Tíminn - 23.04.1992, Page 4

Tíminn - 23.04.1992, Page 4
4 Tíminn Fimmtudagur 23. apríl 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tíminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Asgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavik Slmi: 686300. Auglýsingaslml: 680001. Kvöldslmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verð I lausasölu kr. 110,- Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Halldór Laxness Hann fæddist í höfuðstaðnum og ólst upp í sveit á mót- um tveggja heima, þar sem bændasamfélagið var enn við lýði og fom sagnahefð heyrði daglega lífinu til. En nýr tími var genginn í garð. Guðjón í Laxnesi lagði vegi og lék á hljóðfæri, og nýjum verkum skálda aldamótaáranna var tekið opnum huga án þess að kasta fróðleik Guðnýjar Klængsdóttur fyrir róða. Æskuslóðirnar voru bæði í sveit og borg, og unglings- árin voru varla liðin áður en hann var sestur að í útlönd- um til að kynnast siðum og háttum úti í heimi og íyrst og fremst því sem laut að menningu og listum. Halldór Laxness hefur ávallt verið sveitamaður og heimsborgari, þjóðlegur og alþjóðlegur. Leitun er að listamanni sem er eins vel að sér í gömlum ritum og ís- lenskri menningarhefð, eins og fram kemur í verkum hans. Jafnframt leika um hann straumar nýrra tíma og sjálfur hefur hann löngum verið boðberi þeirra. Snemma varð hann byltingagjarn. Hann gerðist kaþ- ólskur þegar lúterska var hið sanna evangelíum, og hann umbylti íslenskum rithætti þvert ofan í boð og bönn and- lausrar stöðnunar. Hann gerðist ákafur talsmaður sósíal- isma, sem rann af honum eins og annar rétttrúnaður og hann varð boðberi mannúðarstefnu, en Halldór Laxness er íyrst og síðast húmanisti. Fá dæmi munu um að gagnrýninn rithöfundur njóti svo mikillar ástsældar meðal þjóðar sinnar og Halldór frá Laxnesi. Svo lánlaus er hann samt ékki að fara á mis við andmælendur, sem fundið hafa honum margt til foráttu og deilt á skoðanir hans, meðferð á rituðu máli og ádrep- ur, sem hann veitti þegar hann langaði að kenna því fólki, sem honum er ávallt svo annt um, hreinlæti og aðra góða siði sem tíðkast í borgaralegum samfélögum, sem hann hafði snemma kynni af. En enginn bar brigður á stílsnilld Halldórs né ein- stæða frásagnarhæfileika. Þótt menn deildu ekki með honum skoðunum um stjórnmál og annað veraldarvafst- ur, voru bækur hans lesnar af áfergju og íhygli, og hvað varðar skáldskap hans eru allir Tslendingar skoðana- bræður. Halldór Laxness er sá lánsmaður að eiga heila þjóð sem dyggan lesendahóp. Hann skynjaði snemma á rithöf- undarferli sínum, að þótt hann færi vítt um veröld og dveldi löngum í útlöndum, þá bæri honum íyrst og fremst að skrifa fyrir íslendinga. Öll ritverk hans eru íslensk, gerast í öllum höfuð- dráttum á íslandi, persónurnar eru íslenskar og íslensk saga og menning eru sá rauði þráður sem hann spinnur allan sinn skáldskap um. Það er þess vegna sem hann er alþjóðlegri en aðrir ís- lenskir rithöfundar. Bækur hans eru Iesnar á mörgum tungumálum og í útlöndum hefur hann hlotið þann sóma sem mestan er hægt að sýna skáldi. Halldór Laxness má vera þakklátur fyrir að vera sprottinn upp úr íslenskri menningu og átt hæfileika og tækifæri til að auðga hana sem raun ber vitni. En miklu fremur er íslensk þjóð í nútíð og framtíð þakklát fyrir skáld sitt og allar þær dýrðarstundir sem bækur hans veita. Skáldsögur, ljóð, leikrit, ritgerðir, allt er þetta af sömu rót sprottið og ber höfundi sínum og þeirri arfleifð, sem hann hlaut í vöggugjöf og þroskaði með sér, órækt vitni. Nírætt skáld situr nú í náðum og hugsun þess lifir í skáldskap og hugum þeirra mörgu, sem bergja það Braga full. Stórhríð við Almannaskarð Eitt af uppáhaldsslagorðum okkar stjómmálamannanna er að bættar samgöngur séu und- irstaða framfara. Vissulega má það til sanns vegar færa. Sam- göngubætur t.d. í vegagerð færa