Tíminn - 15.07.1992, Blaðsíða 1
Biskup íslands, Ólafur Skúlason,
um úrskurð Kjaradóms:
Er áfall fyrir
prestastéttina
Samkvæmt síðari úrskurði Kjaradóms er um 30% launahækkun
presta dregin til baka og laun þeirra hækka um 1,7% eins og annarra.
Forráðamenn Prestafélags íslands hafa mótmælt og nefnt hugsanleg-
ar uppsagnir. Ólafur Skúlason, biskup íslands, segir að prestar hafi
enn ekki orðað uppsagnir við sig eftir þennan síðari úrskurð.
„Prestar eru náttúrlega í hálfgild-
ings áfalli ennþá, eftir úrskurð
Kjaradóms. Tveir prestar höfðu tal-
að um uppsagnir við mig fyrir úr-
skurð fyrri Kjaradóms. Þeir töldu að
við óbreytt ástand gætu þeir ekki
verið áfram í köllum sínum vegna
fjárhagslegrar afkomu fjölskyldn-
anna. En hvort menn gera alvöru úr
þessu, það er meira en rétt að segja
það; menn eru í þessu af hugsjón
líka, en þeir bera ábyrgð ekki aðeins
á sjálfum sér heldur líka á maka og
börnum.
Ég held að ástandið sé ennþá verra
núna, því þegar er búið að sýna
mönnum fram á, að þeir hafi haft
rétt fyrir sér, eins og Kjaradómur
gerir, og láta ljósið leika svolítið um
prestastéttina, þá verður svartnætt-
ið ennþá myrkara þegar þessu er svo
öllu kippt í burtu.
Ef til uppsagna kæmi, ylli það
kirkjunni algjörum vandræðum og
ekki síður þeim söfnuðum sem
prestarnir þjóna. Það, sem prestur-
inn gerir og veitir, er nú einu sinni
viss fastastærð í byggðarlögum vítt
og breitt um landið. Það er ekkert
langt í það að fermingarundirbún-
ingur hefjist og undirbúningur vetr-
arstarfsins. Það að fá þetta ofan á
ýmislegt annað, sem hrjáir lands-
byggðina, er mjög slæmt," segir Ól-
afur Skúlason.
Forráðamenn Prestafélags íslands
benda á að í síðari úrskurði Kjara-
dóms segi að endurskoða þurfi
launakjör presta, og vitna í fyrri
dóminn, þannig að í framhaldinu
gæti það komið prestastéttinni til
góða. Það, sem náðist með fyrri
Kjaradómi, hafí verið leiðrétting eft-
ir áratuga baráttu og vonandi náist
hún aftur.
Dómur Kjaradóms náði til presta
sem veita sjálfstæðu embætti for-
stöðu, og þeir eru um 120 talsins á
landinu öllu. Laun þeirra voru fyrir
Kjaradóm um 120 þús. kr. á mán-
uði, en hækkuðu með dómnum upp
í um 150 þús. kr. á mánuði. Þessi
hækkun hefur enn ekki verið greidd
og lítið vitað um hvernig fjármála-
ráðuneytið tekur á þeim málum.
-BS
I gær lokaði Vigdís Finnbogadóttir, forseti fslands, síðasta kerinu í kerskála ÍSAL með felliþekju.
Þessi lokun markar ákveðin þáttaskil í mengunarvörnum í álverinu, en undanfarin þrjú ár hefur ver-
ið fjárfest fyrir rúman einn og hálfan milljarð í þessum felliþekjubúnaði í kerskálanum. Búist er við
að útblástur flúoríðs muni minnka úr 400 tonnum árið 1990 í 100 tonn í ár. Á myndinni má sjá frú
Vigdísi í kerskálanum í gær. Henni á vinstri hönd gengur Rannveig Rist verkfræðingur, og á vinstri
hönd forsetans gengur Einar Guðmundsson verkfræðingur. Tímamynd: Sigursteinn
Hlutfallsgreiðslur af lyfjaverði koma aftur í stað 850 kr. eða 500 kr. fastagjalds:
Greiösla sjúklings fyrir dýrt
lyf getur hækkað allt að 500%
Heilbrigðisráðherra hefur ákveð-
ið þá breytingu á greiðslum fyrir
lyf að sjúklingar skuli á ný fara að
greiða ákveðið hlutfall af iyfja-
verði, í staðinn fyrir fast gjald
eins og tíðkast hefur síðan 1974.
Frá fyrsta ágúst skal sjúklingur,
við hveija lyfjaafgreiðslu, greiða
25% af verði lyfsins, en þó ekki
meira en 3.000 kr. Þar sem fasta-
gjaldið hefur að undanfomu verið
850 kr. og 500 kr. fyrir bestu-
kaupalyf, getur þessi breyting þýtt
allt að 250% til 500% hækkun á
greiðslum sjúklinga sem nota dýr
lyf. Sjúklingar á ódýrum lyfjum
munu þar á móti sleppa með lægri
greiðslur en nú. Elli- og örorku-
lífeyrisþegar skulu hins vegar
greiða 10% af verði lyfsins, en þó
aldrei meira en 700 kr. fyrir
hveija afgreiðslu. Þessar breyt-
ingar eiga einungis við um þau lyf
sem áður báru fastagjald, en ekki
önnur.
