Tíminn - 23.04.1992, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.04.1992, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 23. apríi 1992 Tíminn 3 Þjóðhagsstofnun skoðar fortíðarvandann og spáir framtíðarvanda: Árið 1991 orðið góðæri en afar illa horfir með 1992 Þjóðhagsstofnun hefur reiknað út að árið 1991 var um margt hag- stætt ár. En því „góðæri“ virðist hins vegar lokið að sinni og fátt blasa við annað en samdráttur og kreppa. Talandi dæmi um þróun- ina 1991 er 1,4% aukning landsframieiðslu og enn meiri aukning þjóðartekna, eða 2,8% vegna mikils viðskiptakjarabata. Verðbólgan mældist með eins stafs tölu annað árið í röð og hefur aðeins verið 1,5% síðustu sex mánuði. Mikil umskipti urðu til hins betra í af- komu atvinnuveganna 1990 og 1991 með 2% og 1,5% hagnaði hvort ár. Kaupmáttur atvinnutekna óx sömuleiðis um 3% milli ár- anna 1990 og 1991 og atvinnuleysi minnkaði niður í 1,5% í fyrra. Allt önnur mynd blasir hins vegar við í endurskoðaðri þjóðhagsspá stofnunarinnar. Hún gerir ráð fyrir nær 3% samdrætti landsframleiðslu á þessu ári og nær 4% samdrætti þjóðartekna. Sömuleiðis er talið að kaupmáttur ráðstöfunartekna drag- ist saman um 3% á þessu ári (sem raunar sé þegar kominn fram), at- vinnuleysi aukist í 2,5% að meðal- tali á árinu og afkoma atvinnuveg- anna versni. Hins vegar er spáð lít- illi verðbólgu (2-3%) áfram þetta ár og að viðskiptahallinn minnki held- ur, eða úr 19 milljörðum á síðasta ári niður í 15 milljarða (3,9% af landsframieiðslu) í ár. í ljósi erfiðra skilyrða þjóðarbúsins segir Þjóðhagsstofnun það brýnasta verkefni hagstjórnar að viðhalda efnahagslegum stöðugleika og vinna áfram að umbótum á skipu- lagsgerð hagkerfisins. í því skyni sá afar mikilvægt að þau markmið ná- ist sem sett hafi verið um afkomu ríkissjóðs og að stjórn peningamála samrýmist stefnunni í ríkisfjármál- um og gengismálum. Norður og niður Hvað varðar horfurnar framundan reiknar Þjóðhagsstofnun með, að öllu samanlögðu, að útflutnings- framleiðsla sjávarafurða verði óbreytt milli áranna 1991 og 1992. í heild er spáð 1% aukningu útflutn- ingsframleiðslunnar og vöruút- flutningur aukist um 2,5% á föstu verði. Spáð er lækkandi fiskverði en hækkun á innflutningsverði í takt við verðbólgu erlendis. Þetta valdi 4% rýrnun á viðskiptakjörum þjóð- arbúsins. Þjóðhagsstofnun áætlar að botn- fiskveiðar og vinnsla hafi verið rekin með 3,5% tapi núna í janúar og lík- ur á að afkoman versni enn. Vaxta- lækkanir sem búist er við innan- lands komi sjávarútveginum að tak- mörkuðum notum þar sem skuldir hans séu að stærstum hluta tengdar erlendum vöxtum. Varðandi hag atvinnulífsins í heild er vísað til áætlunar um nær 4% samdrátt þjóðartekna. En vinnuafl- snotkun minnki þó líklega ekki nema um 1%. Þetta þýði aukinn launakostnað á framleidda einingu, en þar á móti er gert ráð fyrir minni hækkun launa en almenns verðlags milli áranna 1991 og 1992. Spáð er að það hækki um 4,5% milli þessara ára, en 2-3% frá upphafi til loka þessa árs. Um 3.000 vinnulaus- ir allt árið Spáð er að vinnuaflsnotkun