Tíminn - 30.06.1992, Qupperneq 4

Tíminn - 30.06.1992, Qupperneq 4
4 Tíminn Þriðjudagur 30. júní 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tfminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavik Sími: 686300. Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,- , verö I lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Ríkisstjómin viður- kennir þörf á sértækum aðgerðum Atvinnuleysi fjölda fólks á íslandi er staðreynd. Ekki síst á þetta við um námsmenn, sem leitað hafa eftir vinnu yfir sumarmánuðina til þess að standa straum af námi sínu. Stórir hópar þeirra hafa ekki fengið atvinnu, og er það ekki síst tilfinnanlegt nú, þar sem knúin hefur verið í gegn löggjöf um að skerða námslán og að þau verði ekki borguð út í haust. Það hefur verið eitt af sérkennum íslensks þjóðfé- lags að þeir, sem stunda nám, geta yfirleitt sótt vinnu yíir sumarmánuðina. Þannig komast þeir í nánari snertingu við atvinnulífið í landinu, en ella væri. Við afgreiðslu fjárlaga í upphafi árs, sáust þess ekki merki að ríkisstjórnin hefði áhyggjur af afleiðingum ýmissa þátta þeirra fyrir atvinnulífið. Niðurskurður til ýmissa verkefna, sem þau höfðu í för með sér, ger- ir það að verkum að eftirspurn eftir vinnuafli minnk- ar. Ekki varð heldur séð að ríkisvaldið væri að undir- byggja atvinnustefnu til frambúðar með afgreiðslu fjárlaganna. Menntun og rannsóknir henni tengdar hafa í þróuðum þjóðfélögum löngum þótt undirstaða nýsköpunar í atvinnulífi. Við fjárlagagerð var um niðurskurð að ræða til þessara þátta. Við umræður um fjárlög í upphafi árs var bent mjög rækilega á þá hættu, sem var á ferðum, en talað fyrir daufum eyrum. Nú sjást þess hins vegar merki að ljós sé að renna upp fyrir ráðherrum ríkisstjórnarinnar að í óefni sé komið, og hafa þeir ákveðið að verja 10 milljónum króna til rannsóknarsjóðs háskólanema, m.a. í þeim tilgangi að auka atvinnu við rannsóknir í sumar. Nefnd á vegum félagsrnálaráðuneytisins mun hafa lagt þetta til. Þessari ákvörðun ber auðvitað að fagna. Það er ætOíð gott þegar menn vitkast, en eðlilegra hefði ver- ið að þessar ráðstafanir hefðu verið gerðar af Alþingi í upphafí árs, þegar fjárlög voru samþykkt. Það hlýtur að vera undarleg tilfínning fyrir þingmenn stjórnar- liðsins, sem eru búnir að taka á sig það erfiða verk að skera niður ríkisútgjöld, að verða vitni að því að rfkis- stjórnin fari nú af náð sinni að útdeila fé til ákveðinna verkefna. í formlegri ákvarðanatöku er þarna farið algjör- lega aftan að hlutunum, en það breytir því ekki að því ber að fagna að rannsóknarstarfsemi er styrkt, þótt meira þurfí til heldur en það að vera hrakinn til þess í neyð að leggja fram 10 milljónir króna til þessarar starfsemi. Með þessari samþykkt hefur ríkisstjórnin viður- kennt að sértækra aðgerða kunni að vera þörf til þess að bregðast við atvinnuástandinu. Því ber að vænta þess að ýmsir aðrir þættir opinberrar starfsemi verði endurskoðaðir í því ljósi, hvort ekki er skynsamlegra að halda áfram nytsamri starfsemi fyrir þjóðfélagið í stað þess að borga atvinnuleysisbætur í stórum stfí. Landsfeður og allir ráða- menn þjóðarinnar, sem fara með