Tíminn - 24.07.1992, Síða 4

Tíminn - 24.07.1992, Síða 4
4 Tfminn Föstudagur 24. júlí 1992 Tíininn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tíminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavik Slmi: 686300. Auglýslngasfml: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verö i lausasölu kr. 110,- Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Varðar þá um þjóðarhag? Þegar ríkisstjórn Davíðs Oddssonar stendur frammi fyrir úrlausnarefni, sem verður að leysa og öðrum verður ekki með nokkru móti kennt um að hafa skap- að, leikur öll stjórnin á reiðiskjálfi og allt stefnir í upp- lausn og úrræðaleysi. „Kraumar og sýður í Sjálfstæðisflokknum" er aðal- fyrirsögn Alþýðublaðsins í gær, en þar er ítrekað dag eftir dag að ríkisstjórnin sé í rauninni óstarfhæf vegna ágreinings í forystuliði íhaldsins. Það, sem ríkisstjórnin stendur frammi fyrir, er hríðversnandi efnahagsástand og bág afkoma ríkis- sjóðs. Allur fyrirgangurinn, sem ráðherrar hafa efnt til í nafni sparnaðar og hagræðingar, skilar sér hvergi nema í auknum útgjöldum og rekstrarhalla. Spár vísindamanna um ástand þorskstofnsins og tillögur þeirra um takmörkun veiða hafa slegið stjórn- arherrana algjörlega út af laginu og hnakkrífast þeir sín á milli um hvernig skuli við bregðast. Það eru keppinautarnir Davíð Oddsson og Þor- steinn Pálsson, sem eru að gera upp væringar sín á milli með þeim hætti að efnahagslífi þjóðarinnar er stefnt í hreinan voða til að þeir geti skeytt skapi sínu hvor á öðrum. Sjávarútvegsráðherra vill fara að tillögum vísinda- manna um að byggja upp þorskstofninn til að auðlind- in nýtist til frambúðar, en forsætisráðherra sér ekkert annað en eigin stundarhagsmuni og notar málið til að klekkja á Þorsteini Pálssyni og sýna hver valdið hefur. Morgunblaðið tiplar ófimlega í þessum darraðar- dansi og segir ýmist berum orðum að sjávarútvegsráð- herra eigi að taka pokann sinn, ef hann sættir sig ekki við að hlýða yfirboðara sínum, og að mark eigi að taka á aðvörunum og tillögum fiskifræðinga. Á sama tíma og Þorsteinn sjávarútvegsráðherra fer um Vestfirði að tryggja sér velvilja flokksbrodda þar og lofa þeim Hagræðingarsjóði með meiru, ef þeir sættast á hans sjónarmið, fara formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sem einnig gegna störfum for- sætisráðherra og fjármálaráðherra, til Eyja að tala gegn tillögum 1. þingmanns Suðurlandskjördæmis í málaflokki, sem heyrir beint undir hann sem sjávarút- vegsráðherra. Það er erfið og örlagarík ákvörðun, sem ríkisstjórn- in stendur frammi fyrir, og á miklu getur oltið um framtíð þjóðarinnar að skynsamlega sé að málum stað- ið. En í stað þess að fjalla um málin af viti og raunsæi, nota valdamestu menn Sjálfstæðisflokksins tækifærið til að troða skóinn hver niður af öðrum í trylltri valda- baráttu sín á milli. „Hvað varðar mig um þjóðarhag?" eru fleyg orð áhrifamikils stjórnmálamanns íyrr á öldinni og þóttu ekki bera hollustu við land og þjóð vitni. Nú getur for- ystulið Sjálfstæðisflokksins tekið sér sömu orð í munn með vondri samvisku. Ef Sjálfstæðisflokkurinn er ófær um að stjórna þeg- ar á reynir, ætti hann að víkja fyrir þeim sem þora og geta, og ætti forystulið hans að finna sér annan sand- kassa að ausa sjálft sig auri í en stjórnarráðið. 