Tíminn - 16.07.1992, Side 8

Tíminn - 16.07.1992, Side 8
8 Tíminn Fimmtudagur 16. júlí 1992 MINNING Guðríður Guðmundsdóttir Fædd 2. maí 1897 Dáin 6. júlí 1992 Þú vóst upp björg á þirm veika arm; þú vissir ei hik eða efa. í alheim ég þekkti eirm einasta barm sem allt kurmi aö fgrirgefa. (E.Ben.) Á vordögum árið 1897, þegar jörðin var að vakna og söngvar iofisins að hefj- ast, fæddist stúlkubam á Gauksmýri í Vestur-Húnavatnssýslu. Móðirin var Ólöf Sigurðardóttir, húsfreyja þar, en faðirinn Guðmundur Sveinsson frá Múla. Ólöf hafði misst mann sinn, Sigur- valda Þorsteinsson, frá þrem dætrum og gerðist Guðmundur þá ráðsmaður hennar næstu ár. Hann og Sigurvaldi voru systkinasynir. Litla stúlkan var skírð Guðríður, en vegir foreldranna lágu ekki saman til frambúðar. Guðmundur kvæntist, eign- aðist þrjú böm og íluttist síðar til Vest- mannaeyja. Ólöf giftist Bimi J. Jósafats- syni og bjó áfram á Gauksmýri. Alls eignaðist hún ellefu böm. Þegar Guðríður var um það bil árs- gömul, samdist svo um að hún færi í fóstur til Þorbjargar Þorsteinsdóttur, frænku sinnar, og Hallgríms Jónssonar á Hnjúki í Vatnsdal. Þar ólst hún upp í skjóli góðra fósturforeldra, sem hún unni og bar virðingu fyrir. Þau áttu sjálf tvö böm á lífi, Engilráðu og Jón. Og þama, undir Hnjúknum með feg- urð dalsins í fangið, átti Guðríður bemskusporin, hoppaði þúfu af þúfu eins og vorfuglamir, teygaði ilm af töðu og reyrgresi, veltist í snjónum, sem vafði hóla og hæðir á vetrum. Ekki er ótrúlegt að áhrif og andblær hinnar fjölbreytilegu náttúru hafi örvað hæfileika Guðríðar til Ijóðagerðar, því hún var vel skáldmælt. Æskuárin liðu með vonir sínar og drauma, andlegan og líkamlegan þroska. Undirstöðutilsögn fékk hún heima og var send í Kvennaskólann á Blönduósi, settist í annan bekk og var þar tvo vetur. Þótti þetta mjög góð menntun stúlkna á þeim tíma. í „Viskubrunninum", blaöi sem gefið er út í Seljahlíð, segir Guðríður um fóst- urforeldra sína: „Þorbjörg og Hallgrím- ur reyndust mér í alla staði vel og létu mig aldrei finna að ég væri aðeins töku- bam. Mér fannst þau aldrei setja mig til hliðar í neinu." Ólöf, móðir hennar, hélt ætíð góðu sambandi við dóttur sína. Endrum og eins tók hún sér frí frá búskaparamstr- inu og fór austur að Hnjúki. Hafði þá gjaman með sér eitthvað af yngri börn- unum og staldraði við í einn til tvo daga. Og Guðríður segir í fyrmefndu blaði: „Voru þetta ógleymanlegir sól- skinsdagar." Ennfremur segir hún: „Svo var það annað, sem gladdi mig ákaflega mikið, en það var þegar Sigurbjöm Sveinsson, föðurbróðir minn, kom í heimsókn. Hann var þá búsettur á Ak- ureyri. Það var eins og ævintýrin lægju í loftinu, þegar hann var annarsvegar. Þegar ég var 10 ára sendi hann mér „Bemskuna" og ég man hvað mér þótti mikil upphefð að því að eiga nákominn frænda, sem var rithöfundur og hversu gaman mér þótti að lesa bækurnar." Hér verður ekki reynt að rekja starfs- feril Guðríðar að neinu marki, aðeins gripið á nokkrum atriðum. Eftir að námi lauk á Blönduósi kenndi hún bömum í Vesturhópi einn vetur, annan vetur var hún í vist á Akureyri og eitt eða tvö ár mun hún hafa verið heima á Hnjúki eftir það. Og enn er vitnað í fyrr- nefnt blað, þar segir Guðríður: „Síðan lá leiðin til Vestmannaeyja, að ósk föður míns, sem þá var fluttur þangað. Einnig var Sigurbjöm frændi minn búsettur þar.