Tíminn - 16.07.1992, Page 1
Fimmtudagur
16. júlí 1992
129. tbl. 76. árg.
VERÐ í LAUSASÖLU
KR. 110.-
Grundvallaratriði að EES-aðili skuli njóta jafnréttis hér á landi við öflun og nýtingu fasteigna:
Gera ráð fyrir stóraukinni
eftirspurn eftir fasteignum
„Ef sambærilegar reglur munu gilda hér á landi og gilda fyrir EB, er hugs-
anlegt aö eftirspum eftir fasteignum eða fasteignaréttindum hér á landi
muni aukast," segir m.a. um fasteignamarkað og EES í álitsgerð um samn-
inginn um EES og fasteignir á íslandi, sem þrír lögmenn hafa samið að
beiðni dómsmála- og landbúnaðarráðherra. í niðurstöðum þeirra kemur
fram að með aðild að EES verður það grundvallaratriði að EES-aðilum (ein-
staklingum og lögaðilum) verði ekki mismunað, heldur njóti þeir jafns rétt-
ar hér á landi og íslendingar til öflunar fasteigna. Séu í íslenskum lögum,
eða verði, skorður settar við öflun fasteignaréttinda, muni þær gilda jafnt
um íslendinga og aðra þegna EES.
Höfúndar álitsgerðarinnar eru
þeir Ólafur W. Stefánsson skrifstofu-
stjóri dóms- og kirkjumálaráðu-
neytisins, Stefán Már Stefánsson
lagaprófessor við HÍ, og TVyggvi
Gunnarsson hrl. Þar kemur víða
fram að þeir telja allt eins mega bú-
ast við verulega aukinni ásókn EES-
aðila í fasteignir (hús, lönd og
hlunnindi) hér á landi, jafnvel svo
að verð þeirra gæti hækkað stórlega,
jafnvel svo að fslendingum yrði of-
viða að kaupa.
Hina auknu eftirspurn segja þeir
fyrst og fremst mega rekja til þess
frjálsræðis, sem felst í stofnsetning-
arrétti, launþegarétti og rétti til
frjálsrar þjónustustarfsemi. Aukin
eftirspurn yrði þó ekki takmörkuð
við þetta, því reglurnar um frjálsa
fjármagnsflutninga séu í framþróun
og þess því e.t.v. ekki langt að bíða
að af þeim Ieiði enn aukið frelsi.
Hin aukna eftirspurn er greind
með þessum hætti:
í fyrsta lagi muni eftirspurn aukast
eftir íbúðarhúsnæði, fyrst og fremst
á rótum þess frelsis sem stofnsetn-
ingarréttur og launþegaréttur veiti.
í öðru lagi að eftirspurn aukist eft-
ir ýmiss konar spildum til útivistar.
M.a. megi gera ráð fyrir aukinni eft-
irspurn eftir ýmiss konar landi til
útivistar og/eða ferðaþjónustu sem
lið í beinum atvinnuumsvifum eða
þjónustustarfsemi. Þar við bættist
svo áhugi einstaklinga, félaga og fyr-
irtækja til að eignast land til útivist-
ar og nýtingar náttúrugæða.
í þriðja lagi megi gera ráð fyrir að
eftirspurn eftir iandi, sem nú er nýtt
til landbúnaðar, aukist til annarra
nota.
Höfundar taka fram að hér séu þeir
aðeins að setja fram hugmyndir um
hugsanlega þróun, án þess að hafa
handbær gögn sem styðja það að
hún verði í raun með þessum hætti,
eða hvað slík þróun mundi þá taka
langan tíma.
Fyrstu loðnunni landaö á Raufarhöfn í gær:
Mikið um rauð-
átu í loðnunni
Fyrstu loðnunni á vertíðinni var
landað á Raufarhöfn í gærmcrg-
un. Það var loðnuskipið Svanur
RE, sem veiddi loðnuna um 150
sjómilum norður af Sléttu. Afl-
inn var um 550 tonn. Mikið er af
rauðátu í loðnunni, að sögn Árna
Sörens, verksmíðjustjóra Sfldar-
verksmiðja ríkisins á Raufarhöfn.
Verksmiðjan á Raufarhöfn er sú
eina á landinu sem tilbúin er að
taka við loðnu, hinar eru flestar
lokaðar vegna sumarleyfa. Ámi
Sörens segir að það hafl komið á
óvart að fá loðnu þetta snemma,
mörg undanfarin ár hafl loðnu-
veiði eldri haflst fyrr en á haustin
og í fyrra ekki fyrr en f nóvember.
Norðmenn eru nú á leiðinni á
miðin og lfldegt að þeir landi
einnig á Raufarhöfn.
Loðnan fer öll í bræðslu. Vegna
rauðátunnar er hún fljót að leys-
ast upp og Áml segir erfitt að
bræða hana, hún verði fljótt að
rauðum graut. Loðnan eltir rauð-
áhina á sumrin fyrir norðan land-
ið og fltar sig á henni. Þess vegna
er fltan mjög iaus í henni.
Milrið er af hnúfubak á loðnum-
iðunum, hann eltir loðnuna og
rauðátuna. Svanur RE kom til
hafnar með nótina alla uppsnúna
eftir hval.
