Tíminn - 24.07.1992, Page 5

Tíminn - 24.07.1992, Page 5
Föstudagur 24. júlí 1992 Tlminn 5 Guðmundur P. Valgeirsson: Fyrst er spýta og Einhver Sigurrós Þorgrímsdóttir, stjóramálafræðingur að mennt, hefur lagt útí að skrifa grein í DV þann 13. þ.m. til að kynna hvera- ig mál verða upptekin og rekin þegar við erum komin í náðarfaðm EB og EES-samtakanna. Eflaust hefur hún reynt að koma því til skila á sem Ijósastan hátt og hægt er, svo almenningur skildi hvera- ig mál okkar ganga fyrir sig þegar sú dýrð er upprunnin. Eflaust er ekki greinarhöfúnd um að saka þó frásögn hennar verði venjulegum manni óskiljanleg um hverhig þeir hlutir ganga fyrir sig, þegar svo er komið. Um allt minnir það á lýsingu karlsins hvemig vindmylla væri byggð með eftirfar- andi hætti: „Fyrst er spýta. Svo er spýta. Svo er spýta í kross. Svo er spýta upp. Og svo er spýta niður —“ o.s.frv. Svo flókið er það völundar- hús, sem málefni okkar og annarra verða að ganga í gegnum þegar við höfum afsalað frumkvæði okkar mála og ákvarðanatöku í hendur hinna erlendu yfirboðara og stofti- ana þeirra með langhalasamningi Jóns Baldvins og hans sálufélaga, sem ekki á annað eftir í ferli sínum en að Alþingi leggi blessun sína yfir hann í andakt og þökk fyrir þá landsföðurlegu hönd og „snilli“, sem búið hefur þau mál okkur til tímanlegrar og eilífrar blessunarl í gegnum þessa lýsingu sér mað- ur stofhanaveldið í allri sinni dýrð, hafið til vegs og virðingar, sem litlir karlar og litlar þjóðir verða að lúta og vegsama. Sannkallaður Babels- tum, í samræmi við þá táknmynd, sem Jón Baldvin hefúr látið prýða forsíðu áróðursbæklings síns sem sendur hefur verið inn á hvert heimili í landinu, höfundi sínum til vafasamrar dýrðar. Sannkallað of- látungssmíði, hrófatildur, ómennskt að allri gerð. Margur hefur haft orð á því, að ýmsir þættir í stjómkerfi okkar, eins og það er, séu stirðir í vöfúm og tala um „Báknið“ með lítilli virð- ingu, samanber hrópyrðið: Báknið burt. tgegnum þessa lýsingu sér maður stofnanavehilö í allri sinni dýrð, hafíð til vegs og virðingar, sem líti- irkarlar og litiarþjóðir verða að lúta og vegsama. Sannkaltaður Babetstum, í samræmi við þá tákn- rnynd, sem Jón Baldvin hefur látið prýða forsíðu áróðursbœklings síns sem sendur ftefiir verið inn á hvertheimili í landinu, höfundi sinum tit vafa- samrar dýrðar. Sannkatlað oflátungssmíði, hrófatild- ur, ómennskt að atlri En hver sem les þessa faglegu kynningu á ferli okkar mála sam- kvæmt hinum nýja sið, sér í hendi sér, að þar er fárið úr öskunni í eld- inn. Með sanni megi þá segja, að þar gangi málin frá Heródesi til Pílatus- ar, nema hér koma fleiri stofnanir við sögu, svo segja má að þær séu óteljandi. Og ekki verður annað séð svo er en að mánuðir og ár geti liðið frá því yfirþjóðunum þóknaðist að taka mál upp þar til það hefur farið hringrás sína og endanleg úrslit liggja fyrir. Og engum skyldi koma á óvart, þegar þessum ferli er fylgt, þó upphaf málsins væri gleymt og til- gangur þess, þegar loks endanleg niðurstaða væri fundin og fengin, ef spýta hún þá fengist En eitt er augljóst: Þau mál og málefni, sem varða okk- ur og okkar þjóð, em ekki lengur í okkar höndum eða Alþingis, heldur erlendra yfirboðara. Og til þess er leikurinn gerður. Og þó þessi fram- tíðar málsmeðferð sé almenningi harla torskilin, þá kemur það ekki að sök. Jón Baldvin og hans „króka- refir" skilja þetta allt „réttum skiln- ingi“, í fullu samræmi við það sem daglega má lesa út úr orðum hans og gerðum: Vér aleinir vitum. Og: Minn er mátturinn og dýrðin. Ykk- ur ber að hlýða. Alþingi og stjórnarandstaða er aðeins til að flækjast fyrir slíkum mönnum. Slíka dragbíta þurfa þeir að losna við. Og það getur gerst þegar tími gefst til. Hvað