Tíminn - 22.04.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.04.1992, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 22. apríl 1992 Tíminn 5 Þórarinn Þórarinsson: Förum varlega í samningana Á þessu ári eru rétt 30 ár frá því að umræður hófust um það hvemig ísland ætti að tengjast Gfnahagsbandalagi Evrópu. Strax í upphafi var ljóst að um þrjár leiðir væri að velja: 1. Fulla aðild, þ.e. að gangast undir öll ákvæði Rómarsamnings- ins svokallaða, og taka þannig á sig allar kvaðir sem fylgdu honum og öðlast jafnframt samsvarandi rétt- indi. 2. Aukaaðild, sem var veitt þeim ríkjum er skammt voru komin í efnahagslegri uppbyggingu. Þó var vitað, að kæmi til slíkrar aðildar yrði að semja um mörg viðkvæm mál, eins og það var orðað af helsta hagfræðingi stjómarliða þá, Jónasi Haralz, í Fjármálatíðindum, en það þýddi m.a. að útlendingar fengju hér rétt til löndunar á fiski, og rétt til að reka hér fiskvinnslufyrirtæki. Einnig þýddi það samning um inn- flutning erlends fjármagns og vinnuafls. 3. Sérstaka samninga um tolla- og viðskiptamál, án þess að ísland afsalaði sér mikilsverðum réttind- um. Umræður um þessar þrjár leiðir færðust mjög í aukana þegar leið á sumarið 1961. Stjómarflokkarnir, sem þá voru Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur, ræddu málið án nokkurs samráðs við stjómarand- stöðuna og boðuðu til funda tals- manna atvinnuveganna, sem reyndust meðmæltir því að sótt yrði um aðild. Þetta leiddi til þess, að miðstjóm Framsóknarflokksins ákvað að láta málið til sín taka og voru þeir Her- mann Jónasson og Eysteinn Jóns- son sendir á fund ríkisstjómarinn- ar til að mótmæla öllu fljótræði, og mæltu þeir með því að leitað yrði eftir tolla- og viðskiptasamningi. Það kom ljóst fram í skrifum stjómarblaðanna á þessum tíma, að flokkamir voru í fyrstu inni á því að sækja um fulla aðild. Þeir Her- mann og Eysteinn fóru á fund rík- isstjórnarinnar um miðjan ágúst. Tónninn í stjómarblöðunum um það leyti birtist vel í Mbl., en í leið- ara hinn 19. ágúst 1961 sagði á þessa leið: „Ástæðan til þess að kunnáttu- menn telja, að ekki megi lengi draga að leggja inn inntökubeiðni, er fyrst og fremst sú, að framtíðar- skipan Efnahagsbandalagsins er nú í mótun. Með því að sækja um inn- göngu geta íslendingar haft áhrif á það, hvemig einstökum málum verður háttað, en ef við leggjum ekki fram inntökubeiðni, emm við frá upphafi einangraðir." Haustið 1961 urðu svo miklar umræður um málið á Alþingi. Stjórnarflokkarnir héldu því þá fram að sækja ætti um aukaaðild, því full aðild mundi ekki fást að sinni. Framsóknarmenn héldu hins vegar fram þeirri skoðun að stefna bæri að samningi um tolla- og viðskiptamál. Umræður þessar héldu áfram eft- ir áramótin, en þá hafði það gerst, að de Gaulle hafði fengið það sam- þykkt, að frestað var að ræða um inntöku Breta um óákveðinn tíma, en fram að því hafði verið álitið að Bretar myndu fljótlega ganga í bandaiagið, og Islendingar ekki Hermann Jónasson. senda inntökubeiðni fyrr en Bretar væru orðnir aðilar að bandalaginu. Þegar hlé varð á viðræðum Breta um inngöngu í EB, beittu þeir sér fyrir því að Vestur-Evrópuríkin, sem voru utan EB, stoíhuðu frí- verslunarbandalag Evrópu, Efta, og gekk ísland f það 1969. Framsókn- arflokkurinn ákvað að greiða ekki atkvæði með því á Alþingi, heldur sat hjá, því að iðnaðurinn væri ekki undir það búinn, heldur þyrfti lengri aðlögunartíma. Þingkosningar fóru fram 1971 og urðu stjómarandstæðingar þá sigurvegarar og Ólafur Jóhannes- son myndaði stjóm. Sú stjóm ákvað að leita eftir tolla- og við- skiptasamningi við EB, eins og allt- af hafði verið stefna Framsóknar- flokksins, og gekk það greiðlega, og var samningurinn samþykktur á Alþingi sumarið 1972. Samningur- inn hefur verið í gildi síðan og