Tíminn - 31.07.1992, Síða 4
4 Tíminn
Föstudagur 31. júlí 1992
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNPIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Timinn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aðstoðanitstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson
Stefán Ásgrímsson
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason
Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavlk Sfml: 686300.
Auglýslngasfml: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf.
I
Mánaðaráskrift kr. 1200,- , verð I lausasölu kr. 110,-
Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
r
Oskaplega
hlægilegt
Þetta Hagræðingarsjóðsmál er óskaplega hlægilegt. Það sjá
allir menn að þær 500 milljónir, sem þar eru, skipta ekki sköp-
um til eða frá. Þessi orð hefur Morgunblaðið eftir Davíð Odds-
syni forsætisráðherra; þau sýna að hann er eini maðurinn á
landinu, sem hefur svo sérstæða kímnigáfu að telja það
sprenghlægilegt, að nokkur byggðarlög og jafnvel landshlutar
stefna í efnahagslega upplausn ef hans ráðum verður fylgt eft-
ir.
Flatur niðurskurður á veiðiheimildum er ávísun á mikinn
tekjumissi og fjöldaatvinnuleysi þeirra mörgu útgerðarstaða,
sem byggja hvað mest á þorskveiðum. Með skynsamlegri
stefnumörkun gefur auga leið að Hagræðingarsjóður getur
bætt þarna mjög um með því að auka einfaldlega aflakvóta
þeirra byggðarlaga, sem verst verða úti.
í stað þess að fara að ráðum velviljaðra manna, setur hlát-
ursrokur að forsætisráðherra, sem af alkunnri kímnigáfu segir
að það séu óábyrgir menn sem halda því fram að byggðir fyrir
vestan, norðan og austan séu á vetur setjandi, og benda á leið-
ir til að bæta þeirra hlut sem verst horfir hjá.
Mikill ágreiningur er upp kominn meðal þingliðs Sjálf-
stæðisflokks og Alþýðuflokks um kvótaskiptingu og bjargráð,
en einu viðbrögðin, sem forsætisráðherra kann, er að hóta.
Hótanir um afsögn og þingrof eru hans friðþæging.
Vilji mikils meirihluta sjávarútvegsnefndar er að engu
hafður, og þótt Sighvatur hóti úrsögn úr ríkisstjóminni, er
ekkert á hann hlustað, hvað þá þótt Matthías Bjarnason, fyrr-
verandi sjávarútvegsráðherra, vilji nýja stjóm og nýja stjómar-
stefnu.
Matthías, sem tekur hagsmuni Vestfirðinga fram yfir vald-
beitingaráráttu Davíðs Oddssonar, hefur þegar sagt sig úr mið-
stjórn Sjálfstæðisflokksins og frábiður sér að starfa í nefndum
flokksins, sem fjalla um sjávarútvegsmál. Ekki er langt í að upp
úr sjóði hjá mörgum öðmm flokksmönnum, sem ofbýður það
fullkomna skeytingarleysi sem flokksformaðurinn sýnir undir-
stöðuatvinnuvegi þjóðarinnar og þeim byggðum, sem við hann
starfa.
En húmoristinn í stjórnarráðinu stígur á stokk og strengir
þess heit, að fái hann ekki einn að ráða öllu, verði þing rofið og
efnt til kosninga. Það væri reyndar ekki það vitlausasta, sem
hann gæti gert, og ófáir em þeir, sem heils hugar geta tekið
undir með Matthíasi Bjarnasyni, að þessi stjórn er ekki ómiss-
andi.
Ef stjórnarliðar verða meðflutningsmenn að frumvarpi um
eðlilega nýtingu Hagræðingarsjóðs, ætlar Davíð að segja af sér.
Ef einhver þeirra greiðir atkvæði með slíku frumvarpi, ætlar
hann að segja af sér. Ef einhver ætlar að koma í veg fyrir að
bjargræðisvegir fólksins í útgerðarbæjunum verði rústaðir,
ætlar hann að segja af sér. Það liggur því í augum uppi að hlát-
urmildi forsætisáðherrann ætlar að segja af sér, en sennilega
ekki fyrr en honum tekst líka að rústa sinn eigin flokk, og má
vel fallast á þá skoðun að farið hefur fé betra.
En það em fleiri óveðursský, sem hrannast upp yfir Stjórn-
arráðinu en niðurbrot atvinnuvega og miður hlægilegar hót-
anirum þingrof og kosningar.
Öll hagræðing og spamaður eru mnnin út í sandinn, fjár-
lög yfirstandandi árs em ekki marktæk og stjórnarherrarnir
sjá enga leið út úr þeim vanda hvemig koma á saman fjárlög-
um fyrir næsta ár. Þeir eru ekki aðeins í pólitískri kreppu, held-
ur magna þeir upp efnahagskreppu með röngum aðgerðum
eða aðgerðaleysi, og sjá enga leið út úr ógöngunum.
Því má vera að forsætisráðherra sé ekki hlátur í hug, þeg-
ar hann leitar að tylliástæðu til að gefast upp. Og hvað er hand-
hægara en að hóta þingrofi út af Hagræðingarsjóði, sem hann
segir sjálfur að skipti bókstaflega engu máli og sé þar að auki
sprenghlægilegur.
