Tíminn - 24.07.1992, Side 7
Föstudagur 24. júlí 1992
Tíminn 7
Þær eru orönar utan viö sig gömlu konurnar, en sambýli með öörum öldruöum og gamalkunnugt um-
hverfi halda þeim lengur gangandi.
I Svíþjóð eru uppi nýjar
hugmyndir um umönn-
un Alzheimersjúklinga
Einfaldar veggmyndir i kaffihorninu á elliheimilinu minna á lífiö og til-
veruna.
Síðasta hœlið
áður en
heilinn deyr:
í öllum velferðarríkjum
fjölgar Alzheimersjúkling-
um. Er einhverja læknis-
hjálp að hafa og umönnun
þar sem mannlegri reisn
sjúklinganna er sýnd full
virðing? Tilraun í Svíþjóð
þar sem leitað er að fyrir-
mynd ætti að leiða tii svara
um orsakir hins dularfulla
ellisjúkdóms og þróunar
nýrra, mannúðlegra sam-
býlishátta sjúklinga.
Borgarhlutinn Kungsholm í Stokk-
hólmi er það borgarhverfi í heimi þar
sem íbúamir em elstir. Þriðji hver
þeirra 15.000 manns, sem þar búa, er
yfir 65 ára aldri, allt að 230 Kungs-
holmarar eru eldri en 90 ára og þrír
þeirra hafa þegar náð 100 ára aldri.
í Kungsholm er líka óvenjulegt á
þessum tímum hreyfanleikans
hversu íbúamir hafa lengi átt þar bú-
setu. Að meðaltali hafa þeir búið á
þessari eyju með gömlum bygging-
um í 40 ár. Þessar einstæðu forsend-
ur hafa vísindamenn við Karolinsku
stofnunina í Stokkhólmi notfært sér.
í langvarandi rannsóknarverkefni,
sem allir íbúar Kungsholm yfir 74 ára
aldri taka þátt í, ætla faraldsfræðing-
ar, öldrunarfræðingar og sálfræðing-
ar að komast á slóð ráðgátunnar um
Alzheimer- sjúkdóminn.
Alzheimer fann fyrsta
tilfellið 1907
— nú er þetta fjöldasjúk-
dómur
Eftir að þýski taugasjúkdómafræð-
ingurinn Alois Alzheimer lýsti elli-
hrömun heilaefnisins í fyrsta sinn í
tilfelli dularfullt truflaðrar og sjúkrar
konu 1907, hefur sjúkdómurinn
magnast frá því að vera læknislegt fá-
gæti í fjöldasjúkdóm. í öllum velferð-
arlöndum fjölgar Alzheimer-tilfellum
samfara hækkandi lífaldri. Um
800.000 Þjóðverjar þjást þegar af
sjúkdómnum og árlega bætast
50.000 nýir sjúklingar í hópinn.
Þekkingin á þessum hægfara heila-
dauða, sem gerir fórnarlömb sín að
hjálparvana flökum, er þó „enn meira
en gloppótt," segir verkefnisstjórinn í
Stokkhólmi, Bengt Winblad, og bætir
við að þar sem Alzheimer-sjúkdóm-
urinn breiði líka út frá sér félagslegar
hörmungar, verði að berjast gegn
honum, „í heild sinni". Vísindamenn-
imir rannsaka nýja meðferðarmögu-
leika, en líka orsakir sjúkdómsins og
ýmis form umönnunar Alzheimer-
sjúklinga.
Að liðnum hálfum tíu ára rannsókn-
artímanum hafa vísindamennirnir
nú getað lagt fram niðurstöður, sem
kippa fótunum undan gildandi tilgát-
um til þessa:
• Öfugt við það, sem hingað til hefur
verið álitið, em konur ekki í meiri
hættu gagnvart Alzheimersjúkdómi
en karlar.
•1 Sú viðtekna hugmynd til þessa að
meiri menntun sé vöm gegn Alz-
heimer-sjúkdómnum er ekki á rök-
um reist.
• Áhættuþáttur, sem hefur verið
vanmetinn, er erfðaþátturinn. „Sjötti
hver til sjöundi hver Alzheimersjúk-
lingur á nána ættingja sem hafa átt
við sama sjúkdóm að stríða," segir
prófessor Winblad
Ásamt taugalífeðlisfræðingnum
Lars Olson hefur Winblad tekist á
hendur meðferðartilraun sem lofar
góðu, þar sem 69 ára Alzheimersjúk-
lingur hefur í fyrsta sinn fengið flutt
til heilans efni sem kallast NGF
(„Nerve Growth Factor"). Lítil dæla,
sem komið var fyrir í kviðarholi kon-
unnar, sá henni stöðugt fyrir efninu
sem hafði verið unnið úr kirtlaves-
sum 1000 karlmúsa.
