Tíminn - 22.04.1992, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.04.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 22. apríl 1992 Fundur Mubaraks og Gaddafi: Mubarak eygir lausn Lockerbie-deilunnar Hosni Mubarak Egyptalandsfor- seti sagði á þriðjudag að örlítil von væri um að sættir næðust í deilu Libýu og Vesturlanda vegna tveggja flugvéla er hryðjuverka- menn grönduðu. Mubarak lýsti þessu yfir eftir fund með Muamm- er Gaddafi í gær, en fundurinn fór fram í egypskri flugstöð. „Það er vonarglæta, en það þarf að vinna að málinu," sagði forsetinn. Gaddafi hélt akandi til fundarins, þar sem ekki gat orðið um flug að ræða vegna flugbannsins á land hans, sem sett var þann 15. apríl. „Við ákváðum að hittast aftur og reyna að losa um þá klemmu sem flugbannið veldur samgöngum í Libýu,“ sagði Mubarak enn. „Við munum ræða við fjölmarga aðila og reyna að koma á eðlilegu ástandi aftur.“ Öryggisráð S.Þ. reynir nú að þvinga Libýumenn til samvinnu við Breta, Frakka og Bandaríkjamenn varðandi rann- sókn á flugslysunum tveimur. Önnur vélin var frá Pan American og fórst yfir Lockerby í Skotlandi 1988, en hin var frönsk vél sem fórst yfir Niger 1989. Alls fórst 441 maður. Skrautlegt fylgdarlið Fundur Mubaraks og Gaddafi fór fram í egypsku borginni Sidi Bar- ani og kom Gaddafi þangað með fríðu föruneyti í hvítum Cadillac. Hann var klæddur hvítum kyrtli yfir brúnni skyrtu og buxum og með dökkrauðan vefjarhött á höfði. Á eftir bifreið Gaddafi komu lífverðir hans, bæði karlar og kon- ur, í BMW og Mercedes bifreiðum. Viðræður leiðtoganna stóðu í 30 mínútur í herskálum í Sidi Barani, en borgin er um 75 km austur af landamærabænum Salloum. Sér- stakt viðhafnartjald hafði verið reist fyrir Gaddafi og var það í rauðgulum, rauðum og grænum lit. Þar snæddu þeir saman, en síð- an gekk Mubarak afsíðis er Gaddafi tók sér stund til bænahalds. Mubarak var spurður hvort hann teldi að friðsamleg Iausn mætti nást í deilunni. Svaraði hann að með því að nota orðin „friðsamleg Mubarak lausn“ væri gert ráð fyrir þeim möguleika að til vopnaviðskipta kæmi. Hann taldi þann möguleika fjarlægan, enda mundu vopnavið- skipti ekki verða til annars en að margfalda vandræðin í þessum heimshluta. Áður hafa Egyptar þó látið að því liggja að vegna milli- Gaddafi göngu þeirra hafi tekist að afstýra að Bretar og Bandaríkjamenn sendu her á hendur Lýbíu. Að fundi loknum flaug Mubarak til Kairó, en Gaddafi ók um Sallo- um aftur til Tripoli. Nú er páskahátíðin liðin og eins og vænta mátti, þegar tekið er mið af lífsstíl hins leikandi íslands- manns — Homo ludens — þá urðu nokkrar uppákomur vegna þess að sumir gengu ekki mjög hægt utn gleðínnar dyr. MitóU fjöldi fólks var á faralds- fætí um páskana bæði heima og erlendis og í skíðalöndum syðra, nyrðra, eystra og vestra nutu tug- þúsundir fólks hollrar íþróttar, útiveru og samvista. Mjög margir og sjálfsagt velflest- ir hafa því nú um páskahelglna haldið skemmtan sinni og lífs- gleði innan skynsamlegra marka og af slíku fara eðli málsins sam- kvæmt litlar sögur. Slík skemmt- an þykir vart eða ektó fréttnæm. Skemmtan