Tíminn - 16.07.1992, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 16. júlí 1992
Tfminn 5
Páll Pétursson:
Eignaupptaka í
kj ölfar EE S - samnings
Árið 1940 voru sett lög um það að jarðhiti fylgdi jarðareign. Var
það í samræmi við Vatnlögin frá 1923 um að landeigendur einir
pettu rétt til að hagnýta vatnsorku þeirra vatna er um lönd þeirra
runnu. 67. grein stjórnarskrár hefur varið þennan rétt og eignar-
námi verið beitt og eignarnámsbætur greiddar þegar afla hefur
þurft réttinda frá einstaklingum í þarfír virkjana.
Ekki hafa allir verið sáttir við þessa
skipun mála. Á mörgum þingum
undanfarið hafa komið fram frum-
vörp um að þjóðnýta vatnsorku og
jarðhita. Frumkvöðlar hafa yfirleitt
verið úr röðum Aiþýðubandalags og
Alþýðuflokks. Ekki hafa þessi frum-
vörp náð fram að ganga til þessa.
Hafa menn talið að friðhelgi eignar-
réttarins, sem fjallað er um í 67. gr.
stjómarskrár, væri því til fyrirstöðu
að eignir þessar mætti gera upptæk-
ar bótalaust
Nýjar aðstæður
í auglýsingabæklingi, er iðnaðar-
ráðherra gaf út í maí síðastiiðnum
til að vekja athygli á afrekum sínum
og hugsjónum, undir heitinu „Orku-
Iindir og jarðefni", stendur þessi
setning:
„Nýjar aðstæður kalla á nýja skil-
greiningu á eignarrétti lands.“ Þess-
ar nýju aðstæður, er ráðherrann tal-
ar um, er EES-samningurinn, en
mjög mikilvægt er að Islendingar
glati ekki landi eða orkulindum í
hendur útlendinga.
Samkvæmt EES-samningnum er
hvers konar mismunun eftir þjóð-
emi óheimil, þannig að íslendingar
hafa engan forgang að landi sínu eða
auðlindum þess umfram aðra íbúa
EES- svæðis eftir að samningur hef-
ur verið lögtekinn. Undantekning er
þó gerð hvað varðar eignarhald á út-
gerð og frumfiskvinnslu, en horfið
er frá því grundvallaratriði undan-
farinna ára að láta ekki fiskveiðirétt-
indi við ísland í skiptum fyrir tolla-
ívilnanir. Líklega er þó ekki varan-
legt hald í banninu við eignarhaldi
útlendinga í útgerð og fiskvinnslu
og hefur m.a. fjármálaráðherra,
Friðrik Sophusson, krafist þess að
lögum þar um verði breytt.
Jafn réttur fyrir út-
lendinga
Út er komin álitsgerð nefndar sem
dómsmálaráðherra og landbúnaðar-
ráðherra settu á stofn og fjallaði um
EES-samninginn og fasteignir á ís-
landi. Nefndina skipuðu Ólafur
Walter Stefánsson, Stefán Már Stef-
ánsson og Tryggvi Gunnarsson. Þeir
fjalla um gildandi lög á íslandi,
hverju þurfi að breyta vegna samn-
ingsins og hvort tiltækilegt sé með
lagasetningu að setja frekari skorður
við eignarhaldi útlendinga. Það virð-
ist mjög torvelt svo nokkurt hald sé
í. Þeir telja að vísu að unnt sé að
binda eignarhald á iöndum og land-
spildum við tiltekna nýtingu og bú-
setu á staðnum, en það yrði að ganga
jafnt yfír alla íslendinga og aðra íbúa
EES-svæðis. Ef það yrði gert, yrðu
þeir íslendingar, sem nú eiga jarðir
eða landspildur, væntanlega að búa á
þeim og nýta þær eða láta þær af
hendi ella.
Hverjir koma til með
að eiga ísland?
