Tíminn - 22.04.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.04.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miövikudagur 22. apríl 1992 Olafur K. Guðj ónsson frá Hnífsdal Fæddur 3. október 1913 Dáinn 13. aprfl 1992 Ólafur K. Guðjónsson verslunar- maður frá Hnífsdal andaðist í Sjúkrahúsi Akraness 13. aprfl s.l. Út- för hans verður gerð frá Akranes- kirkju í dag. ÓÍafur var fæddur í Hnífsdal 3. okt. 1913. Sonur hjónanna Ásgerðar Jensdóttur og Guðjóns Ólafssonar. Hann var nemandi í Héraðsskólan- um á Laugarvatni vetuma 1931-’33. Ólafur kvæntist Filippíu Jónsdóttur frá Jarðbrú í Svarfaðardal 1935. Börn þeirra eru tvö: Guðjón for- stjóri S.Í.S., kvæntur Guðlaugu Brynju Guðjónsdóttur frá ísafirði; og Ásgerður kennari í Kópavogi, gift Sigurði Rúnar Jónssyni tónlistar- manni úr Reykjavík. Ólafur stofnaði heimili sitt í Hnífsdal og var sjómað- ur þar fyrstu árin, en gerðist fljót- lega útibússtjóri Kaupfélags ísfirð- inga í Hnífsdal. Jafnframt var hann formaður sjúkrasamlagsins og gegndi auk þess ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélagið. Árið 1963 flutti íjölskyldan á Akranes. Þar stundaði Ólafur versl- unarstörf fram undir síðustu ára- móL Fyrst var hann deildarstjóri hjá Kaupfélagi Suður-Borgfirðinga á Akranesi. Þá rak hann um all mörg ár búsáhaldaverslunina Valfell s.f. Síðari árin var hann verslunarmað- ur hjá Axel Sveinbjörnssyni h/f. Jafnframt tók hann þátt í ýmsum fé- lagsstörfum á Akranesi. Leiðir okkar Ólafs K. Guðjónsson- ar frá Hnífsdal lágu fyrst saman í Héraðsskólanum á Laugarvatni haustið 1932. Ég var að hefja þar nám, en hann var á öðrum vetri. Síðan hefur samband okkar aldrei rofnað til lengdar. Þá voru nemend- ur á Laugarvatni 150 í tveimur deildum. Stofnun héraðsskólanna um 1930 voru merk tímamót í lífi æskufólks á íslandi. Guðmundur Daníelsson skáld frá Guttormshaga, sem var nemandi á Laugarvatni ári á undan Ólafi og samtíma honum einn vetur, kvaddi skólann með löngu og snjöllu kvæði vorið 1932. Næst síðasta erindið er þannig: „Sumarið kveður. Hversuðrænn gesiur er svifim um þöglan geim. Þá kallar skólinn á byggðarbömin, ham býður þeim öllum heim. Hann faðmar þau eins og faðir, svo fær hann þeim verk í höná og bendirþeim inn í eigin sálar ónumin gróðurlönd.“ Á öðrum stað segir Guðmundur í sama kvæði: „Hver lyftir ei höfði með leiftur í augum, sem Laugarvatnsskólam sér?“ Kvæði þetta túlkar hugarfar æsk- unnar um gjörvallt landið gagnvart héraðsskólunum. Fögnuð yfir þeim tækifærum, sem skólarnir gáfu ungu fólki sem annars hefði orðið án allrar menntunar eftir að barna- skólanámi lauk. Unga fólkið lét heldur ekki á sér standa að sækja héraðsskólana og þá sérstaklega Laugarvatnsskólann, sem hafði ein- stakt aðdráttarafl vegna fegurðar staðarins og fjölbreyttrar kennslu sem þar fór fram. Þangað sótti ungt fólk úr öllum byggðum landsins á ýmsum aldri. Vestfirðingar áttu þar glæsilega sveit ungra manna. Með- alaldur nemenda mun hafa verið 17- 19 ár. Að stærstum hluta þroskað fólk, sem vissi hvað það vildi. Auk al- mennrar bóknámskennslu bauð Laugarvatnsskólinn upp á (jölþætt íþróttanám, afburða