Tíminn - 15.07.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.07.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 15. júlí 1992 L 2 MINNING 1 Sigurgeir Þorgrímsson ættfræðingur Fæddur 4. nóvember 1943 Dáinn 8. júlí 1992 Hversu oft hef ég ekki leitað til Sigurgeirs við minningargreinar. Nú er hann horfinn og andinn kom- inn á æðra svið. Viðurkynning við Sigurgeir var sérstök lífsreynsla. Þegar aðrir voru bugaðir, þá var hann jafnan hinn frelsandi engill, kom með nýja sýn og framtíðin blasti aftur við björt og fögur. Hann hafði á unga aldri gengið í gegnum ægilega eldskírn og það setti mark sitt á hann alla tíð. Hvort sem þetta var orsökin eða meðfæddir hæfi- leikar, þá var hann í öllum sam- skiptum gefandinn, hugsunin eld- frjó og í öllum viðhorfum hans var einhver bjartsýni, þroski og gleði, sem gerðu mann oft agndofa. Hann var hinn geislandi smaragður í öll- um félagsskap, frumkvöðull sam- ræðna, huggari og mörgum andleg- ur leiðtogi. Áhugamálin voru endalaus, frá guðspeki til íþrótta, sagnfræði og íslensku máli til stjórnmála og ætt- fræði. Stundum töldum við skóla- bræður hans í barnaskóla hann gæddan yfirskilvitlegum vitsmun- um í sagnfræði og ættfræði. Hluti námsskrár þeirra tíma var að gera nemendur sem mest handgengna höfðingjum Sturlungu og íslend- ingasagna, norrænum konungum og valdaættum Evrópu ásamt klerkaveldi á Fróni í þúsund ár. í bekk Jóns Þórðarsonar í Barnaskóla Austurbæjar skorti heldur ekki leið- togann í þessi eðlu fræði. Við í bekknum lögðum okkur því öll fram til að kunna einhver nöfn og ártöl og helst að geta framsagt þetta af einhverju viti. Jón hlustaði gjarn- an brosmildur á, leit svo til Sigur- geirs og sagði: „Vilt þú ekki bæta eitthvað við þetta?" — og þar með urðu vitsmunir okkar annarra létt- vægir fundnir. Sigurgeir fór í Kennaraskólann að landsprófí loknu og einhverntíma á þessum árum sagði ég honum að gaman væri nú að þekkja eitthvað til sín. Nokkrum árum seinna spurði hann hvort ég ætlaði ekki að fara að taka þetta hjá sér. Vélritað reyndist þetta vera fjögurhundruð blaðsíðna ættartala og þegar ég spurði hann, hvort ég væri ekki mesta allrasveitakvikindi landsins, taldi hann það ekki ólíklegt. Hann fór svo í öldungadeild MH, en var ekki alveg í samhljómi við öll fög, eins og oft vill verða með snill- inga. Heimspekideild Háskóla ís- lands og rektor samþykktu svo inn- ritun hans í skólann og lauk hann þaðan sagnfræðiprófi fyrir tveimur árum. Hann var heillaður af bindindis- hugsjóninni og var stórritari Stór- stúku íslands, þar sem hann átti marga kæra perluvini. Hann var líka mikill trúmaður og leitandi í andanum. Jafnt var hann fóstbróðir kaþólikkans og spíritistans og góð- ur þjóðkirkjumaður. Sigurgeir var formaður íþróttafé- lags fatlaðra, þegar ráðist var í stór- byggingar þær, sem skapa þessu einstaka íþróttafólki okkar fram- bærilega aðstöðu. Á síðasta ári fór hann sárþjáður í hlaup hér í Reykja- vík, eins bæklaður og hann var. Kjarkurinn var einstakur og þorið endalaust. Sífellt kom hann á óvart og oft tók það langan tíma að átta sig á því, sem hann hafði áorkað. Ferðalög voru yndi hans og landa- fræði lék við honum. Hann komst nokkrum sinnum til útlanda og taldi sig stórum fróðari á eftir, hafði þá legið yfir fræðum um viðkom- andi lönd. Starfsvettvangur Sigurgeirs var íyrst og fremst Landsbókasafnið og Þjóðskjalasafnið. Þar var yndislegt að hitta hann, ræða við hann í fata- henginu og fá allan þann fróðleik sem maður þurfti. Hann starfaði fyrir Erfðafræðinefnd, Rannsókna- stofnun landbúnaðarins og mikið yndi hafði hann af því að fá að starfa með Lárusi Blöndal bókaverði að útgáfu Alþingismannatalsins. Stundum