Tíminn - 16.07.1992, Síða 12

Tíminn - 16.07.1992, Síða 12
| AUGLVSINGASÍMAR; 680001 & 6S63QO Áskriftarsími Tímans er 686300 AUÐVITAÐ Suðurlandsbraut 12 Öðruvísi bíiasala BÍLAR • HJÓL • BÁTAR • VARA- HLUTIR. MYNDHJÁOKKUR SÍMI 679225 -BfLLHJÁÞÉR ýtt HOGG- DEYFAR ^erslió hjá fagmönnum m. Hamarsbófda 1 - s. 67-67-44 H m Tímiiin FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1992 Aðstandendur ritsins um hálshnykki. Taldir frá vinstri: Ólafur Ólafsson landlæknir, Júlíus Valsson frá Tryggingaráði íslands, Þórir Gunnarsson frá Slysavarnaráði íslands, Magnús Sigurösson heilsugæslulæknir, Örn Þorvarðarson fulltrúi Umferðarráðs, Sigmar Ármannsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra tryggingafélaga, og Brynj- ólfur Mogensen yfirlæknir slysadeildar Borgarspítalans. Timamynd: sigumteinn w Slysavarnaráð íslands gefur út bækling um hálshnykki: HALSHNYKKJUM FJOLGAR MEÐAN SLYSUM FÆKKAR Hálshnykkjum vegna umferðarslysa hefur fjölgað mikiö á síðustu 6 árum, á sama tíma og dregið hefur úr umferðarslysum. Þetta kemur fram í bæklingi, sem Slysavamaráö íslands hefur sent frá sér og heitir „Hálshnykksáverkar — Tíðni, orsakir og aðgerðir gegn þeim“. Hálshnykkur eða hálstognun verð- ur við skyndilegan hnykk á hálsinn, oftast þannig að höfuðið kastast til, fyrst aftur og svo fram. Af hnykkn- um hljótast staðbundnir verkir í hálsi og stundum út í axlir. Svimi og höfuðverkur geta fylgt. Sumir finna ekki fyrir sársauka fyrr en nokkrum klukkustundum eftir slysið og stundum ekki fyrr en næsta dag. Komið hefur í Ijós að konur eru í meirihluta þeirra, sem verða fyrir þessum meiðslum. Brynjólfur Mog- ensen, yfirlæknir slysadeildar Borg- arspítalans, telur ástæðuna vera þá að karlar aki oftar og konur eru þá framsætisfarþegar. I’ær eru oft að fást við citthvað annað en að fylgjast Verð á ávöxtum og grænmeti hækkaði um 8% milli júní og júlí: Grillkjötið hækkaði, en gos lækkaði Eftir að matvöruverð hefur svo að segja staðið í stað mánuðum saman, hækkaði það allt í einu um 1% á milli júm' og júlí. Og þaö er sú hækkun, sem á megin- þáttinn f þeirri 0,2% hækkun framfærsluvísitölunnar miili þessara sömu mánaða. Langmest munar þar um nærri því 8% meðalhækkun, sem varð á ávöxt- um og grænmeti frá júní til júlí og olli 0,13% hækkun vísitöl- unnar. Þá munar einnig nokkuð um 1,3% hækkun meðalverðs á kjöti og kjötvörum. Það má þó hugga sig við það að kostnaöurinn við „griilveislurn- ar“ hefur ekki hækkað sem þessu nemur, því 2,7% veröiækkun á drykkjarvörum lækkaði vísitöl- una nákvæmlega jafn mikið og hún hækkaði vegna verðhækkun- ar á kjötvörum. Undanfama 6 mánuði (frá janú- ar tU júlO hefur framfærsluvísi- talan aðeins hækkað um 0,6%. Umreiknaö til heils árs samsvar- ar það aðeins um 1,5% verð- bólgu á heilu ári. Síðustu 12 mánuði hefur vísitalan aftur á móti hækkað um 3,5%. - HEI með akstrinum og eru því óviðbún- ar árekstri. Einnig gæti háls þeirra verið veikbyggðari. En ásamt fleirum er Brynjólfur ekki sáttur við að endanlegt vottorð um heilsufarsástand þess, sem í slysinu lendir, sé gefið út aðeins ári eftir slys. Hann telur það vera allt of snemmt til að segja til um nokkuð. Er vonast til að þessu verði breytt. Helstu ástæðurnar fyrir fjölgun skráðra hálshnykksáverka eru aukin og hraðari