Tíminn - 30.06.1992, Qupperneq 2

Tíminn - 30.06.1992, Qupperneq 2
2 Tfminn Þriöjudagur 30. júní 1992 Bókfært verð Gutenberg 148 milljónir en raunverð metið mun lægra: Gutenberg seldur á 85 milljónir kr. Jón Sigurðsson iðnaöarráðherra og Hálfdán Steingrímsson, forstjórí Steindórsprents, undirrítuðu í gær samning um kaup Steindórsprents á öllu hlutafé í prentsmiöjunni Gu- tenberg hf. Þrjú tilboð bárust í hlutaféð, sem var í eigu ríkissjóðs, og voru Lands- bréf fengin til að meta tilboðin til núvirðis og var niðurstaðan þessi: Tilboð frá ísafoldarprentsmiðjunni var metið á 80,9 milljónir kr. Tilboð frá Prentsmiðjunni Odda var metið á 84,95 milljónir króna. Tilboð frá Steindórsprenti var metið á 84,90 milljónir kr. Tilboð Steindórsprents hljóðaði upp á greiðslu á kaupverðinu öllu fyrir lok júlímánaðar og var því ákveðið að taka því tilboði. Söluverð fyrirtækisins er mun lægra en bókfært verð sem er 148 milljónir kr. Þrjár skýringar eru gefnar á þessu. í fyrsta lagi er fast- eign fyrirtækisins bókfærð fyrir 99,2 milljónir kr sem mun vera um 25 m.kr. yfir núverandi markaðsvirði. í öðru lagi eru vélar fyrirtækisins bókfærðar fyrir 75,4 milljónum króna en tilkvaddir sérfræðingar meta þær á 51,7 milljónir eða 23,7 milljónum minna. í þriðja lagi eru ýmsar óbókfærðar skuldbindingar sem sagðar eru lækka verð fyrirtæk- isins um 10 milljónir kr. Iðnaðarráðuneytið telur að söluverð hlutafjárins í Prentsmiðjunni Guten- berg sé vel viðunandi og „að samein- ing traustra fýrirtækja eins og hér muni eiga sér stað verði til að efla prentiðnaðinn á íslandi," eins og seg- ir í frétt frá ráðuneytinu. Vöruskiptajöfnuðurinn heldur skárri en í fyrra en innkaupin þó ennþá um efni fram: Útflutningur nú minni en nokkru sinni síðan 1988 Landsmenn virðast heldur hafa farið að draga saman erlend inn- kaup undir vorið, en þó langt frá því nægilega þegar litið er til þess að fara verður a.m.k. fjögur ár aftur í tímann til þess að flnna dæmi um minna verðmæti útflutnings janúar- aprfl en á þessu ári. Verð- mæti vöruútflutnings landsmanna fyrstu fjóra mánuði ársins var aðeins 27,1 milljarður kr. Það er rúmlega hálfum öðrum milljarði (5%) minna en sömu mánuði í fyrra og einnig 800 tii 1.200 millj- ónum króna minna verðmæti en fyrstu fjóra mánuði áranna 1990 og 1989. Innflutningur er núna 2,9 millj- örðum kr. minni en á sama tíma í fyrra, eða 26,9 milljarðar fob. Þetta er nánast sama upphæð og fékkst Ekið á röngum vegarhelmingi Tvö umferðarslys urðu í Hafnarfirði í gær. Þriggja bíla árekstur varð á Reykja- nesbraut til móts við Ásbraut, þegar vörubifreið ók aftan á bíl sem rakst framan á annan. Einn var fluttur á slysadeild með hálsmeiðsl. Norður Reykjanesbraut var bfl ekið á röngum vegarhelmingi og þving- aði hann bfla út af veginum. Einn slapp en annar fór utan í hann og urðu þar smávægileg meiðsl. Númer bflsins sem ekið var á röngum vegar- helmingi náðist og var hans leitað í gær. —GKG. fyrir útflutninginn. Það þýðir um 1,3 milljörðum hagstæðari við- skiptajöfnuð en í fyrra. Ef litið er lengra aftur er innflutningur núna hins vegar 2,3 og 3,7 milljörðum króna meiri en sömu mánuði árin 1990 og 1989, þrátt fyrir minni út- flutning. Það þýðir 3- 5 milljörðum króna lakari vöruskiptajöfnuð núna en þá. Fob/fob verðmæti inn- og útflutnings á fyrsta þriðjungi hvers árs hefur verið sem hér segir síðustu fjögur ár (í milljónum króna): heildarinnflutningi fyrstu fjóra mánuðina. í fyrra hækkaði það hlutfall í 80% og er áfram nálægt því á þessu ári. Mismunurinn sam- svarar kringum 1 milljarði kr. á mánuði, þ.e. sem almennur inn- flutningur þyrfti að vera minni til að ná aftur 65% hlutfalinu, eða þar til þjóðin finnur ráð til að auka á ný útflutningstekjur á móti auknum innflutningi. - HEI Ólafur Ragnar Grímsson. Ólafur Ragnar Grímssson, formaður Alþýðubandalagsins: Vill viðræöur um stjórnar- skrána og EES Ólafur Ragnar Grímsson segist munu óska eftir því við forustu- menn stjórnar- og stjómarand- stöðuflokka, að nú þegar verði tekn- ar upp viðræður milli flokkanna um spuminguna um það hvemig fara beri með það ef EES samningurinn stangist á við stjómarskrána. Ólafur segir að það skipti ekki máli hver niðurstaða þeirra fjögurra sérfræð- inga sem utanríkisráðherra skipaði verði, því nú þegar liggi fyrir álit a.m.k. þriggja mjög virtra lögfræð- inga um að nauðsynlegt sé að breyta