hef ég velt því fyrir mér með snillinga veraldarinnar, sem gátu gert betri og fallegri verk á styttri tíma en nokkur annar, hvort Sigurgeir ætti ekki samsvörun í þessu fólki. Árum saman sungum við í Fílharmóníu og ég er viss um það, að hefði Mozart fæðst inn í ís- lenska ættfræði þá héti hann Sigur- geir. Sérstök hugsjón Sigurgeirs með ættfræðirannsóknunum var að sanna fyrir öllum mönnum að þeir væru bræður. Fyrir fimm árum ákvað DV að setja á fót ættfræðisíðu. Var Sigurgeir ráðinn til verksins. í þau þrjú og hálft ár, sem hans naut við í þessu verki, tel ég hreinlega að blað hafi verið brotið í íslenskri ættfræðirit- un, þjóðarfræðum og persónusögu. Sigurgeir hafði oft steytt á skeri í lífinu og sjálfsagt var honum strítt á stundum. Núna var hann orðinn meistarinn og aðalstjórnandi. Dag og nótt sat hann við, beitti öllum sínum gífurlegu vitsmunum á þessu sviði, ásamt einstakri þekk- ingu viö heimildasöfnun. Oft hrökk þjóðin bókstaflega við að sjá þvflíka þekkingu var að finna á þessum síð- um, ættfræðisíðan var nánast skyldulesning allra dag hvern. Bæri að erlenda þjóðhöfðingja voru þeir umsvifalaust skyldleikaraktir til ís- lendinga. Það sem þjóðina í norðri hafði grunað í undirmeðvitundinni, sannaði Sigurgeir einfaldlega svart á hvítu. Allar hörmungarnar höfðu ekki nægt til að beygja ljóta andar- ungann. Við erum fríðir svanir af konunga kyni. Að tilhlutan Ólafs heitins Hans- sonar prófessors styrkti Sagnfræði- stofnun H.í. rannsóknir Sigurgeirs á tengslum okkar við ýmsar aðals- ættir Evrópu á miðöldum, t.d. Rantzauættina, sem drottnaði yfir Danaveldi á sínum tíma og voru svo miklir fagurkerar og listunnendur að þeir voru kallaðir Medici norð- ursins í Evrópu. Sigurgeir rakti ættir okkar saman við Búrbóna, Habsborgara, Oldenborgara, Hó- enzollara, Hannóferana, Róman- offa, Windsora og Túdora og afkom- endur erum við Karlamagnúsar og Rómarkeisara, sem er ánægjuefni á þessum sameiningartímum Evr- ópu. Föður sinn missti Sigurgeir fyrir mörgum árum, Þorgrím Magnús- son, stöðvarstjóra á BSR. Var hann rangæskrar ættar úr Fljótshlíðinni. Eftir lifir öldruð móðir, Ingibjörg Sveinsdóttir, ættuð af Mýrum vest- ur. Þessi yndislegu hjón gerðu allt sem þau gátu til þess að létta synin- um fötlunina, en hún kom fram við byrjun skólaaldurs. Bræður Sigur- geirs eru Sveinn, staðarverkfræð- ingur Landsvirkjunar, og Magnús, framkvæmdastjóri héraðsnefndar fatlaðra á Vesturlandi. Ég bið algóðan Guð að styrkja syrgjandi móður og bræður, alla að- standendur og vini og þakka bljúg- um huga einstaka viðurkynningu við ástfólginn vin. Drottinn gefur og Drottinn tekur, því erum við hans hvort sem við lifum eða deyj- um. Guðlaugur Tryggvi Karlsson Miðvikudaginn 8. júlí s.l. lést góð- vinur minn, Sigurgeir Þorgríms- son, á Landspítalanum, eftir meira en hálfs annars árs baráttu við ill- vígan sjúkdóm, krabbamein. Kynni okkar Sigurgeirs hófust ár- ið 1974, þegar hann vann að ætt- fræðirannsóknum fyrir föður minn, og stóðu óslitið síðan, þó fundum okkar bæri að vísu mun sjaldnar saman hin seinni ár, mest vegna mikillar vinnu okkar beggja. Vorum við tíðir gestir hvor heima hjá hin- um, og naut ég ávallt hinnar bestu gestrisni og alúðar Sigurgeirs og móður hans, Ingibjargar Sveins- dóttur, sem syrgir nú elsta son sinn, sem fallinn er frá á besta aldri. Sigurgeir bjó við fötlun frá fæð- ingu, en engu að síður var eljusemi hans, samviskusemi og ástundun slík, að margur maöurinn, sem bjó við óskerta starfsorku, hefði verið meira en fullsæmdur af. Áhugamál hans voru afar fjölbreytt - stundum helst til um of, fannst mér — fyrir utan ættfræðirannsóknirnar, sem hann var kunnastur fyrir, var