söngkennslu, smíðar, bókband og handavinnu fyr- ir stúlkur. Mikil áhersla var lögð á félagslífið og allt sem varðar mann- rækt. Ólafur K. Guðjónsson kemur 18 ára inn í þetta umhverfi. Hann hafði áður unnið erfiðisvinnu á sjó og landi. Tveggja vetra nám á Laugar- vatni varð mikill hamingjutími í lífi hans og veganestið þaðan mat hann mikils. Hann hafði líka öll skilyrði til að nýta sér vel þá aðstöðu sem skólinn bauð upp á. Hann var af- bragðs námsmaður, kappsamur og skyldurækinn. Skaraði fram úr í íþróttum, einkum leikfimi, svo at- hygli vakti. Glaðlyndur og skemmti- legur félagi, sem öllum þótti gott að umgangast. Hann var einarður í framkomu, en háttvís og drengileg- ur. Skoðanir sínar sagði hann alveg umbúðalaust, ef því var að skipta. Kennarar skólans mátu hann mikils og átti hann fullt traust þeirra. Ólaf- ur var fríður sýnum, beinvaxinn, spengilegur með fallegt ljóst hár. Hann var snöggur í öllum hreyfing- um, en stutt í hlýlegt brosið. Hann reyndist allra manna duglegastur að hafa samband við gamla skólafélaga og fylgjast með þeim víðsvegar um landið, sem bar vott um trygglyndi hans. Minningar hans frá Laugar- vatni voru bjartar og á þær sló aldrei neinum fölva. Þaðan átti hann einnig róman- tískar æskuminningar um ástir og framtíðardrauma. Þar kynntist hann lífsförunaut sínum, Filippíu Jóns- dóttur frá Jarðbrú í Svarfaðardal, sem hefur í nær 60 ár staðið við hlið hans — traust og örugg — eins og íslenskar konur hafa best gert. Fil- ippía kom ári seinna í skólann, en hvarf á braut með honum vorið 1933. Filippía er ákaflega vel gerð kona — bæði andlega og líkamlega — og var mikilsmetin í skólanum. Bjarni skólastjóri hafði alltaf áhyggjur af samdrætti unga fólksins og sagðist bera ábyrgð á því gagn- vart foreldrunum, sem hefðu trúað sér fyrir unglingunum. Þegar talið barst að væntanlegu hjónabandi Ól- afs og Filippíu, brosti hann kan- kvíslega og virtist drjúgur yfir því að samband þeirra hefði byrjað á Laug- arvatni. Þetta væri gæfulegt par. Þau kynnu áreiðanlega fótum sínum for- ráð. Það reyndist líka rétt. Með þeim var fullt jafnræði og heimili þeirra bar vitni um samheldni og myndar- skap í hvívetna. Börn þeirra tvö — Guðjón B. og Ásgerður — hafa verið þeim miklir sólargeislar og síðar barnabömin, sem vel hafa kunnað að meta umhyggjusemi og ástríki afa og ömmu. Ólafur og Filippía áttu heimili sitt í Hnífsdal þar til haustið 1963 að þau fluttu á Akranes. Þar var Ólafur við verslunarstörf í tæp 30 ár eða fram undir síðustu áramót Strax eftir komuna til Akraness kom hann í blakklúbb, sem við nokkrir félagar höfðum haldið uppi í all mörg ár. Þar gerðumst við liðsoddar, þ.e. skiptum liðinu á hverri æfingu í tvo hópa. Við lékum því alltaf sem and- stæðingar. Hlutverki þessu gegnd- um við í 18-20 ár. Þótt hart væri bar- ist og báðir vildu ganga með sigur af hólmi, var keppnin háð í hinum sanna Laugarvatnsanda. Þar áttum við Ólafur saman margar glaðar stundir, sem enn efldu vináttuna. Þrátt fyrir 78 árin sá ég engin elli- mörk á Ólafi. Þvert á móti fannst mér að hann hlyti að eiga eftir mörg góð ár, er löngu ævistarfi var að ljúka. Snemma á þessu ári