verði að meðaltali rétt innan við 126 þús- und ársverk að meðaltali á þessu ári, sem er 0,7% minna en 1991. Atvinuleysi verði um 2,6% að með- altali á árinu, sem samsvarar um 3.000 manns án vinnu allt árið. í könnun í janúar hafi atvinnurek- endur talið þörf fyrir um 10.800 sumarafleysingastörf á Iandinu öllu, sem eru 15% færri störf en í samsvarandi könnun ári áður. Verðlagsspá fyrir 1992 byggir á stöðugu gengi krónunnar, um 4% verðbólgu í helstu viðskiptalöndum íslendinga og að kaupmáttur hald- ist svipaður og á fyrstu mánuðum ársins. „Eyðsluveislunni" lokið í bili Þjóðhagsstofnun telur horfíir á að þjóðarútgjöld í heild muni dragast saman um 4,4% á þessu ári, eftir 5,7% aukningu á því síðasta. Spá um 4,5% samdrátt einkaneyslu á mann byggist í fyrsta lagi á áætluð- um 3% samdrætti ráðstöfunar- tekna og í öðru lagi á miklum vexti einkaneyslu í fyrra umfram hækk- un tekna. Sú aukna neysla hafi ver- ið fjármögnuð með lánsfé. Og þessi aukna skuldsetning heimilanna takmarki neysluna á þessu ári. Aftur á móti er aðeins reiknað með 0,3% samdrætti í samneyslu. Sú spá byggist á fjárlögum ríkisins og fjár- hagsáætlunum sveitarfélaganna. Fjárfestingar stór- minnka Fjárfestingar dragast þó mest sam- an, eða um 9,5% samkvæmt núver- andi horfum. Opinberar fjárfesting- ar dragast þó enn meira saman eða um 15%, einkum vegna minni fram- kvæmda við rafstöðvar. Fjárfesting atvinnuveganna er áætluð rúmlega 6% minni en í fyrr og einnig er reiknað með 6% minni fjárfestingu í íbúðarhúsnæði. Gangi það eftir hafa fiárfestingar í íbúðarhúsnæði minnkað þrjú ár í röð, alls um 16%. Af öllu þessu þykir sýnt að verulega dragi úr innflutningi neyslu- og fiár- festingarvara. Er m.a. reiknað með að almennur innflutningur dragist saman um 8% að raungildi á þessu ári, en um 9% ef olía er ekki talin með. Alls er reiknað með 5,5% raunlækkun á vöruinnflutningi m.v. síðasta ár. Þótt svo mjög dragi úr neyslu og fiárfestingum er það þó aðeins talið nægja til þess að minnka viðskiptahallann við útlönd um fióra milljarða frá síðasta ári, niður í 15 milljarða nú í ár — eða einmitt sömu upphæð og þjóðin þarf að borga í vexti af öllum er- lendu lánunum sínum. - HEI Rætt um aukna samvinnu mjólkurbúa KEA og KÞ í vetur hafa staðið yfir viðræður milli Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík og Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri um aukna verkaskipt- ingu og samvinnu mjólkurbúanna á staðnum. Þessar viðræður hafa enn sem komið er ekki leitt til niðurstöðu. Á síðasta ári dróst mjólk- urinnlegg í þessum tveimur búum saman um 1,3 milljónir lítra. Ögmundur Helgason, forstööumaöur handritadeildar Landsbóka- safns, skoðar eitt handritanna. Sýning á Landsbókasafni íslands: HANDRIT LAXNESS „Við vitum að það eru breytingar framundan í þessari grein landbún- aðar. Við þurfum að aðlaga okkur þeim og mæta þeim. Liður í þessu gæti verið aö auka samstarf og verkaskiptingu með það að mark- miði að spara eitthvað í tilkostnaði. Það er um þetta sem þessar viðræð- ur hafa snúist," sagði Hreiðar Karls- son, kaupfélagsstjóri K.