Táugalíffræðilegar rannsóknir stað-
festa að NGF-dælingin hafi kallað
deyjandi heilafrumur til nýs lífs. Win-
blad segir að þær hafi „farið að
blómstra" og þróuðu á ný samband
við aðrar frumur. Af því hafi leitt að
blóðflæði um heilann hafi „aukist í
undraverðum rnæli", að sögn pró-
fessorsins. Hann bætir því þó við að
ekki sé um lækningu á sjúkdómnum
að ræða, en „netið fyrir boðflutning-
inn þéttist aftur".
í ýmsum prófunum sýndi sjúkling-
urinn, sem áður var lögmaður, betri
frammistöðu hvað minnið varðar en
fyrir meðhöndlunina. Samt sem áður
varð minnishæfileiki hennar smám
saman aftur slakari eftir að lyfjagjöf-
inni var hætt, en hún stóð í þrjá mán-
uði. Sænsku vísindamennirnir ætla
samt að reyna NGF-meðferðina á
öðrum Alzheimersjúklingi í haust.
Þeir vona að áhrifin vari lengur ef
meðferðin er hafin meðan sjúkdóm-
urinn er á lægra stigi.
Rannsóknir sálfræðingsins Lars
Backman beindust að því markmiði
að endurheimta dvínandi minnis-
hæfileika. Með aðstoð myndbands-
upptökuvélar voru reyndar nýjar að-
ferðir, sem gætu gert sjúklingnum
lífið léttara í hversdagslífinu.
Gamalþekkt minnisþjálf-
un kemur Alzheimersjúk-
lingum ekki að gagni
Samanburðarrannsóknir sýndu að
gamalþekkt minnisþjálfún með kerf-
isbundnum hugaræfingum skerpir
bara athyglisgáfuna hjá heilbrigðu
gömlu fólki, ekki hjá Alzheimersjúk-
lingum. Grandskoðun á myndbands-
upptökunum núna leiddu í ljós að
ákveðnar „þekktar stoðir" minna
hugsanaskerta Alzheimersjúklinga á
eitthvað.
Þar sem hreyfigeta sjúklinganna
„heldur oft áfram að vera tiltölulega
góð" (Backman), þó að greindin sé
skert, æfðu sálfræðingarnir þá alltaf í
síendurteknum hreyfingum, sem
notaðar eru við hversdagsverk eins
og að leggja á borð eða bursta tenn-
umar. Líka var bætt við einföldum
glöggvunarhjálpartækjum, s.s. litum,
plöttum eða máluðum táknum á
vegginn. Mikilvægu hlutverki gegndi
líka alltaf skilningsrík þátttaka ann-
arra, hraustari gamalmenna eða að-
standenda, sem tóku þátt í þjálfunar-
tilraununum.
„Það var auðvelt verk að hvetja þá til
að vera með,“ segir Eva von Strauss
hjúkrunarkona um þá um 2400
öldnu meðborgara, sem tóku þátt í
verkefninu. í nákvæmum samtölum
og rannsóknum könnuðu hjúkrunar-
konur og læknar kringumstæður
gamla fólksins og fjölskyldna þeirra.
Samtímis gáðu þau að merkjum um
heilaskaða, sem oft er erfitt að henda
reiður á. Alls sýndu 385 karlar og
konur merki „hrömunarsjúkdóma";
helmingur þeirra var haldinn Alz-
heimer. Til þess að fmna þessa sjúk-
linga „var nauðsynlegt að grípa til
geysilegrar sjúkdómsgreiningar",
segir Laura Fratiglioni, ítalska for-
stöðukonan við farsóttarrannsóknir í
Stokkhólmi.
En enn sem komið er hefur hvorki
sjúkdómsgreining né meðhöndlun
getað haldist í hendur við hina far-
sóttarkenndu útbreiðslu Alzheimers.
Lyljaiðnaðurinn leggur alla áherslu á
að finna efni sem gætu dregið úr of-
framleiðslu efnahvatans azetylcho-
linesterase í heila Alzheimersjúkra.
Það á að hindra uppbyggingu efnis-
ins. Þannig ætti að hægja á framsókn
sjúkdómsins, þó að ekki yrði komið í
veg fyrir hann. Lyf, sem stöðva
frumudauðann til frambúðar, eru
ekki enn í augsýn.
Erfítt að greina Alzheimer
Stuðst er við hið breiða litróf ein-
kenna — frá upphaflega daufu minn-
isleysi, yfir alvarlegar taltruflanir og
ringlun til algers andlegs og líkam-
legs hjálparleysis - til að greina Alz-
heimer frá öðrum heilatruflunum
sem tengjast öldrun.
