Tíminn - 07.05.1992, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.05.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 7. maí 1992 Nefnd um sameiningu sveitarfélaga hefur skoðað möguleika á að sameina sveitarfélög á tveimur svæðum á landinu í tilraunaskyni og að um þau verði sett sérstök lög: Tilraun gerö með sam- einingu sveitarfélaga? Nefnd um sameiningu sveitarfélaga hefur rætt þann möguieika að gera sérstaka tilraun með sameiningu sveitarfélaga á tveimur stöð- um á landinu, í ísafjarðarsýslum og A-Skaftafellssýsiu eða Rangár- vallasýslu. Gert er ráð fyrir að um tiltekið árabil gildi sérstök lög um þessa sameiningu sem snúi að verkaskiptingu og tekjustofnum. Miðað er við að sveitarfélögin fái eina óskipta heildarupphæð á fjár- lögum til reksturs grunnskóla, heilsugæslu, málefna fatlaðra, hafn- armála, löggæslu og fleiri verkefna sem þau skipti sjálf. Hugmyndin er að velja tvö ólík svæði á landsbyggðinni og sameina þar sveitarfélög. Hugsunin er sú að veita sveitarfélögunum sjálfstæði og færa til þeirra verkefni sem ríkis- valdið sinnir í dag. Til þess að þetta sé hægt er nauðsynlegt að sam- þykkja sérstök lög um sameiningu þessara sveitarfélaga. Lögin munu ná til verkaskiptingar, tekjustofna og önnur atriði er varða stjórn sveit- arfélaga á eigin .málum. Um er að ræða málaflokka sem menn sjá fram Frumvarp þess efnis að ráðherrar myndi sérstaka nefnd sem fari með bygginga- og skipulagsmá! uppi á hálendinu í stað sveitarstjómanna eins og nú er, mætir mikilli and- stöðu meðal Sunnlendinga. Það kemur fram í könnun sem Gallup á íslandi hefur gert fyrir Samtök sunnlenskra sveitarfélaga. á að gætu hugsanlega orðið á verk- sviði sveitarfélaga í framtíðinni. Um er að ræða málaflokka eins og rekst- ur grunnskóla, heilsugæslu, málefni fatlaðra, hafnarmála, löggæslu og ef til vill fleiri verkefni. Tekjustofnar tilraunasveitarfélag- anna yrðu lagaðir að hinum nýju reglum þannig að þau fengju eina óskipta heildarupphæð af fjárlögum til þess að kosta verkefni sem þau taka við af ríkinu. Sveitarstjórnirnar hefðu síðan frelsi til að framkvæma Ef marka má könnunina vilja 82,7% aðspurðra óbreytt fyrirkomu- lag en aðeins 13,9% að þessi mál flytjist til ráðherranefndarinnar. Ljóst er þó að frumvarpið er ekki á allra vitorði, því 1,2% segist þekkja það mjög mikið, 7,5% frekar mikið, 27,6% frekar lítið og 62,7% mjög lít- ið. —SBS/Selfossi skyldur sínar með þeim hætti sem þeim sýndist affærasælastar. Gert er ráð fyrir að mikilvægur hluti tilraunarinnar yrði að þessi sveitarfélög yrðu gerð mun sjálf- stæðari en sveitarfélögin eru nú með því að tekin yrðu úr sambandi margs konar ákvæði í lögum sem leggja sveitarfélögunum alls konar skyldur á herðar af hálfu ríkisins. Fyrir nefndarmönnum vakir að gera tilraun sem opnað gæti augu íbúa á landsbyggðinni fyrir því að þeir geti tekið á sig aukna ábyrgð og verkefni með því að vinna saman. Nefndin telur að með því að gera þetta í formi tilraunar sé hægt að sníða agnúa af á mun auðveldari hátt en ef þetta er gert fyrir Iandið allt í einu. Nefndin vonast eftir að tilraunin geti haft jákvæð áhrif á byggðaþróun á viðkomandi svæði, ekki síst ef breytingin eykur sjálfs- traust meðal íbúanna. Albert Eymundsson, oddviti sýslunefndar A-Skaftafellssýslu, sagði að hugmyndin hefði verið kynnt fyrir sveitarstjómarmönnum í sýslunni á sýsluþingi fyrr í vor. Al- bert sagði að menn hefðu almennt tekið nokkuð vel í að skoða þessa hugmynd, en þó væri nokkur hræðsla við þetta í minni sveitarfé- lögum sem liggja fjærst Höfn. Sam- þykkt var tillaga á þinginu um að sameiningarnefnd félagsmálaráðu- neytisins léti kanna kosti og galla hugmyndarinnar fyrir 1. ágúst næstkomandi og í framhaldi af því fari fram umfjöllun um málið í sveitarfélögunum. í A-Skaftafellssýslu eru sex sveit- arfélög. Þau hafa á seinni árum haft með sér allnáið samstarf og því er talið vænlegt að gera þessa tilraun í