fært sjávarútveginum mikinn ávinning, Eysteinn Jónsson. þótt ekki næðist samkomulag um algert tollfrelsi fyrir sjávarafurðir. Tollfrelsi náðist hins vegar fyrir iðnaðarvömr, en niðurstaðan af því við EB hefur ekki verið eins hagstæð, því að enda þótt framleiðsla iðnvara ykist heldur um tíma, hefur dregið úr henni aftur vegna aukins inn- flutnings á iðnaðarvömm. Almennt er samningurinn við EB 1971 talinn hagstæður og betri en aðrar þjóðir höfðu náð við EB á þeim tíma. Það er talið einkum tvennu að þakka. Vegna afstöðu framsóknarmanna drógust samn- ingamir á langinn, og fslendingar fengu því lengri tíma til undirbún- ings. Þá sömdu þeir líka einir við EB, og aðrir gátu því ekki heimtað að fá sömu undanþágur og íslend- ingar. Ef við semdum samtímis öðmm nú, t.d. Norðmönnum, gæti það gert aðstöðu okkar mun lakari, því enda þótt EB vildi veita íslend- ingum einhverjar undanþágur, yrði erfíðara um vik ef Norðmenn gerðu sömu kröfur. Þá gætu Svíar reynst íslending- um illa, því þeir hafa alltaf verið andsnúnir okkur í landhelgismál- um ef þeir hafa getað. íslendingum er því best að fara að öllu rólega og bíða eftir réttu tækifæri til samninganna. Strax eftir Óslóarsamninginn 1976 hóf EB viðræður við íslend- inga, sem og Bretar höfðu boðað þegar viðræðum lauk í Ósló. Eg var á fyrsta fundinum með fulltrúa þeirra í Reykjavík, og minnist enn ótvíræðs svars þáver- andi sjávarútvegsráðherra, Matthí- asar Bjamasonar, að íslendingar muni aldrei láta af hendi fískveiði- réttindi fyrir tollfrelsi. Það svar stóð óbreytt frá 1976 til 1991. Ég man ekki betur en að Eyjólfur Kon- ráð, sem var með okkur á Óslóar- fundinum, væri sama sinnis. Höfundur er fyrrum ritstjórl Tfmans. Hörður Bergmann: Mj ólkurvinnsla á Margt hefur birst í fjölmiðlum undanfamar vikur, sem hvetur tii gagnrýninnar skoðunar á þeim framleiðslu- og viðskiptaháttum sem taka við eftir að bóndinn sendir frá sér mjólkina. Við erum að frétta þessa dagana af fleiri vafasömum viðskiptaháttum en þeim að lækka með millifærsiusjóðum verð á fituríkum mjólkur- afurðum, en hækka fitusnauðar í verði til að auðvelda sölu. Nokkur umræða hefur staðið um úttekt ráðgjafamefndar iðnað- arráðherra um verðjöfnunarkerfi, sem birt var f febrúar. Mesta athygli vakti að vonum sú niðurstaða sér- fræðinganna að vinnslu- og dreif- ingarkostnaður á nýmjólk hafði hækkað um 30% frá 1980-1990, meðan verð á mjólk frá bændum lækkaði um rúm 10%. Georg Ól- afsson, oddamaður í fimmmanna- nefndinni og verðlagsstjóri, kom fram með gagnrýni, sem mér virt- ist m.a. byggjast á því að ráðgjafar- nefndin reyndi að gera sér heildar- mynd, sem ekki væri sátt um hvernig ætti að draga upp. Verð- lagsstjóri viðurkennir þó í viðtali við DV 27.3. að það þurfi „að færa margt til betri vegar í mjólkuriðn- aðinum" og greinir frá því að verið sé að kanna fyrir Verðlagsráð hvort Mjólkursamsalan hafi boðið kaup- mönnum afslátt gegn því að hætta að versla með Bauluvörur, og segir að reynist svo vera, flokkist það undir „skaðlegar samkeppnishöml- ur“. Þá hefur verið greint frá því í blöðum, að Félag bakarameistara hafi farið fram á það við verðlagsyf- irvöld að rannsakað verði hvort Mjólkursamsalan færi fjármuni milli framleiðslugreina til að lækka verð á brauðum. Ef að er gáð, er hæpið að neytendur hagnist á því að öflugt einkasölufyrirtæki fækki keppinautum sínum með tíma- bundnum undirboðum. Hver verð- ur eftirleikurinn? Samkeppni MS við sjálfa sig Samkvæmt greinargerð, sem forstjóri Mjólkursamsölunnar, Guðlaugur Björgvinsson, birti í Tímanum 9. þ.m., hefur kapp fyrir- tækisins við það, sem hann kallar vöruþróun og markaðssókn, verið svo mikið að það er ekki lengur pláss fyrir allar vörutegundir fyrir- tækisins á hillum stórverslana og í kæliskápum þeirra. Eftir lýsingu á vandanum úti í heimi segir í grein- argerðinni: „Hér á íslandi er vand- inn sá sami, og í tilfelli Mjólkur- samsölunnar e.t.v. sérstaklega mikill vegna öflugrar vöruþróunar og verulegrar aukningar á vöruvali á iiðnum árum. Má í því sambandi nefna að í framleiðslu MS hefur einstökum vöru- og bragðtegund- um fjölgað úr 31 árið 1980 í 107 vöru- og bragðtegundir á árinu 1991. 