“ Einn vetur ætlaði hún að dvelja í Eyj- um, „en sá vetur varð að þrjátíu árum og ég hef aldrei séð eftir þeim tíma. í fyrstu vann ég við fiskþurrkun á sumrin og kenndi smábömum á vetuma. Síð- ustu, nærfellt tólf árin í Eyjum, var ég matráðskona í sjúkrahúsinu. En þá fluttist ég til landsins, eins og við köll- uðum það, og réðst sem aðstoðarráðs- kona að Reykjalundi. þar starfaði ég í tvö ár.“ Nokkru síðar keypti hún íbúð í Garða- stræti 16, af Engilráðu fóstursystur sinni, sem bjó þar með sínu fólki. Þama setti Guðríður upp flatkökugerð í bfl- skúr, ásamt annarri konu. Jafnframt þvf prjónaði hún bamapeysur á prjónavél og seldi í búð. Á þessum árum var svefn og hvfld af skomum skammti. Vinnan við bakstur- inn hófst kl. 5-6 á morgnana og stóð fram yfir hádegi. Þá tók prjónavinnan við. Frátafir urðu þó oft miklar, vegna gestakomu, enda fann hver og einn að hann var sérstakur aufúsugestur á heimilinu. Þessi smávaxna kona átti í barmi sér stórt hjarta, sem rúmaði ótakmarkaðan kærleika, ekki aðeins til nánustu ættingja og vina, heldur rúm- aði það einnig umhyggju fyrir nánast öllum, sem hún hafði einhver vemleg kynni af. Eftir að Guðríður hætti kökubakstri og prjónaskap tók hún að sér að gæta bama fyrir útivinnandi mæður. Það sagði hún að heíði verið hið besta og skemmtilegasta starf, sem hún hefði fengist við. Ég hygg að engan undri það viðhorf, sem á annað borð þekkti hversu ríkt var í fari hennar hið hlýja umfaðmandi móðureðli. Foreldrar, ömmur og afar bamanna kunnu líka vel að meta Guðríði og í mörgum tilfellum mynduðust óbrotgjöm vináttutengsl og bömunum var kennt að þekkja og meta þessa góðu konu, sem gætti þeirra áður en þau mundu eftir sér. Þegar Guðríður var 77 ára, tók hún að sér að líta til með átta ára dreng í Sví- þjóð, um eins árs bil, en foreldrar hans, Ánna Eydal og Jóhannes Magnússon, voru þá í Lundi við læknanám. Áður hafði hún verið með þeim á Húsavík sem dagmamma drengsins. Hinn 19. júní 1986 fluttist Guðríður á dvalarheimilið Seljahlíð. Hún naut ver- unnar þar í góðum félagsskap meðan heilsan leyfði. Ég vil nota tækifærið og þakka starfs- fólki heimilisins fyrir hjálp og þolin- mæði í veikindum hennar og íbúum hússins fyrir hlýjan hug og vináttu. Tæplega tvær síöustu vikumar, sem Guðríður lifði, dvaldi hún á Borgarspít- alanum á deild B-5. Ég vil einnig þakka læknum og hjúkrunarfólki þar fyrir frá- bæra umönnun og hve allt var gert til að létta henni byrðamar síðasta áfang- ann. Að lokum kveð ég Guðríði mágkonu mína með kærri þökk fyrir samfylgdina, fyrir allt og allt, sem engin orð fá túlk- að. Friður sé með henni. Systkinum hennar og öðru venslafólki votta ég samúð mína. Lóa Þorkelsdóttir í dag kveðjum við Guðríði Guðmunds- dóttur frá Gauksmýri í Línakradal, Vest- ur-Húnavatnssýslu. Cuðríður fæddist á Gauksmýri, en ólst upp frá tveggja ára aldri á Hnjúki í Vatnsdal. Foreldrar hennar voru Ólöf Sigurðardóttir og Guðmundur Sveinsson. Móðirin var fædd á Þorkelshóli í Vestur-Húnavatns- sýslu árið 