í álitsgerðinni segir í gr. 8.4.3:
„EES-samningurinn og þeir við-
aukar sem honum fylgja heimila
ekki að gerður sé munur á rétti ís-
lenskra aðila og þeirra sem nýta sér
EES- réttindi til að eignast virkjun-
arrétt vatnsfalla og jarðhita hér á
landi. Ljóst er því að framangreind-
um ákvæðum fjárfestingarlaganna
um virkjunarrétt verður að breyta
vegna tiíkomu samningsins, en ís-
land hefur þó frest til þess hvað varð-
ar beina fjárfestingu til 1. janúar
1996.“
Fjárfestingarlögin eru nr. 34 frá
1991 og kveða á um fjárfestingu er-
lendra aðila í atvinnurekstri. Þar er
bundin heimild til að útlendingar
geti öðlast eignarrétt á fasteign „til
beinnar notkunar í atvinnustarfsemi
sinni".
Ennfremur segir í álitsgerðinni gr.
8.4.3:
„Kaupi erlendur aðili sem nýtur
EES-réttar land hér fær hann eins
og aðrir landeigendur eignarráð yfir
þeim námum sem finnast þar í
jörðu. Þannig gæti aðili sem nýtur
EES-réttar aimennt fest kaup á landi
hér til að stofnsetja þar námu-
vinnslu á grundvelli stofrisetningar-
réttar.“
Af þessu má ljóst vera að hér eru
bæði lönd og auðlindir galopnar fyr-
ir íbúum EES-svæðisins.
Einkavæðingarpostul-
ar þjóðnýta
Ríkisstjórnin hefur boðað breyting-
ar á 80 íslenskum lögum vegna EES-
samningsins. Eitt frumvarpanna
hefur verið sent nefndarmönnum í
iðnaðarnefnd Alþingis. Það heitir:
Frv. til 1. um eignarhald á auðlind-
um í jörðu. Efni þess frumvarps er
að þjóðnýta, þ.e. lýsa eign ríkisins,
allar auðlindir í jörðu i íslensku
landi og setlögum. „Með auðlindum
í lögum þessum er átt við hvers kon-
ar frumefni og efnasambönd, hvort
heldur í fljótandi, föstu eða loft-
kenndu formi og án tillits til hita-
stigs er þau kunna að finnast við, þar
með talin jarðefni, málmar, olía,
vatn og jarðhiti."
Sú tilhíiðrun er gerð að „landareign
sem háð er einstaklingseignarrétti
fylgir réttur til nýtingar allt niður á
10 m dýpi á grjóti, möl, mó, surtar-
brandi, leir og öðrum slíkum jarð-
efnum, svo og á vatni og jarðhita".
Leyfi iðnaðarráðherra þarf þó til,
vilji menn fara lengra niður en 10
metra, og er þá betra að hafa ekki
malamámur of djúpar. „Sveitarfélag,
sem á land á jarðhitasvæði við gildis-
töku laga þessara, skal hafa for-
gangsrétt til rannsóknar og nýting-
arleyfis samkv. 5. og 6. gr. og vera
undanþegið leyfisgjöldum samkv. 9.
gr.“
Aðgangseyrir landeig-
enda að EES
Einkavæðing hefur verið kjörorð
þessarar ríkisstjórnar. Með einka-
væðingu er átt við að afhenda skuli
það, sem fémætt er af eignum hins
opinbera, til einstaklinga gegn
óverulegu gjaldi, oftast Kolkrabb-
ans.
