Tíminn - 15.07.1992, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.07.1992, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 15. júlí 1992 Tíminn 9 Tilkynning frá Sölu Varnarliðseigna Skrifstofa vor og verslanir verða lokaðar frá 20. júlí til 17. ágúst vegna sumarleyfa. Sala Varnarliðseigna. Ámoksturstæki á Steir dráttarvél til sölu. Upplýsingar í síma 94-6250. Dýralæknar Staða héraðsdýralæknis í Hofsósumdæmi er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. september 1992. Umsóknarfrestur er til 14. ágúst 1992. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist landbúnaðarráðuneytinu, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík. Landbúnaðarráðuneytið, 14. júlí 1992 Sumartími skrifstofu Framsóknarflokksins Frá 18. mal er skrifstofa okkar I Hafnarstræti 20, III. hæð, opin frá kl. 8.00 til 16.00 mánudaga-föstudaga. Verið velkomin. Framsóknarflokkurinn. Framsóknarkonur Landssamband framsóknarkvenna gengst fyrir hópferð á Kvennaþingið á Egils- stöðum 20.-23. ágúst n.k. Vinsamlegast látið skrá ykkur strax hjá Jafnréttisráði, slmi 91-27420, og á skrifstofu Framsóknarflokksins, sími 91-624480. Framkvæmdastjóm L.F.K. Sumarferð framsóknarmanna Farið verður Kjöl að Blönduvirkjun laugardaginn 8. ágúst. Nánar auglýst slðar. Fulltrúaráðið. 24. sambandsþing SUF 24. þing Sambands ungra framsóknarmanna verður haldið á Egilsstööum 28.-30. ágúst n.k. Dagskrá þingsins verður nánar auglýst síðar. Samband ungra framsóknarmanna. Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 1992 Dregið var I Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 10. júli 1992. Vinningsnúmer eru sem hér segir: 1. vinningur nr. 29595 9. vinnlngur nr. 715 2. vinningur nr. 26487 10. vinningur nr. 17477 3. vinningur nr. 1668 11. vinningur nr. 4527 4. vinningur nr. 36086 12. vinningur nr. 36239 5. vinningur nr. 9702 13. vinningur nr. 3146 6. vinningur nr. 23897 14. vinningur nr. 30173 7. vinningur nr. 24772 15. vinningur nr. 1992 8. vinningur nr. 39900 Ógreiddir miðar eru ógildir. Vinnings skal vitja innan árs frá útdrætti. Frekari upplýs- ingar eru veittar I slma 91-624480. Með kveðju og þakklæti fýrir veittan stuðning. Framsóknarfiokkurlnn. Ekki spyrja „Hvað varstu lengi á leiðinni ?“ Ekki segja „Ég var ekki... nema HEILBRIGÐ SKYNSEMI! Segjum frekar „Ég ók á löglegum hraða, og eins og ég vil að aðrir geri!“ UUMFERÐAR RÁÐ Fergie tók þátt í hringjakasti og þótti standa sig vel. Vinir þrátt fyrir allt Þó svo að hertogahjónin af York séu búin að binda enda á hjónaband sitt, er ekki að sjá að sá skilnaður hafi farið fram með illsku og óvináttu. Nýlega komu þau Fergie og Andrew saman á íþrótta- degi, sem haldinn var í skóla þeim sem eldri dóttir þeirra gengur í. Þau fylgdust af athygli með börnunum þreyta keppni í ýmiss konar íþrótt- um, og tóku sjálf þátt í þrautum þeim sem skólayf- irvöld og nemendur lögðu fyrir foreldrana. Yngri dóttir þeirra, Eug- enie, var með foreldrum sínum. Henni var þó farið að leiðast er leið á daginn og fór á flakk á meðal gesta. Hertogahjónin meö yngri dóttur sína, Eugenie, og Beatrice litla var merkt í bak og fyrir eins og aörir nemendur. í spegli Tímans

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.