varðar slíka um stjómar- skrá? í höndum þeirra og hugsun er hún eins og hvert annað hrátt hundsskinn, sem hægt er að teygja og toga í allar áttir eftir geðþótta hnakkakerrtra og mikillátra manna. Bæ, 19. júlf 1992 Höfundur er bóndi f Bæ f Tréky llisvík. Sat að ósekju í fangabúðum í 7 ár: Krefst skaðabóta frá arftaka austur-þýska kommúnista- flokksins, PDS Nú hefur í fyrsta sinn fóraarlamb réttvísinnar í Austur-Þýska- landi, sem árum saman sat saklaus í einu illræmdasta fangelsinu þar, gert skaðabótakröfu til þess stjóramálaflokks sem gerír til- kall til að vera arftaki austur-þýska kommúnistaflokksins, PDS. Það var ískaldur janúardagur og krafan hljóðar upp á 1,13 milljón austanvindurinn feykti snjó yfir marka. næturdimma götuna. Xing-Hu Kuo, túlkur við kínverska sendiráð- ið í Austur-Berlín, stýrði svarta Mercedes 180 bílnum sínum um mannlaust hverflð í grennd við múrinn. Aðeins 50 metrar skildu hann frá skjannaupplýstum Check- point Charlie, sem Kuo fór um á útlendingavegabréflnu sínu reglu- bundið til vesturhluta borgarinnar. Skyndilega komu tvær rússnesk- ar Volgabifreiðar á fleygiferð að honum frá hægri og vinstri, þriðji bíllinn ók í veg fyrir Mercedesinn. Vopnaðir menn þustu út úr bilun- um og þrifu undrandi Kínverjann út úr bflnum sínum. Einn úr hópn- um kynnti erindið svo: „Öryggis- málaráðuneytið. Þér eruð tekinn fastur." Þessi árás að næturlagi í janúar 1965 var upphafið að sjö ára þján- ingum Kuos. Eftir yfírheyrslur, sem stóðu í marga mánuði þar sem hann segist hafa orðið fyrir bar- smíðum, fótaspörkum og alls kyns skaki, dæmdi borgardómur Austur- Berlínar Kuo fyrir meinta flóttaað- stoð og njósnir til sjö og hálfs árs fangavistar í illræmdu fangelsi Stasi, Bautzen II. Nú er Kuo orðinn 54 ára, löngu orðinn þýskur ríkisborgari og hef- ur fengið fulla uppreisn æru. Hann hefur nú krafist skaðabóta af kvöl- urum sínum og í því skyni lagt fram ákæru í landsrétti Berlínar. Ákæran er lögð fram á hendur PDS, stjómmálaflokknum sem er arftaki SED, fyrrum austur-þýska kommúnistaflokksins. Skaðabóta- Eignir PDS metnar á marga milljarða marka Þetta er í fyrsta sinn sem fómar- lamb austur-þýskra stjómvalda leggur slíkt mál fyrir borgaralegan dómstól og það sem gerir það sér- stakt er að það er ekki sambands- lýðveldið, sem arftaki austur-þýska ríkisins, sem gert er að bæta úr óréttlætinu sem Kuo varð að þola, heldur PDS, en eignir þess flokks eru metnar á marga milljarða marka. „Ég vil að þeir sem ábyrgð- ina bera verði látnir gjalda gerða sinna, ekki skattgreiðendur," segir Kuo. Skaðabótakrafan er miðuð við glötuð laun og miska í fangavist- inni. í Bautzen lifði útlendingurinn við smán og pínslir í einangrun. Hann varð að hlusta á kvalara sína kalla sig „gulan apa“. Fangelsis- læknirinn meinaði sykursjúkum fanganum lyfja og í stað réttrar fæðu var troðið í hann sætindum. Nauðungarvinna fyrir raftækjafyr- irtæki í grenndinni dró augsýnilega enn frekar úr Kuo mátt. Dag eftir dag varð hann að vinna í heymar- skemmandi hávaða við að skrúfa saman raftengla, afleiðingin er að nú býr hann við mikla örorku. Kvalirnar í Stasi-fangelsinu tóku ekki enda fyrr en vestur-þýsk stjórnvöld keyptu Kuo frelsi í maí 1972. Heil 300 mörk á mánuði er stjórnin í Bonn nú reiðubúin að greiða pólitískum föngum austur- þýska alþýðulýðveldisins í skaða- bætur — að því er væntanleg laga- setning tiltekur. Það er helmingur þeirrar upphæðar sem sá, sem situr saklaus í fangelsi í Vestur-Þýska- landi, hlýtur. Kuo fengi nákvæm- lega 26.000 mörk. Kínverjinn, sem nú stundar bókaútgáfu í Sindelfíngen, gerir sig ekki ánægðan með það. Strax eftir hrun austur-þýska alþýðulýðveldis- ins gerðu austur-þýskir mannrétt- indahópar kröfu um að auðæfum SED yrði varið til