Tíminn - 15.07.1992, Blaðsíða 4
4 Tfminn
Miðvikudagur 15. júlí 1992
Tíminn
HÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Tlminn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aóstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson
Stefán Ásgrlmsson
Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason
Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavlk Slmi: 686300.
Auglýsingasfml: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf.
Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verð I lausasölu kr. 110,-
Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Hvað kemur næst?
Fullyrða má að ekki hafi ríkt jafnmikil þjóðar-
samstaða um nokkurt mál á síðustu áratugum
eins og baráttuna íyrir fullum yfirráðum yfir ís-
lenska landgrunninu og útfærslu landhelginnar.
Fullur sigur vannst í því máli, þegar viðurkenn-
ing fékkst á 200 mílna landhelgi. Full yfirráð yf-
ir landhelginni og sjávarútveginum er grund-
völlur sjálfstæðis þjóðarinnar.
Árið 1990 setti Alþingi lög um fjárfestingar er-
lendra aðila í atvinnulífi á íslandi. Þetta var m.a.
gert til þess að undirbúa þátttöku okkar í samn-
ingum um Evrópskt efnahagssvæði. í þeim lög-
um voru skýr ákvæði um að fjárfestingar er-
lendra aðila í fiskveiðum og vinnslu væru
óheimilar með beinum og óbeinum hætti. Nýtt
álit ríkislögmanns um málið kemur heim við
þessi ákvæði.
í samningnum um Evrópskt efnahagssvæði,
sem fyrir liggur, er þó einn fyrirvari íslendinga
skýr. Það er fyrirvarinn um fjárfestingar í sjávar-
útvegi. Samningamönnum íslands tókst að
halda honum inni skýrum og óbrengluðum, og
það hefur áreiðanlega ekki verið auðvelt verk.
Hins vegar bregður nú svo við að þegar álit rík-
islögmanns birtist, er rokið upp til handa og fóta
eins og þessi ákvæði hafi komið gersamlega á
óvart. Þó tekur fyrst steininn úr, þegar fjármála-
ráðherra lýsir því yfir að Iögunum þurfi að
breyta og falla frá þessum ákvæðum alveg, eða
að minnsta kosti að hluta.
Sjávarútvegurinn er þrátt fyrir allt sú atvinnu-
grein, sem er áhugaverðust fyrir erlenda aðila að
fjárfesta í og móta eftir sínu höfði. Með yfirráð-
um erlendra íyrirtækja í fiskveiðum og vinnslu
eru útlendingar komnir aftur inn í landhelgina,
sem svo mikil átök kostaði að ná yfirráðum yfir.
Viðbrögðin hjá ýmsum aðilum, með fjármála-
ráðherra í broddi fylkingar, við áliti ríkislög-
manns sýna ljóslega hina dæmalausu uppgjöf í
málefnum sjávarútvegsins. Ekki verður vart
neinna viðbragða hjá stjórnvöldum, þó að fisk-
vinnslan sé nú rekin með 8% halla, og er þá tal-
að um vel rekin fyrirtæki. Við þessar aðstæður
sortnar ýmsum fyrir augum, og þeir missa sjón-
ar á grundvallaratriðum eins og sjálfsákvörð-
unarétti þjóðarinnar og yfirráðum yfir landhelg-
inni, og sjá það eitt til ráða að ná erlendu fjár-
magni inn í atvinnugreinina.
Það er ljóst að fjármálaráðherra talar fyrir þá
sjálfstæðismenn sem vilja ryðja burtu hindrun-
um, sem eru í vegi fyrir fullri aðild að Evrópu-
bandalaginu. Þetta er ein af þeim stærstu. Um
Alþýðuflokkinn þarf ekki að tala í þessu efni.
Spurningin er: Hvað kemur næst?
Vandrötuð leið
til j afnaðar
Kjaradómur hefur komið saman
aftur og kveðið upp úrskurð á
grundvelli bráðabirgðalaga um að
æðstu embættismenn skuli helst
ekki hljóta miklu ríflegri kjarabæt-
ur en þeir sem bera samheitið
„hinn almenni vinnumarkaður".
Og þegar nýjar tölur liggja fyrir ber
ekki á öðru en að upphæðimar hafi
lækkað verulega og er ekki yfir
þeim sami rausnarsvipurinn og
var. En eftir sem áður hefði margur
á „almenna markaðinum" viljað fá
þær hækkanir sem sumir þama
hljóta. En munurinn er minni en
hann var og menn munu
sætta sig viö þetta svona. Ef
að líkum iætur mun þó ekki
líða á löngu uns stjómkerfið
finnur einhverjar leiðir til
þess að bæta sínu fólki það
upp sem það varð af í þetta skiptið.
En þá mun bera svo Íítið á því að
varla neinn verður þess var. Það er
gömul aðferð og ekki endilega af
illum hvötum mnnin. Hún gengur
undir nafninu stjómlist og verður
víst að vera til staðar í allri pólitík.
Vonandi verður hún látin ná til
prestanna líka, er þar að kemur.
