Tíminn - 24.07.1992, Side 12

Tíminn - 24.07.1992, Side 12
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 Áskriftarsími Tímans er 686300 AUÐVITAÐ Suðurlandsbraut 12 Oðfuvísl bflasala BÍLAR • HJÓL • BÁTAR • VARA- HLUTIR. MYND HJÁ OKKUR - BÍLL HJÁ ÞÉR SÍMI 6T9225 m 1 JÍÍ^Sábriel HOGG- DEYFAR Versiið hjá fagmönnum í varahlutir '/ . Hamarsböfda I - s. 67-Ö744 -1 Tíminn FÖSTUDAGUR 24. JÚLl 1992 Mun sjávarútvegsráðherra gefa út þorskveiðiheimildir þvert ofan í vilja Davíðs og flestra hinna ráðherranna? Þorsteinn Pálsson: Hlýt að nálgast málið út frá þjóðarhagsmunum „Ég hef ekki Iagt neina tillögu fram ennþá og enn síður tekið ákvörðun um að gefa hana út í reglugerð. Ég hef lagt mig fram um að leita sátta í málinu og reynt, með framlagningu gagna og dæma um hugsanlega ákvörðun, að taka tillit til óska með- ráðherra og þingflokks og mun halda áfram að leita sátta í mál- inu,“ sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra í gær- kvöldi. Ríkisútvarpið greindi frá því í kvöldfréttum í gær að ráðherra hygðist standa og falla með því að ekki yrði veiddur meiri þorskur næsta fiskveiðiár en 190 þúsund tonn og gefa út reglugerð þar að lútandi, hvort sem samkomulag næðist um það í ríkisstjórn eða ekki. Sjávarútvegsráðherra sagði við Tímann að enginn þyrfti að fara í grafgötur með þá grundvallar- skoðun hans að við núverandi að- stæður væri mjög mikilvægt að verja þorskstofninn. Hann vildi ekki ræða um þær viðtökur sem hugmyndir hans hafa hlotið hjá forsætisráðherra og flestum sam- ráðherra sinna og greint er frá á blaðsíðu 2, en sagði: „Ég hlýt að standa vörð um þá grundvallar- hagsmuni sem þarna eru í húfi. Um leið mun ég áfram leita sátta meðal ríkisstjórnar og þingliðs, enda er það skylda mín. Ég vinn að þessu út frá hreinu málefna- legu sjónarmiði og læt ekkert annað hafa áhrif á mína afstöðu eða vinnu í málinu. —sá Fannst frá Hvammstanga að Grenivík: Jarðskjálfti nyrðra Jarðskjálfti varð kl. 22:40 í fyrra- kvöld og voru upptök hans 30 km norðvestur af Siglufírði. Skjálftinn mældist 4,5 á Richters-kvarða. „Hann fannst svo vitað sé vestur frá Hvammstanga alveg austur að Grenivík," segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur. Hann segir einnig dálítið hafa verið um hrær- ingar frá Kötlu út að Heklu en ekki það mikið að búist sé við gosi. Páll Einarsson jarðskjálftafræðing- Knattspyrnumót 6. fiokks á Austurlandi á morgun og sunnudag: Pollamót haldið í Hallormsstaóaskógi A morgun, laugardag og sunnudag verður haldið í Hallormsstaðaskógi knattspymumót 6. flokks, svo- nefnt Pollamót Kaupfélags Hér- aðsbúa. Mótið er opið öllum íþróttafélögum og er búist við lið- um víðs vegar af Íandinu. Náttúru- fegurð í skóginum er mikÖ og er það vafalítið mikið aevintýri ungu fólki að keppa í slíku umhverfí. PoUamót Kaupfélags Héraðsbúa hefst ld. 11 á morgun en að kvöld- inu veröur kvöldvaka við Lagarfljót sem hefst kl. 20. Þar veröur m.a. grillað og farið í alls konar leiki. Kaupfélag Héraðsbúa sem hefur styrkt íþrótta- og félagsstarf á Eg- Usstöðum á Uðnum árum er stuðn- ingsaðtti mótsins sem skipulagt er af knattspyrnudeildar fþróttafé- lagsins Hattar. Vonast er til að Pollamótið verði árviss viðburöur. —sa Bjöm Ágústsson, fulltrúi kaupfé- lagsstjóra Kaupfélags Héraðs- búa, tv. og Hermann Nfelsson, formaður knattspyrnudoíldar Hattar, handsala styrktarsamn- ing Kaupfélagsins vlö knatt- spymudelldina. ur segir hafa borið á skjálftum á Mýrdalsjökulssvæðinu í fýrrinótt og gærmorgun. „Þeir voru litlir en komu þó fram á mælum,“ segir Páll. Ekki er enn vitað hvað skjálftarnir mældust, en það telst óvenjulegt að skjálftar verði á umræddu svæði á þessum árstíma. Undir Mýrdalsjökli er þó eitt af virkustu jarðskjálfta- svæðum landsins og því ekki gott að segja til um hvort skjálftarnir eru undanfari eldgoss eður ei. / —GKG. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráöherra. Tímamynd PJetur Aðeins hálfvinnan unnin með EES samningnum, heimavinnan er eftir, segja samtökin íslensk verslun: Minnkar vöruval með EES samningi? Eigum við sem EES-þjóð eftir að standa frammi fyrir því að vöruúrval í ís- lenskum verslunum minnki verulega? Fátt verði þar um aðrar vörur en evr- ópskar? „Samningurinn um EES mun beina viðskiptum enn frekar inn á Evrópumarkað en verið hefur. íslendingar hafa í gegnum tíðina átt mikla viðskiptahagsmuni við lönd utan EES, svo sem Bandarík- in, Kanada, Japan og fleiri lönd. Þessi viðskipti hafa verið mismikil og þá oft ráðist af því hvar kaup og kjör væru best hverju sinni. Háir ytri tollar geta hins vegar komið í Spáð þurru sunnanlands Búist er við að norðlæga áttin og kuldinn haldist um helgina, sér í lagi fyrir norðan. „Þokkalega bjart og milt verður að deginum hér suð-vestan til,“ segir Magnús Jónsson veðurfræðingur. „Ekki ósvipað veður og verið hefur en kannski ekki eins sterkt sólskin og hér hefúr verið á suðvesturland- inu, en áfram svalt fyrir norðan og suddi." Möguleiki er á að rigni á Suðaust- ur- og Norðurlandi þessa helgi en hann á að haldast þurr á höfuðborg- arsvæðinu og vestanlands. Ekki er enn hægt að segja til um hvernig veðrið verður um verslun- armannahelgina. —GKG. veg fyrir þessi viðskipti," segja sam- tökin íslenskverslun m.a. í umsögn sinni um EES samninginn. Jafnframt er bent á að auk þessa njóti lönd Evrópu fjarlægðarvernd- ar. Með samningnum sé þó gengið enn lengra gagnvart matvælainn- flutningi frá öðrum löndum en EES-löndum, því samkvæmt regl- um Evrópubandalagsins muni regl- ur um notkun aukefna og merk- ingu umbúða verða samræmdar. Samtökin sjá þó marga góða kosti við EES aðild. Útflytjendur innan FÍS (Félags stórkaupmanna) fagna t.d. samningnum þar sem hann gefi greiðari leið að mörkuðum og væntanlega um 2.500 milljóna kr. hærra skilaverð til innlendra fram- leiðenda. Samtökin telja sömuleiðis að auk- ið samstarf við réttarríki þau er mynda EES muni færa einstakling- um jafnt sem lögaðilum aukna rétt- arvernd, ekki síst þar sem samning- urinn öðlist lagagildi hér á landi. Fyrir verslunina sé þó mikilvægast að starfsskilyrði verði sambærileg og hjá erlendum samkeppnisaðil- um. Hérlendis séu enn ýmsir skatt- ar sem leggist á verslunina eina. Þótt EES samningurinn taki ekki til skatta megi ljóst vera að ekki verði hjá því komist að taka skatt- lagningu verslunargreinarinnar til endurskoðunar. Samtökin íslensk verslun telja þó að með EES-samn- ingnum sé aðeins hálf vinnan unn- in, eftir sé að vinna heimavinnuna, sem hljóti að miða að því að aðlaga íslenskt fjármálakerfi því sem gerist á samstarfssvæðinu, enda muni allt annað stríða gegn markmiðum og meginreglum EES sbr. 1. grein samningsins. - HEI

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.