Tilganginn með þessum aðgerð-
um segir heilbrigðisráðherra, Sig-
hvatur Björgvinsson, þann að ná
fram auknum sparnaði í lyfja-
kostnaði um leið og tilkostnaður
sjúklinga lækkar. Lyfjaútgjöld al-
mannatrygginga stefni að óbreyttu
í 2,5 milljarða, sem er 300 milljón-
ir kr. umfram áætlun fjárlaga.
Greiðsluhlutfall (25% og 10%) og
þak sé valið með það í huga, að
kostnaður sjúklinga aukist ekki að
meðaltali miðað við óbreytta
neyslu.
Með þessum breytingum er hins
vegar, enn einu sinni, stefnt að því
að fá lækna til þess að ávísa ódýr-
ustu lyfjum í hverjum flokki, til
hagsbóta bæði fyrir sjúklingana
beint og fyrir skattborgarana. Sú
kvöð er framvegis lögð á lækna, að
taka afstöðu til afhendingar ódýr-
asta samheitalyfs á nýhönnuðum
lyfseðli. Heimili læknir afgreiðslu
ódýrasta samheitalyfs, skal hann
rita (S) aftan við nafn lyfsins á lyf-
seðlinum, en annars (R) ef hann
heimilar ekki slíka afgreiðslu. Án
þessara merkinga verður lyfseðill
ógildur. Samfara er sú kvöð á lyf-
sala að afhenda ávallt ódýrasta
samheitalyfið, þegar læknar heim-
ila það. Lyfsölum er sömuleiðis, frá
næstu mánaðamótum, gert skylt
að afhenda sjúklingum greiðslu-
kvittun með sundurliðuðum
kostnaði sjúklings og TVygginga-
stofnunar.
Væri reglunni um að afgreiða
ávallt ódýrasta samheitalyfið fylgt
út í æsar, gæti lyfjakostnaður
lækkað um 500 milljónir kr., sam-
kvæmt útreikningum á vegum
heilbrigðisráðuneytisins. Þar þykir
mönnum þó varla raunhæft að
reikna með meira en 100 til 200
milljóna kr. lækkun lyfjakostnaðar
vegna samheitalyfja. Ráðuneytis-
menn beina því til fólks að það
spyrji lækni sinn jafnan, við útgáfu
lyfseðils, hvort völ sé á ódýrara lyfi.
Þessu til viðbótar er vonast til
nokkurs sparnaðar með því að
læknar varist framvegis að ávísa of
stórum lyfjaskömmtum, þar sem
slíkt muni hér eftir auka útgjöld
sjúklinga að ástæðulausu.
Lyf hafa undanfarið ár skipst í
fjóra flokka eftir því hvemig
greiðsla fyrir þau skiptist á milli
sjúklinga og almannatrygginga:
Stjörnu-merkt lyf greiða al-
mannatryggingar að fullu.
O-merkt lyf greiða sjúklingar að
fullu.
B-merkt lyf greiða almannatrygg-
ingar að fullu fyrir þá sem fram-
vísa lyfjaskírteinum.
E-merkt lyf greiða sjúklingar fast
gjald fyrir til 1. ágúst, en hlutfall af
verði eftir það. Hér er um þau lyf
að ræða sem framangreindar
breytingar ná til. En um 69% af
lyfjaútgjöldum TVyggingastofnun-
ar hafa verið vegna þessara E-
merktu lyfja.
Að undanförnu hefur fastagjaldið,
sem almennir sjúklingar greiða,
staðið undir 23% af heildarverði
þessara lyfja. Hjá lífeyrisþegum
hafa fastagreiðslurnar nægt fyrir
7% af heildarverði lyfjanna. Þessi
heildarskipting lyfjakostnaðar
milli sjúklinga og Tryggingastofn-
unar á að vera óbreytt. Breytingin
felst í því að framvegis þarf fólk að
greiða minna en áður fyrir ódýr
lyf, en meira en áður fyrir dýr lyf.
Að undanförnu hafa aðeins um
6% af afgreiðslum E-merktu lyfj-
anna verið yfir 3.000 króna
greiðsluþakinu sem miðað er við í
hinum nýju reglum, þ.e. kostað
meira en 12.000 krónur alls.
Greiðsluþátttöku E-merktra lyfja,
sem fást út á lyfjaskírteini, verður
þannig háttað að hlutfall og há-
marksgreiðsla verður helmingi
lægri en annars (þ.e. almennt
12,5% og 1.500 kr. þak).
Aðrar breytingar eru m.a. að
TVyggingastofnun verður heimilt
að gefa út lyfjaskírteini þar sem
greiðsluþátttaka er bundin við
ódýrasta samheitalyf hverju sinni.
Enn er ónefnd sú breyting að frá
1. ágúst verða teknir upp fjölnota
lyfseðlar fyrir sjúklinga, sem eru í
langtímameðferð. Þeir gefa kost á
allt að fjórum afgreiðslum á sama
lyfseðli. Þetta sparar sjúklingi ekki
aðeins ferðir til læknis, heldur gef-
ur honum einnig möguleika á að
dreifa greiðslum fyrir lyf yfir
lengra tímabil. - HEI