Tíminn - 22.04.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.04.1992, Blaðsíða 1
Varla hótelskortur í Reykjavík: Hótelnýtingin versnað um 20% Nýting hefur aldrei orðið eins lé- leg á hótelum í Reykjavík og á síð- asta ári, þegar herbergjanýting fór niður í 59% yfir árið, samkvæmt upplýsingum í fréttabréfi Sam- bands veitinga- og gistihúsa. Um miðjan níunda áratuginn var nýt- ingin 73% og komst hæst í tæp 74% árið 1986. Síðan hefur hlut- fallið lækkað jafnt og þétt, ár frá ári, niður í 59% í fyrra, sem fyrr segir. Þetta þýðir að nýtingin hef- ur versnað um 20% á hálfum ára- tug. Skýringin getur tæpast falist í fækkun ferðamanna því þeim hefur fjölgað verulega á þessum árum. Hennar má hins vegar leita í sí- auknu framboði gistiherbergja. Síðan í júní 1990 hefur gistirúmum í Reykjavík t.d. fjölgað um 372, að sögn fréttabréfsins, og er þá gisting á einkaheimilum ekki talin með. - HEI Kjaraviðræðurnar: Sest á ný að samningaborði Samninganefndir ASÍ, BSRB og KÍ ákváðu í gær að hefja samn- ingaviðræður við atvinnurekendur og ríkisvaldið að nýju. Fyrsti samningafundur verður haldinn í dag. Fyrirfram ríkir ekki mikil bjartsýni um árangur í viðræðun- um, en fátt nýtt hefur komið fram síðan upp úr viðræðum slitnaði um síðustu mánaðamót. Hugsan- legt er talið að Dagsbrún dragi sig út úr viðræðum ef fundurinn í dag verður árangurslaus. Eftir hádegið í gær hittist samn- inganefnd Alþýðusambandsins á fundi í húsakynnum ríkissátta- semjara við Borgartún. Á sama tíma komu samninganefndir Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og Kennarasambands íslands saman í Borgartúni 6. Síðar um daginn hittust forystumenn samn- inganefndanna þriggja til samráðs. Niðurstaða fundarins varð að reyna til þrautar að ná samningum við vinnuveitendur. Samningsaðilar munu setjast niður við samninga- borðið í dag. Fyrirfram er ekki mikil bjartsýni ríkjandi um árangur af fundinum í Greiðslur til Sykur- molanna kannaðar: Efast um dagpeninga Ríkisskattanefnd rannsakar nú dag- peningagreiðslur sem hljómsveitin Sykurmolarnir fékk þegar hún var á hljómleikaferðum erlendis á síðasta ári. Vafi leikur á hvort raunverulega sé um dagpeninga að ræða og er því ríkisskattanefnd að kanna flest sem við kemur umræddum hljómleika- ferðum. Niðurstöðu er að vænta fljótlega. —GKG. dag. Á aðalfundi Dagsbrúnar sem haldinn var fyrir páska kom fram mikil andstaða við þær hugmyndir sem ræddar voru við samninga- borðið þegar slitnaði upp úr samn- ingum um síðustu mánaðamót. Innan Dagsbrúnar eru margir sem telja best að félagið dragi sig út úr samningaviðræðum. Gerist það getur það sett allar frekari samn- ingaviðræður í hættu. - EÓ Skagfirska geiflan Hann er ekki beint snoppufríður á þessari mynd hann Stjóri frá Hólum í Hjaltadal, þar sem hann geiflar sig framan í Pjetur Sig- urðsson ljósmyndara yfir tún- girðinguna á Hólum. Stjóri dreg- ur ef til vill nafn sitt af eigandan- um, Jóni Bjarnasyni, skólastjóra Bændaskólans á Hólum. Eða kannski var Stjóri skírður nafni sem rímaði við föðurnafn hans, en Stjóri er undan Ljóra frá Kirkjubæ og Skífu frá Bjarna- höfn. -ÁG. Skiptar skoöanir eru um vinnubrögð við umfjöllun Alþingis um EES- samninginn Verður utanríkismála nefnd sett til hli Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur viðrað þá hugmynd að Al- þingi kjósi sérstaka nefnd til að fjalia um samninginn