tók hins- vegar að syrta í álinn. Helgreipar dauðans gáfu síðan engin grið þar til yfir lauk. Allir þeir, sem þekktu Ólaf K. Guðjónsson og nutu vináttu hans og samskipta lengri eða skemmri tíma, finna djúpan söknuð við þá frétt að hann skuli horfinn jafn snögglega af vettvangi lífsins. Svo mikil ítök átti hann í samtíðarmönnum sínum. Það tekur langan tíma að sannfær- ast um þá staðreynd að þessi glað- væri og góði félagi sé horfinn sjón- um okkar. Við þökkum samfylgdina og blessum minningu góðs vinar. Þær tekur enginn frá okkur. Á kveðjustund beinum við hugum okkar til Filippíu, barnanna og allra vandamanna Ölafs og sendum þeim einlægar samúðarkveðjur. Þar er sorg í ranni. En lögmáli lífsins verð- ur vart breytt: „Og dagar, ár og aldir koma og dvína, en aldrei hættir dauðans stjama að skina. * (D.SL) Dan. Ágústínusson r r Alyktun frá stjórn Samstöðu í Skagafirði um óháð lsland: EES-samningar í þj óðaratkvæði Eins og sagan greinir frá, flýðu for- feður okkar frá Noregi til íslands undan ofríki Noregskonunga. Þeir stofnuðu hér ríki, sem um margt var á undan sinni samtíð varðandi stjórnsýslu og skipulag. Vegna flokkadrátta og valdabar- áttu stjórnmálamanna þess tíma, sem leituðu eftir erlendum stuðn- ingi í valdabaráttu sinni, tapaði ís- lenska þjóðin sjálfstæði sínu um sjö alda skeið. Á þessum tíma lifði þjóð- in miklar hörmungar, sem um síðir kom henni í skilning um að best mundi að hún réði sjálf sínum mál- um. Sjálfstæðisbaráttan hófst undir forustu hæfra manna, sem ekki spurðu um daglaun að kveldi. ísland varð sjálfstætt og fullvalda ríki 1944. Síðan hafa hér orðið einhverjar stórstígustu framfarir sem um get- Framsóknarmenn í sveitarstjórnum og nefndum á vegum þeirra Málefnahópar þingflokks Framsóknarflokksins um byggðamál og félagsmál, ásamt þingmönnum flokksins, bjóða til funda í öllum kjördæmum landsins sem hér segir: Suðurnes 28. aprfl kl. 20.30 f Framsóknarhúsinu f Keflavík: Guömundur Bjarnason og ______________ Ingibjörg Pálmadóttir. Guðmundur Ingibjörg FUNDAREFNI: Málefni sveitarstjórna og samskipti ríkis og sveitarfélaga Þlngflokkur framsóknarmanna ur, og þjóðin unnið hvern sigurinn á fætur öðrum í baráttu sinni fyrir sjálfstæði sínu. Kemur þá fyrst í hugann útfærsla landhelginnar úr þremur í tvö hundruð mflur. Megin- ástæða þess að svo vel hefur tekist sem raun ber vitni er vafalítið sú, að þjóðinni hefur alltaf verið ljóst að sjálfstæðisbaráttan hefur verið og verður ævarandi barátta, sem aldrei má í neinu hvika frá. Það undrar okkur því mjög að upp skuli vera vaxnir menn og aldir upp í Háskóla íslands, þessu óskabarni þjóðarinnar, sem nú vilja skilgreina orðið fullveldi upp á nýtt. Vísum við þar til blaðaskrifa og ræðumennsku þeirra félaga Gunnars Helga Krist- inssonar, Jóhanns Haukssonar og fleiri. Við hefðum haldið að hlut- skipti Háskólans mætti verða gæfu- legra í hinni eilífu frelsisbaráttu þjóðarinnar. Skylt er þó að geta þess að til eru einnig menn við Háskóla íslands, sem skilja orðið fullveldi og einnig hvers virði það er fyrir hina íslensku þjóð. Má þar til nefna Sig- mund Guðbjarnason, fv. háskóla- rektor, og