Tíminn - 08.04.1992, Síða 12

Tíminn - 08.04.1992, Síða 12
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 & 686300 HEIÐI BILAPARTASALA Varahlutir í árgerðir '74-'87 Ýmsar smáviðgerðir Kaupi bíla til niðurrifs HEIÐI • BÍLAPARTASALA Flugumýrl 18D • Mosfellsbn Sfmar 668138 * 667387 AUÐVITAÐ Suðurlandsbraut 12 Öðruvísi bilasala BlLAR • HJÓL • BATAR • VARA- HLUTIR. MYND HJÁ OKKUR ■ BÍLL HJÁ ÞÉR SÍMI 6T9225 J CrSabriel MT HÖGG- DEYFAR Verslið hjá fagmönnum i varahlutir f ^4* Hamarsböföa 1 - s. 67-67-44 Verkalýðsfélög í Borgarnesi og á Selfossi spyrja félagsmenn sína hvað þeir vilji að gert verði í samningamálunum: Vill fólkið beita veikfallsvopninu? Þrjú verkalýðsfélög, Verkalýðsfélag Borgarness, Verslunar- mannafélag Borgarness og Verkalýðsfélagið Þór á Selfossi, hafa ákveðið að gera skoðanakönnun meðal félagsmanna sinna um hvað beri að gera í kjarasamningamálunum. Jón Agnar Eggertsson, formaður Verkalýðsfélags Borgamess, sagði það í því blaði sem lagt verður fyrir fé- lagsmenn verkalýðsfélaganna er vísað í mat forseta ASÍ á því sem hann taldi atvinnurekendur vera tilbúna til að fallast á í kjarasamn- ingum þegar slitnaði upp úr við- ræðum fýrir 10 dögum. Þetta óformlega tilboð gerir ráð fyrir 1% launahækkun við undirritun samnings. Tveimur mánuðum síð- ar verði greidd launauppbót til þeirra sem hafa haft 80.000 í laun að meðaltali síðustu þrjá mánuði. Orlofsuppbót hækki úr 7.500 krónum í 8.000. Hálfu ári eftir undirritun samnings hækki laun um 0,5%. Desemberuppbót hækki úr 10.000 krónum í 12.000. Ári eft- ir undirritun hækki laun um 1,25% hjá þeim verkalýðsfélögum sem vilja framlengja samninginn til haustsins 1993 og þá verði launauppbætur greiddar á miðju ári 1993 líkt og á þessu ári. Á grundvelli þessa tilboðs leggja verkalýðsfélögin þrjú fjóra kosti fyrir félagsmenn sína og biðja þá að krossa við. Fyrsti kosturinn er að samþykkja kjarasamning á þeim nótum sem ofan greinir. Annar er að hefja viðræður að nýju og freista þess að ná fram lítilsháttar lagfær- ingum. Þriðji kosturinn er að fresta viðræðum þar til útlit er fyr- ir að betri samningar náist. Síðasti kosturinn er að boðað verði til verkfalls til að knýja fram samn- inga. „Við teljum mikilvægt að félags- menn fái að taka þátt í mótun stefnunnar og teljum þetta væn- lega leið til að örva umræður og virkja okkar félagsmenn. Það er oft talað um að það séu bara fámennar klíkur sem ráði ferðinni í verka- lýðshreyfingunni. Þetta er leið til að koma ákvörðununum nær fólk- inu,“ sagði Jón Agnar. Jón Agnar sagði að sér væri ekki kunnugt um að hugur félags- manna í verkalýðsfélagsmönnum hafi verið kannaður á þennan hátt áður. Hann sagði útilokað að segja til um hvað muni koma út úr þess- ari könnun. í verkalýðsfélögunum þremur eru á annað þúsund félagsmenn. Jón Agnar sagðist ekkigera ráð fyrir að hægt verði að ná til þeirra allra, en hann sagðist vonast eftir að þátt- takan verði mun betri en í venju- legum atkvæðagreiðslum á félags- fundum. Könnunin verður lögð fyrir fé- lagsmenn á vinnustöðum í dag og á morgun og er stefnt að því að niðurstöður hennar liggi fyrir ann- að kvöld. -EÓ Fleiri en nemur íbúatölu Húsavíkur hafa keypt sig inn á nýjustu upp- færslu leikfélagsins: „Gauks- hreiðriö“ Félagar í Leikfélagi Húsavíkur bregða undir sig betri fætínum nú í vikunni, en þeir sýna upp- færslu sína á „Gaukshreiðrinu“ í Bæjarbíóí í Hafnarfirði á morg- un, föstudag og laugardag. Leikfélag Húsavíkur er hið fyrsta hér á landi, sem tekur Gaukshreiðrið til sýningar, en félagið fékk frumsýningarrétt á veridnu á íslandi og réð Sonju B. Jónsdóttur til að þýða það. Maria Sigurðardóttír íeikstýrir Gaukshreiðrinu, en samnefnd kvikmynd hlaut á sínum tíma flmm Óskarsverðlaun. Gaukshreiðrið var frumsýnt á Húsavík í lok janúar og þegar sýningum lauk fyrir norðan um síðustu helgi voru sýningargest- ir orðnir fleiri en nemur íbúa- tölu bæjarins eða um 2500 tais- ins. -ÁG. Reykvísk börn heimsækja Granda og komast í kynni við sjávarútveginn: Hafsjór af fróðleik Það er stundum sagt að reykvísk böm þekki ekkert til aðalatvinnuvegs þjóð- arinnar og hafi aldrei séð físk í heilu lagi. Þau hafa aldrei séð ýsu — aðeins ýsuflak. Nútímaþjóðfélag býður böm- um ekki lengur upp á að vera í eins miklum tengslum við atvinnulífið og áður. En nú hefúr verið gerð bragarbót á. 11 ára bömum á höfuðborgarsvæðinu býðst nú að heimsækja fyrirtækið Granda. Markmiðið er að kynna fyrir nemendum störf fiskvinnslufólks, hvemig verðmæti íslenskra sjávaraf- urða eru aukin og hvemig fisk- vinnsluhús er skipulagt. Aðeins er tekið á móti einum bekk í einu ásamt kennara og fær hver bekkur leiðsögn í klukkutíma um starfsemi fyrirtækis- ins. Svo fá nemendur að smakka á frcimleiðslu fyrirtækisins. Kennarar fullyrða að heimsóknin í Granda hafi góð áhrif, ekki síst vegna þess að hún hækkar stöðu fiskvinnslunnar í hug- um bamanna. Það er að sjálfsögðu mikils virði fyrir þjóðfélagið sem og Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Granda, tekur viö viöurkenningar- skjali úr höndum Áslaugar Brynjólfsdóttur, fræöslustjóra í Reykja- vík. væntanlegar vinnuhendur. Til að borgarbömin komist í enn meiri snertingu við fiskvinnsluna hef- Hvalasamtök stofnuó Reiknað er með að á morgun verði í Nuuk á Grænlandi stofnuð samtök fjögurra þjóða sem stuðla vilja að nýt- ingu sjávarspendýra. Löndin eru Is- land, Noregur, Færeyjar og Graen- land. Fyrir fúndinn er haldin ráð- stefna þar sem fjallað er um nýtíngu sjávarspendýra. Ráðstefnuna sækja fulltriiar landanna fjögurra auk fyrir- lesara frá öðrum löndum. Á ráðstefhunni sem hófst í gær verð- ur m.a. fjallað um þau siðferðilegu rök sem eru orðin áberandi í málflutningi þeirra sem andsnúnir eru hvalveið- um. Þá verður fjallað um veiðiaðferðir og áhrif mengunar á sjávarspendýr. Samtökin sem stofnuð verða á morg- un eru samtök um stjómun á veiðum á sjávarspendýrum. Sjávarútvegsráð- herra segir að ekki sé verið að stofna samtök til að hefja veiðar á hval. Verið sé að koma samstarfi þjóðanna á þessu sviði í fast form. Fyrst um sinn muni væntanleg samtök skoða veiðar á smáhvölum og selum sem em fyrir utan valdsviðs Alþjóðahvalveiðiráðs- ins. Hrefna heyrir undir verksvið hval- veiðiráðsins. Samkvæmt hafréttarsáttmálanum mega þjóðir ekki veiða sjávarspendýr nema vera í formlegum samtökum. Sem kunnugt er haía íslendingar sagt sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu. Hugs- anlegt er talið að nýju samtökin, sem væntanlega verða stofnuð á morgun, samþykki að hefja veiðar á stórhvöl- um að nýju. Ekki er þó talið að það verði á allranæstu ámm. Samstarf þjóðanna í þessum samtökum verði að þróast og styrkjast áður en til þess geti komiö. -EÓ Tímamynd Ámi Bjama ur fræðsluráð