að bæta þeim, sem ofsóttir höfðu verið vegna stjómmálaskoðana, upp skaðann sem þeir höfðu orðið fyrir. Kröfur þeirra báru engan árangur. Núna reyna fómarlömbin þó enn að nálgast féð með hjálp dómstól- anna. Friedrich-Christian Schroe- der í Regensburg, sem berst fyrir refsingum og réttindum vegna mannréttindabrota í DDR og situr í stjómskipaðri nefnd sem rannsakar óréttlæti í DDR, álítur fordæmis- mál Kuos „eiga góða möguleika". Erwin Deutsch, sérfræðingur í ábyrgðarmálum við háskólann í Göttingen, hefur þá trú að „kröf- urnar kunni að ná fram að ganga“. Lögfræðilegar hindranir Ákærandinn verður reyndar að yfirstíga nokkrar lögfræðilegar hindranir. PDS yrði því aðeins dregið til ábyrgðar í skaðabótamál- inu að stofnanir SED hafí borið ábyrgð á pólitískum dómum. Gnægð dæma er um slíkL Þannig var það ekki réttarkerfi DDR sem rak hin illræmdu Wald- heimer-réttarhöld frá aprfl til júní- loka 1950, heldur deild í SED, ríkis- umsjón. Að fyrirskipun hennar felldu sérrefsidómstólar á stalíníska Xing-Hu Kuo var starfsmaöur kín- verska sendiráösins í Austur- Berlín. Hann var kæröur og dæmdur fyrir njósnir og aöstoð viö flóttamenn til Vestur-Berlínar og kvalinn og píndur I fangavist- inni. vísu dóma yfir 3308 manns vegna meintra stríðs- og nasistaglæpa, þaraf32 til dauða. í júní 1955 dæmdi foringi SED, Walther Ulbricht, til dauða tvo meinta vestræna njósnara með til- skipun. Og eftirmaður hans, Erich Honecker, fyrirskipaði 1981 í eigin persónu aftöku Stasi-foringjans Wemers Teske. Kuo hefur enn engar sannanir um svipuð afskipti í sínu tilfelli. Stjómmálaþróunin, sem batt enda á fangelsun hans, gefur þó til kynna að fylgst hafi verið með framgangi málsins frá hæstu stöðum í flokkn- um. Til vonar og vara ætlar Kuo að leita réttar síns eftir öðrum leiðum líka. Hann krefst 72.000 marka „auk vaxta" frá raftækjafyrirtækinu Oppach, sem hann vann nauðung- arvinnuna hjá í fangavistinni, vegna ógreiddra launa. Hann segir það lágt verð fyrir kínverskan burð- arkarl í DDR. Mikilvægt frávik í máli Kuos frá skaðabótum til fanga nasista Svipuð dómsmál voru rekin eftir lok skeifingarstjómar nasista. Á sjötta áratugnum ákærðu þeir, sem unnu nauðungarvinnu, þau fyrir- tæki sem áður nutu vinnu þeirra. í afgerandi úrskurði dæmdi lands- réttur Frankfurt í júní 1953 stórfyr- irtækið IG Farben til að greiða gyð- ingafanganum frá Auschwitz, Nor- bert Wollheim, 10.000 mörk. í öðru tilfelli náðist sátt. Stóríyrirtækið greiddi síðan 30 milljónir marka í skaðabætur til fyrrum fanga úr fangabúðum nasista. Síðar gengust líka Krupp, Siemens, AEG og Rheinmetall undir svipaðar ábyrgð- ir. Agnúinn á máli Kuos í þessu samhengi er að fyrirtækið greiddi laun fyrir vinnu hans — þ.e.a.s. til fangelsisins. Kuo verður þess vegna að gera fjárkröfumar til ríkisins Saxlands, sem hefúr tekið við stjóm Bautzen-fangelsisins. Dómsmálaráðherra Saxlands, Steífen Heitmann úr flokki kristi- legra demókrata, hefúr af fyrir- hyggju þegar einu sinni látið emb- ættismenn sína meta réttarstöðuna — og vísar öllum kröfum á bug. í hans augum verða greiðslur til þeirra, sem setið hafa í fangelsi, skv. nýrri löggjöf um að gera upp við þá sem orðið hafa fyrir barðinu á óréttlæti, útkljáðar með reglu- bundnum greiðslum. Það skal tekið fram að lagasetn- ingin í Bonn leyfír ekki skaðabæt- ur, heldur í sumum tilfellum bætur „við hæfi“ fyrir þolað óréttlæti. Nauðungarvinnuna, sem tugir þús- unda voru að ósekju dæmdir til á dögum austur-þýska alþýðulýð- veldisins, er yfirleitt ekki að finna í nýju lögunum. Ábyrgðarsérfræð- ingurinn Deutsch segir að annars væri fylkjunum í austurhluta Þýskalands ógnað með því að eiga að greiða margar milljónir marka.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.