Tíminn - 30.07.1992, Qupperneq 8

Tíminn - 30.07.1992, Qupperneq 8
8 Tíminn Fimmtudagur 30. júií 1992 JCB 3 CX traktorsgrafa árg. 1981 til sölu í mjög góöu standi. Opnanleg framskófla. Ekki framdrif. Verö c.a. kr. 750.000 staðgr. Upplýsingar í síma 98-68906. Ánamaðkar Til sölu 400 stk. nýtfndir ánamaökar á kr. 20,- stk., ef allir eru keyptir i einu. Simi 41224 eftir kl. 18.00. Smásöluverð á innfluttu neftóbaki ÁTVR hefur að beiðni nokkurra fyrirtækja fiutt inn neftóbak sem falt er almenningi í verslunum. ÁTVR telur nauðsyn- legt að birta, hvert eigi að vera smásöluverð þess neftób- aks, sem flutt hefur verið inn á tímabilinu apríl-júní 1992. Tegund Eining Smásöluverð Ozona President 7 gr 116 Löwenprise 10 gr 132 Medicated 99 25 gr 260 Medicated 99 5 gr 54 Generalsnus 50 gr 332 Tre Ankare 24 gr 217 Verslunum er óheimilt að selja tóbak á öðru verði en ÁTVR tilgreinir sem smásöluverð í verðskrá eða á vöru- reikningum. Reykjavík 27. júlí 1992 Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins fBLAÐBERA VANTAlP) Víðsvegar í Reykjavík, Lynghálsi 9. Sími 686300 Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Þœrþurfa að vera vélritaðar. -------------------------------------------------N 'í Maöurinn minn Kjartan Eggertsson Fremri-Langey andaöist á Hrafnistu ( Reykjavik 29. júlí. Júlíana Einarsdóttir __________________I______________________________/ Nýjar norskar bœkur Bækur frá Aventura John Bradshaw: Som á komme hjem — Frígjör dit indre bam. 300 bls. Þýöandi Reni H. Kaldhol. Formáli Lise Valla. Ósló 1992. Bók þessi fjallar um hvemig á að finna hið viðkvæma innra barn í sjálfum sér, barnið sem hver og einn einu sinni var og ber með sér alla ævi. Oft var það yfirgefið, horft framhjá því, það skammað eða kval- ið. Með sársauka sínum, sorg og reiði stjórnar það nú tilfinningum okkar og því hvernig við lítum á annað fólk umhverfis okkur. Þessi bók Bradshaws er kennslubók í því að leita tilbaka í gegnum hin ýmsu þroskastig og endumppgötva þannig barnið. Skoða sjálfsævisög- una, ekki endilega skrifa hana. Með ýmissi tækni, æfingum og hugleið- ingu getum við fundið lykilinn að barnæsku okkar, allt frá fmm- bernsku til unglingsára. Þá sjáum við einnig hvernig hinar erfiðu og vondu tilfinningar hafa myndast. Þetta er ferð sem er þess virði að taka sér hana á hendur. Peter Norman Waage: Et Imperium gár under. 150 bls. kilja. Ósló, 1992. Minnls- blöö um Sovét árið 1991. Höfundurinn skrifaði frá því í janú- ar 1991 fasta þætti í Dagbladet um þróunina í Sovétríkjunum, það er í dag um Rússland og hin lýðveldin sem tengd vom því. Fyrir þessa þætti var hann útnefndur blaðamað- ur ársins af „Natt & Dag“ í Ósló. Rökin fyrir valinu voru meðal ann- ars: „Það mikilvægasta, sem gerðist 1991, var upplausn Sovétríkjanna. Með innsýn og faglegri þekkingu gaf P.N.W. lesendunum upplýsingar á verðugan hátt. Aldrei var það leiðin- legt og aldrei sjálfhælið. Mættum við fá meira af slíku.“ í þessari kilju em greinarnar, sem hann skrifaði, og eru þannig úr garði gerðar að þær standa og halda fullu gildi um ókomin ár. Sam Giancana og Chuck Giancana: Maf- iakongen, som kontrollerte Amerika. Þýðing Arve Torkelsen. 