sýslunni. Sveitarfélögin hafa verið með sameiginlegar brunavamir, sameiginlegan heilbrigðisfulltrúa og byggingafulltrúa. Þá er náið sam- starf á sviði heilbrigðis- og öldrun- armála. Albert sagði að vissulega væru menn ekki algerlega sammála um ágæti sameiningar sveitarfélaganna í sýslunni, en hann sagðist þó telja að almennt fylgi sé við nánari sam- vinnu þeirra. Hann sagði að minni sveitarfélögin hefðu mestar áhyggj- ur af skólamálum, en sá málaflokkur er stærsti útgjaldaliður litlu sveitar- félaganna. Bygginga- og skipulagsmál á hálendinu: Andstaða gegn ráðherranefnd -EÓ ísland á góða von í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstööva: Island eitt af sex efstu Mest er veðjað á Júgóslavíu, fr- land og Möltu í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hjá breskum veðbönkum um þessar mundir. íiiand og Bretland eru enn með 9 á móti 2, Þýskaland með 6 á móti 1 og Júgóslavía með 7 á móti 1. ísland og Noregur eru á sama róli meb 8 á móti 1. Malta eykur vinsældir sínar og er komin í hóp Austurríkis og Svíþjóðar sem eru með 10 á móti 1. Frakkland er með 12 á móti 1, Luxemborg með 14 á móti 1 og Ðanmörk og Hoiland með 16 á móti 1. ísraei hefur lækkað sig og hefur aðeins 20 á móti 1 ásamt Spáni og Týrkiandi. Belgta, Fhm- land, Sviss, Portúga! og Kýpur eru með 25 á móti 1. Grilddr og ftalir eru ennþá neðstir. Talsmaður veðbankans segist telja ísland geta átt von í góðum árangri í keppninnL Hann segir jafnframt að Bretar veðji furðu lítiö á sitt eigið lag í ár miðað við undanfarin ár. —GKG. íslensku keppendurnir í Eurovision söngvakeppninni: Sigga og Sissa vekja athygli íslensku söngkonumar í Eurovision söngvakeppninni, þær Sigrún Eva Armannsdóttir og Sigríður Beinteinsdóttir, vöktu mikla athygli í móttöku sem haldin var fyrir keppendur í ráðhúsi Málmeyjar. „Þama var fullt af ljósmyndurum og maður var endalaust að „pósa“,“ segir Sigrún Eva.“ Við klæðum okk- ur yfirleitt alveg eins og þess vegna er alltaf verið að spyrja okkur hvort við séum systur." Sigríði og Sigrúnu virðist líða vel úti í Svíþjóð, allavega spurði einn úr gríska liöinu þær í móttökunni: „Why are you always so happy?" Það komu einhverjar vöflur á þær stöllur en þær svöruðu því þó til að það væri bara svona gaman. Sigrún Eva segir Austurríki þykja hvað sigurstranglegast þama úti. Is- lendingahópurinn er um 30 manns að þessu sinni og hefur svo fjöl- mennt lið ekki farið áður út í keppn- ina en nú hafa allir keppendumir maka sína með sér. Jakob Magnússon tónlistarmaður bættist í hópinn í gær ásamt Ragn- hildi Gísladóttur og verður hann blaðafulltrúi íslenska Iiðsins. í kvöld verður haldinn íslenskur blaða- mannafundur þar sem boðið verður upp á íslenskan mat og er ekki að efa að lagið verður tekið. Á milli blaðamannafunda og æf- inga geta keppendur og þeirra fylgd- arlið heimsótt skemmtistað sem tekinn hefur verið á leigu fyrir þá. Þar geta þeir snætt, fengið sér snún- ing eða spreytt sig á „karaoke-söng“. Á morgun verður fyrsta æfingin í búningum og um kvöidið verður önnur æfing með áhorfendum. Á laugardaginn verður svo þriðja æf- ingin með áhorfendum og tilbúinni atkvæðagreiðslu en keppnin sjálf er kl. 21:00 að sænskum tíma en kl. 19:00 að íslenskum tíma. , Atriðið okkar verður mjög svipað og á myndbandinu," segir Sigrún Eva, „nema hvað hljómsveitin verð- ur miklu nær okkur. Við verðum meira í hnapp.“ Sigrún segist ekki vera orðin taugaóstyrk vegna keppninnar en því miður væri hún örlítið hás, sem væri að sjálfsögðu ekki gott. „Það muna ótrúlega margir eftir Siggu og Grétari síðan í keppninni í Júgóslav- íu,“ segir hún, „og þau vekja mikla athygli hér fyrir það.“ Sigrún segist ekki alveg vera viss hvort hún myndi taka aftur þátt í Eurovision-keppni aftur: „Það fer eftir því hvemig gengur núna og hvortvið Iendum í 16. sæti.“ íslenski hópurinn kemur aftur sunnudaginn 10. maí. —GKG.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.