Tíminn - 07.05.1992, Page 9
Tíminn 9
Fimmtudagur 7. maí 1992
DAGBÓK
Unnið við glertist hjá féiagsstarfi aldraöra f Kópavogi.
Frá Félagsstarfi aldraðra
Kópavogi
Nú fer að lifna náttúran,
nú fara að vakna blómin,
nú fer að syngja sóiskríkjan,
svanur að hcekka róminn.
Margt annað skeður við vor- og sumar-
komu. Félög, skólar, klúbbar, kórar og
ýmis samtök sýna árangur vetrarstarfs.
Félagsstarf aldraðra í Kópavogi, sem nú á
að baki 20 starfsvetur, heldur sýningu á
unnum munum frá þessum vetri í dag, 7.
maí, og á morgun, 8. maí, kl. 14 í félags-
heimili bæjarins, Fannborg 2, II. hæð.
Á sama tíma verður basar og kaffisala,
en um hana sjá að þessu sinni kórfélagar
úr kór FAK., „Söngvinir". í kaffitíman-
um koma í heimsókn vinakórar úr ná-
grenninu. Á fimmtudag: Kórinn Vorboð-
ar úr Mosfellsbæ, stjómandi Páll Helga-
son, og á föstudag: Kór Félagsstarfs aldr-
aðra í Reykjavík, stjómandi Sigurbjörg
Hólmgrímsdóttir. Allur ágóði af kaffisöl-
unni rennur til kórsins, en ágóði af basar
rennur beint til eigenda basarmuna.
Að þessu sinni mun glerlist og vefnað-
ur setja mestan svip á sýninguna. En að
henni lokinni lýkur hinu hefðbundna
vetrarstarfi og meiri áhersla er lögð á
ferðalög og útivist. Strax sunnudaginn
10. maí verður farin kirkjuferð að Sel-
fossi, og 10. júní verður ferð til Suður-
Englands.
Vinir og velunnarar, gjörið svo vel og
lítið inn.
Norræna húsið:
Fyrirlestur um stefnumótun í
listum í Finnlandi
Föstudaginn 8. maí kl. 17 heldur finnski
listfræðingurinn Tuulikki Karjalainen
fýrirlestur í fundarsal Norræna hússins
og nefnir hann: „Hur administreras
konsten i Finland?"
Tuulikki Karjalainen er formaður
embættismannanefndar, sem fjallar um
stefnumótun í listum í Finnlandi. Hún
hefur verið formaður frá 1. sept. 1990.
Formaður er ríkisstarfsmaður í fullu
starfi. Það er ríkisráðið sem skipar í
nefndina til þriggja ára. í henni starfa
kosnir fulltrúar frá ýmsum listafélögum
og samtökum.
Mikil og fjörug umræða hefur átt sér
stað um listapólitíkina í Finnlandi að
undanfömu, og í fyrra var mikið skrifað í
blöðum um listamannalaun og styrki.
Finnar settu fyrir rúmlega 20 árum lög
um að efla og styrkja Iistir, og hafa þau
reynst góður grunnur að þeirri listsköp-
un sem fram hefur fariö þar í landi. En
nú eru tímamir að breytast. Þróunin á
alþjóðavettvangi (Efnahagsbandalagið
og Austur- Evrópa), endurskipulagning í
stjórnsýslu og ástand efnahagsmála gæt-
ir einnig í finnskri menningar- og lista-
pólitík.
Finnska menntamálaráðuneytið hefur
skipað nefnd til aö marka menningar-
stefnuna í Finnlandi í framtíðinni. í
janúar sl. kom út skýrsla um stefnu-
mörkun á sviði menningarmála á 9. ára-
tugnum. Menningarmálaráðherra
Finna, Tytti Isohookana-Asunmaa, hefúr
beðið menningarráð Evrópuráðsins um
mat á menningarstefnu Finnlands. Mál-
þing um stöðu listamanna verður haldið
í Helsinki í byrjun júní með þátttöku
Evrópulanda. Framhald á bls. 10
BÆNDUR
Áhugasamur 12 ára drengur óskar eftir að komast í sveit í
sumar. Upplýsingar í síma 91-611319.