er ektó fréttnæm nema að hún gangi út í öfgar og hafl miklar afleiðingar og stórar í för með sér. Miklar og stórar afleiðingar hafði hún skemmtunin mannanna þriggja sem datt það í hug f gleði sinni að fara á sjó á triUu til þess að skjóta sér fugl í soðið. Þótt afleiðingamar yrðu ektó þær að mannskaði yrði eins og um tíma ieit út fyrir eða þú stórkost- legt eignatjón, þá tÓkst þremenn- ingunum með athæfi sfnu að sjá til þess að þyrla var kÖUuð út til að bjarga þeim og eitthvað um 50 manna lið var f viðbragðsstöðu á landi og sjó. Eins og siður er hug- umstórra manna og hetja þá voru þessir menn ekkert að hafa sér- statóega fyrir þvf að gá til veðurs og lögðu í hann þótt veður væri hið versta og sjór mjög úfinn fyrir Suðurlandi. Og eins og mitólla veiöimanna er siður þá höfðu þeir með sér hunda til fuglaveiðanna sem þeir að vísu gleymdu f bílnum á bryggjunni f Þorlákshöfn og fengu þeir að dúsa þar meðal hefj- umar sigldu í strand í brimgarðin- um undan Eyrarbakka þaðan sem þeim var bjargað upp í þyrlu Land- helgisgæslunnar og síðan lokaðir inni í sólaihring í fangageymslum lögrcglu. En það eru víðar hetjur en á sjó og um hveija helgi, eldd hvað síst rnBBB um langar helgar eins og um páska, þá ríða hetjur um hémð á snjósleðum og alls kyns trylli- tækjum sem hetjumar hafa trölla- trú á, ekki síður en eigin mætti og megni. Að þessu sinni heyrðist að vísu venju fremur minna af hrak- fömm véla- manna á hálend- inu, kannsld vegna þess að yf- irvöld og lögregla höfðu talsverð- an viðbúnaö vegna ferða þeirra. Sá viðbúnaður var hafður í og með f þeim tilgangi að fylgjast með hvort vélamenn dýrkuðu vínguð- inn um leið og þeir þeystu um á tryllitækjunum. Það hefur nefnilega iengi tíðkast hjá stómm hópi manna sem leik- ur sér um hálendið á vélsleðum og sérbúnum fjallabflum, að um leiö og komið er Út fyrir alfaraleiðir er skrúfaður tappi úr brennivíns- bokku og upp frá því er þeyst og þvælst um með óminnishegrann á öxlunum um óbyggðimar á dým og fínu leiktækjunum. Þetta með ölvunina hefur lengst af farið hljótt og einhverra hluta vegna ekki komið að ráöi fram í fjölmiðlum nema þá helst f sam- bandi við að ein- hverjir edrú hafa eitthvað verið að „ólundast", til að mynda vegna einhverra sauð- drukkinna manna sem sett- ust upp í sæluhúsum f óbyggðum. Frétta- og blaðamenn ero dug- legir við að skýra frá óhöppum, slysum eða válegum atburðum sem verða í óbyggðum. Þeir hafa líka greint samviskusamlega frá slysum og óhöppum sem beinlínis hafa orðið vegna ölvunar og fyllir- ís en þagað yflr sjálfri megínor- sökinni sem var ölvun en ektó ein- ungis meðfæddur dómgrelndar- skortur, vankunnátta og heimska. Fyllirflð og afleiðingar þess era gjaman í frásögnum Qölmiðla umvaflð hetjuljóma. Slartóð og vitleysisgangurinn eru allt í einu orðin að hetjuskap og ævintýram hraustra og göfugra drengja og björgunarfólk og þyrluflugmenn hljóta lof og aðdáun fyrir að koma til hjálpar vitleysingunum og draga þá upp úr foraðinu, gilinu, brimgarðinum eða ánni eins og einmitt gerðist út í skeijagarðin- um utan við Eyrarbakka. í Ijósi reynslunnar undanfarin ár þá er