fleiri. Fullvalda þjóð ræður ein landi sínu og nýtingu þess. Hún ræður málum sínum sjálf, setur sér lög og samskiptareglur. Hún ákveður sjálf þá þjóðfélagsgerð, sem hún telur æskiíega og þjóðinni til heilla. Full- valda þjóð tekur ekki við erlendum lagafyrirmælum eða tilskipunum um framvindu mála í eigin landi. Samningur um EES felur í sér fullveldisskerðingu á ýmsum svið- um. Erlend lög verða rétthærri ís- lenskum lögum og þau ber að með- taka án þess að Alþingi megi breyta þar stafkrók. Samningurinn afsalar Islendingum hagstjórnartækjum og skuldbindur þjóðina til þess að hlíta erlendri hagstjórn í mörgum veiga- miklum atriðum. íbúar EB- og EFTA-landa fá sama rétt til búsetu, starfa og eignarhalds á landinu og íslendingar. Öll þessi atriði skerða fullveldi þjóðarinnar. Bein aðild að EB felur í sér full- veldisafsal, og íslenskum stjóm- málamönnum má aldrei líðast að skerða eða afsala fullveldi íslands. Þjóðin verður að hindra slík óhappa- verk. Við skorum því á íslensku þjóðina að vakna til fullrar vitundar um til- verurétt sinn, verja dýrkeypt sjálf- stæði lands og þjóðar og krefjast þjóðaratkvæðis um aðild Islands að evrópsku efnahagssvæði. Gjört í apríl 1992. Matthías Bjömsson, Álfur Ketíls- son, Gunnar Oddsson, Sveinn All- an Morthens, Hörður Ingimarsson, Sigtryggur Bjömsson Hvers vegna tapaði Kinnock? Skýringar, sem gefnar hafa verið á úrslitum bresku þingkosninganna, eru harla ónákvæmar. Sérstaklega var túlkun Sjónvarpsins íslenska á kosningadaginn og daginn eftir fá- tækleg og raunar villandi. Jafnvel Bretum sjálfum er ekki öllum full- ljóst hvað gerðist. Stefnur í efnahags- og fjármálum vom ekki afgerandi þáttur. Báðir stærstu flokkarnir hafa nálgast miðju og ágrein- ingur því fremur óvem- legur. Hins vegar vó það þungt, að Bretland er gamalt stórveldi með yfirráð í öllum heimshlutum. Bretar halda stolti sínu, þó að veldið sé hmnið. Bresk- ur almenningur getur ekki sætt sig við þá hugmynd Kinnocks að veita Skotum sjálfstætt þing — og ef til vill Walesbúum síðar og Norður-ír- um — og að Bretland sjálft verði svo smáríki án áhrifa innan EB. Orð Thatchers halda gildi sínu. Breskur almenningur vill ekki heldur hlutfallskosningar, sem Frjálslyndir ætluðu að koma á með aðstoð Kinnocks. Bretar, eins og aðrar engilsaxneskar þjóðir, hafna smáflokkakerfinu og óstarfhæfum ríkisstjórnum, sem af kerfi hlutfalls- kosninga leiðir. Það er ekki heldur lýðræðislegt, þegar smáflokkur með t.d. 5% atkvæða kemst í oddaað- stöðu við stjórnarmyndun og þreng- ir sjónarmiðum sínum upp á 95% þjóðarinnar. Hvers vegna reyndust kosninga- spár rangar? Mikill meirihluti óákveðinna vom íhaldsmenn. Það var herbragð þeirra að svara ekki í skoðanakönnunum, svo að flokkur þeirra herti sóknina, en andstæð- ingarnir teldu sig of sigurvissa og gættu ekki að sér. Slíkum brellum hefir verið beitt í skoðanakönnunum við forsetakjör í Bandaríkj- unum. Þannig var demó- kratinn Stevenson felldur frá kjöri á sínum tíma. Skoðanakannanir ætti að banna eftir að þing hefir verið rofið og kosningabaráttan er hafin. Bretavinur Lesendur skrifa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.