sjávarútvegsráðuneyt- isins tekið að sér að útbúa kistu með veiðarfæmm, fatnaði fyrir sjómenn, netum, líkönum af fiskum, kennslu- gögnum, myndböndum um sjávarút- veginn og fleim sem honum tengist Skólamir geta svo beðið um þessa kistu til að nota til kennslu. Nýlega afhenti fræðslustjórinn f Reykjavík, Áslaug Brynjólfsdóttir, Brynjólfí Bjamasyni, forstjóra Granda, viðurkenningarskjal „sem lít- inn þakklætisvott fyrir einstakt kynn- ingar- og fræðslustarf, gott skipulag í því sambandi og hlýjar móttökur á hinum mikla fjölda gmnnskóla- nema“, eins og hún sagði í ræðu sinni af því tilefni. Er hann vel að því kom- inn því nú hafa þegar á annað þúsund böm fengið að kynnast undirstöðuat- vinnuvegi þjóðarinnar með aðstoð Granda og komist um raun um að þar er heill hafsjór af fróðleik. —GKG. Tíminn MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1992 Fyrstu vísbend- ingar úr viðamikilli könnun á eyðingu ósonlagsins yfir N- Atlantshafi: Ekkert „ósongat" Bráðabirgðaniðurstöður viða- mikillar athugunar á ósoni í há- loftum benda ekki til þess að „ósongat" sé að fínna í hvolfínu yfir Norður- Atlantshafí. Klór- flúormengun af mannavöldum og gosefni frá filippeyska eld- fjallinu Pínatúbó gætu hins vegar valdið verulegri þynningu ósons í háloftunum á norður- slóðum á næstu árum. Þetta eru fyrstu vísbendingar úr rannsóknum á ósonlaginu yfir Norður- Atlantshafi og nálægum löndum, sem Evrópuþjóðir hafa unnið saman að í vetur. Verkefni þetta, sem er afar stórt í sniðum, nefnist Evópska ósonrannsóknin í heiðhvolfi norðurslóða (EASOE), en sá aðili er tekur þátt í rann- sókninni fyrir íslands hönd er Veð- urstofa íslands. EAOSE-verkefnið er langum- fangsmesta rannsókn, sem fram- kvæmd hefur verið á ósonlaginu á norðurhveli jarðar. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum hefur ástand lofthjúps yfir þessu svæði verið nokkuð óvenjulegt. Mikið magn klórsambanda fannst í efri Ioftlögum. Klórsamböndin eru upphaflega komin úr iðnaði, en við þau hefur bæst mjög mikið af gosefnum frá Pínatúbófjallinu er gaus á Filippseyjum á miðju ári f fyrra. Við mælingar kom í ljós að gosefni reyndust vera tíu sinnum þéttari en undanfarin ár. Þessi aska berst smám saman norður á bóginn með straumum í háloftun- um og nú er óttast að hún kunni að efla eyðingarmátt klórefnanna sem fyrir eru í heiðhvolfinu. Efnahvörf á jöðrum gosagnanna af völdum þeirrar mengunar, sem fyrir er í háloftunum, eykur óson- eyðingu og sér í lagi verður þetta ferli áhyggjuefni í kulda. Ósoneyð- ing er þeim mun örari sem kaldara verður. Samkvæmt bráðabirgða- niðurstöðunum nú hlýnaði í vetur með venjulegum hætti er voraði í efri loftlögum, en að sögn dr. Þórs Jakobssonar veðurfræðings, sem er fréttafulltrúi EASOE- verkefnis- ins á íslandi, er ekki hægt að treysta því að svo verði alltaf næstu ár. Það að mikið magn dökkra gos- efna skuli vera til staðar í himin- hvolfinu yfir norðurhveli jarðar eykur líkur á að þar kólni, vegna endurgeislunar sólarljóssins. Ger- ist það má búast við hraðari eyð- ingu ósonlagsins. Við mælingar sem þessar ber þó að gæta að óson- magn fer mjög eftir loftstraumum er bera ósonið með sér frá einum stað til annars. Þar af leiðandi get- ur verið erfitt að greina í sundur breytingar af manna völdum og náttúrlegar sveiflur. -ÁG.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.