Tíminn - 15.07.1992, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.07.1992, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 15. júlí 1992 Tíminn 3 íslendingar um margt frábrugðnir flestum Evrópuþjóðum: Eina Evrópulandið þar sem karlar eru fleiri en konur ísland er eina V-Evrópulandið þar sem heldur meira en helmingur íbú- anna eru karlar. Á íriandi eru karlar jáfn margir og konur. í öllum öðrum lpndum V-Evrópu eru konur meiri- hluti íbúanna. Hlutfall þeirra er hæst í Portúgal 54,4% og næst hæst í Aust- urríki (52,2%), en konur eru um 51,3% íbúa Evrópu. Þessar upplýs- ingar koma fram í talnakverí um EES, sem hagstofa Evrópubandalagsins og EFTA hafa gefið út í sameiningu á öll- um tungumálum EFTA-ríkjanna. í ,15ES í tölum“ er að finna margs konar tölulegan fróðleik um mann- fólkið, umhverfið og efnahagslífið í aðildarríkjum EFTA og EB. Nær fjórðungur Svía yfir sextugu Kverið leiðir í ljós að íslendingar hafa um margt nokkra sérstöðu. Það kem- ur td. í ijós að hlutfall fólks yfir 60 ára aldri er lægra hér á landi heldur en í nokkru öðru Evrópulandi. Sextugir og eldri eru 14,5% íbúanna hér á landi, en um 37% fleiri, eða í kringum 20% í Evrópulöndunum að meðaltali. Aðeins á írlandi er hlutfall aldraðra lít- ið hærra en hér. í öllum öðrum lönd- um er fólk yfir sextugu frá 20% (Portúga!) til 57% fleira en hér. Sví- þjóð á flesta aldraða, þar sem hátt í fjórðungur íbúanna (22,8%) hefur haldið upp á sextugsafmælið. Þegar litið er á hinn endann, þ.e. hlutfall íbúa undir 20 ára aldri, eiga írar metið, en 37% þeirra eru undir tvítugu. Nákvæmlega þriðjungur ís- lendinga (33,3%) eru á þessum aldri. í öllum hinum löndunum er þetta hlutfall undir 30% og lægst í Þýska- landi, aðeins tæplega 21%. Meðaltalið er 25% í EFIA-löndunum og 25,5% í löndum EB. Árið 1990 voru að jafnaði 2,8 heimil- ismenn á íslenskum heimilum. Fjöl- mennari heimili var aðeins að finna á írlandi og Miðjarðarhafslöndunum: Portúgal, Ítalíu og Grikklandi. Lang- samlega minnst var meðalfjölskyldan, 1,7 manns í heimili, í Danmörku. Plata páfann...? Fædd böm eru hlutlallslega miklu fleiri á íslandi en nokkm hinna land- anna. Árið 1990 fæddust hér 187 böm á hverja 10.000 íbúa. Næst okkur komast írar, þar sem þetta hlutfall er 151 böm. Sérstaka athygli vekur að bamsfæðingar em hvergi færri en á Ítalíu, eða aðeins 98 á hverja 10.000 íbúa. Og þetta hlutfall er sáralítið hærra í hinum kaþólsku löndunum við Miðjarðarhafið. Meðaltalið í Evr- ópulöndunum er 120 böm á 10.000 íbúa, þ.e. rúmlega þriðjungi lægra hlutfall en hérlendis. Þótt bamsfæðingar séu tíðar hér á landi, em hjónavígslur hvergi færri hlutfallslega. Árið 1990 var hlutfall Eurocard: Endurgreiðir nú Sólarflugsferðir Eurocard hefur nú ákveðið (eins og Visa ísland hafði áður gert) að end- urgreiða þeim korthöfum, sem not- uðu Eurocard til greiðslu ferða eða greiðslu inn á ferðir með Flugferð- um-Sólarflugi hf., sem Ijóst er að verða ekki farnar. Til að fá endurgreitt þurfa korthaf- ar að leggja fram fullnægjandi gögn, sem sýna að ferð hafi verið greidd með Eurocard, en ekki farin. Tekið er fram, í tilkynningu frá Eurocard, að