Því skýtur það skökku við er einka-
væðingarpostularnir mæla hér fyrir
um svo stórkostlega eignaupptöku
og þjóðnýtingu. Fyrir því liggja þó
þau rök að ef ríkið sjálft hefur eign-
arhald á auðlindunum er e.t.v. minni
hætta á að þær lendi í höndum er-
lendra aðila í kjölfar EES-samnings-
ins. Þetta er aðgangseyrir landeig-
enda á íslandi að Evrópsku efna-
hagssvæði. Þá er eftir að koma þessu
heim og saman við 67. gr. stjórnar-
skrár, en hún hljóðar svo: „Eignar-
rétturinn er friðhelgur. Engan má
skylda til að láta af hendi eign sína,
nema almenningsþörf krefji; þarf til
þess lagafyrirmæli, og komi fullt
verð fyrir."
Orsök og afleiðing
Það er mörgum Ijóst að ef við ætl-
um að staðfesta EES-samninginn
verðum við að breyta stjórnar-
skránni vegna fullveldisafsalsins. Þá
kemur til álita hvort ekki þarf að
breyta 67. gr. líka, enda hefur ríkis-
stjórnin ekki hugsað sér að láta
„fullt verð koma fyrir“ þær eignir
sem hér á vegna almannahagsmuna
að gera upptækar.
Þrátt fyrír það að mér þyki sú hugs-
un, er að baki frumvarpsins liggur,
mjög ógeðfelld og andstæð þeirri
réttlætiskennd er okkur flestum hef-
ur verið innrætt, m.a. með boðorð-
inu „Þú skalt ekki stela“, er líklega
ekki lengur grundvöllur til að berj-
ast gegn þessari lagasetningu. Ætla
verður að ríkisvaldið hafi fremur afl
til að varðveita eignir gegn ásókn er-
lendra kaupenda en einstakir ein-
staklingar. Lagasetningin er fylgi-
fiskur EES-samningsins — ef gerð-
ur verður.
Höfundur er formaöur þingflokks
framsóknarmanna.
r r
I mafiunni á Italíu eru flóknar siðareglur og ströng viðurlög
við að brjóta þær, enda:
Sitthvað að vera venjuleg-
ur eða „virðulegur“ glæpon
Eftir áralanga þögn almennra borgara gagnvart glæpastarfsemi
mafíunnar eru mótmæli gegn starfsemi hennar nú aö færast f
aukana.
Undir þögulum og starandi augum
glæpafélaga sinna stingur maður sig
í vísifingurinn. Hann lætur blóðið
drjúpa á helgimynd og kveikir síðan
í henni. Myndin gengur logandi á
milli félaganna, meðan nýliðinn sver
mafíunni hollustueiða.
Á þennan hátt fer vígsla nýliða fram
í mafíu-fjölskyldum, ef marka má
upplýsingar frá uppljóstrurum og
þeim sem rannsakað hafa starfsemi
mafíunnar á Sikiley. Eftir athöfnina
er mafíósinn „heiðursmaður" í aug-
um félaga sinna. Þessi athöfn er talin
hafa verið óbreytt í langan tíma og
sameiginleg mörgum glæpafjöl-
skyldum. í vígsluathöfninni fær
hinn ungi glæpon smjörþefinn af
flóknu táknkerfi mafíunnar og hug-
myndum meðlima hennar um „rétt-
læti“.
Þegar glæpon hefur verið vígður,
nýtur hann sjálfkrafa mikillar virð-
ingar. Honum hefur þá verið lyft á
stall og hann stendur langt ofar
„venjulegum“ glæpamönnum. Það
ber að sýna honum virðingu og lotn-
ingu.
I mafíunni á Ítalíu er talið að séu
um það bil 5000 „innvígðir" félagar.
Fjöldi annarra glæpamanna eru hins
vegar áhangendur mafíunnar, en
þeir njóta ekki sömu virðingar og
hinir.
Uppljóstrarinn Antonino Calderone
segir í viðtalsbók að mjög mikilvægt
sé að gera þennan greinarmun á
„venjulegurrí' glæpamönnum og
„virðulegum" glæpamönnum.