hann vel heima í myndlist, tónlist, sagn- fræði, pólitík, trúarbragðasögu, svo ekki sé minnst á, hversu mörgum mönnum hann var málkunnugur, eða þekkti einhver deili á. Hann hafði lokið prófi í sagnfræði frá Há- skóla íslands, og stefndi að BA-rit- gerð, sem átti að fjalla um sögu Góðtemplarareglunnar á íslandi, en í henni var Sigurgeir starfandi um margra ára skeið og gegndi emb- ættum innan hennar. Sigurgeir var góður drengur og góður félagi. Hann mátti ekki vamm sitt vitá í neinu, var greiðvik- inn og örlátur, jafnt við ættmenni sem vandalausa, og mátti ekkert aumt sjá. Geðríkur var hann þó, og sagði sína meiningu umbúðalaust, ef því var að skipta. Trúhneigður held ég líka að hann hafi verið, þó hann flíkaði því lítt. Árið 1987 hóf Sigurgeir störf við Dagblaðið-Vísi, við umsjón afmæla- og ættfræðisíðu blaðsins. Urðum við þá „kollegar", báðir starfandi við dagblöð — hann á DV, ég á Tíman- um. Reyndist Sigurgeir þar hinn nýtasti starfsmaður, vann oft alla sjö daga vikunnar og langt fram á næt- ur. Kvartaði hann stundum um þreytu, en aldrei mun hann þó hafa hugleitt að gefast upp eða hlífa sér meira. Hann sinnti sínum störfum meðan hann gat, eða allt þar til hann Iagðist inn á sjúkrahús snemma árs 1991. Þegar ég nú kveð Sigurgeir vin minn, er mér efst í huga hryggð vegna þess, hve snemma hann fór. Hann átti svo mörgu ólokið, svo margir draumar sem áttu eftir að rætast. Hann hafði ferðast töluvert síðustu árin, og þau voru eflaust ófá löndin og borgirnar sem hann hefði langað til að sjá, en fær ekki nú þeg- ar hann er lagður upp í ferðina miklu, sem bíður okkar allra. Ég mun sakna Sigurgeirs, og það tómarúm, sem hann skilur eftir sig í lífi mínu, verður vandfyllt. Ég mun sakna prúðmennsku hans, glettni og gamansemi, en þó fyrst og fremst einlægrar vináttu hans. Fari hann vel og megi Drottinn blessa minningu hans. Aldraðri móður hans og bræðrum hans sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Steinn Bjarki Bjömsson EES-sam n ingurin n: Eftirlit með samkeppni Um eftirlit með, að hlítt sé sett- um samkeppnisreglum, er á kveð- ið í 55.- 60. gr. samningsins. „55. gr. 1. Með fyrirvara um ákvæði, sem hrinda 53. og 54. gr. í framkvæmd og er að finna í bókun 21 (ath. sjá viðbæti) og XIV. við- auka (ath. bls. 112-132 í V. hluta þýðingar utanríkisráðuneytisins) við samning þennan skulu fram- kvæmdastjórn EB og eftirlits- stofnun EFTA, sem kveðið er á um í 1. mgr. 108. gr., tryggja beitingu meginreglunnar, sem mælt er fyr- ir um í 53. og 54. gr. — Hin þar til bæra eftirlitsstofnun, sem kveðið er á um í 56. gr. skal að eigin frumkvæði eða að beiðni ríkis á viðkomandi svæði eða hinnar eft- irlitsstofnunarinnar rannsaka til- vik, þar sem grunur leikur á, að meginreglur þessar séu brotnar. Hin þar til bæra eftirlitsstofnun skal framkvæma þessar rannsókn- ir í samvinnu við þar til bær stjórnvöld á viðkomandi svæði og í samvinnu við hina eftirlitsstofn- unina, sem skal veita henni aðstoð í samræmi við eigin reglur. — Komist hún að þeirri niðurstöðu, að um brot hafi verið að ræða, skal hún gera tillögur um viðeigandi ráðstafanir til að benda enda á það. — 2. Ef ekki er bundinn endi á umrætt brot, skal þar til bær eft- irlitsstofnun skrá slíkt brot á meg- inreglunum í rökstuddri ákvörð- un. — Hin þar til bæra eftirlits- stofnun getur birt ákvörðun sína og heimilað ríkjum á viðkomandi svæði, með þeim skilyrðum og á þann hátt, sem hún kveður nánar á um, að gera nauðsynleg- ar ráðstafanir til að ráða bót á ástandinu. Hún get- ur einnig farið fram á það við hina eftirlitsstofnun- ina, að hún heimili ríkjum á við- komandi svæði að gera slíkar ráð- stafanir. 