Tíminn - 30.07.1992, Side 1
Fimmtudagur
30. júlí 1992
139. tbl. 76. árg.
VERÐ í LAUSASÖLU
KR. 110.-
Landsmenn (of?)nýtt lánsréttindi sín í botn síðustu árin:
Skuldimar jukust 7 millj-
örðum meira en eignimar
Einstaklingar, sem þurfa að greiða eignaskatt, eru nú um 1 þúsund
færri en í fyrra. Ástæðan er sú að samkvæmt skattframtölum hækk-
uðu skuldir fólks mörgum milijörðum króna meira en eignir á síð-
asta ári — og raunar nokkur undanfarin ár. Þannig hækkuðu fram-
taldar skuldir einstaklinga um 22 milljarða kr. að raungildi (um
340.000 kr. á hverja fjögurra manna fjölskyldu), eða 14%, milli ár-
anna 1990 og 1991. Þar á móti jukust framtaldar eignir þeirra að-
eins um 15 milljarða kr., hvar af 6 milljarðar voru í nýjum bílum.
Fólk hefur þannig aukið skuldir sínar um 7.000 milljónir umfram
eignir á árinu.
„Raunar nær þessi þróun yfir
lengra tímabil," segir í greinargerð
fjármálaráðuneytisins um álagn-
ingu opinberra gjalda 1992. í ljós
kemur að skuldir heimilanna (fast-
eignalán, námslán og önnur lán)
hafa meira en tvöfaldast á aðeins 3
árum, þ.e. úr 95 milljörðum króna í
ársbyrjun 1989 upp í 195 milljarða í
byrjun þessa árs.
Eignir einstaklinga umfram skuld-
ir (eignaskattstofninn) voru 336
milljarðar í ársbyrjun 1989. Einung-
is til að halda fullu raungildi sínu
(m.v. um 44% vísitöluhækkun)
þurftu þær að hækka í 485 milljarða
í byrjun þessa árs. í raun töldu töldu
einstaklingar hins vegar aðeins fram
455 milijarða eignir. Hreinar skatt-
skyldar eignir þeirra hafa þannig
dregist saman um 30 milljarða
króna að raungildi á aðeins þrem ár-
um. Þetta samsvarar rýrnun
hreinna eigna um nær 160 þús.kr.
að meðaltali á hvern framteljanda
(alla 16 ára og eldri), eða hátt í hálfr-
ar milljónar króna eignarýmun á
hverja 4ra manna fjölskyldu að með-
altali.
Um 42% allra eigna í
„panti“
Landsmenn hafa þannig verið að að
veðsetja heimili sín í stórauknum
mæli síðustu árin. Fyrir þrem ámm
samsvöruðu heildarskuldir einstak-
linga rúmlega 30% af verðmæti fast-
eigna þeirra. Þetta hlutfall hefur síð-
an hækkað í 42% um síðustu ára-
mót. Meðal helstu ástæðna þessarar
miklu skuldasöfnunar, að mati fjár-
málaráðuneytisins, em hækkun
lánahlutfalls í fasteignakaupum
með tilkomu húsbréfakerfisins,
aukning námslána og hugsanlega
Iækkandi fasteignaverð að undan-
fömu (sem kemur fram í lægra fast-
eignamati).
10. hver „gjaldþrota“
Enda hefur öreigum og þeim sem
eiga minna en ekki neitt, þ.e. skulda
meira en þeir eiga eignir á móti,
fjölgað geysilega síðustu árin.
Frá 1989 hefur framteljendum í
landinu fjölgað um 7.400 manns, í
191.300 í byrjun þessa árs. Þrátt fyr-
ir það fækkaði þeim um 1.700 sem
áttu einhverjar eignir umfram
skuldir, niður í 88.800 manns í byrj-
un þessa árs.
Þeim sem töldu fram skuldir um-
fram eignir fjölgaði hins vegar gríð-
arlega á þessum þrem árum. Um
11.200 voru í þeirri aðstöðu íyrir
þrem árum. Þeim hafði fjölgað í
18.300 manns í byrjun þessa árs, eða
um 63%. Þetta svarar til þess að á
móti hverjum 5 sem eiga eignir um-
fram skuldir komi 1 sem skuldar
umfram eignir — á þannig minna
en ekki neitt.
„Öreigum", sem hvorki telja fram
skuldir eða eignir, hefur því fjölgað
einnig töluvert, eða um 3 þúsund
manns þessi þrjú ár.
pjórðungur framtelj-
enda með eignaskatt
Af þeim áðumefndu 88.800
manns sem eiga eignir umfram
skuldir eru 51.200 sem á er lagður
eignaskattur á þessu ári, eða rúm-
lega fjórðungur allra framteljenda.
Samtals þarf þessi hópur að borga
1.580 m.kr. í eignaskatta (um 31
þús.kr. að meðaltali). Þrátt fyrir
fjölgun framteljenda um 2.600 milli
ára hefur þeim fækkað um þúsund
manns sem þurfa að greiða eigna-
skatt. Um 5.200 einstaklingar lenda
í efra þrepi eignaskattsins, sem þýð-
ir að þeir eiga skuldlausar eignir
umfram 9,5 milljónir kr. (tvöföld sú
upphæð hjá hjónum). Þetta eigna-
fólk virðist þó flest vera lágtekjufólk,
því vegna tekjutengingar þarf aðeins
þriðjungur þessa hóps, eða 1.700
manns, að greiða óskertan eigna-
skatt í hærra þrepi.
