Tíminn - 31.07.1992, Page 5
Föstudagur 31. júlí 1992
Tíminn 5
Breytinga-
skeið
karla?
Taktu þá
pillu!
Fyrir nokkrum árum fór Robert Bane að líða af því sem hann
gat bara lýst sem kariabreytingaskeiði. Robert er 51 árs giftur
kaupsýslumaður og býr og vinnur í Hertfordshire í Englandi.
Hann fór að verða sinnulaus, útkeyrður af streitu og ófær um
að takast á við pressuna í atvinnulífinu. Kynhvötin hrapaði nið-
ur úr öllu valdi, en það sem olli honum mestum áhyggjum var
að honum var lífsins ómögulegt að láta sér rísa hold. Robert
neyddist til að lifa án kynlífs í mörg ár.
Nú er á boðstólum
róttæk meðferð fyrir
karla, sem þjást af
þeim vandamálum
sem fylgja því að
verða miðaldra.
Vitaskuld voru þessi vandræði, sem
gjama fylgja miðjum aldri, honum
mikið áfall vegna þess að hann ha/ði
litið á sjálfan sig sem ímynd karl-
mennsku og hafði verið atvinnuher-
maður meiri part fullorðinsáranna.
Hann fór að finna enn meira fyrir
streitunni vegna þess að hann hafði
glatað karlmennskunni, sem — eins
og margir miðaldra menn skilja en
fara dult með — lagði líf hans í rúst.
Hann minnist þess að sér hafi að sumu
leyti þótt sem lífi hans hafi verið lokið.
Hann hugsaði ekki lengur til framtíð-
arinnar, heldur lét hann hugann reika
til fortíðarinnar og var farinn að undir-
búa sig fyrir það sem hann ímyndaði
sér að yrðu fremur leiðinleg og þreytu-
leg efri ár.
Munklífmu lokið
Núna fer Robert á heilsuræktarstöð-
ina þrisvar í viku, rekur eigið fyrirtæki
og lifir eðlilegu og ákaflega ánægju-
legu kynlífi. „Líf mitt hefur gjörbreysL
Mér líður vel, ég get hlaupið hraðar en
ég gat á fimmtugsaldrinum og kyn-
hvötin hefur eflst um ailan helming.
Og það sem meira og betra er, nú get
ég iðkað kynlífið af mikilli ánægju. Ég
þarf ekki að taka fram að ég lifi ekki
lengur munklífi. Fólk trúir því ekki að
ég sé kominn á sextugsaldur og ég lifi
ekki lengur í fortíðinni. Ég nýt þess að
vinna, mér þykir gott að fara á fætur á
morgnana og ég hlakka til þess að lifa
lífinu Iifandi og njóta þess næstu ára-
tugina."
Robert er í hópi íyrstu manna í Bret-
landi sem gengst undir það sem sam-
svarar hormónameðferð á konum við
tíðahvörf (HRT), en það er róttæk og
að mestu leyti óþekkt meðferð á tapi
karlmennsku og öðrum vandamálum
sem fylgja því að komast á miðjan ald-
ur. Eftir að hafa gengist undir fjöldann
allan af læknisrannsóknum fór hann
að fá hormónameðferð, þar sem hon-
um var gefinn viðbótarskammtur af
testósterón. Áður en sex vikur voru
liðnar hafði hann endurheimt karl-
mennskuna og nú lifir Robert lífi sem
flesta miðaldra menn dreymir um.
Sá, sem ryður „karla HRT“ meðferð-
inni braut í Bretlandi, er dr. Malcolm
Carruthers, sem fyrir tveim árum tók
höndum saman við dr. John Moran,
einn fremsta lækninn í „HRT" meðferð
á konum, í þeim tilgangi að setja á fót
hormónaheilsugæslustöð við Harley
Street. Jafnframt því að bjóða upp á
testósterón meðferð fyrir karla er
heilsugæslustöð þeirra félaga sú fyrsta
sem býður upp á fullkomna fyrirbyggj-
andi heilsugæslu fyrir karla, þ.á m. leit
að krabbameini í blöðruhálskirtli, ráð-
gjöf og kynsálfræðilega meðferð. Dr.