56. gr. 1. Eftirlitsstofnanir skulu taka ákvarðanir í einstökum mál- um, sem falla undir 53. gr. í sam- ræmi við eftirfarandi ákvæði: (a) eftirlitsstofnun EFTA skal taka ákvarðanir í þeim málum, sem einungis hafa áhrif á viðskipti milli EFTA-ríkjanna; (b) með fyr- irvara um c-lið skal eftirlitsstofn- un EFTA taka ákvarðanir... þar sem velta viðkomandi fyrirtækja á yfirráðasvæði EFTA-ríkjanna er 33% eða meiri en velta þeirra á svæðinu, sem samningur þessi tekur til (where the turnover of the undertakings concerned in the territory of the EFTA states equals 33 per cent or more of their turnover in the territory covered by this Agreement); (c) fram- kvæmdastjórn EB skal taka ákvarðanir í öðrum málum, svo og í þeim málum, sem falla undir b- lið og hafa áhrif á viðskipti milli aðildarríkja EB og skal hún þá taka tillit til ákvæðanna í 58. gr., bókun 21, bókun 23 (ath. á bls. 64- 70 í III. hluta) og XIV. viðauka. — 2. Eftirlitsstofnun á því svæði, þar sem yfirburðastaða er talin vera fyrir hendi, skal taka ákvarð- anir í einstökum málum, sem falla undir 54. gr. Reglurnar, sem settar eru í b- og c-lið 1. mgr. gilda því aðeins, að um yfirburðastöðu á svæðum beggja eftirlitsstofnan- anna sé að ræða. — 3. Eftirlits- stofnun EFTA skal taka ákvarðanir í einstökum málum, sem falla undir c-lið 1. mgr. og hafa ekki umtalsverð áhrif á viðskipti milli aðildarríkja EB eða samkeppni í bandalaginu. — 4. Hugtökin „fyr- irtæki" og „velta“ eru, að því er þessa grein varðar, skilgreind í bókun 22 (ath. á bls. 61-63 í II. hluta). [-.] 58. gr. Með það fyrir augum að þróa og viðhalda samræmdu eftir- liti á Evrópska efnahagssvæðinu á sviði samkeppni, svo og að stuðla að einsleitri fram- kvæmd, beitingu og túlk- un ákvæða samningsins í þessu skyni, skulu lögbær yfirvöld hafa með sér samvinnu í samræmi við ákvæði bókana 23 (ath. bls. 64-70 í III. hluta) og 24 (ath.bls. 71-79 í III. hluta). 59. gr. Eigi í hlut opinber fyrir- tæki, og fyrirtæki sem aðildarríki EB eða EFTA-ríki veita sérstök réttindi eða einkarétt, skulu samningsaðilar tryggja, að hvorki séu gerðar né viöhaldið nokkrum þeim ráðstöfunum, sem fara í bága við reglur samnings þessa, einkum reglur sem kveðið er á um í 4. gr. (ath. um enga mismunun sakir ríkisfangs) og 53.-63. gr. — 2. Reglur samnings þessa, einkum reglurnar um samkeppni, gilda um fyrirtæki, sem falið er að veita þjónustu, er hefur almenna efna- hagslega þýðingu, eða eru í eðli sínu fjáröflunareinkasölur, að því marki, sem beiting þeirra kemur ekki í veg fyrir, að þau geti að lög- um eða í raun leyst af hendi þau sérstöku verkefni, sem þeim eru falin. Þróun viðskipta má ekki raska í þeim mæli, að það stríði gegn hagsmunum samningsaðil- anna. — 3. Framkvæmdastjórn EB og eftirlitsstofnun EFTA skulu hvor innan síns valdsviðs tryggja, að ákvæðum þessarar greinar sé beitt og gera, eftir því sem þörf krefur, viðeigandi ráðstafanir gagnvart þeim ríkjum, sem eru á svæðum hvorrar um sig. [...] VIÐBÆTIR: Bókun 21 tekur til bls. 50-60 í III. hluta. Fyrri hluti 1. gr. hljóðar: „Með samningi milli EFTA-ríkjanna skal eftirlitsstofn- un EFTA falið sambærilegt vald- svið og svipuð störf og fram- kvæmdastjórn EB, við undirritun samningsins, við beitingu á sam- keppnisreglum stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu og stofnsáttmála Kol- og stálbanda- lags Evrópu, sem gerir eftirlits- stofnun EFTA kleift að fram- kvæma þær meginreglur, sem settar eru í e-lið 2. mgr. 1. gr. og 53.-60. gr. samningsins og í bókun 25 (ath. „Um samkeppni varðandi kol og stál“). Að sinni a.m.k. verð- ur ekki vikið að bókunum 23 og 24. viðskiptalifinu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.