stjórnarskránni áður en samning- urinn verði afgreiddur á Alþingi. Ól- afúr segist geta tekið undir það sjónarmið sem fram kom hjá Guð- mundi Alfreðssyni þjóðréttarfræð- ingi á fundi lögfræðingafélagsins á dögunum að allir, hvort sem þeir væru efnislega með eða á móti EES samningnum, ættu að geta orðið sammála um að tryggja að stjómar- skráin yrði virt í þessu máli. Ólafur segir að ómögulegt sé að hafa allt þetta mál upp í loft og órætt þegar Alþingi kemur saman í ágúst og því sé brýnt að menn komi sér niður á málsmeðferð sem fyrst. Skýrt kom fram í máli Ólafs að Alþýðubanda- lagið myndi ekki úr því sem komið væri sætta sig við niðurstöðu fjór- menninganefndar utanríkisráð- herra, ef þeir teldu ekki ástæðu til að breyta stjómarskránni. Prestastefnan 1992 uggandi um verðmætamat íslensks samfélags: SAMHELDNIN VÍKUR í ÓVÆGNARA SAMFÉLAGI JanVaprfl: Innflutn.: Útflutn.: 1989 23.200 28.300 1990 24.600 27.900 1991 29.800 28.600 1992 26.900 27.100 Benda má á að bæði árin 1989 og 1990 nam hlutfall almenns inn- flutuings (án olíu) um 65% af „Mörg teikn eru á lofti um að íslenskt samfélag verði óvægnara, að sam- heldni og samúð séu á undanhaldi. Skammtímahagsmunir verða meira áberandi, oft á kostnað langtímamark- miða. Þrátt fyrir ytri velmegun fara margir halloka í h'finu, reyna einsemd og ósigra," segir í ályktun sem Presta- stefnan 1992 undir heitinu „Þjóð- kirkja og þjóðarsál" hefur samið. Prestastefnunni finnst brýnt að söfn- uðir þjóðkirkjunnar líti á það sem hlut- verk sitt að spyma gegn þeirri þróun sem virðir ekki sem skyldi mannleg verðæti og að vekja þurfi gagnrýna um- ræðu um verðmætamat samfélagsins. í ályktuninni segir einnig að íslenskt samfélag einkennist af sívaxandi fjöl- breytni lífsskoðana og trúarhugmynda, sem kalli á ríka siðferðislega ábyrgð einstaklingsins. Mikilvægt er fyrir kirkjuna að huga að því hvemig standa eigi að kirkjulegu starfi og boðun í samfélagi sem einkennist sífellt meir af fjölhyggju og afstæðishyggju. Leggja þarf meiri rækt við safnaðarvit- und innan kirkjunnar m.a. með mark- vissri skímarfræðslu, sem nær til ein- staklinga á öllum aldri. Einnig þarf að efla persónulegt trúarlíf og traust á Guði, þannig að söfnuðurinnn verði virkara afl Guðs í þjóðfélaginu. í lok ályktunarinnar segir að þjóð- kirkjan eigi að vera öllum opin, en jafn- framt föst fyrir og ákveðin hvað varðar gmndvöll sinn. Hún verður að leyfa gagnrýna skoðun og umræðu um kenningu sína og boðun. —GKG. Ákvörðun kjaradóms: LAUN TOPPANNA HJÁ RÍKINU HÆKKI UM 30-100 PRÓSENT Kjaradómur kvað á föstudag upp þann úrskurð að hópar í æðstu stöðum hjá rfldnu fái verulegar launahækkanir. Laun forseta Alþingis hækka mest samkvæmt úrskurðinum, verða 380.000 krónur, sem svarar til nærri 100% hækkunar. Laun al- þingismanna verða 240 þúsund krónur sem svarar til nærri 30% hækkunar. Ákvörðun kjaradóms nær yfir ýmsa helstu yfirmenn ríkisins, má þar nefna forseta, forseta Hæsta- réttar, ráðherra, rfkissaksóknara, ríkissáttasemjara, biskup íslands, ríkisendurskoðenda, ráðuneytis- stjóra, skrifstofustjóra Alþingis, sýslumanna, héraðsdómara og yfir- menn hinna ýmsu stofnana og embætta ríkisins. Yfirleitt er um verulegar launahækkanir að ræða, en kjaradómur ítrekar að laun sem hann ákvarðar séu heildarlaun og að greiðsla fyrir ómælda yfirvinnu ætti að vera með öllu óheimil. Þetta hefur í för með sér að laun nokk- urra hópa embættismanna lækka, svo sem ráðuneytisstjóra. í niðurstöðu kjaradóms segir meðal annars: Samanburður við laun og starfskjör annarra í þjóðfé- laginu sem sambærilegir geta talist með tilliti til starfs og ábyrgðar leiðir í ljós að hallað hefur á þá sem kjaradómur ákvarðar laun og verð- ur þá að hafa í huga að hér er um að ræða helstu embættismenn á sviði stjórnsýslu og dómgæslu og hand- hafa löggjafarvalds. Einn dómenda, Jón Þorsteinsson, skilaði sératkvæði og sagði að sú hækkun á mánaðarkaupi, sem meirihluti kjaradóms hefði ákveð- ið, væri langt úr hófi miðað við ríkj- andi aðstæður í þjóðfélaginu og taldi hækkunina um það bil þrisvar sinnum meiri en hann gæti fallist á. Kjaradómur úrskurðaði einnig um laun presta. Þar er tekið tillit til að stór hluti vinnutíma presta er utan venjulegs vinnutíma og mjög óreglulegur. Mánaðarlaun presta verða samkvæmt dómnum frá 150.000 - 180.000 eftir stærð sókna. -BS

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.