Klámvísur í anda versl-
unarmannahelgarinnar
Nú er verslunarmannahelgin
framundan. Fyrsti mánudagur-
inn í ágúst hefúr löngum gengið
undir nafninu „frídagur verslun-
armanna". Mér hefur í gegnum
tíðina fúndist þessi naftigift svo-
lítið skondin. Sjálfur var ég
verslunarmaður um tveggja ára-
tuga skeið. Ég minnist þessarar
helgar frá þeim árum sem þeirra
daga sem mest var að gera
hjá verslunarmönnum, og
erfiðast var að láta hlutina
ganga upp.
Sannleikurinn er sá að versl-
unarmenn eru sú stétt sem mest
hefur að gera um þessa helgi,
sem og aðrar helgar. Eðli máls-
ins samkvæmt er mest að gera
og erfiðast að láta hlutina ganga
upp í verslunum í kringum frí-
daga og stórhátíðir, og er frídag-
ur verslunarmanna þar ekki
undanskilinn.
Langur opnunartími
- aukinn kostnaður
Neysluþjóðfélagið hefur uppi
ákaflega stífar kröfur um það að
verslanir séu opnar lengur og
lengur. Þeirri kröfu hefur verið
mætt þannig að nú eru verslanir
opnar um helgar og sumar fram
á kvöld. Þetta hlýtur að auka
kostnaðinn við verslunina og
þar með hækka vöruverð, en al-
menningur virðist ekki velta
þeirri hlið málsins mikið fyrir
sér. Hvað sem því líður gerir
þessi þróun það að verkum að
verslunarmenn eiga fáa frídaga,
hvorki um þessa helgi eða
endranær. Þeir, sem sjá um
verslun og þjónustu við þjóð-
vegina hér, hafa aldrei meira að
gera heldur en um þessa helgi.
Útisamkomumar
Það þykir enginn maður með
mönnum um verslunarmanna-
helgina nema vera góðglaður,
eða rúmlega það, úti í náttúr-
unni. Ýmis félagasamtök taka
sér það fyrir hendur í fjáröflun-
arskyni að hafa ofan af fýrir fólki,
og það þykir illskárra að skipu-
lagðar útisamkomur séu heldur
en að fólk safnist saman án þess
að nokkurt skipulag sé þar á, eða
nokkuð sé við að vera. Mikill við-
búnaður er hjá hljómsveitum að
gera út á helgina, þetta er þeirra
vertíð.
Klámkjaftar í „Þjóð-
arsálinni“
Stundum hlusta ég á „Þjóðar-
sálina“, og það vildi svo til að ég
gerði það í byrjun vikunnar. Þar
hringdi kona og kvartaði undan
klæmnum texta, sem Bubbi
Morthens hefði látið frá sér fara
og væri spilaður á útvarpsstöðv-
unum. Hinn kurteisi umsjónar-
maður Sigurður G. Tómasson
tók undir mál konunnar og þótti
textinn ekki merkilegur, og
margt hefði Bubbi gert betur,
enda hefði ríkisútvarpið ekki
notað þessa tónlist. Slitu þau
síðan talinu.
Það merkilega í þessu máli
fannst mér að nú tóku að
hringja inn ýmsir gaurar, til
vamar kláminu. Þótti þeim þessi
texti passa mjög vel við anda
verslunarmannahelgarinnar.
Klámvísur eru ekki
ný bóla
Nú er klámfenginn kveðskap-
ur ekki nýtt fyrirbrigði. Hér áð-
ur var þessi kveðskapur kallaður
klámvísur og var misjafnlega
svæsinn og misjafnlega ógeðs-
legur. Ég hef heyrt dálítið af slík-
um kveðskap og kunni eitthvað
af honum hér á árum áður. Hitt
hefur mér aldrei flogið í hug að
slíkur kveðskapur ætti sérstak-
lega við á einhverri sumarhelgi,
eða ætti sérstaklega við anda
verslunarmannahelgarinnar. Því
síður datt manni í hug að
klámvísur væru þess eðlis
að nauðsynlegt væri að
gefa þær út á plötu. Þó var
margt af þessu lipurlega kveðið
á góðri íslensku, og hægt hefði
verið að syngja margt af þessu.
Það breytir því ekki að þetta var
lágkúrulegt rugl, enda var ekki
farið með það nema í hálfum
hljóðum.
Abyrgð popparanna
Ég hrökk því dálítið við þegar
ég heyrði þessar hringingar í
„Þjóðarsálinni", og fór að hugsa
um hvort engin takmörk væru
orðin fyrir því sem væri látið
flakka opinberlega. Ábyrgð vin-
sælla popptónlistarmanna er
vissulega mikil. Þeir höfða til
fólks á viðkvæmu mótunar-
skeiði og verða ósjálfrátt fyrir-
mynd þess, og verk þeirra, góð
eða slæm, hafa áhrif. Þetta ættu
þeir að hafa sterklega í huga.
Hins vegar er ég ákaflega lé-
legur í umvöndunum, og hef
heldur ekki trú á að fyrirlestrar
fullorðinna og boð og bönn hafi
mikið að segja til þess að bæta
hegðun og háttalag þeirra ungu.
Það eru þeir, sem eru í sviðsljós-
inu, sem hafa áhrif. Sú ábyrgð er
þung, og vonandi rís allt það
ágæta fólk, sem treður upp um
verslunarmannahelgina, undir
henni.
J.K.