
wers, hvernig sem honum á eftir
að ganga að sverja af sér annað
framhjáhald. En framhjáhald virð-
ist vera helsta kosningamálið í
Bandaríkjunum þessi árin, og er
þess skemmst að minnast að Hill-
ary Clinton, kona frambjóðanda-
efnisins, hefur beðist afsökunar á
því að gefa í skyn að George Bush
væri sjálfur ekki við eina fjölina
felldur í þeim málum!