Tíminn - 22.04.1992, Blaðsíða 12

Tíminn - 22.04.1992, Blaðsíða 12
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 & 686300 HEIÐI BILAPARTASALA Varahlutir í árgerðir '74-'87 Ýmsar smáviðgerðir Kaupi bíla til niðurrifs HEIÐI • BÍLAPARTASALA Flugumýrl 18D * Mosfellsbœ Sfmar 668138 & 667387 AUÐVITAÐ Suðurlandsbraut 12 Öðruvisi bílasala BÍLAR • HJÓL • BÁTAR • VARA- HLUTIR. MYND HJÁ OKKUR - BÍLL HJÁ ÞÉR SÍMI 679225 varahlutir Haœarsböföa I - s. 67-6744. HOGG- DEYFAR Verslið hjá fagmönnum TVÓFALDUR1. vinningur Tíininn APRlL 1992 VSÍ efast um að verkfall mjólkurfræðinga sé löglega boðað og hefur vísað málinu til félagsdóms: Mjólk skortir víða á höfuðborgarsvæðinu Horfur eru á að mjólk muni skorta í verslunum á höfuðborgar- svæðinu meira og minna alia þessa viku og þá næstu. Mjólkur- fræðingar hafa boðað þriggja daga verkfall sem hefst í dag. Verk- fallið er boðað hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík og Mjólkur- samlagi KEA á Akureyri. Undanfarna daga hefur verið yfirvinnu- bann hjá öllum mjólkurfræðingum á landinu. Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvenær því lýkur. í þessum mánuði eru margir helgidagar og því verða áhrif þessa verkfalls meiri en annars hefði orðið. Vegna yfirvinnubannsins gat Mjólkursamsalan einungis pakkað og dreift um 90 þúsund lítrum í gær. í dag er hins vegar verkfall og því verður engri mjólk dreift í verslanir. Á morgun, sum- ardaginn fyrsta, verður 90 þúsund lítrum af mjólk pakkað, en í samn- ingum afurðastöðva við mjólkur- fræðinga er ákvæði sem heimilar afurðastöðvum að kalla mjólkur- fræðinga til vinnu á helgidögum. Þessari mjólk verður dreift á föstudaginn. Þann dag verður hins vegar verkfall og því verður engri mjólk pakkað. Á laugardag verður aftur móti um 90 þúsund lítrum af mjólk pakkað og dreift. í þessari viku verður því pakkað um 270 þúsund lítrum af mjólk, en eðlileg sala ætti að vera um 500 þúsund lítrar. Á sunnudaginn verður 90 þús- und lítrum af mjólk pakkað og henni verður dreift á mánudag- inn. Á mánudaginn verður hins vegar verkfall. Á þriðjudaginn verður síðan mjólk pakkað og dreift. Óvissa er um framhaldið, en ekki er annað vitað en að yfir- vinnubannið gildi alla næstu viku. Föstudagurinn í næstu viku er 1. maí, frídagur verkamanna. Það eru einungis mjólkurfræð- ingar sem vinna hjá Mjólkursam- sölunni í Reykjavík og Mjólkur- samlagi KEA á Akureyri sem eru í verkfalli. Allir mjólkurfræðingar á landinu eru hins vegar í yfirvinnu- banni. Höfuðborgarbúum sem sárlega vantar mjólk geta því keypt mjólk á Selfossi, Akranesi og í Borgarnesi. Ekki er reiknað með að skortur verði á unnum mjólkurvörum á höfuðborgar- svæðinu nema í mjög litlum mæli. Litlar horfur eru á að samkomu- lag takist í kjaradeilunni alveg á næstunni. Auk deilu um sjálft kaupið er deilt um hagræðingu í mjólkurbúum. Framundan eru breytingar á rekstri mjólkurbúa. Ekki er reyndar ljóst hverjar þær verða eða hversu umfangsmiklar. Reiknað er með að þessar breyt- ingar leiði til fækkunar starfa. Mjólkurfræðingar hafa sett fram kröfu um að fá að hafa áhrif á þá þróun sem framundan er. Vinnuveitendasamband íslands ákvað síðdegis í gær að leita til fé- lagsdóms vegna þessa máls, en VSÍ efast um að til verkfallsins hafi verið boðað með löglegum hætti. VSÍ óskaði í síðustu viku eftir upplýsingum frá Mjólkur- fræðingafélaginu um hvernig hefði verið staðið að ákvarðana- töku varðandi boðun verkfallsins. Mjólkurfræðingar höfnuðu því að gefa umbeðnar upplýsingar. 