Þórður Jónsson, rekstrarstjóri
Sfldarverksmiðja rfldsins, segir
að verð á loðnumjöli sé nú um
20% lægra en á sama tíma í
fyrra. Hann segist þó vona að það
sé tímabundið miðsumarvanda-
mál, eins og oft hafl komið upp
áður. Rauðátan á þó ekki að hafa
áhrif á gæði mjölsins, ef tekst að
vinna loðnuna strax. Nú er verið
að kanna markaðsmálin, mjÖI er
helst keypt f Bretiandi og á meg-
inlandi Evrópu og er notað í land-
búnaði og fiskeldL Mjöl hefur lfka
verið flutt til Noregs og Skandin-
avfu í töluverðu magni. Lýsisverð
er aftur á móti svipað og verið
hefúr undanfarin ár. Þórður segir
að erfltt sé að áætla hvemig verð-
ið verður á loðnuafurðum í
haust: það fari eftir mörgum
þáttum, m.a. uppskeru og veður-
fari f markaðslöndunum.
-BS
En verði þessi raunin á, telja þeir
líka líklegt að aukin eftirspurn geti
valdið almennum verðhækkunum
og orðið í ósamræmi við þá stefnu,
sem ríkir um fasteignir hér á landi.
Ljóst sé að hækki lönd og jarðir
mikið í verði, geti það t.d. orðið erf-
itt að beita forkaupsréttarákvæðum
jarðalaga í þágu sveitarfélaga. Því
kunni að vera ráðlegt að mynda
sjóði, sem hafi bolmagn til að standa
straum af þessu. Sama þróun hefði
áhrif á fjárhæðir eignarnámsbóta.
í íslenskum lögum verður unnt hér
eftir sem hingað til að hafa ýmis
ákvæði, sem setja skorður við öflun
fasteignaréttinda eða gera öflun
þeirra háða samþykki stjómvalda
með eða án skilyrða, segir í álits-
gerðinni. Það sama gildi líka um
forkaupsréttarákvæði og önnur slík
ákvæði. Lagaákvæði, sem feli í sér
félagslega aðstoð til þess sem kaupir
fasteign, geti líka staðist EES-regl-
ur. „í öllum tilvikum er það þó skil-
yrði að reglurnar séu með þeim
hætti og að þeim sé beitt þannig að
ekki feli í sér mismunun gagnvart
þeim, sem getur byggt rétt á EES-
reglum."
Jarðalögum þarf heldur ekki að
breyta vegna tilkomu EES-samn-
ings, samkvæmt álitsgerðinni.
Vatnsréttindi, jarðhitaréttindi og
námuréttindi fylgi almennt viðkom-
andi jörð og séu þá háð einkaeignar-
rétti. Ætla verði að EES-aðili, sem
festi kaup á fasteign, verði engu mis-
rétti beittur í þessu efni. Svipað eigi
við um veiðirétt og önnur hlunn-
indi, sem fylgi jörðum.
- HEI
Umferðaróhapp varð á Miklubrautinni í gær þegar þessi jeppi valt, þegar hann
ók í austurátt, og endaði uppi á umferðareyju á hjólunum. Ekki er vitað um að slys hafi
Orðið á fólki. Timamynd: Sigursteinn
Uppgjör Bandalags íslenskra leikfélaga:
Stór verkefni, lítið fé
Bandalag íslenskra Ieikfélaga hef-
ur farið fram á aukafjárveitingu frá
rflrinu. Fjárveiting ríkisins hefur
ekki haldið verðgildi sínu og vegna
slæmrar stöðu margra sveitarfélaga
hefur þeim ekki tekist að hlaupa
undir bagga með leikfélögunum.
Þess er krafist að fjárlög ársins
1993 verði leiðrétt þannig að hún
verði ekki lægri en framreiknuð
fjárveiting ársins 1989. En fáist ekki
meira fé, getur farið svo að loka
þurfi þjónustumiðstöð B.Í.L. í Hafn-
arstræti 9, en starf hennar er afar
mikilvægt fyrir starfsemi leikfélag-
anna.
Miöstöðin sér m.a. leikfélögunum
fyrir handritum, hefur milligöngu
um þýðingu verka, sér um inn-
heimtu og greiðslu höfundarlauna,
dreifir nauðsynlegum upplýsingum
varðandi leikstjóra sem gefa kost á
sér til starfa með félögunum, gætir
hagsmuna leikfélaganna og Banda-
lagsins í Leiklistarráði, Leiklistar-
sambandi íslands og Leiklistarskóla
íslands, gætir hagsmuna gagnvart
ríki og stjórnvöldum og gefur út
Leiklistarblaðið.
Á síðasta leikári störfuðu 60 áhuga-
leikfélög og voru samtals 89 verk-
efni sett upp, þrátt fyrir niðurskurð
á fjárlögum ríkisins. Gróskan í fé-
lögunum hefur aldrei verið meiri.
Þau 80 leikfélög, sem aðild eiga að
B.Í.L., hafa 4.500 félaga innan sinna
vébanda og á ársskýrslum leikfélag-
anna sést að þeir sýndu alls 620 sýn-
ingar fyrir 66.500 áhorfendur. Það
þýðir að 1,5% þjóðarinnar setja upp
sýningar og 26.6% þjóðarinnar
njóta sýninganna.
Meðal j)ess, sem ákveðið var á aðalf-
uni B.I.L. í lok leikársins, var að
framkvæma „Stóru hugmyndina",
sem felst í sameiginlegri leiksýn-
ingu sem flestra áhugaleikfélaga á
landinu. Einnig er ætlunin að vinna
að skipulagningu og kostnaðaráætl-
un hugmyndar um Leiklistarskóla
B.Í.L.__________—GKG.
Páll Pétursson:
Einkavæðing-
arsinnar í
þjóðnýtingu
vegna EES?
• Sjá grein á bls. 5