Tíminn - 30.07.1992, Qupperneq 4
4 Tíminn
Fimmtudagur 30. júlí 1992
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Tfminn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aöstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjóran Birgir Guömundsson
Stefán Asgrfmsson
Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason
Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavik Sfml: 686300.
Auglýslngasfmi: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf.
Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verö I lausasölu kr. 110,-
Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Glíman við
frj álshyggjudrauginn
Ákvörðun sjávarútvegsráðherra um heildar-
afla næsta ár er málamiðlun milli andstæðra
sjónarmiða í ríkisstjórninni. Niðurstaðan er
ótrúlega ranglát. Með henni er í raun ákveðið að
láta niðurskurðinn lenda með fullum þunga á
fámennum byggðarlögum þar sem atvinnulífið
byggir eingöngu á vinnslu og veiðum á þorski.
Önnur byggðarlög, eins og til dæmis Reykjavík,
fara miklu betur út úr niðurskurðinum, vegna
þess hve afli þar byggir í ríkum mæli á tegund-
um sem veiðiheimildir eru auknar á, eins og
karfa svo dæmi séu nefnd.
Ljóst er að ríkisstjórnin hefur ákveðið að
kasta þessari ákvörðun fram með alla enda
lausa. Hugmyndinni um að úthluta aflaheimild-
um Hagræðingarsjóðs var hafnað, m.a. vegna
kenninga um svokallaða „kostun“ atvinnuveg-
anna á rannsóknum í þeirra þágu, og vegna
þeirrar þráhyggju ríkisstjórnarinnar að leggja
aukin útgjöld á sjávarútveginn án tillits til af-
komu hans.
Það er alveg Ijóst að Alþýðuflokkurinn og
frjálshyggjuliðið í Sjálfstæðisflokknum hefur
haft sitt fram hvað Hagræðingarsjóðinn varðar.
Eftir þessa ákvörðun — sem engar aðgerðir
fylgja nema sýndarákvörðun um að Byggða-
stofnun geri tillögur um að milda áfallið fyrir
þau byggðarlög sem verst eru sett — eru mál-
efni sjávarútvegsins í uppnámi.
Það er í raun búið að ákveða svo herfilega
mismunun að við svo búið má ekki standa.
Byggðastofnun hefur alls engin úrræði í
þessum efnum. Það hefur verið dregið stórlega
úr fjárframlögum til hennar, og getan til átaka í
atvinnumálum því stórlega skert. Beiðni um til-
lögur þaðan er ekkert nema aumkunarverður
kattarþvottur af hálfu forsætisráðherra til þess
að breiða yfir ráðaleysi rfkisstjórnarinnar.
-Það væri auðvitað eðlilegt í þessari stöðu að
úthluta heimildum Hagræðingarsjóðs og nota
hann í samræmi við upphaflegan tilgang sinn.
Alþingi verður að grípa í taumana og koma því í
kring, og að sjálfsögðu verður að reyna á það
strax og það kemur saman hvort þingmenn eru
svo geðlausir að láta aðgerðaleysið og sinnu-
leysið um afkomu sjávarútvegsins og lífsgrund-
völl fólksins í hinum dreifðu byggðum yfir sig
ganga. Eru frjálshyggjudraugurinn og kratarnir
svo magnaðir, að þeim verði liðið að rústa at-
vinnulífið í heilum landshlutum? Nú mun
reyna á það.
Flutningur ríkisstofnana út á
land hefur lengi verið á dagskrá
en þegar til á að taka æxlast
málin ávallt þannig að ekkert
verður úr flutningi og eflast og
dafna ríkisstofnanirnar í
Reykjavík og þeim sem við bæt-
ast er undantekningarlítið hol-
að þar niður. Af sjálfu leiðir að
stjórnsýslan, sem sveitarstjórn-
armenn tala svo fjálglega um,
og þjónustan, sem allir vilja
hafa sem mesta og besta og
heima hjá sér, hrannast upp í
Reykjavíkinni þar sem hafa
verður flugvöll í miðbænum til
þess að utanbæjarmenn komist
beint í þjónustuna og stjórn-
sýsluna án þess að lenda í taf-
sömum innanbæjarferðalög-
um.
Þar sem þéttbýlið í dreifðu
byggðunum sárvantar þjón-
ustu og sérstaklega launuð
störf, sem þýtt yfir á stofnana-
mál eru atvinnutækifæri, þykir
nauðsynlegt að dreifa ríkis-
stofnunum um landið og efla
þar með þéttbýlisstaðina.
Byggðastofnun er t.d. stundum
nefnd í þessu samhengi, en hún
er búin að koma sér svo vel fyr-
ir við Rauðarárstíginn að þaðan
verður starfsfólkinu eða
stjórnarmönnum ekki
haggað og verður sú
þjónusta og stjórnsýslu-
miðstöð í miðri Reykja-
vík um aldur og ævi, eins
og aliar aðrar ríkisstofnanir.
Þeir sem ætla að flytja ríkis-
stofnanir út á land lenda nefni-
lega ávallt í sporum postulans
Páls sem mælti hin fleygu orð í
öllum sínum veikleika: „Það
sem ég vil, gjöri ég ekki og það
sem ég vil ekki, það gjöri ég.“
Ekkert að óttast
Þeir sem nú ætla að fara að
flytja ríkisfangelsið frá Eyrar-
bakka til Reykjavíkur geta tekið
undir í einum kór með postul-
anum. Það sem ég vil ekki...
