Tíminn - 23.04.1992, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.04.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 23. apríl 1992 Atvinnulausir karlar á höfuðborgarsvæðinu þrisvar sinnum fleiri nú í mars en í fyrra: Störfum fækkar í Reykjavík en fjölgar á landsbyggðinni Skráðir atvinnuiausir í mars voru fleiri en dæmi eru til um áður í marsmánuði. Eftir nokkra fækkun í febrúar voru atvinnulausir aft- ur orðnir álíka margir og í janúar, eða sem svarar rösklega 3.800 manns (3,1%) án vinnu allan mánuðinn. Sú er hins vegar breyting- in að á sama tíma og atvinnulausum fækkaði um rösklega 900 á landsbyggðinni þá fjölgaöi þeim um rösklega 700 á höfuðborgar- svæðinu. Atvinnulausir í mars voru nú rúmlega tvöfalt fleiri en í mars í fyrra og þar af hefur fjöldi atvinnulausra karla á höfuðborg- arsvæði nær þrefaldast (úr 420 í 1.210). Sérstaka athygli vekur fjölgun atvinnulausra milli tvítugs og fertugs. Um þriðjungur allra atvinnulausra í mars voru karlar á Reykjavíkur- svæðinu. Atvinnulausum í þessum hópi fjölgaði yfir 50% þessa tvo mánuði og konunum þó ennþá meira. Á landsbyggðinni í heild fækkaði hins vegar atvinnulausum körlum um rúmlega fjórðung og konum nærri 40% sömu tvo mánuði. Töl- urnar sýna þróunina frá áramót- um: Án vinnu á Reykjavíkursvœði: Karlar: Konur: Alls: Janúar 790 430 = 1.220 Febrúar 1.010 560 = 1.570 Mars 1.210 720 = 1.930 Fjölgun: 53% 68% 58% Karlar á Reykjavíkursvæðinu eru sá hópur sem á undanförnum ár- um hefur jafnan sloppið hvað létt- ast frá atvinnuleysinu. En þar hef- ur nú orðið afgerandi breyting. Núna í mars voru atvinnulausir karlar á þessu svæði kringum tvö- falt fleiri en í sama mánuði 1989 og 1990 og nær þrisvar sinnum fleiri en í mars 1991. Atvinnulausum konum hefur einnig fjölgað um- talsvert þessi ár en þó mun minna en körlunum. Án vinnu á landsbyggðinni: Karlar: Konur: Alls: Janúar 1.340 1.480 = 2.820 Febrúar 950 950 = 1.900 Mars 980 910 = 1.890 Fækkun: -27% -39% - 33% Þessi fækkun milli janúar og mars varð í öllum kjördæmum landsins, hvað mest þó á Suður- landi og Suðurnesjum. Þegar litið er til lengri tíma kemur í ljós að atvinnulausar konur á lands- byggðinni voru ekkert fleiri núna í mars en í sama mánuði 1989 og 1990, en karlarnir eru nú um 40% fleiri en þá. Fjölgunin er hins veg- ar mikil frá mars í fyrra, um 70% í báðum hópum. í yfirliti vinnumálaskrifstofu fé- lagsmálaráðuneytisins kemur fram að 245 þúsund atvinnuleysisdagar voru skráðir á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Það jafngildir að um 3.800 manns hafi að meðaltali ver- ið án vinnu alla þessa þrjá mánuði, eða 3 af hverjum 100 mönnum á vinnumarkaði. Fátt þykir benda til breytinga á þessari þróun. Þannig voru ennþá 3.800 manns á atvinu- leysisskrá síðasta virka dag mars- mánaðar, sem ekki þykir spá góðu um atvinnumál skólafólks. - HEI Hjálparstofnunin biður ríkisstjórnina um aðtoð: 2,5 milljónir króna vantar Hjálparstofnanir kirkjanna á Norð- urlöndum senda skip með 10.000 tonn af komi til Afríku strax eftir mánaðamót. Skipið kemur að landi í Durban í Suður-Afríku og verður korninu dreift í löndunum þar í kring, s.s. Zimbabwe og Mósambík, þar sem mikil þörf er á matvælaaðstoð. Ekki hefur verið ákveðið hvaðan skipið leggur úr höfn en kornið verður keypt í Suður-Evrópu. Að sögn Jóhannesar Tómassonar, fjölmiðlafulltrúa Hjálparstofnunar kirkjunnar, er talað um að nokkur hundruð þúsund tonn af korni þurfi á þetta svæði. Hjálparstofnunin gef- ur 2,5 milljónir til verkefnisins og hefur ríkisstjórn íslands verið beðin um jafnháa upphæð. Vonast er eftir svari frá henni í næstu viku. Tæp- lega ein milljón hefur nú þegar safn- ast hjá Hjálparstofnuninni en söfn- unin hefur farið hægt af stað. Að auki ætla Norðmenn að senda eina sendingu af korni til Austur- Afríku þ.