1865. Móöurafi Guðríðar, Sig- urður Halldórsson, bjó um hríð á Þor- kelshóli og síðar á Ægissíðu á Vatns- nesi. Var hann bróðir Þorkels, föður Sigurbjörns í Vísi, sem margir fullorðn- ir Reykvíkingar kannast við. Sigurður hafði flust ungur norður í Húnavatns- sýslu úr Kjósinni og íslenst þar. Faðir Guðríðar, Guðmundur Sveins- son, var frá Kóngsgarði í Bólstaðarhlíð- arhreppi í Húnavatnssýslu. Voru for- eldrar hans Sveinn bóndi þar Sigvalda- son og kona hans Sigríður húsfreyja Þórðardóttir, bónda í Ytri-Knarrar- tungu. Bróðir Guðmundar var Sigur- björn Sveinsson, barnakennari og skáld, sem skrifaði fyrir böm m.a. Bernskuna og Geisla. Þeir bræður fluttu til Vestmannaeyja og bjuggu þar síðari hluta ævi. Ólöf, móðir Guðríðar, varð ekkja 1895, þá þrítug, er eiginmaður hennar, Sigur- valdi Þorsteinsson, lést úr lungnabólgu eftir hrakninga í illviðri. Þá vom ekki komin nútíma lyf er hefðu getað bjarg- að. Var furðu algengt að ungir bændur féllu frá eftir hrakninga í smalamennsk- um á þeim árum. Ólöf stóö nú ein með þrjú ung böm. Hafði hún eignast fjögur alls, en misst það fyrsta nýfætt. Elst þeirra, er upp komust, var Ólöf María, er giftist Birni Friðrikssyni tollverði í Reykjavík og varð tæplega 96 ára gömul. Sigurlaug Jakobína var næst. Giftist hún Guð- mundi Péturssyni bónda og járnsmið frá Stóru-Borg í Vesturhópi. Þau bjuggu lengst af á Refsteinsstöðum í Víðidal, en sfðar á Hraunum í Fljótum. Eru undirritaðar elsta dóttir þeirra og elsta dótturdóttir. Sigurbjörg var yngst þessara alsystra og var hún skírð við kistu Sigurvaida föður síns. Sigurbjörg giftist Lárusi Bjömssyni, sem rak um langt árabil matvöruverslun í Reykja- vík. Þessar systur og makar þeirra eru öll farin á undan Guðríði, en stór hópur afkomenda lifir. Er Ólöf á Gaufcmýri var orðin ekkja, ákvað hún að halda hópnum saman. Réðst til hennar sem ráðsmaður Guð- mundur Sveinsson og var Guðríður dóttir þeirra, sem fyrr segir. Ekki varð þó úr hjúskap með þeim. Giftist Ólöf nokkmm ámm seinna Bimi J. Jósafats- syni. Bjuggu þau á Gauksmýri og fædd- ust þeim 6 böm og dó það fyrsta nýfætt. Af þeim, sem upp komust, var elst Kristín M.J., húsfreyja og ljóðskáld í Reykjavík. Næst komu Þorbjörg hús- freyja í Reykjavík, nú látin, Sigurvaldi, verkamaður í Reykjavík, sem dvelur á Elliheimilinu Gmnd, Karl, bóndi á Stóm-Borg. Yngstur var Hallgrímur Th. sem var yfirkennari í Keflavík, en er nú látinn. Ekkja Hallgríms, Lóa Þor- kelsdóttir, ættuð fráÁlftá á Mýmm, hef- ur verið trygg vinkona Guðríðar mörg síðustu ár. Guðríður var aðeins tvö fyrstu árin á Gauksmýri, en var þá komið í fóstur til frændfólks síns að Hnjúki í Vatnsdal og ólst þar upp. Húsfreyjan á Hnjúki, Þor- björg, var systir Sigurvalda heitins Þor- steinssonar. Þrátt fyrir fjarlægð tókst henni að halda miklu sambandi við systkini sín. Hjálpaði þar til að móðir hennar sendi oft Sigurlaugu Jakobínu til að dvelja með henni á Hnjúki. Þörf Guðríðar fyrir að sameina fólk virtist ákaflega rík og varð henni þar vel ágengt alla ævi. Kar.n að hafa ráðið þessu söknuðurinn eftir systkinum sín- um. Saga frænda hennar, Sigurbjöms Sveinssonar, Jólaljósið", er nærfærin lýsing á tilfmningum