með þessu sé ekki ver- ið að viðurkenna neina bótaskyldu til korthafa í þessu máli. Þarna sé um undantekningu að ræða. - HEl Formaður alþjóðastjórnar Amnesty International látinn: Annette Fischer fórst í bílslysi Formaður alþjóðastjórnar Amnesty lnternational, Annette Fischer, 46 ára, og maður hennar Carl EIi Fi- scher, fómst bæði í bflslysi við Flór- ens á Ítalíu að morgni 11. júlí. Bækur, en ekki skjöl í frétt blaðsins í gær af bmna í AI- þýðuhúsinu í Reykjavík var talað um að LandsbókasaJfnið hafi verið þar með skjalageymslur. Það mun hins vegar ekki vera rétt, því þar er Landsbókasafnið með bókageymsl- ur og er þarna geymdur hluti af er- lendum bókum safnsins. Reykur komst inn í þessar bókageymslur, en að öðm leyti urðu ekki skemmdir á safninu. Annette var kosin formaður al- þjóðastjórnarinnar í september á síðasta ári, og var því æðsti yfirmað- ur hinna alþjóðlegu samtaka. Hún sat í stjórn dönsku Amnesty- deildarinnar frá 1983 til 1989 og var formaður síðustu þrjú árin. Hún hafði verið virk í Amnesty í 24 ár og starfaði allan tímann með Amnesty- hóp í Valby í Kaupmannahöfn. Amnesty International og fórnar- lömb mannréttindabrota hafa nú misst einn besta talsmann mann- réttinda í heiminum, og verður An- nette og manns hennar sárt saknað um allan heim. Annette kom hingað til lands fyrir fáeinum árum sem formaður Dan- merkurdeildar Amnesty, og sótti fund norrænna Amnestydeilda sem haldinn var í Skálholti. Hún var því íslenskum Amnestyfélögum að góðu kunn. GKG. hjónavígslna á hverja 10.000 íbúa að- eins 46 hjónavígslur. Meðaltalið var 55 í öðrum EFTA-löndum og 60 í ríkj- umEB. Spáð er að íslendingar verði orðnir 295 þúsund talsins árið 2010, sem þýðir um 16% fjölgun á tveim áratug- um. Á hinn bóginn er spáð lítilli fjölg- un og jafhvel beinni fólksfækkun í öðrum löndum álfunnar. Vekur m.a. athygli, að þrátt fyrir Evrópumet íra í bamafjölda er því spáð að Irum fækki um nær 100 þúsund til 2010. Fólks- fækkun er einnig spáð í Belgíu, á Spáni og Ítalíu, en óbreyttum íbúa- fjölda í Danmörku. Þjóðverjum hefði einnig fækkað vemlega án sameining- ar við austurhlutann. íslendingar hafa tapað aldursmetinu Það er greinilega liðin tíð að íslensk- ar kerlingar verði allra kerlinga elstar. Fjórar Evrópuþjóðir — Sviss, Frakk- land, Holland og Svíþjóð — em með meðalaldur kvenna yfir 80 ár, en ís- Ienskar konur em aðeins undir því marki. Meðaltal allra EFTA- og EB- ríkjanna er 79,2 ár. Hins vegar hafa aðeins austum'skir karlar (75,5 ár) skákað þeim íslensku (75,2 ár) í lang- lífi á síðustu ámm. Varðandi menntamálin er m.a. kann- að hve hátt hlutfall landsmanna á aldrinum 5-24 ára vom í skólum. Þetta hlutfall reyndist langhæst, 73,6%, á Spáni. Finnar vom næstir með 71%, en í þriðja sæti komu ís- lendingar og Danir með 70%. í Sviss var hins vegar aðeins helm- ingur þessara aldursárganga á skóla- bekk og litlu hærra hlutfall í Lúxem- borg. Meðaltalið var 60% í EFTA-ríkj- unum, en 65% í EB- löndunum. Hlutfall kvenna af háskólanemum er hvergi hærra en á íslandi, 128 stúlkur á móti hverjum 100 piltum. Stúlkur em meirihluti háskólanema á öllum Norðurlöndunum