1 yk'. m 1 1 I i fí ? -t ” in Ig_ Sumarútsölur, trikk og pólitík Ég heyrði einu sinni sögu um það að íslendingur nokkur hefði tekið sér far með flugvél, þar sem meðal farþeganna var fjölmennt lið verslunarfólks frá Islandi og Danmörku. Munur- inn á þessu liði var sá að íslend- ingarnir voru allir á höttunum eftir vörum til þess að flytja inn til íslands, en Danirnir voru að selja framleiðsluvörur frá Dan- mörku úr landi. Hvað sem sannleiksgildi þessarar sögu líður, er eitt víst að ekki skortir áhugamenn um innflutning hvers konar varnings til íslands. Versl- anir þjóta upp á hverju götuhorni, sérstaklega í höfuðborginni, og versl- unarmiðstöðvar rísa hér, sem mundu sóma sér í hvaða stór- borg sem væri. Mcstu byrðamar - stærstu plastpokarair Meðan þessu fer fram flykkist þjóðin til Edinborgar, Glasgow, Amsterdam, Dublin, London og jafnvel fleiri borga í Evrópu til þess að versla. íslendingar eru þekktir í verslunum í þessum borgum fyrir mestu byrðarnar, stærstu plastpokana og hæstu Visa-nóturnar, enda er svo komið að þjóðin á heimsmet í notkun á Visakortum. Visa munar ekkert um að gera Bubba út og láta dálitla upphæð af hendi rakna til Ólympiuleik- anna. í ljósi þessa er stundum ráðgáta hvernig er hægt að reka allar þær fatabúðir, sem hér er að finna. Það varð hins vegar lítið atvik í byrjun þessarar viku til þess að það rann upp fyrir mér ljós að það finnast snilling- ar í þessum bransa hérlendis. Að kaupa gallabuxur Konan mín er áhugamaður um það að fjölskyldan sé sæmi- lega til fara. Fyrir viku fór hún í búð á Laugaveginum og keypti gallabuxur á son okkar á 4200 krónur. Hún semur við kaup- manninn um að mega skila buxunum, ef þær ekki passa, vegna þess að sonurinn var fjar- staddur. Verslunarmaðurinn var ekkert nema liðlegheitin og kvað þetta sjálfsagt. Ekki pössuðu buxurnar og konan skilaði þeim á mánu- dagsmorgun og leitaði að ann- arri stærð. En viti menn. Buxnalagerinn, sem rétt fyrir lokun á föstudag kostaði 4200 krónur, var nú kominn uppí 6500 krónur. Hins vegar gerði þetta ekkert til. Það var byrjuð útsala í búðinni og komin blindös og allt rann út. Kaup- maðurinn stóð við kassann og sló af, og allir voru í góðu skapi og gengu brosandi út í sólskin- ið eftir að hafa gert góð kaup. Konan mín fékk aðrar buxur á sléttu og allt var í fína lagi. Er ekki allt sem sýnist? Ég fór að hugsa um hvort þetta væri galdurinn á bak við hinar mörgu búðir og hinar feiknagóðu sumarútsölur, sem eru út um allan bæ um þessar mundir. Er verðið á fatnaði í búðunum eitthvert platverð sem hægt er að hækka um helgar, ef halda á góða útsölu á mánudegi? Er verðið á útsölun- um, þegar búið er að slá af, eitt- hvað nálægt gangverði? Kannske er verðskyn landans ekki alveg í lagi ennþá, þrátt fyrir litla verðbólgu um þessar mundir. Ef til vill er betra að hugsa sinn gang og hafa í huga að það sé nú ef til vill ekki allt sem sýnist á útsölunum góðu. Pólitíkin Ég hef ekki lagt það í vana minn að skrifa um stjórnmál í þessum pistlum mínum. Það er gott að hvíla sig á þeim stundum. Yfirleitt hefur það verið svo að það er dálítil ládeyða í pólitík- inni í júlímánuði. Nú bregður hins vegar svo við að allt er á fullu. Davíð og Þorsteinn komnir í hár saman, að sögn Alþýðublaðsins. Blaðið fullyrðir einnig að Davíð hafi líkt Þor- steini við hinn fræga loddara Múnchhausen, sem sagðist hafa kippt sjálfum sér og hest- inum upp úr keldunni með því að taka sig upp á hárinu. Ég segi nú fyrir mig að ég held að Davíð sjálfur sé eini maðurinn í ríkisstjórninni sem hefur hár- lubba í þetta. Hanaslagur í stórmáli Hins vegar er hér ekki um nein gamanmál að ræða. Al- menningur fylgist auðvitað undrandi með hanaslagnum í ríkisstjórninni í kringum eitt erfiðasta viðfangsefni, sem er til úrlausnar um þessar mundir, að ákvarða heildarafla fyrir næsta ár. Nóg um það að sinni. J.K.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.