fósturbams sem saknar systkinahópsins heima. Freist- andi er að ætla að Guðríður sé aðalper- sóna þeirrar sögu. Guðríður var bókhneigð og næm og lauk tveggja vetra námi við Kvenna- skólann á Blönduósi. Hann var svipmik- ið menntasetur, sem veitti stúlkum bestu menntun sem völ var á. Reyndist sú menntun henni haldgóð alla ævi. Guðríður fluttist síðan til Vestmanna- eyja þar sem faðir hennar og föðurbróð- ir, Sigurbjörn, höfðu sest að ásamt fjöl- skyldum sínum. Þar átti hún tvo hálf- bræður, Marinó og Sveinbjöm. Marinó, sem var sjúkur lengstaf ævi, er nú lát- inn. Sveinbjörn, sem í áratugi var vél- stjóri á Gjafari VE. 300 og meðeigandi, lifir systur sína. Var ávallt náið samband milli þeirra systkina og reyndist hann Guðríði góður bróðir og vinur til síð- ustu stundar. Sveinbjöm og eiginkona hans, Ingibjörg Kristjánsdóttir, áttu heima í Vestmannaeyjum fram að gosi, en búa nú í Kópavogi. í Vestmannaeyjum vann Guðríður við ýmis störf. M.a. vann hún í fiski, rak eig- in prjónastofu og síðar um langt árabil var hún ráðskona sjúkrahússins þar. Hún var í forystusveit verkalýðsfélags- ins í Vestmannaeyjum. Fór hún oft á Al- þýðusambandsþing og einu sinni til Rússlands á vegum þess og átti ríkuleg- ar minningar úr þeirri ferð. í mörg ár var hún ráöskona hjá Sigur- birni Sveinssyni, meðan hann lifði. Sagði hún oft sögur af hinum fjöl- breytta listamannahópi íVestmannaeyj- um þeirra ára, sem frændi hennar og hún nutu samvista við. Minntu þær frá- sagnir okkur helst á sögumar um mannlífið sem tengdist Unuhúsi eða sögu Hemingways Veisla í farangrinum. sem fjallar um listamannalíf í París um sama leyti. Guðríður unni Vestmannaeyjum mjög. Jafnframt var henni mikilvægt að heiðra minningu Frænda, eins og hún kallaði Sigurbjörn Sveinsson ávallt. Hún kom því til leiðar, með góðum stuðningi Sveinbjörns bróður síns, að Blindravinafélagið eignaðist útgáfurétt ritverka Sigurbjörns. Henni til gleði hefur félagið annast vandaðar mynd- skreyttar útgáfur smásagna hans fyrir böm. Er Guðríður flutti til Reykjavíkur gerð- ist hún aðstoðarráðskona á Reykjalundi í Mosfellssveit og starfaði þar um tveggja ára skeið. Síðar stofnaði hún flatkökugerð í Reykjavík og rak þá starf- semi f mörg ár. Hún átti heima í Garða- stræti 16 og í bflskúmum þar var stundaöur flatkökubaksturinn. Líklega voru það einu flatkökumar, sem þá fengust í verslunum í Reykjavík. Síðar seldi hún fyrirtækið vegna ofnæmis- sjúkdóms, en kökumar, gerðar eftir hennar uppskrift, seljast vel enn. Guðríður giflist ekki og eignaðist ekki böm. Þó átti húri hóp bama, því að hún var svo bamgóð að öll börn, er nálægt henni voru, löðuðust að henni og hún var öllum bömum jafngóð. Einnig urðu foreldrar bamanna og oft ömmur þeirra nánir vinir hennar. A seinni ámm ann- aðist Guðríður bamagæslu sem aðal- starf. Hjálpaði hún þannig náms- mannafjölskyldum og fleirurn, sem vom í vandræðum. Ömggt var að treysta henni, því að hún annaðist böm af nærfæmi og manngæsku eins og raunar alla aðra, sem nálægt henni vom. Þávomoftveikireðaaldraðirætt- ingjar hjá henni tíma og tíma. í Garðastræti 16 var hún ekki ein, því að ofar í húsinu bjuggu fóstursystir hennar, Engilráð frá Hnjúki, ásamt Sig- urbjörgu og Eggert Hannah úrsmið og bömum þeirra Georg, Bryndísi og Guð- mundi. Olust bömin upp við að líta á Guðríði sem ömmu og áttu margar ferðir til hennar. Hún kenndi sumum þeirra að lesa og sinnti þeim eins og hún ætti þau. Hjá þessari fjölskyldu hélt frænka jól, meðan hún var ferðafær, og var ávallt sem ein af fjölskyldunni. 