spuming hvort hún er bara etód eftir allt saman skynsamleg tillagan hans Eiðs og hinna krat- anna um að skella Kvískerjum í öræfum bara inn á miðhálendið og loka því síðan öllu saman og krefja þá sem vilja fara þangað inn um stórfé í aðgangseyri og enn meir ef þeir hyggjast skjóta fúgla í leiðinni. Jafnframt verði þeir sem hafl efni á að borga Eiðl og hinum krötunum fyrir aðganginn og veiðileyfln, krafðir um stórfé í tryggingu gagnvart hugsaniegri leit eða aðstoð, lendi þeir í ógöng- tun sem þeir geta ektó sjálflr kom- ið sér úr. Garri leggur til að við öll athugum málið. Kabul — Settur forseti Afg- hanistan segir að stjóm hans sé reiðubúin að afhenda völd sín eða það sem eftir er af þeim i hendur mujaheddin- skæruliða, sem hafa umkringt höfuðborgina Kabul. En Abdul Rahim Hatif sagði að skræru- liðarnir yrðu fyrst að koma sér saman um hvers konar stjóm þeir vildu koma á fót. Virtist sér sem höfuðfylkingamar tvær ættu langt í land hvað það varðaði. Islamabad — Pakistanskur ráðherra hefur átt viðræður við leiðtoga skæruliðafýlking- anna tveggja í Afghanistan í því skyni að koma í veg fyrir að valdatogstreita þeirra leiði til blóðsúthellinga. San Fransisco — Kalifom- íuríki iét í gær taka af lífi tvö- faldan morðingja, Robert Al- ton Harris. Þetta er fyrsta af- takan í ríkinu í 25 ár. Harris var líflátinn í gasklefa San Quentin fangelsisins eftir sex stunda töf og eina „órnarks"- byrjun sem kom til af írafári sem straumur náðunarbeiðna olli. Sarajevo — Serbneskt her- lið skaut á Sarajevo i gær með sprengjuvörpum og skiptist á skotum við vopnað- ar sveitir múslíma í höfuðborg Bosníu- Herzegovinu. Átökin auka líkur á stríði í fymim júgóslavneska lýðveldinu og á einangrun Serbíu á alþjóða- vettvangi. Moskva — Boris Jeltsín Rússlandsforseti sneri aftur til funda í fulltrúaráðinu í gær og var það í fyrsta sinn frá því er uppreisnarsinnaðir íhalds- menn reyndu að bregða fæti fyrir efnhagsumbóta áætlanir hans fyrir tíu dögum. Moskva — Rússneski fjöldamorðinginn og mannæt- an Andrei Chikatilo lýsti sjálf- um sér fyrir rétti í gærdag sem „vitfirrtri skepnu.” Hann kvaðst hafa verið rekinn áfram af óeðlishvöt til nauðg- ana og morða. Búkarest — Rúmensk yfir- völd hafa tilkynnt að Mikael, fyrrum Rúmeníukonungur, sem steypt var af stóli fyrir 45 árum og gerður útlægur, megi snúa heim fyrir páskana. í Rúmeníu verða páskar haldn- ir hátíðlegir um næstu helgi. Sikiley — Víðar gjár hafa myndast í Etnu, sem nú spýr eldi og eimyrju. Gjámar opn- uðust um það leyti sem her- menn bjuggust til að stífla neðanjarðarfarveg rennandi hrauns. Jóhannesarborg — Fimm hvítir þingmenn á þingi S-Afr- íku hafa nú lýst sig talmenn Afríska þjóðarráðsins, sem Nelson Mandela er leiðtogi fyrir. Þetta eru fyrstu fulltrú- arnir sem ráðið eignast á þinginu. Ankara — Douglas Hurd, utanríkisráðherra Breta, sagði forseta Tyrklands, Turgut Oz- al, í gær að samfylkingin sem mynduð var gegn írökum í Persaflóastríðinu mætti ekki riðlast. Lagði hann áherslu á að flugvélar bandamanna ættu sér vísar bækistöðvar í Tyrklandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.