löggjafar- , framkvæmda- og dómsvald, fagna ákaflega þegar gerðir eru hóflegir kjara- samningar, og mega vart vatni halda af hrifningu þegar verka- lýður og annað láglaunafólk sýnir þá vitrænu fórnarlund að lúta að lága kaupinu. Það er launafólkinu sjálfu líka fýrir bestu að fá aldrei eyðslufé í hendur, því það hefur bara vond áhrif á verðbólgu og eyk- ur á dýrtíðina. Og þá er sjálfur voðinn vís. Þetta sér maður á því að þeg- ar taxtar hárgreiðslufólks hækka langt fram úr öllu öðru verðlagi í landinu, þá er sjálf- gefið að Kjaradómur hækki laun forseta Alþingis um 97%, sem hefur ekki efni á að af- þakka kauphækkunina, að eig- in sögn. Þegar þar við bætist að farið er að sjónvarpa frá Al- þingi, hækkar það fatakostnað- inn upp úr öllu valdi, því mað- ur getur ekki látið sjá sig í sjónvarpinu í sama gallanum dag eftir dag. Þegar Alþingi var enn í þrem deildum upp á gamlan móð, þurfti þáverandi þingforseti að slá sér lán til fatakaupa til að geta látið sjá sig á heldri- mannafæri, svosem þegar farið var með þriðjung forsetavalds. Aðrir tóku sér greiðslu fyrir svoleiðis tilvik í brennivíni. Nú hefur Kjaradómur séð til þess að æðsta stjórn ríkisins þarf hvorki að hnupla sér brennivíni né sníkja vaxtalaus lán til að hafa efni á að sinna erfiðum skyldum sínum fyrir lýðveldið. Dómurinn úrskurð- ar að landsins bestu dætur og synir þurfi hvorki að lifa á bón- björgum né snöpum til að leysa dýrmæt störf sín af hendi á þann veg að sómi sé að. Þarft verk Tekið skal undir með Páli Halldórssyni, formanni lang- menntaðra ríkisstarfs- manna, að Kjaradómur hefur unnið þarft verk með því að hækka laun kaup- hæstu embættismanna rík- isins um tugi prósenta og allt að 100 prósentum. Það sýnir hve verðmiklir ríkis- starfsmenn og kjörnir fulltrúar almennings eru, og nú hljóta umbjóðendur Páls að verða líka metnir að verðleikum — og þeir eru ekki litlir, að eigin sögn — og þá fer hagur Strympu fyrst að vænkast. Eitt hið albesta við réttlætis- kastið, sem hljóp á Kjaradóm fyrir helgina, er að það mun ekki kosta ríkissjóð neitt. Það var aðeins klipið af launum nokkurra háembættismanna og lækkuðu sumir þeirra um litlar hundrað og fimmtíu þús- und krónur á mánuði. Samt fá þeir á fjórða hundrað þúsund króna mánaðarlaun eftir kjara- dóminn. Ríflega smurðu þeir á kaupið sitt áður. Svona er hófsemd og hagsýni Kjaradóms mikil og mættu aðrir taka sér hann til fyrir- nryndar, Svosem þeir, sem eru að heimta að ríkið kosti lækn- ishjálp sjúkra og jafnvel upp- fræðslu ungmenna. Þeir ætlast bara til þess að ríkissjóður borgi og borgi, án þess að neitt komi í kassann á móti. Að vísu hefur gleymst í út- reikningunum að nokkur hundruð rfkisreknir eftir- launamenn fá nú tugi prósenta í kauphækkun fyrir að draga andann, en hvað er það á milli elskuvina sem allir eru svarnir inn í sama fóstbræðra- og systralagið. Asnaeyrun löngu Kjaradómur sér um að lífs- barátta háaðals og þeirra stétta, sem skipa löggjafar- og dómsvald — að ógleymdum hálaunamönnum fram- kvæmdavalds og stjórnsýslu, sem eru þrútnir af ábyrgðartil- finningu - sé eins átakalítil og hægt er að komast upp með. Þá fær geistlega valdið