á m. Eþíópíu. —GKG. Skipt er um gólf Ölfusárbrúar. Það gamla er sagað í burtu og nýtt úr forsteyptum einingum sett í staö- inn. Myndin er tekin þegar verið var að byrja á endurbótunum Mynd: gs, Seifossi Ölfusárbrúin: Framkvæmdir hafnar aftur Starfsmenn Vegagerðarinnar við Ölfusárbrú hófu aftur störf á þríðjudagsmorgni, en allar fram- kvæmdir og endurbætur lágu niðri yfir páskana. Fyrir páska voru um 10 starfs- menn við framkvæmdir en nú hef- ur þeim verið fjölgað og aukinn kraftur kemst í verkið. Áætlað er að því verði lokið í kringum 25. maí og þá kemst bætt og betri brú í gagnið. Brúin er nú alfarið lokuð fyrir umferð annarri en gangandi, en fyrir páska gátu iéttir bflar farið yf- ir að deginum. Selfossbúar og aðr- ir þeir sem eiga leið akandi til dæmis til Reykjavíkur þurfa nú að fara um Óseyrarbrú og svo verður fram í endaðan maí. —SBS, Selfossi. Akranes: llla slasaður eft- ir vélhjólaslys Ungur maður slasaðist illa og var fluttur á Borgarspítalann í Reykja- vík eftir að hann hafði fallið af hjóli sínu og lent í sjónum á páskadag. Maðurinn kom akandi eftir Faxa- braut til vesturs og var rétt kom- inn að Akraborgarbryggjunni þeg- ar hann féll í beygju og ók á steypt- an kant. Við það féll hann af hjól- inu og hentist niður í fjöru og það- an í sjóinn. Sjónavottar að slysinu voru fljótir til og björguðu mann- inum frá drukknun, en hann var fluttur með þyrlu landhelgisgæsi- unnar á slysadeild Borgarspítalans, en hann mun hafa fótbrotnað illa, auk handleggsbrots og mjaðma- grindarbrots. -PS Samtök um óháð ísland vara við fljótræði í ákvarðanatöku um EES: Stangast samningurinn á við stjórnarskrána? Stjóm Samtaka um óháð ísland mælist til þess að hlutlaus athugun fari fram á því hvort EES- samn- ingurinn stangist á við íslensku stiómarskrána. Ástæðan er m.a. sú að röddum hef- ur fjölgað í EFTA-ríkjunum sem telja að samningurinn brjóti í bága við stjórnarskrár landanna. Samtökin telja innihald hans lítið hafa verið kynnt almenningi og jafn- vel stjórnmálamönnum vart gefist tími til að fara í gegnum hann. Þau vilja vara við samningurinn verði „keyrður í gegnum þjóðþing landanna með of miklum hraða," eins og segir í fréttatilkynningu, því í honum felist mikið valdaafsal og stórt skref inn í Evrópubandalagið. —GKG. Erlendar fréttir Sarajevo Stórskotalið lét eldi og eimyrju rigna úr sprengjuvörpum og vél- byssum yfir Sarajevo og aðra hluta Bosnlu-Herzegóvlnu í gær. Er þar með stefnt í hættu erind- um friðarnefndar Evrópuráðsins sem hóf störf á fimmtudag. Sendimaður Erópuráðsins, sem skipuleggja átti virðæðumar, varð að leita skjóls fyrir skothrlð leyniskytta meðan hann ræddi við blaðamenn á hóteli sínu í Sarajevo. París Franski utanríkisráðherrann Ro- land Dumas hefur óskað eftir að S.Þ. hlutist þegar til um fram- vindu mála í Bosniu-Herzegó- vínu og hindri að átökin fari end- anlega úr böndunum. Kabúl Skæruliðaforinginn Ahmad Shah Masood hefur reynst valdamest- ur skæruliðaleiðtoganna í Afghanistan, þar sem klofningur varð í röðum keppinautar hans. Sendimaður S.Þ. Benon Sevan, sem reynir að afstýra að barist verði um Kabúl, hitti Masood I fyrsta skipti í gær og fékk loforö um að liðssveitir hans mundu ekki gera árás á borgina. Isalamabad Afganskir skæruliðar sem bíða eftir aö taka völdin í Kabúl hafa sett verjendum borgarinnar ný tímamörk. Þeir neita orðrómi um að foringjar þeirra hafi setið að samningaviðræðum við stjórn- ina. Moskva Fáir Rússar hirtu um að vitja grafhýsis Leníns, stofnanda Sov- étríkjanna, á 122. afmælisdegi hans í gær. Hið nýfrjálsa Rúss- land, sem reynir að breiða yfir fortið sína sem Sovétlýðveldis, hefur nú i fyrsta sinn afmáð af- mælisdag hans af dagatalinu sem hátíðisdag. Kiev Þau fjögur fyrrum Sovétlýðveld- anna sem ráða yfir kjarnavopn- um munu brátt undirrita samning um lágmarksfjölda langdrægra kjarnaflauga að sögn Leonids Kravchuk, forseta Ukraínu. Meö þessu vilja ríkin lægja ótta manna á Vesturlöndum við öng- þveiti í kjarnorkumálum I sam- bandslýðveldinu. Sagði hann aö samningurinn, sem Rússland, Belarus og Kazakhstan verða aðilar að auk Úkraínu verði und- irritaður fyrr en varir. Peking Deng Xiaoping hefur nú látiö Pekingháskóla taka upp baráttu sina gegn marxískum harðlínu- mönnum, að sögn kínverskra heimildamanna. Deng hyggst fara frjálslegar en var með ýms- ar kennisetningar marxismans í því skyni að hraða efnahgsum- bótum. London Hin fyrrum sovésku lýðveldi vilja sem fyrst fá aðild að helstu efna- hagsstofnunum hins vestræna heims, þrátt fyrir að vafi leiki á hve vel hæf þau eru til að semja sig að reglum þeirra. Á fundi sjö helstu iðnrikja heims mun brátt verða fjallað um aðildarumsóknir fjórtán af fimmtán fyrrum Sovét- lýðveldunum, þar á meöal um- sóknir baltnesku ríkjanna. Alsír Islamska frelsisfylkingin I Alsír, sem bönnuð var fyrir skemmstu, hefur hvatt landsmenn til að taka upp vopn gegn stjórnvöldum, sem hún kallar ólöglega „herfor- ingjakliku."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.