Þ. á Húsavík. Á mjólkurbúunum á Húsavfk og Akureyri voru lengi vel unnar flestar gerðir mjólkurvara. Á seinni árum „Þetta hefur gengið framar bestu vonum finnst okkur,“ sagði Jó- hannes M. Gunnarsson, formaður læknaráðs Borgarspítalans, spurð- ur um reynsluna af því að taka við bráðamóttökunni af Landakotsspít- ala. Það hafi tekist vandræðalaust að útvega öllum pláss sem þurft hafi að leita bráðaþjónustu. Víst sagði hann hafa orðið vart við þessa viðbót, enda hafi enn engin fiölgun orðið í mannafla. Og pásk- amir hafi kannski orðið nokkuð snúnir á skurðstofunum, vegna þess hefur verkaskipting verið að aukast. í dag er t.d. ekki framleitt smjör í mjólkurbúinu á Húsavík. Að sögn Hreiðars vilja menn stíga fleiri skref í átt til sérhæfingar búanna. Hann sagði að væntanlega yrði mestur fiárhagslegur ávinningur af verka- skiptingunni sá að ekki þurfi að end- urnýja búnað nema á öðrum staðn- um. Ekki er gert ráð fyrir að störfum fækki með þeim breytingum sem framundan eru hjá mjólkurbúunum að mikið var um slys. En það sé svo sem ekkert óvanalegt og hefði orðið hvort sem er, þar sem Borgarspítal- inn taki ævinlega á móti slösuðu fólki. Jóhannes sagði starfsfólki væntan- lega fiölga innan tíðar, enda út frá því gengið frá upphafi. Fyrst og fremst er leitað eftir hjúkrunarfræð- ingum. Ætlunin sé að þeim fjölgi sem svarar a.m.k. mannskap á einni deild, eða væntanlega um 18 til 20 hjúkrunarfræðinga. -HEI tveimur. Hreiðar sagði að báðir aðil- ar myndu væntanlega hljóta ávinn- ing af þeim. Á síðasta ári tók mjólkurbúið á Ak- ureyri á móti ríflega 20 milljón lítr- um af mjólk sem eru um 19,4% af heildarmjólkurinnleggi á landinu öllu. Mjólkurbúið á Húsavík tók á móti 6,2 milljónum lítra, eða um 5,9% af heildarinnleggi. Mjólkur- innlegg hjá búunum báðum minnk- aði um 1,3 milljón lítra á síðasta ári ef miðað við árið 1990. Framleiðslan í fyrra var þó meiri en árið 1989. Samdrátturinn hjá mjólkurbúi KEA varð 5,3%, en 2,4% hjá K.Þ. Mjólk- urframleiðsla á síðasta ári minnkaði um 1,4% á landinu öllu. -EÓ Lagerhurð brotin upp á Fjórðungssjúkrahúsinu: Lyfja leitað Óboðinn gestur hafði rótað í lager á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri í fyrrinótt. Það upp- götvaðist í gærmorgun þegar starfsfólk mætti á morgunvakt og var lögregla kölluð til. Engu var stolið en hurð lagers- ins var brotin upp. Tálið er að hinn óboðni gestur hafi verið í leit að lyfjum en þau eru ekki geymd á umræddum lager. Þar eð sjúkrahúsið er Iæst um nætur er hann grunaður um að hafa komið inn að degi til og leynst þangað til myrkur skall á. —GKG. Sýning á handritum Halldórs Lax- ness, auk rita bæði á frummáli og í þýðingum, hefur verið opnuð í and- dyri Safnahússins við Hverfisgötu í tilefni af níræðisafmæli skáldsins. Sýningin mun standa nokkrar vik- ur á opnunartíma safnsins mánu- daga- föstudaga kl. 9-19 og laugar- dagakl. 9-12. —GKG. Reynsla Borgarspítalans af yfirtöku bráðamóttöku Lanaakots framar vonum: Tekist vandræðalaust að útvega öllum pláss

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.