335 bls. Ósló 1992. Þann 12. mars síðastliðinn kom út um allan heim bókin um Mafíukon- unginn eftir bróður hans og frænda. Sé hér um sannleikann að ræða, þá var Joe Kennedy stærsti áfengis- smyglarinn á bannámnum. Nixon og Johnson vissu um- morðið á Kennedy, sem var kostað af olíu- kóngi frá Texas og svona má lengi telja. Þetta er í fáum orðum sagt mjög svo spennandi reyfari, sem fjallar um helstu glæpamál síðustu áratuga af góðri spennu og snjallri uppbyggingu. Hverju svo er hægt að trúa og hverju ekki, er önnur saga. Sé sagan sönn, er víst ekki mikils virði að vera stjórnmálamaður eða lögreglumaður í henni Ameríku. Sigurður H. Þorsteinsson Breyttar áherslur hagfræðinga Frá árlegri ráðstefnu eða Iandsfundi bandarískra hagfræðinga, American Economics Association, 1992, hald- inni í ársbyrjun í New Orleans, sagði fréttamaður Financial Times 13. janú- ar 1992: „Tvennt rann upp fyrir mér, er ég hélt á brott: í fyrsta lagi, að fremstu hagfræðingarnir eru að verða veraldlegri en áður og síður gefnir fyr- ir langsótta stærðfræði; í öðru Iagi, að starfsstétt þeirra er að þreytast á ein- földun til hugarhægðar í frjáls mark- aðs-kenningum. Fyrir tíu árum prédikuðu „hagstjörn- ur“ svo sem Robert Lucas við Háskól- ann í Chicago óhlutkennda, út- þynnta fjárhyggju, sem kölluð var „viturlegar væntingar" (rational expectations). Á grundvelli verka Miltons Friedman og annarra stað- hæfðu þeir, að íhlutun stjómvalda mætti sín ekki, jafnvel í bráð. Þótt stefnumörkun geigaði þráfaldlega sakir þeirra, — svo sem í upphafi ní- unda áratugarins, er dollarinn var lát- inn reka á reiðanum, — hættu kenn- ingasmiðirnir sér sjaldan langt út úr fílabeinstumum sínum." ,Á þessu hefur orðið mikil breyting. Fremstu ungu kenningasmiðirnir gangast nú upp í stefnumörkun. Jef- frey Sachs, hagfræðingur frá Har- vard(-háskóla), talaði af myndugleika um einkavæðingu á ráðstefnunni, að- allega fyrir sakir reynslu sinnar sem ráðgjafa rússnesku og pólsku ríkis- stjórnanna. Önnur hagstjarna, Lawr- ence Summers, hefur um sinn lagt fræðasetur að baki og gerst aðalhag- fræðingur Alþjóðabankans. — Paul Krugman frá MIT er eins farið, en á ráðstefnunni tók hann við Clark-heið- urspeningnum, — sem veittur er hag- fræðingi undir 40 ára aldri fyrir frá- bær verk, — þótt kunnastur sé fyrir vöruskipta- kenningu (trade theory) sína, hefur mikið að honum kveðið í umræðum um efnahagsmál í Banda- ríkjunum, en hann hefur á loft haldið sveigjanlegu gengi. í hagfræði fór hann úr sagnfræði, og kveðst um stíl taka sér George Orwell til fyrirmynd- ar...“ ,Annað það (sem upp fyrir mér rann), er, að pendúliinn sveiflast lengra frá kennisetningum frjáls markaðar, og endurspeglar það að nokkru mynstur fræðilegra nýmæla. Á kenningasvið- um svo sem vöruskipta, vinnu og fjár- mála hafa mörg ný líkön hlotið „ný- keynesiskan" svip, þannig að í þeim segir til tormerkja á markaðsfrelsi ... Kyrrstaðan í efnahagslífi Bandaríkj- anna síðustu þrjú ár hefur þrengt að fjárhag háskóla sem ríkis..." „Of mikið skyldi þó ekki gert úr hug- myndalegum breytingum. Ný kennslubók í macroeconomics eft- ir Gregory Mankiw, enn eina rís- andi hagstjörnu við Harvard(-há- skóla), er harla ólík þeim, sem (kenndar voru) á áttunda áratugnum. Hin (kunnuglega) keynesiska hag- fræði, sem var uppistaðan í námskeið- um fyrstu áratugina eftir síðari heims- styrjöldina, er flutt aftur í síðari hluta bókarinnar, og hefur að mótvægi langa kafla með megin- kennisetning- um (forvera) Keynes. Úr viðskiptalifinu EES-samningurinn: Uppsetning atvinnustarfsemi Um rétt ríkisborgara eins aðildarríkis til að hefja atvinnustarfsemi í öðru er á kveðið í 31.