Tékkar og íslendingar í handbolta á Ólympíuleikunum:
JAFNTEFLI
Leikur íslendinga og Tékka á Ólympíuleikunum
endaði með jafntefli. Lokastaðan var 16:16.
Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar:
Lánsheimildir Byggða-
stofnunar 850 millj.
„Út af fyrir sig er þetta eitt af verkefnum Byggðastofnunar og ekki nema
eðlilegt að hún fái það,“ segir Cuðmundur Malmquist, forstjóri Byggða-
stofnunar, um þá ákvörðun ríkisstjómarinnar að feia stofnuninni að koma
með tillögur um hvemig koma mætti verst settu byggðum landsins til
hjálpar í kjölfar afiasamdráttar.
Aðspurður um lánsheimildir stofn-
unarinnar segir Guðmundur að hún
sé í ár 750 milljónir erlendis frá og
100 milljónir innanlands og ennþá
hafi ekkert lán verið tekið. Guð-
mundur gerir ráð fyrir að það verði
gert í haust. „Það má kannski segja
að það stefni í að stofnunin þurfi
ekki að nýta allar þessar heimildir
og það er kannski það sem sjávarút-
vegsráðherra á við þegar hann talar
um 300 milljóna lánsheimildir."
Guðmundur er enn ekki fárinn að
ræða við sjávarútvegsráðherra um
þessi mál, en hann ræddi lauslega
við forsætisráðherra um málið á
þriðjudag. „ Við öfluðum vissra upp-
lýsinga fyrir forsætisráðuneytið áð-
ur en þessar ákvarðanir voru teknar
og reyndum að áætla þau ársverk
sem falla niður við skertan kvóta.
Það verður síðan unnið áfram í
framhaldi af því.“
Guðmundur segir þó enn ekki ljóst
hvernig farið verður niður í þetta
dæmi og á eftir að ráðfæra sig við
sérfræðinga sína og einnig á stjórn
stofnunarinnar eftir að fjalla um
málið. Því sé lítið hægt að segja um
þessi mál á þessari stundu.
-BS
Sjá einnig umfjöllun um ákvörðun
rfldsstjómar og sjávarútvegsráðherra
um fiskveiðimálin á blaðsíðu 2.
Eignaaukningin mest
í bílum
Þrátt fyrir að framteljendur hafi
aukið skuldir sínar um 42% að
raungildi (umfram verðbógu) sl.
þrjú ár hafa hefur raungildi fast-
eigna þeirra sáralítið aukist (4%) á
sama tíma. Segja má að eina eigna-
aukningin sem eitthvað kveður að
liggi í einkabílum landsmanna.
Einkabflaflotinn var metinn á 53
milljarða kr. (815 þús. kr. að meðal-
tali á hverja 4ra manna fiölskyldu)
um síðustu áramót og hafði þá vaxið
um 71%, eða um fimmtung að
raungildi, á þrem árum.
Greiðendum eignaskatts fækkar
ekki aðeins í hópi einstaklinga held-
ur hlutfallslega ennþá meira meðal
fyrirtækja. Tæplega 5 þúsund fyrir-
tæki þurftu að greiða eignaskatt árið
1991 en þeim hefur síðan fækkað í
4.560, eða um nær tíunda hluta. Alls
er þeim gert að greiða um 1.130
milljónir f eignaskatta í ár, eða nán-
ast sömu upphæð og í fyrra.
- HEI
Sé hemlað á 120 km hraða eyðileggjast hjólbarðarnir og hér
gefur á aö líta þá Óia H. Þórðarson, formann Umferðarráðs,
Þóri Ingason, verkfræðing hjá Rannsóknastofnun bygging-
ariðnaðarins, Sumarliða Guðbjörnsson frá tryggingarfélög-
unum og Brynjar Valdimarsson frá Bindindisfélagi öku-
manna með dekk sem haft var undir bíl sem nauðhemlað var
á 120 km hraða á þurru malbiki. Tlmamynd Slgurstelnn
Athugun á hemlaförum:
Aöstæður hafa áhrif
þegar farið er
yfir 80 km hraða
Athugun, sem m.a. Umferðarráð og bifreiðatryggingafélögin létu
gera, hefur leitt í ljós að sé hraði bfls aukinn úr 50 km í 60 km/klst
eykst hemlunarvegalengd um 4-5 metra.
Sé hraði aftur á móti aukinn
úr 90 í 100 km/klst eykst hún um
10-15 metra. Athygli vakti að
hemlunarvegalengd mælist sex
sinnum meiri á 120 km hraða en
60 km hraða.
Vegalengdin reyndist vera svip-
uð á öllum tegundum bfla við
allar aðstæður upp að 80 km
hraða, en þá fara aðstæður að
hafa áhrif. T.d. er hemlunarvega-
lengd meiri á blautri klæðningu
og malbiki en á þurru yfirborði
og er mismunurinn á 120 km
hraða 10 metrar á klæðningu en
15 metrar á malbiki.
Ef viðnám er mikið verða negld-
ir hjólbarðar til þess að hemlun-
arvegalengdin verður meiri en
ísing og Iítið viðnám hafa meiri
áhrif til góðs en neikvæðu áhrif-
in á auðu yfirborði.
Athugunin var gerð til að geta
skorið úr þegar framburði öku-
manna ber ekki saman við heml-
unarför bifreiða þeirra þegar
umferðaróhapp verður og þeir
þurfa að hemla snögglega. -GKG
■■■■■■§^^■■■1
■■■■HBBnnmHH