6 tonna bátur strand- aði við Eyrarbakka: Þrír menn grunaðir umöivun Sigurveig ÁR 195, 6 tonna bát- ur, strandaði í skerjagarðlnum austan við Eyrarbakka á sk£r- dagskvöld. Tilkynning um að báturinn væri vélarvana barst kl. 22. Björgun- arsveitir Slysavamafélagsins í Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Stokkseyri voru kallaðar át og fór bjðrgunarbáturinn Draupnir frá Þorlákshöfn um leið úttiiað- stoðar. Aðstæður voru slæmar á strandstað svo haft var samband við Landhelgisgaesluna og kom þyrlan TF- SIF bátnum til bjarg- ar. Þá voru björgunarsveitar- menn komnir út í bátinn á slöngubáti úr landi. Báturínn er lítið skemmdur og var honum bjargað snemma á fostudagsmorgun af björgunar- sveitinni á Eyrarbakka. Þrír menn voru um borð 1 Sig- urveigu og eru þeir grunaðir um ölvun. Veður var ágætt og sjólrt- ið. —GKG, Vesturlandsvegur: Harður árekstur við Blikastaði Fimm manns slösuðust í hörðum árekstri tveggja fólksbfla á Vestur- landsvegi við Blikastaði um kl. 16 í gær. Vesturlandsvegur lokaðist um tíma vegna slyssins og var umferð beint um Úlfarsfellsveg á meðan. Slysið varð með þeim hætti að Ladabíll á leið til Reykjavíkur virðist hafa sveigt í veg fyrir Subaru sem kom úr gagnstæðri átt. Skyggni var gott og vegurinn þurr þegar árekst- urinn varð. Bílarnir eru báðir ónýtir. í Subarubflnum voru tvær konur og tvö börn sem sátu í bflstólum í aftursæti. Börnin meiddust ekki mikið að því talið var í gærkvöld en hinir fullorðnu í báðum bflunum hins vegar talsvert, þar af ökumaður Lödunnar alvarlega. Allt fólkið var flutt á slysadeild Borgarspítala Öku- maður var einn í Lödunni. Frá árekstursstað við Blika- staði í gær. Timamynd: Pjet- Banaslys eystra Maður á fimmtugsaldri lést og sex ára sonur hans slasaðist illa er þeir óku á vélsleða fram af gilbarmi í fjallshlíðinni fyrir ofan Fáskrúðsfjörð síðari hluta páskadags. Talið er að faðirinn hafi látist samstundis, en son- urinn hafi legið lærbrotinn á þriðja tíma hjá föður sínum. Feðgarnir höfðu farið á vél- sleðanum upp í fjallið fyrr um daginn, en þegar þeir höfðu ekki skilað sér aftur um um kvöldið var farið að leita að þeim á vélsleðum. Þeir fundust um kvöldmatarleytið og var fað- irinn þá látinn. Engin vitni voru að slysinu. Hinn látni hét Sævar Sigurðsson, 48 ára gamall, og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. -PS Smábátur með bilaða vél Lítill vélbátur, Sær úr Kópavogi, með einum manni um borð, varð vélarvana í gær um 20 mílur úti á Faxaflóa. Vélbátur sem var að ljúka veiðum í grenndinni tók Sæ í tog en skildi eftir út af Gróttu þar sem hann var á leið til Reykjavíkur. Annar smábátur úr Kópavogi fór síðan út að Gróttu og tók Sæ í tog þar og dró til hafnar í Kópavogi. Dagsbrún gegn innflutningi erlendra búvara Verkamannafélagið Dagsbrún lýsir yfir stuðningi við bændur í and- stöðu þeirra við þær hugmyndir sem uppi eru í tengslum við GATT samninga um aukinn innflutnig á landbúnaðarafurðum, í samþykkt sem gerð var á aðalfundi félagsins í síðustu viku. Að sögn Jóhannesar Guðnasonar, flutningsmanns til- lögunnar, er ástæða fyrir verka- menn um land allt til að láta þessi mál til sín taka því fjölmörg verka- mannastörf tengjast landbúnaðin- um og úrvinnslu landbúnaðaraf- urða. Því þurfi að huga að þeim hagsmunum sem þar liggi auk þess sem menn þurfi að spyrja sig al- mennt að því hvort þeir vilji að er- lendar hormónaafurðir ryðji ís- Ienskum landbúnaðarafurðum burt í krafti óheilbrigðarar sam- keppni. Vlnningstölur jg. april 1992 laugardaginn --------- VINNINGSHAFA UPPHÆÐ A HVERN VINNINGSHAFA 1. 2.919.705 2.4 ziœ 196.922 167 5.244 4. 5.072 402 Heildarvínningsupphæð þessa viku: kr. 6.819.007 l UPPLYSINGAR SlMSVARI 91-681511 LUKKULINA 991002

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.