77 ára gömul fór Guðríður — þá enn ung í anda — til Svíþjóðar til að gæta drengs fyrir íslensk læknishjón, sem bæði vom í framhaldsnámi. Hún naut þess að geta hjálpað þessu fólki og litast um í Svíþjóð, eignaðist góðar minning- ar um dvölina og gagnkvæm vinátta myndaðist eins og venjulega. í kringum Guðríði var ávallt bjart og hreint. Hún var fjarskalega jákvæð manneskja og horfði ávallt á það besta í fari fólks. Gjaf- mild var hún svo af bar. Alltaf vildi hún „traktera" fólk, eins og hún orðaði það. Þætti einhverjum veitingarnar heldur miklar, sagði hún jafnan: „Þetta er nú svo létt í maga." Hún bar fram góðan mat og lagði áherslu á gott og hollt hrá- efni. Guðríður var mikill Húnvetningur og ágætlega hagmælt, eins og foreldrar hennarvorubæði. Eftirfarandi erindi er úr kvæðinu „Bemskuslóðir" og birtist í tímaritinu Húnvetningur árið 1980: Húnaþing, mitt augnayndi eru tignu fjöllin þín, sólglituð í sunnanvindi, sviphrein, klædd í vetrarlín. Núpur, fell og bungur breiðar, brúnir, eggjar, tindar, heiðar, hugann laða heim til sín. Ævisögu Guðríðar mátti lesa af mynd- unum sem hún hafði jafnan í kringum sig. Þar var málverk af Hnjúki í Vatnsdal eftir Eyjólf Eyfells, málverk af Heimaey eftir Magnús Á Ámason og aðrar Vest- mannaeyjamyndir, auk mynda af fjöl- skyldum og vinum. Svo voru auðvitað myndir af öllum börnunum hennar. Þegar hún flutti á Borgarspítalann tveim vikum fyrir andlát sitt og gat ekki haft allar þessar myndir í kringum sig, sagðist hún ekki geta gert upp á milli vina sinna og kaus því að geyma þær allar. Hún bað þess að málverkið af Heimaey færi á safn í Vestmannaeyjum. Síðustu 6 árin dvaldi Guðríður í góðu yfirlæti á elliheimilinu Seljahlíð í Reykjavík. Heimilið var nýtt og fallegt. Þar hélt hún upp á 90 ára afmælið sitt og söng og dansaði af gleði, umkringd vinum og vandamönnum. Kvæðið „Yndislega eyjan mín“ eftir Sigurbjöm Sveinsson hljómaði vel þama, enda vom margir vinimir frá Vestmannaeyj- um. TYyggð vina hennar entist til ævi- loka og margir heimsóttu hana. f Selja- hlíð spilaði hún bridge fram á síðasta ár. Auk þess spilaði hún vist a.m.k. tvö kvöld í viku við gesti sína, uns hún varð að fara á Borgarspítalann. Hún kvaddi þennan heim sátt við allt og alla, þakk- lát öllum þeim, sem önnuðust hana bæði í Seljahlíð og á Borgarspítalanum. Hún var farin að hlakka til að fara heim og dreymdi æ oftar systumar, sem á undan vom famar. Fannst henni sem þær biðu glaðar eftir sér. Með þakklæti kveðjum við Guðríði frænku og send- um jafnframt innilegt þakklæti ykkur öllum sem vomð 'henni góð. Þótt hún sé farin heim, lifir hún með okkur áfram. Það er gott að minnast frænku. Þrúður Elísabet Guðmundsdóttir, Sigurlaug Kristjánsdóttir Gengin er til hinstu hvflu elskuleg föð- ursystir mín, Guðríður Guðmundsdótt- ir, síðast til