„Við erum mafíósar, hinir eru
venjulegir menn. Við erum heiðurs-
menn og drengir góðir... úrval með-
al glæpamanna," segir Calderone í
bókinni „Gli uomini del disonore"
(Menn án heiðurs) eftir Pono Arlacc-
hi.
Calderone og öðrum af sama sauða-
húsi finnst sem þeir hafi unnið fyrir
virðingu annarra glæpamanna og
eigi hana margfaldlega skilda. Það er
vegna þess að þeir hafi svarist undir
mjög strangar siðareglur og manna-
setningar. Þessar reglur ná út fyrir
gröf og dauða.
Að utan
Eitt slíkra boðorða er tryggð við
eiginkonu sína. Annað er að virða al-
gjöra þögn reglunnar cg þriðja að
nýta sér ekki vændi.
„Mafían er eins og dómskerfið,
nema munurinn er sá að hún getur
ekki leyft sér þann munað að draga
menn fyrir dómstól og setja þá í
tugthús," er haft eftir Giuseppe Ay-
ala, sem er fyrrum rannsóknardóm-
ari í Palermo, höfuðborg Sikileyjar,
og baráttumaður gegn mafíunni.
„Mafían hefur aðeins eitt úrræði,
ein viðurlög — dauða," sagði Ayala í
nýlegu fréttaviðtali, en hann er nú
þingmaður á ítalska þinginu.
Mafían styðst við flókið táknkerfi til
þess að framfylgja reglum sínum.
Réttlætinu virðist fullnægt, þegar af-
taka félaga felur í sér ákveðin skila-
boð. Aftakan er ekki atburður einn
og sér, heldur orðsending til félag-
anna.
Þegar lík finnst og steinn er í
munni þess? Það merkir að viðkom-
andi hefur rofið þagnareiðinn —
omerta. Ef kynfæri hafa verið skorin
af líkinu? Mafíósinn hefur gerst fjöl-
þreifinn í stað þess að halda sig við
eiginkonu sína. Kannski var ástkona
hans eiginkona félaga hans. Það er
sérkennilegt að mafían, sem fremur
grimmdarverk og hikar ekki við að
versla með eiturlyf, skuli krefjast
slíkrar ráðvendni af félögum sínum,
þegar konur þeirra eru annars vegar.
Falcone dómari, sem myrtur var í
maí síðastliðnum á grimmilegan
hátt, skrifaði eftirfarandi í „Cose di
Cosa Nostra“ (Málefni mafíunnar):
„... maður, sem hefur ekki stjórn á
tilfinningum sínum og kynlífi, er
ekki líklegur til þess að ávinna sér
traust í starfi. Einu konurnar í lífi
mafíósa eru og hljóta alltaf aö vera
mæður barna þeirra.“
Það eru dæmi um uppljóstrara eins
og Buscetta, sem þurftu að gjalda
þess dýru verði að hafa ljóstrað upp
um mafíuna og rofið þagnareiðinn.
Mafían refsaði honum með því að
drepa 10 úr fjölskyldu hans. Annar
uppljóstrari, Salvatore Contorno,
mátti sjá á eftir 30 ættingjum ofan í
gröfina.
Ayala hefur sagt að þessir uppljóstr-
arar hafi veitt kolkrabbanum, eins
og mafían er stundum kölluð á ít-
aiíu, sár sem hafi orðið til þess að að
mafíunni sé nú þrengt. Hins vegar
þjappi þeir sér nú saman og reyni að
styrkja valdakerfi sitt.
Félagi í glæpaflokki má aðeins hafa
samband við næsta yfirmann sinn.
Hann veit ekkert og má ekkert vita
um það sem gerist þar fyrir ofan í
valdaröðinni. Þá má hann heldur
ekkert vita hvað gerist í öðrum hóp-
um. Nýlegar uppljóstranir hafa hins
vegar gert mafíuna sýnilegri og
áþreifanlegri. Það má líka segja að
hún sé ekki lengur sveipuð þeim
dýrðarljóma sem áður var.