-35. gr. samningsins. „1. Innan ramma ákvæða samnings þessa skulu engin höft vera á rétti rík- isborgara aðildarríkis EB eða EFTA- ríkis til að öðlast staðfestu á yfirráða- svæði einhvers annars þessara ríkja. Hið sama gildir einnig, þegar ríkis- borgarar aðildarríkis EB eða EFTA-rík- is, sem hafa staðfestu á yfirráðasvæði einhvers þeirra, setja á stofn umboðs- .skrifstofu, útibú eða dótturfyrirtæki. Jj— Staðfesturéttur felur í sér rétt til að /hefja og stunda atvinnustarfsemi og til / að stofna og reka fyrirtæki, einkum fé- lög eða fyrirtæki í skilningi annarrar málsgreinar 34. gr. með þeim skilyrð- um, sem gilda að landslögum um ríkis- borgara þess ríkis, þar sem staðfestan er fengin, þó með fyrirvara um ákvæði 4. kafla (ath. um fjármagn). — 2. í VIII.- XI. viðauka eru sérstök ákvæði um staðfesturétt. (Ath. Sjá eftirfarandi viðbæti hér). 32. gr. Ákvæði þessa kafla gilda ekki um starfsemi, sem á yfirráðasvæði ákveðins samningsaðila fellur undir meðferð opinbers valds, jafnvel þótt svo sé aðeins í einstökum tilvikum. 33. gr. Ákvæði þessa kafla og ráðstaf- anir í samræmi við þau útiloka ekki, að beitt verði ákvæðum í lögum eða stjórnsýslufyrirmælum um sérstaka meðferð á erlendum ríkisborgurum, er grundvallast á sjónarmiðum um alls- herjarreglu, almannaöryggi og al- mannaheilbrigði (public policy, public security or public health). 34. gr. Með félög eða fyrirtæki, sem stofnuð eru í samræmi við lög aðildar- ríkis EB eða EFTA-ríkis og hafa skráða skrifstofu, yfirstjórn eða aðalstarfstöð á yfirráðasvæði samningsaðila, skal farið að því er þennan kafla varðar, á sama hátt og einstaklinga, sem eru ríkis- borgarar í aðildarríkjum EB eða EFTA- ríkjum. — Með félögum eða fyrírtækj- um er átt við félög eða fyrirtæki, stofn- uð á grundvelli einkamálaréttar eða verslunarrettar, þar með talin sam- vinnufélög, svo og aðrar lögpersónur, sem lúta allsherjarrétti eða einkamála- rétti, þó að frátöldum þeim, sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. 35. gr. Ákvæði 30. gr. (ath. um gagn- kvæmni starfsréttinda, prófskírteina) gilda um málefni, sem fjallað er um í þessum kafla. VIÐBÆTIR í VIII. viðauka, 9. lið, segir: „Þrátt fyrir 31.-35. gr. samningsins og ákvæði þessa viðauka er íslandi heimilt að beita áfram höftum, sem eru í gildi við undirritun samningsins um staðfestu þeirra, sem eru ekki ríkisborgarar, og ríkisborgara, sem hafa ekki lögheimili á íslandi, á sviði sjávarútvegs- og fisk- vinnslu. í IX. viðauka, „Fjármálaþjónusta", í Iiðnum .Aðlögun á tilteknum sviðurn", segir: „Eftirfarandi bætist við 4. gr. 0 á íslandi: Húsatryggingar Reykjavíkur- borgar, Viðlagatrygging íslands. Og enn í IX. viðauka, „Bankar og aðr- ar lánastofnanir", í liönum „Samræm- ing á löggjöf um staðfestu og rétt til að veita þjónustu", 16.389L0646: „Önnur tilskipun ráðsins 89/646/EBE frá 15. desemþer 1989 ... 3c: ísland skal koma ákvæðum tilskipunarinnar til fram- kvæmda eigi síðar en 1. janúar 1995. Á meðan á aðlögunartímabilinu stendur, skal það viðurkenna, í samræmi við ákvæði tilskipunarinnar, leyfi, sem veitt eru lánastofnunum af lögbærum yfirvöldum annarra samningsaðila. Leyfi veitt lánastofnunum af lögbær- um íslenskum yfirvöldum skulu ekki gilda innan EES, fyrr en farið er að beita tilskipuninni að fullu." Og enn í IX. viðauka, „Verðbréfaþing og verðbréf", 24. 379L0279: Tilskipun ráðsins 79/279/EBE frá 5. mars 1979 til samræmingar á skilmálum fyrir opin- berri skráningu verðbréfa á verðbréfa- þingi. „ísland og Sviss skulu koma ákvæðum tilskipunarinnar til fram- kvæmda eigi síðar en 1. janúar 1995. Meðan á aðlögunartímabilinu stendur, skulu þessi lönd skiptast á upplýsing- um við lögbær yfirvöld annarra samn- ingsaðila varðandi málefni, sem til- skipun þessi mælir fyrir um.“

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.