76 nýjar MS-vörur á neyt- endamarkað hafa þannig bæst við á 11 árum. Augljóst er að þessar vör- ur keppa um hillupláss verslana við bæði sjálfar sig og vörur annarra framleiðenda." f framhaldinu fáum við svo lýs- ingu á slagnum um hilluplássið hér á landi og kappið er slíkt að nú „... beinir Mjólkursamsalan ekki síst augum sínum út fyrir land- steinana og býr sig undir væntan- lega samkeppni erlendis frá.“ Upp- Iýst er að sölumönnum hafi verið fjölgað og skilst manni að það eigi að tryggja að baráttan endi örugg- lega með sigri og alveldi hins stóra. Þegar menn stunda samkeppni af slíku offorsi, hljóta að renna tvær grímur á marga, sem á horfa. Neytendur, sem fylgjast með, vita að þeir verða að borga kostnaðinn af sölumannafjölguninni og öllum þessum undarlegu mannalátum. Reyndar hljóta þau líka að bitna á bændum, eins og áðumefnd úttekt á verðþróun vitnar að sínu leyti um. Með síðasta vöruþróunar- og auglýsingaátaki MS er neytendum raunar sýnd einstök lítilsvirðing, ef að er gáð. Markaðsstjórar MS virð- ast líta svo á að fólk vilji borga stór- fé fyrir að losna við að seilast í morgunkornpakkann sinn og mjólkurhymuna. Vilji borga fyrir villigötum að fá sérpakkaðan skammt af hvom tveggja saman í þykkum tvíhólfa plastumbúðum. „Þú blandar ein- faldlega innihaldinu saman með léttri sveiflu," eins og segir í aug- lýsingunum um engjaþykknið, vöm- og bragðtegund nr. 108. Ég sagði stórfé, vegna þess að „vöm- þróun“ þessi og auglýsingakostn- aðurinn nemur að líkindum tug- um milljóna. Og auðvitað borga kaupendur vamingsins frá þessari samkeppnisglöðu einkasölu reikn- inginn. Uppátækið lækkar ekki verð á mjólkurafurðum og örvar því ekki sölu þeirra. Aðfarímar bitna á mörgum Engjaþykknisbáturinn minnir á að MS er enn að leggja sig fram um að auka notkun einnota plastum- búða og auka þannig sorp og álag á íslenska náttúm vegna urðunar þeirra. Það er leitun á fyrirtæki sem skapar aðra eins vinnu við sorphirðu. Einnota hymur og doll- ur undan vömtegundunum 110 (nýja þykknið er boðið með þrenns konar sérpakkaðri muslslúkul) streyma dag hvem í sorptunnur höfuðborgarsvæðisins. Ég lít raunar svo á að MS sé farin að auka vandræði fólks með býsna margvíslegum hætti í hinni miklu markaðssókn sinni. Herforingjar sóknarinnar gera sér sennilega tak- markaða grein fyrir því hver vand- ræði þeir skapa fólki, sem þarf að leita að venjulegu skyri, súrmjólk eða óblandaðri jógúrt á sífellt lengri hillum með nýjum og nýj- um vörutegundum í plastdollum með mismunandi bragðefnum. Þeir hafa að líkindum ekki séð gamalt fólk og sjóndapurt rýna án árangurs í litfagrar raðimar. Og hvað skyldi kosta að bæta sífellt við kæliplássið, sem kæla þarf með dýru rafmagni? Hver borgar, þegar upp er staðið? Umrædd greinargerð Mjólkur- samsöluforstjórans staðfestir í mínum huga að tímabært sé orðið fyrir vöruþróunar- og markaðs- stjóra, sem ganga með þá grillu að íslenskir neytendur bíði í ofvæni eftir fleiri vömtegundum, að at- huga sinn gang. Og hyggja að þeim, sem em að bíða eftir sann- gjömu verði og minna umbúða- fargani. Varla telja bændur að markaðslætin og samkeppnisæðið þjóni þeirra hagsmunum, þegar svo er komið að höfuðborgarsam- salan er að drepa þá, sem vinna á landsbyggðinni, og kvartar orðið undan samkeppninni við sjálfa sig! Höfundur skrífar þjóöfélagsgagn- rýni o.fl.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.