umferð og meiri sókn í bætur vegna slíkra áverka. Bóta- kröfur hafa aukist stórlega og hefur matsaðgerðum vegna varanlegrar örorku af hálshnykkjaáverkum hjá Tryggingastofnun ríkisins fjölgað um tæp 250% á árunum 1987 og 1990. Árlegur tjónskostnaður trygg- ingafélaganna nálgast milljarð króna vegna þessa. Breytingar á reglum um vátrygg- ingar og skaðabætur koma þar til. Þær hafa leitt til rýmri bótaréttar slasaðra, en einnig urðu breytingar á lögum um almannatryggingar. Þær hafa í för með sér að þeir, sem nú eru metnir með 10% örorku, eiga rétt á eingreiðslubótum, en fram til 1987 var miðað við 15% ör- orku. Sigmar Ármannsson, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra tryggingafélaga, segir fólk líka vera betur upplýst en áður um hugsan- legan rétt sinn til skaðabóta. Nú tíðkast að gefa endanlegt vott- orð um heilsufarsástand þess, sem í slysinu lendir, ári eftir slys og eru ekki allir sáttir með það. „Það er of snemmt," segir Brynjólf- ur. „Það er eitthvað að í okkar kerfi.“ Til að koma í veg fyrir hálshnykki, er mikilvægt að ökumenn gæti al- mennt að sér við akstur, hafi hæfi- legt bil milli bílanna, gæti að hemla- ljósum í afturglugga og síðast en ekki síst stilli höfuðpúðanna á sæt- unum rétt. —GKG. Bráðabirgðatölur Fiskifélagsins: Botnfiskafli dregst saman Heildarfiskafli fyrstu 10 mánuði yfirstandandi fiskveiðiárs er rúm 1.2 milljónir tonna, en var á sömu mánuðum síðastliðið fiskveiðiár tæp 930 þúsund tonn. Fiskveiðiár- ið hefst 1. september og stendur til 31. ágúst. Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélagsins munar mest um loðnuaflann á yfirstandandi fisk- veiðiári. Hann er nú rúm 620 þús- und tonn, en var á sama tíma í fyrra aðeins rúm 280 þúsund tonn. Þorskafli hefur dregist saman, var í fyrra rúm 250 þúsund tonn, en er nú um 210 þúsund tonn. Ef litið er á heildarbotnfiskaflann eingöngu, er hann nú minni en í fyrra: þá höfðu veiðst rúm 525 þúsund tonn, en nú um 470 þúsund tonn. Rækjuafli hef- ur aukist frá því í fyrra, er hann var rúm 20 þúsund tonn, en er nú rúm 26 þúsund tonn. Verðmæti heildarfiskaflans fyrstu sex mánuði þessa árs, samkvæmt meðalverði afla í janúar og áætluð- um tölum, er nokkru meiri í ár en á síðasta ári. Hann er nú rúmar 29 milljónir kr., en var fyrir sambæri- legan tíma í fyrra rúmar 27.6 millj- Enn er ekki vitað hvað olli því að skemmtiferðabáturinn Bravó sökk í Vestmannaeyjahöfn í fyrrakvöld. Málið er í rannsókn. Bravó, sem er í eigu Ferðamið- stöðvar Vestmannaeyja, var bundinn við flotbrú í höfninni í Vestmanna- eyjum. Brúnni var haldið á floti með tanki, og var hún hækkuð og lækk- uð eftir þörfum með því að hleypa sjó i tankinn. Einhverra hluta vegna ónir króna. Verðmæti botnfiskaflans á sama tíma er heldur minna í ár en í fyrra og munar þar mestu um minna aflaverðmæti þorsks. -BS hefur Ioki, sem er á tanknum, staðið opinn og sjór flætt þar inn. Við það fór brúin niður og báturinn með. Þegar að var komið maraði báturinn í hálfu kafi á hliðinni. Rannsóknar- lögreglan í Vestmannaeyjum segir að enn sé ekki ljóst hvort lokinn hafi verið skilinn eftir opinn, eða hvort hann hafi verið opnaður og þá af hverjum. -BS Bátur sekkur í Vestmannaeyjahöfn: Skemmdarverk?

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.