heimilis á vistheimili aldr- aðra í Seljahlíð í Reykjavík. Hún lést á Borgarspítalanum að morgni mánu- dagsins 6. þessa mánaðar eftir alllöng veikindi. Guðríður fæddist á Gauksmýri í Vest- ur-HúnavatnssýsIu, en ólst upp á Hnjúki í Vatnsdaí. Foreldrar hennar vom amma mín, Ólöf Sigurðardóttir, og Guðmundur Sveinsson. Hún bjó um þrjá áratugi í Vestmannaeyjum og vann þar framan af við fiskverkun og bama- kennslu, en síðustu 12 árin þar var hún matráðskona við sjúkrahúsið. Um tveggja ára skeið var hún síðan aðstoð- arráðskona á Vinnuheimili SÍBS að Reykjalundi, en rak síðan með annarri konu flatkökugerð um árabil og stund- aði jafnframt prjónaskap. Guðríður bjó að Garðastræti 16 hér í Reykjavík, uns hún fluttist fyrir nokkmm ámm í Selja- hlíð. Hún var einhleyp og bamlaus. Guðríður var gjaman kölluð Gydda eða Gydda frænka í stómm hópi vina og skyldmenna og kýs ég að nota það nafn hér á eftir. Allar minningar mínar um Gyddu frænku em einstaklega ljúfar. Mikil og einlæg vinátta ríkti ávallt milli foreldra minna og Gyddu, og var mikill sam- gangur milli heimilanna eftir að hún flutti til Reykjavíkur, en foreldrar mínir bjuggu lengst af í Keflavík. Fyrstu end- urminningar mínar um Gyddu frænku tel ég vera frá heimsókn hennar til Keflavíkur. Þá skreið lítill drengur á köldum vetrarmorgni upp í rúm til hennar, kúrði í hlýjum faðmi hennar og hlustaði á barnagælur. Gydda var einstaklega bamgóð kona og hlýleg í viðmóti. Hændust öll börn að henni, sem á annað borð vom svo heppin að kynnast henni. Efast ég ekki um að margir aðrir eiga svipaðar æsku- minningar um Gyddu. Síðar minnist ég óteljandi heimsókna til hennar í Garðastræti 16, oftast í fylgd með foreldrum mínum, en stundum á eigin vegum. Þá kynntist ég Gyddu nán- ar. Hún reyndist mér ávallt mjög vel og ekki síst þegar í móti blés. Hún var mjög greind og skarpskyggn. Persónu- leiki hennar var hlýr, einlægur og glað- vær. Aldrei sagði hún í mín eyru styggð- aryrði um nokkum mann, en leitaðist við að draga fram það jákvæða fremur en það neikvæða. Hún var söngelsk og Ijóðelsk og naut þess að vera í hópi frændfólks og vina á góðri stundu. Mér er minnisstæð afmælisveisla hennar í Seljahlíð, þegar hún varð níræð. Þar ríkti glaðværð, söngur og dans og var afmælisbamið þar enginn eftirbátur annarra, þótt þrekið væri farið að dvína. Þegar gamalt fólk vistast á öldrunar- stofnunum, vill það því miður brenna við að yngra fólk vanræki þá eldri, jafn- vel þótt um foreldra eða náskylda sé að ræða. Hjá Gyddu var þessu þveröfugt farið. Til hennar sótti frændfólk og vin- ir á degi hverjum allt þar til yfir lauk. Og oft var þétt setið hjá henni við spjall um daginn og veginn eða spila- mennsku. Hún miðlaði öðmm góðum ráðum, hlýju og glaðværð til síðustu stundar. Öllum þeim, sem litu til með Gyddu og réttu hjálparhönd hin síðari ár, ber að þakka og sérstaklega er þakkarverð hin mikla umönnun með Gyddu, sem bróð- ir hennar, Sveinbjöm Guðmundsson, og aðrir nákomnir inntu af hendi. Eg votta systkinum Gyddu, venslafólki og vinum samúð mína. Blessuð veri minningin um Gyddu frænku. Bjöm Ólafur Hallgrímsson

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.