ásamt Frakklandi og Portúgal. Stúlkur í háskólum í Sviss em á hinn bóginn aðeins 55 og í Þýskalandi aðeins 70 á móti hvetjum 100 piltum. Evrópumeðaltalið er 89 stúlkur á móti 100 piltum. -HEI Vigdís Finnbogadóttir, Betty Friedan frá Bandaríkjunum og Kazimiera Prunskienz frá Litháen. Heimsráðstefna kvenna á írlandi: Irskur kvennalisti í næstu kosningum Áslaug Brynjólfsdóttir fræðslustjóri í Reykjavík, Ruth Bamela Enbo-Tjega frá Kamerún og Guðrún Agnarsdóttir. Ánægja ríkir með heimsráöstefnu kvenna á írlandi, sem nú er nýlokið. Eins og kunnugt er, var það hugmynd Betty Friedan kvenréttindafrömuðar að hún yrði haldin hér á Iandi, en það fórst fyrir. Ráðstefnan bar yfirskriftina „New Vision in Leadership" og sóttu hana margar háttsettar konur, s.s. frú Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands, frú Mary Robinson forseti írlands, og frú Kazimiera Pmnskienz, lyrrverandi for- sætisráðherra Litháa. Þómnn Gestsdóttir var ein þeirra ís- lensku kvenna sem sóttu ráðstefnuna, en hún er formaður Jafnréttisnefndar Reykjavíkurborgar. ,Mér fannst mjög áhugavert og for- vitnilegt að hitta konur úr öllum heimshomum og úr hinum og þess- um stéttum. Þær em að berjast fyrir mjög líkum málefnum, þó í ólíkum þjóðfélögum séu,“ segir Þómnn. Meðal þess, sem konur em að krefjast, er matur, lyf, menntun og frjálsar fóst- ureyðingar. Rætt var um fjármál, þar eð konum þykir fjármagn vera á of fárra höndum, og hvemig konur geta tekið meiri þátt í fjármálaheiminum. Konur og listir vom ofarlega á baugi og höfðu þær listakonur, sem komu til írlands, afar ólíkan bakgmnn. Til dæmis kom eþíópsk kona, sem fram- leiðir kvikmyndir sem ekki má sýna í landi hennar, þar eð þær þykja koma of mikið við kvikuna á samfélaginu. Einnig var þama egypsk kona sem er rithöfundur og hefur lengi barist fyrir kvenfrelsi. Móðir hennar þurfti nokkkmm sinnum að sitja í fangelsi fyrir bókmenntir sínar. „Það var talað um umhverfismál og neyslumynstrið, sem er mismunandi eftir þjóðum," segir Þómnn. „Rætt var um ímynd konunnar í fjölmiðlum. Þegar birt er mynd af karlmanni í blaði er andlitsmynd af honum og ekki verið að leggja upp úr því hvemig slifsið eða skómir em á litinn. En ef það er mynd af konu, er heildarmyndin sýnd.“ Guðrún Agnarsdóttir hélt fyrirlestur um Kvennalistann á ráðstefnunni, og vakti hann mikla athygli. Nú hafa írsk- ar konur ákveðið að tefla fram sínum eigin Kvennalista í kosningum, sem verða eftir rúmt ár. „Okkar samfélag er allt öðmvísi en það írska. Þar em konur að berjast fyr- ir atvinnu og þar er stór hluti fólks undir fatækramörkum. Konur leggja meiri áherslu á félagslegt öryggi og hærri laun," segir Þómnn. „Fóstur- eyðingamar em líka stórt mál sem brennur á mörgum. Engar getnaðar- vamir em leyfðar á írlandi og 5000 konur fara árlega til Bretlands í fóstur- eyðingu.“ Rússneskar konur höfðu með sér kvikmyndalið til að geta sýnt þeim, sem heima biðu, hvað fór fram og einnig gerðu ástralskar konur heim- ildamynd um ráðstefnuna. Það er von manna að hægt verði að sýna aðra hvoramyndinahérálandinu. —GKG.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.