Satt að segja em prestarnir afskipt-
astir í nýja dóminum og er þeim
greinilega skipað skör lægra en
hinum innvígðu í stjómardeildun-
um. Það er eins og þeir í dóminum
hafi talið þá bundna af einhverju
fátæktarheiti, eins og munkana hjá
kaþólskum, og að þeir muni frem-
ur láta kyrrt liggja en aðrir. Samt er
trúlegt að almenningur hefði frem-
ur sætt sig við að kauphækkun
prestanna hefði staðið en annarra,
og líklega er meðferðin á prestun-
um stærsti skavankinn á nýja úr-
skurðinum.
Hví krafa um jöfnuð?
En hví í ósköpunum fór þessi
krafa um jöfnuð annars að koma
upp? Við lifum nú tíma þegar jöfn-
uður yfirleitt er ekki í tísku. Þau
fræði hafa verið hafin til vegs sem
byggjast á því að það sé einmitt
mismununin sem sé aflvaki þjóðfé-
lagsins. En einhvers staðar niðri í
djúpum siðmenningar okkar er
eitthvað á ferli, sem við viljum hafa
fyrir sannindi og býður okkur að
snúast öndverð við þegar einum
sýnist vera hossað óverðugum á
annars kostnað. Á annars kostnað?
Hver segir það svo sem? í raun og
veru mun ekki eyri meira koma í
ráðstöfunarfé handa smælingjun-
um, þótt einhverjar tugþúsundir
hafi verið teknar af þeim sem kjara-
dómurinn var að lækka í launum.
Hvað ætli verði um þessa peninga
svo sem? Kannske verður þeim var-
ið í einhverja endemis fásinnu, sem
ella hefði verið látið ógert að
fremja. En hinn „almenni launa-
markaður" hefur ekki áhyggjur af
því. Honum nægir að sjá að aðrir
skuli ekki bera nema einhverja for-
smán frá borði, líkt og hann sjálfur.
Á endanum snýst málið því um sið-
fræði en ekki fjármuni.
Meira um siðfræði
En sem íyrr segir er þessi siðfræði
úrelt að áliti margra merkra spek-
inga, sem á vorum dögum eru
hafðir í hávegum. Boðskapurinn
um jöfnuðinn gekk sér til húðar
austur í Rússlandi, segja þeir og
kenna að allt muni ganga betur
þegar ágóðavonin verður látin ráða
í hans stað. Ágóðavonin muni
hleypa afli í fjármálalífið og verða
til þess að á endanum beri þeir
mest úr býtum sem best þóknast
samborgurum sínum
er að framleiðslu vöru og hver-
skyns þjónustu kemur. Allir muni
græða og lifa betra lífi. Ágóðavonin
muni — segja þeir — líka hvetja
skörpustu námsmennina til þess
að sækjast eftir ábyrgðarmestu
embættunum, sem fyrir vikið verði
best rækt. Líkindi séu á að hinn
framagjarni dugnaðarforkur reyn-
ist hæfúr stjómandi. Hans á því að
freista með háu kaupi. Þetta er
reyndar viðurkennt allt umhverfis
okkur og meira að segja hags-
munasamtök almennings launa
forystumenn sína langtum betur
en gengur og gerist hjá hinum al-
menna félagsmanni sjálfum.
Glufur á kröfunni
Þannig eru alltaf vissar glufur á
kröfunni um jöfnuðinn, líka hjá
þeim sem annars eru ákafastir tals-
menn hans. Sérlega samviskusam-
ir pólitíkusar eða talsmenn jafnað-
armannaflokka hafa þó stundum
reynt að andæfa þessum
reglum með því að laga dag-
far sitt að jöfnuði. Kannske
með því að búa sjálfir eins og
almennir verkamenn og
skrifstofumenn og ferðast
með strætisvagni og eiga ekki bíl.
En þessar undantekningar eru
frekar sjaldgæfar og ekki einhlítar.
Slíkir menn eru oft sakaðir um yf-
irdrepsskap fyrir fómfýsi sína og
uppskera því ekki eins og sáð var
til.
Við lifum nú þá tíma þegar hug-
myndin um jöfnuð manna á meðal
er nokkuð skringilega stödd. Hún
hefur engin „system" að styðjast
við í bili og lætur leiðast af tilfinn-
ingum einum. Og það er ekki erfitt
fyrir skynsama stjómmálamenn að
leika á tilfinningar, sem ekki eiga
sér mótaðan grundvöll að standa á.
í því dæmi, sem hér um ræðir, er
tilfinningunum fullnægt með því
að allir skuli sætta sig við að bera
ámóta lítið úr býtum. Það friðar
óánægjuna og segir ekki máltækið
að „nóg hefur sá er sér nægja læt-
ur“? En þessi er andinn í samfélagi
okkar í dag, fólk er hljóðlátt og
hlýðið og veit satt að segja ekki
hvers það væntir. Þýðing flestra at-
burða líðandi stundar er óljós og
dæmi um það er til dæmis kjara-
dómurinn. Málið var gripið upp
með ærslum, eins og þegar band-
hnykli er fleygt fyrir kött. Fyrr en
varir er hnykillinn horfinn undir
stól eða rúmbotn, kötturinn
gleymir honum, geispar og leggur
sig. AM
Vitt og breitt