Annars er óþarfi að fara starx
að bera kvíðboga fyrir að leti-
garður ríkisins rísi í höfuð-
borginni. Fyrir fjörutíu árum
var skipuð nefnd til að gera til-
lögur um nýtt ríkisfangelsi sem
koma átti í stað Litla-Hrauns á
Eyrarbakka. Hún hefur starfað
látlaust síðan og og hjá húsa-
meistara ríkisins, sem mætti að
ósekju sitja á Hornströndum,
er sérstök deild sem er að
teikna eða hanna ríkisfangelsi.
Nefndin og arkitektarnir í tugt-
húsdeildinni fara annað veifið í
önnur lönd og álfur að kynna
sér nýjungar í fangelsahönnun
og halda svo áfram að velta
vöngum og teikna.
Búið er að stika nokkrar lóð-
ir í Reykjavíkurlandi undir
fangelsi en að örðu leyti sér
emSætti húsameistara um
framkvæmdaleysið.
Tugthúsgrunnur og
hámenning
Fyrir 20 árum var hafin bygg-
ing kvennafangelsis við Tungu-
háls og grunnur steyptur. Það
mannvirki seldi Ólafur Ragnar
SS og fékk fyrir ógurlegan slát-
urhússkrokk utan um mar-
gefldan listaháskóla Svavars
Gestssonar og eru nú eignirnar,
grunnur uppi á heiði og hús-
gímald í Laugarnesi, álíka
notadrjúgar.
Þegar fréttist að hreyfing er
að komast á ríkisfangelsi fyrir
karla sáu Dalvíkingar af hag-
sýni sinni púðrið í stórbygg-
ingu og rekstri tugthúss. Þarna
er auðlind sem aldrei þverr og
skapar atvinnu og umsetningu
í bráð og lengd. Þeir buðust til
að selja lóð undir fyrirtækið og
lofuðu að sjá um að hvorki
vantaði starfsfólk né þjónustu
til að reka ríkisstofnunina í
bænum sínum.
Þá rumskuðu Eyrbekkingar
við sér og fengu nýja skilninga
á hinu fornkveðna, að enginn
veit hvað átt hefur fyrr en misst
hefur.
Nóg pláss í Flóanum, sögðu
þeir, og að ekkert vit væri í að
flytja letigarðinn frá Litla-
Hrauni. Best að byggja þar upp
aftur og kváðust vel færir um
að hýsa tugthúslimi framtíðar-
innar.
Reyndar hafa Eyrbekkingar
ágæta reynslu af sambýlinu við
Litla- Hraun og hafa samskipt-
in við íbúana þar oft verið með
ágætum. Minna má á að oft
hafa þeir á Litla-Hrauni bjargað
verðmætum frá skemmdum
þegar landburður var af fiski.
Þá þræluðu þeir oft í fiskvinnsl-
unni á meðan stætt var og
unnu sjálfum $ér, Eyrbekking-
um og þjóðinni allri hið ágæt-
asta gagn.
Vel getur verið að Dalvíking-
ar sjái líka hvílíkur akkur er að
slíku vinnuafli þegar á reynir.
Auölind og nýting
hennar
En af því að Reykjavík þarf að
gleypa allar þjónustustarfsemi,
stjórnsýslu og ríkisfyrirtæki er
ákveðið að ríkisfangelsið verði
sett niður þar hvenær sem það
verður. Framkvæmdanefnd
tugthúsa á eftir að fara nokkrar
ferðir enn til að kynna sér nýj-
ustu tískuhönnun fangelsa og
fangadeild húsameistarame-
bættisins á mikið starf fyrir
höndum að teikna fangelsi sem
ekki gefur grámyglu ráðhúss
eftir.
Túgthússtjóri ríkisins heldur
því fram að helsta röksemd fyr-
ir því að reisa nýja letigarðinn í
Reykjavík sé að flestir tugthús-
limir komi af suðvesturhorni
landsins og á þar væntanlega
við Innnes. Þar eru dómarar
líka flestir, en að vísu misjafn-
lega afkastamiklir.
Svona röksemdafærsla er
fullgild. Af því að í Reykjavík
eru flestir delinkventarnir og
drjúgur hluti dæmdra manna
er sjálfsagt að heimabyggð
njóti ávaxtanna af afbrotum
þeirra og fái að timbra upp hús
fyrir þá og þjónusta fyrir
ríkisfé þegar þar að kem-
ur.
Ef Eyrbekkingar ætla
að halda í fangelsið verða
þeir að drífa í að fremja
glæpi og láta dæma sig á leti-
garðinn til að skapa atvinnu-
tækifæri og þjónustu á heima-
slóðum. Sömuleiðis mega Dal-
víkingar taka sig á og gerast af-
brotamenn í stórum stfl ef þeir
eiga að hljóta hnossið, eins og
ríkisfjölmiðlarnir og DV kalla
atvinnutækifæri. Sé það for-
senda þess að fá ríkisfangelsi á
hlaðið hjá sér, að útvega nógu
marga afbrotamenn til að fylla
það, þýðir ekkert fyrir minni
byggðarlög að keppa við
Reykjavík um þá auðlind sem
ríkisfangelsi greinilega er.
Ef einhver velkist í vafa um
hvort glæpir borga sig eða ekki
þá ætti togstreitan um ríkis-
tugthús að færa manni heim
sanninn um að glæpir marg-
borga sig og skapa fram-
kvæmdir og atvinnu.
Og af því að Reykjavík leggur
til sjálfa auðlindina sem rekst-
ur fangelsa byggist á fær borgin
að njóta þess að nýta hana hvað
sem allri byggðastefnu líður, að
því er tugthússtjóri ríkisins
heldur fram.
OÓ