Nauðungaruppboð
Aö kröfu Magnúsar Ólafssonar bónda, Efra-Skarði, Hvalfjarðarstrand-
arhreppi, verða seld á opinberu uppboði fjögur ung hross.
Uppboöið fer fram í Tungu, Hvalfjarðarstrandarhreppi, laugardaginn 16.
maí kl. 14.00.
Hreppstjóri Hvalfjarðarstrandarhrepps.
Hafnarfjörður
Skrifstofa Framsóknarfélaganna að Hverfisgötu 25, er opin alla þriðjudaga frá kl.
17.00-19.00.
Lítið inn í kaffi og spjall.
Framsóknarfélögin í Hafnarfírði.
Borgnesingar— Nærsveitir
Spilum félagsvist í Félagsbæ föstudaginn 8. mai kl. 20.30.
Siðasta kvöldið i þriggja kvölda keppni.
Mætum vel og stundvislega.
Framsóknarfélag Borgamess.
Kópavogur— Umhverfismál
Almennur opinn fundur á vegum Fulltrúaráðs framsóknarfélaganna I Kópavogi verð-
ur haldinn fimmtudaginn 7. mal n.k. kl. 20.30 að Digranesvegi 12.
Dagskrá:
1. Haukur Ingibergsson, formaður umhverfisráðs, kynnir umhverfisráð.
2. Einar E. Sæmundsen garðyrkjustjóri talar um sumarstarf vinnuskólans og
almennt um umhverfismál i Kópavogi.
3. Fyrirspumir og þeim svarað.
Stjómin.
Kópavogur — Félagsvist
Spiluð verður félagsvist að Digranesvegi 12 sunnudaginn 10. maí kl. 15.00.
Góð verðlaun og veglegar kaffiveitingar.
Fœyja, félag framsóknarkvenna.
Sonur Humphreys Bogart og Lauren Bacall, Steve, var mættur ásamt konu sinni, Barbara. Með þeim á
myndinni eru Isabella Rossellini og Julius Epstein, einn þriggja handritshöfunda en þeir fengu Oskars-
verðlaun fyrir Casablanca.
50 ára afmæl-
is kvikmyndar-
innar Casa-
blanca minnst
Þess er nú minnst að 50 ár eru lið-
in frá því hin ógleymanlega og sí-
gilda kvikmynd Casablanca var
gerð. Eitt fyrirtækja fjölmiðla-
kóngsins Teds Tltrner á nú sýning-
arréttinn á myndinni og bauð hann
til hátíðar í tilefni afmælisins, þar
sem meðal annarra gesta voru full-
trúar aðalleikendanna Ingrid Berg-
man og Humphreys Bogart. Paul
Henreid, sem var í þriðja stærsta
hlutverkinu, lést aðeins viku fyrir
sýningarhátíðina. Eini núlifandi
leikarinn, Dan Seymour, var líka
viðstaddur, svo og tveir af handrits-
höfundunum þrem, en þeir fengu
Óskarsverðlaun fyrir verk sitt.
Ekkja þess þriðja var líka viðstödd.
Casablanca er nú sýnd í Museum of
Modem Art í New York.
Ingrid Bergman og Humphrey Bogart fóru með aðalhlutverkin í
Casablanca.
Þessi 50 ár hefur myndin notið
stöðugra vinsælda og aldrei fallið í
gleymsku. Hver man td. ekki efdr
laginu ,As Time Goes by“, sem Rick
bað Sam að leika hvað eftir annað?
Eða viðkvæm og rómantísk atriðin
milli Ricks og Ilse, sem Humphrey
Bogart og Ingrid Bergman fóru svo
ljúflega með meðan Ilse beið að-
stoðar Ricks við að komast frá
Casablanca ásamt manni sfnum
Victor Laszlo (Paul Henreid) á
flótta undan nasistum á árum síð-
ari heimsstyrjaldarinnar?
í ljósi þess hvað vel tókst til með
Casablanca er svolítið kúnstugt að
hugsa til þess að upphaflega mun
hafa verið stungið upp á Ronald
Reagan, Ann Sheridan og Dennis
Morgan í aðalhlutverkin.
Dætur Ingrid Bergman, Pia
Lindstrom og tvíburasysturnar
Ingrid og Isabella Rossellini,
voru viðstaddar „endurfrum-
sýninguna" á Casablanca.