sitt og er nú endanlega staðfest að hér er ríkiskirkja, sem sver sig í þá ættina. Ásmundur og Ögmundur voru dregnir á asnaeyrunum um gjörvallt hagkerfið í sam- fellt sjö mánuði, til að sýna og sanna þeim og öðrum almúga að þeir stefni þjóðríkinu í voða, ef láglaunalýðurinn fær pró- sentubroti meira en 1,7% í kauphækkun á hálfu öðru ári. Páll í langskólaliðinu fékk áður fýrr svipaða útreið, en á þeim bæ er nú séð fram á betri tíð og fjáraustur í buddur. Mikið verður til að mynda huggulegt að fylgjast með upp í hvað 250 þúsund króna verkfræðingar á föstum launum hjá ríkinu fá, þegar réttlæti Kjaradóms fer að ná til þeirra. Því er á opinbera verkfræðinga minnst, að mán- aðarkaup þeirra var gert opin- bert í síðustu viku og er það hærra en kollega þeirra í einkageiranum, sem eru á föst- um Iaunum. En að öllu jöfnu liggja launatekjur opinberra starfs- manna ekki á glámbekk, held- ur aðeins marggefnar staðfest- ingar grátkerlinga þeirra, að þau séu alveg voðalega slæm. Sultarkjör leiðrétt Þökk sé Kjaradómi að nú fær almúginn, sem fékk 1,7% kauphækkun eftir nær árs- ianga baráttu og miklar vænt- ingar, svolitla innsýn í þau sultarkjör, sem óeigingjarnir forystumenn þjóðarinnar eiga við að búa. Það segir sig sjálft að þeir, sem fá 30-97% kaup- hækkun, hafa verið miklu verr haldnir en þeir, sem 1,7% hækkun dugir svo prýðilega, og stuðlar að eflingu þjóðar- hags. Hæstiréttur, sem kann 108. grein hegningarlaganna upp á sína tíu fingur og er laginn að umbuna sjálfum sér í brenni- víni fýrir þjóðnýt störf, skipar þrjá af fimm dómurum Kjara- dóms. Niðurstöðum dómsins verð- ur ekki áfrýjað og hvorki ríkis- stjórn né Alþingi getur hnekkt dómnum með neins konar lagasetningu. Vel er hægt að samþykkja lög um að leggja Kjaradóm niður, en úrskurði hans verður ekki breytt. Lögin um óveruna, sem dómurinn bætti við kaup landsins bestu dætra og sona, standa því sem betur fer og þarf eng- inn af þeim, sem þarna fékk aðeins bættan hlut sinn, að kvíða því að hann verði af þeim tekinn, fremur en familíurnar, sem áttu Sameinaða verktaka, þurfa að skila aftur eða borga skatta af milljarðinum í hermangs- gróða, sem þær skiptu á milli sín í fýrravetur. Lög skulu standa. Svo er heldur engin hætta á því að þeir, sem einhverjar sporslur upp á hundruð þús- unda á mánuði eru teknar af, fái þær ekki aftur í öðru og þægilegra formi. Einhverjir eru að pípa að þorskur sé að leggjast frá og þjóðartekjur að dragast saman, og þvf verði að draga úr kaup- mætti. Þó það nú væri. En það er ekki sama úr kaupmætti hverra er dregið og það veit Kjaradómur mæta vel. Vlð svínin Einhver kann að spyrja fyrir hvað sé verið að borga og hvort réttdæmi sé að lögfesta tífaldan launamun, eins og Kjaradómur hefur nú gert. Auðvitað ber ríkinu skylda til að borga sínum bestu dætrum og sonum margfalt kaup á við þá, sem lákar standa sig í þjón- ustunni. Hvers vegna? Því svarar George Orwell í/ Dýragarði sínum. Þegar hin dýrin spyrja Sólargeisla hvers vegna hann og ættingjar hans fái öll eplin í sinn hlut, svarar hann: „Það er af því að við svín- in hugsum svo mikið." OÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.