byggðarlögin nær hvert öðru, gera aukin samskipti og samvinnu möguleg. Ökuferð til Reylgavíkur Ég var staddur fyrir austan um páskana og áformaði að aka til Reykjavíkur frá Egils- stöðum á annan í páskum. Þótt mikið sé eftir í því að bæta hringveginn, er hann þó orðinn það góður að nú er ekki þörf á að nátta sig á þessari leið nema sérstök ástæða sé til. 10 tíma ferð, það er áætlunin, á löglegum hraða. Veðurguðimir snýta sér Hins vegar leysa vegabætur ekki allan vanda ferðalanga. Náttúmöflin og veðurguðimir em samir við sig, og breytir bundið slitlag þar engu um. Það náttúmlögmál að það kólnar um ca. 1 gráðu fyrir hverja 100 metra er í fullu gildi. Slagveð- ursrigning eða krapi á láglendi getur þýtt blindbyl á fjallvegum. Þrátt fýrir alla tæknina þurfa veðurguðimir ekki annað en að snýta sér framan í vegfarendur og allt er stopp. Ferðin að austan á annan í páskum gekk eins vel og við mátti búast á þessum tíma. Far- kostur minn öslaði krapið suð- ur með fjörðum, sem sums staðar varð að blautum snjó. Vegurinn í Vattamesskriðum og Hvalnesskriðum var hreinn, en þar hrynur grjót í úrfelli vegfar- endum til hrellingar. Eggjagrjót var á stangli í Hvalnesskriðum, ekki umtalsvert þó. Hnútur við Almannaskarð Almannaskarð er ekki talinn mikill fjallvegur fyrir austan, en þó getur hann gert mönnum gramt í geði á stundum. Þegar ég var á siglingu í Lóninu mætti ég bíl og bflstjórinn tjáði mér að skarðið væri ófært Á þessum stutta spöl var slíkur veðurofsi, hálka og blindbylur, að allt var í steik. Páskaferðalangamir fastir í skarðsbrekkunni í fólksbflum á sumardekkjum; sumir fastir, aðrir út af. Nú var ekkert annað að gera en að bíða og setja sitt traust á Vegagerðina, ræða mál- in í bflsímann og fá upp gefið að úr flækjunni mundi leysast. Lögreglan og björgunarsveitin ásamt Vegagerðarmönnum var komin á staðinn til þess að leysa úr flækjunni. Áminning „Þið hafið nú gott af að kynn- ast þessu, þingmennirnir,“ sagði Hjörtur sérleyfishafi á Djúpavogi, þegar ég hitti hann á vettvangi. Ég hef stundum heyrt þetta áður ef við festum okkur eða lendum í vandræð- um, en aldrei tekið það óstinnt upp. Það er ekkert verið að óska okkur þingmönnum hrakfara, heldur finnst mönnum gott að við kynnumst af eigin raun þeim aðstæðum, sem fólk býr við. Ferðalög á ýmsum árstím- um eru kjörin til þess að kynn- ast þessu. Hvellurinn á Al- mannaskarði á annan í páskum er áminning um að það á að bera virðingu fyrir veðurguðun- um. Það er gott að hafa með sér „hrakfarapoka" með hlýjum fatnaði, reyndar undirstaðan. Skóflu til að moka frá hjóli á maður ekki að gleyma heima, eins og ég gerði. Sumardekk eru ekki einhlít í apríl, hvað sem gatnamálastjóri segir. Það var fyrir leti mína að ég var ekki bú- inn að skipta. Vegabætur, hversu miklar sem þær eru, koma aldrei í veg fyrir truflanir á samgöngum af völdum veðurs. Það skyldi ætíð taka með í reikninginn, þegar talað er um sam- gönguþáttinn í tengslum við önnur mál. Á íslandi er allra veðra von. Öryggismálin og samgöngukerfíð En það eru ýmis úrræði til. Vegagerðin veitir mikla og góða þjónustu á vegum landsins, ým- ist starfsmenn hennar eða verk- takar hjá henni. Þetta starf þarf að efla. Ekki síst skal minnst á hlut björgunarsveitanna, en starf þeirra er afar merkilegt sjálf- boðaliðastarf þar sem björgun- arsveitarmenn eru boðnir og búnir að aðstoða fólk í vand- ræðum og lífsháska, sem marg- ir rata í af hreinu gáleysi. Starf þessara sveita að öryggismál- um, ásamt starfi lögreglu, er ejnstaklega mikilvægL Þegar rætt er um uppbygg- ingu samgangna, mega þessir þættir ekki gleymast Þeir eru hluti af kerfinu. Fyrir atbeina þessara aðila greiddist úr flækjunni við Al- mannaskarð, eins og fleiri flækjum af sama tagi, og aðeins var um tveggja tíma töf að ræða. Svo var hraðferðinni haldið áfram. J.K.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.