um evrópskt efnahagssvæði þegar hann kemur til umfjöilunar á Alþingi. Ef þessi hugmynd verður að veruleika verð- ur utanríldsmálanefnd sett til hlið- ar en hún hefur fjallað tun samn- inginn á meðan verið var aö semja um hann. Eyjólfur Konráð Jóns- son, formaður utanríkismála- nefndar, er hugmyndinni algeríega andsnúinn. Sama á viö um stjóm- arandstöðuna. Búist er við hörð- um átökum um þetta mál þegarAl- þingi kemur saman f næstu viku eftir páskafrí. Eyjólfur Konráð sagði að frá stn- um bæjardyrum séð sé málið em- fah. Samkvæmt lögum beri ríkis- stjóm að hafa samráð vlð utanrík- ismáianefnd um ðli meiriháttar ut- anríldsmál. Eyjólfur Konráð sagði engan vafa leika á að sanutingur- inn um evrópskt efnahagssvæði sé meiriháttar utanríkismál, hugsan- lega það stærsta sem íslendingar hafí staðið frammi fyrir. Því sé það skýlaust lögbrot ef EES-samning- urinn verði ekki borlnn undir nefndina. Eyjólfur Konráð sagði að breyta verði lögum ef komast eigi þjá því að bera samninginn undir utanríkismálanefnd. Hann sagðist ekki trúa því að svo langt verði gengið. Hann myndi berjast hart gegn því að utanríidsmála- nefndin verði sett til hliðar í þessu máll. Bjöm Bjamason, starfandi þing- flokksformaður Sjálfstæðisflokks- ins, sagðist ekki telja að um lög- brot værí að neða þó ákvörðun verði tekfri um að kjósa sérstaka nefnd sem fjalli um EES- samn- inginn. Hann sagði að í þingskap- ariögum væri ákvæði sem heimil- aði þinginu að kjósa nefnd tíl að fjalla um einstök þingmál. Björa sagðl að engin ákvörðun hefði verið tekin um hvaða vinnu- biögð veiði viðhöfð þegar EES- samningurinn kemur tfl meðferð- ar á Alþingi. Hann sagði að þessa dagana væri verið að ræða þessi mál á öllum þjóðþingum þeirra 19 ríkja sem standa að EES-samn- ingnum. Hann sagði að víða væri sú hugmynd ofariega á blaði að kjósa sérstaka nefnd til að fjalla um samninginn. Svíar hefðu t.d, þegar ákveðið að fara þá leið. Það er skoðun margra að sú hug- mynd að skipa sérstaka nefnd til að fjalla um EES-samninginn sé tilkomin vegna óánægju forsætis- ráðherra og utanríkisráðherra með yfiriýsingar Eyjólfs Konráðs á Al- þingi i siðustu viku. Þá lýsti hann því yfir að hann teldi að EES- samningurinn bryti í bága við stjómarskrána. Hann sagðist cinnig vilja að Alþfrtgi sjálft kysi nefnd til að skoða hvort svo væri, en utanríldsráóherra hefur sjálfur sldpað nefnd til að skoða hvort samningur brýtur gegn ísienskri stjóraskipun. Afgreiða þarf fjölda frumvarpa áður'en EES-samningurinn tekur gildi. Tálað hefúr veriö um 73 fmmvörp í því sambandL Eltt þeirra er frumvarp um aððd ís- lands að EES. Ekki er fjóst hvort hugsanieg EES- nefnd muni fjalla um öli fmmvörpin sem varða aðiid íslands að EES, eða hvort nefndin fái eitthvað færri frumvörp til meðferðar. Björa Bjamason sagði að þetta yrði aö ræða f tengslum við aörar hliðar þessa máls. Stjómarandstaðan hefur lýst yfir andstöðu við hugmynd ríkisstjóni- arinnar um að kjósa sérstaka nefnd til að fialla ura EES- samn- lnginn. Stjóraarandstaðan vill að fastanefndir þingstos fialÖ um frumvörpin sem varða EES-samn- inginn. Stjómarandstaðan vifl ekki að utanríkismálanefnd verði snið- gengin í þessu máli. Ekki er búist við að þetta mál komist á hreint fyrr en Alþingi kemur saman í næstu viku. Það hefur ekki verið rætt í þingflokk- unum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.