Það er þó ekki hægt að greina sjúk-
dóminn án hjálpar útvortis rann-
sóknaraðferða eins og t.d. tölvu- eða
segul-enduróms (tomographie), sem
gera sýnilegar líffræðilegar breyting-
ar á heilaberkinum. Lokavissuna er
ekki að fá fyrr en við krufningu
meinafræðingsins. í heila Alzheimer-
sjúklinga hrannast upp dreggjar af
eggjahvítu, sem klumpast saman og
hindra merkjasendingar milli heila-
frumanna.
Til að halda í lágmarki mistökum við
að bera kennsl á sjúkdóminn sjúk-
dómsgreina læknamir í Kungsholm-
verkefninu, óháðir hverjir öðrum,
hvert tilfelli tvisvar. Matið á gögnun-
um sýnir að greinilegasti áhættuþátt-
urinn er hár aldur. Og Svíar ná sífellt
hærri aldri, lífslíkur sænskra kvenna
em að meðaltali rúm 80 ár og
sænskra karla yfir 74 ár. Því hrað-
fjölgar Alzheimertilfellum. Farsóttar-
fræðingamir segja að eftir 75 ára ald-
ur tvöfaldist fjöldinn u.þ.b. á hverjum
fjómm ámm. Allt að þriðji hver, sem
náð hefúr níræðisaldri, þjáist af sjúk-
dómnum.
Til ársins 2000 eykst hlutfall þeirra,
sem komnir em yfir áttrætt, um 30%
í Svíþjóð, er mat Lennarths Johans-
son við áætlunarstofnun heilbrigðis-
og félagsmálaráðuneytisins. Til að sjá
til þess að fyrirsjáanleg aukning, líka
ellihrörnunar- og Alzheimersjúk-
linga, geti „elst með virðingu", eins
og Johansson orðar það, hafa í mörg-
um sænskum borgum verið sett á fót
lítil sambýli.
Sambýiistilraunin
lofar góðu
„Ruglað, gamalt fólk var alltof oft
lagt inn á sjúkrahús og róað niður
með lyfjum," segir Lisa Rönnberg,
læknir og sérfræðingur í öldrunar-
málum við Solberga- sjúkrahúsið við
Stokkhólm. Líkamleg og andleg
sljóvgun flýtir bara fyrir hrömun-
inni. Sambýlið, sem rekið er sem eins
konar fjölskyldusamband, álítur hún
„heilbrigðara" fyrir þá ellihrömuðu.
Á sambýlum er ekki bara lengur
haldið gangandi tilfinningalífi hinna
öldmðu, heldur segir Rönnberg þá
hafa betri tímaskynjun en á sjúkra-
húsi, sé minna utan við sig og sofi
líka án svefnlyfja.
Að þessari reynslu fenginni em
sprottnar endurbætur, sem sænsk
sveitarfélög hafa tekið upp síðan í
byrjun þessa árs í umönnun aldraðra.
Á þrem stigum em sambýlin löguð að
þörfum hrömunar- og Alzheimer-
sjúklinganna.
Eftir nákvæmar rannsóknir, sem
taka margar vikur, stendur val þeirra
öldmðu, eftir því hversu langt þróun
sjúkdómsins er framgengin, um mis-
munandi umönnun. í dagdvöl með
sameiginlegri borðstofu og rými til
félagsskapar una öldungar, sem enn
eru bærilega á sig komnir, til síðdeg-
is í góðri umsjá og við eitthvert dund.
Þeir em fluttir fram og til baka með
bfl.
Þeir, sem eiga erfiðara með að bera
sig um, búa í sambýli, en eiga mögu-
leika á að snúa aftur til síns heima.
Þessi varaheimili em allan sólar-
hringinn í umsjá sérstaklega þjálfaðs
starfsfólks. Samt er kostnaðurinn,
sem íbúamir taka þátt í að greiða,
lægri en á hefðbundnum hjúkrunar-
stöðvum.
„Vemdað heimili" bak við luktar dyr
er ætlað fyrir sjúklinga á þriðja stig-
inu, þegar mglað gamalt fólk er búið
að glata algerlega sjálfsímyndinni, er
fúllkomlega hjálparvana eða lagst í
rúmið. En þessi síðasti dvalarstaður á
líka fremur að líkjast heimili en
sjúkrastofnun.
í úthverfinu Álvsjö í Stokkhólmi,
þar sem lokaöldmnardeild er á sjöttu
hæð í fjölbýlishúsi, búa íbúamir í
vinalegu umhverfi, innan um vegg-
myndir, myndir sem íbúamir hafa
sjálfir gert og minjagripi sem vekja
aftur til lífsins horfna og gleymda
veröld. „Takmark okkar er það að
gefa gamla fólkinu tækifæri til að
halda í leifamar af eðlilegu lífi og vera
ekki alltaf að meðhöndla það. Það er
ekki hægt að meðhöndla öldrun,"
segir Lisa Rönnberg.