Neil O’Donoghue, sérfræðingur í
krabbameini í blöðruhálskirtli, hefur
gengið til liðs við þá Carruthers og
Moran sem ráðgjafi við heilsugæslu-
stöðina og eykur það þjónustuna, en
þeir álíta að lænastofan þeirra eigi eft-
ir að verða fyrirmynd að öllum karla-
heilsugæslustöðvum í framtíðinni. Og
þær eiga áreiðanlega eftir að verða
fleiri, vegna þess að, eins og Carrut-
hers trúir, „nú getum við hægt á öldr-
unarferlinu og lengt virkt og ánægju-
legt líf‘.
Bestu tíðindi fyrir karla í
langan tíma
Carruthers heldur því fram að „mið-
aldra maðurinn" kunni fljótlega að
finna lækningu á því sem er mjög al-
geng kreppa karla á miðjum aldri en
farið dult með — töpuð karlmennska.
Hann heldur því fram að ekki sé hægt
að lýsa árangrinum fram að þessu bet-
ur en sem bestu tíðindi fyrir karla síð-
an Ferrari- sportbfilinn var fundinn
upp og fjarstýrt sjónvarp. Nýlega
hringdi í hann áttræður sjúklingur til
að þakka honum fyrir að hafa breytt lífi
sínu. Núna á hann sextuga „kærustu",
en gortaði af því að hann „gæti áreið-
anlega ráðið við tvær konur“. Og það
er ekki bara kynhvötin sem hann hefur
endurheimt. Núna leikur hann tvo
hringi af golfi á hverjum degi og fer
um á mótorhjóli. Hann hafði líka stað-
ið í þeirri meiningu að lífi hans væri
lokið áður en hann fór í meðferðina.
Hann álítur líka að það hafi verið aðal-
ástæðan til þess að hjónabandi hans
lauk að honum tókst ekki að láta sér
rísa hold.
Þrátt fyrir slíkar uppörvandi sögur er
það samt sem áður ekki fyrr en nú,
þegar Carruthers er að undirbúa út-
gáfú á rannsóknum sínum í lækna-
tímaritum, að „karla HRT' er að verða
að hitamáli.
Carruthers álítur að karlar geti orðið
illa úti vegna „karlmennskutaps",
vegna þess að þeir testósterón-horm-
ónar, sem náttúran leggur til, nægja
ekki til að ná til þeirra líkamshluta
sem þeir gerðu áður, og samsvari það
tíðahvörfum kvenna. Hann heldur því
fram að þeir menn, sem líða vegna
karlmennskutaps, geti fundið til sömu
einkenna og konur við tíðahvörf:
þunglyndis, hitakasta, skorts á orku og
kynhvöt, svitakasta á nætumar og
blóðrásartruflana.
Hann heldur því fram að gefa beri
gaum öðrum einkennum, s.s. stirð-
leika og vöðvaverkjum, þar sem karl-
mennskutapið geti jafnvel flýtt fyrir
öldmn hjartans. Fleiri atriði, sem eiga
sinn þátt, tengjast lifnaðarháttum. Þar
má nefna hreyfingarleysi, streitu,
áfengisneyslu, reykingar og offftu, sem
allt getur dregið úr áhrifum testóste-
rónsins. í bjór er reyndar að finna ös-
trogenskyldan hormón, sem eykur á
bjórvömbina og slappa bringu. „Bjór-
bullumar í dag em slappir elskhugar
framtíðarinnar," segir Carmthers
brosandi.
En hann fullyrðir að viðbótar-
skammtur af testósterón geti bætt
blóðrásina og átt sinn þátt í að hægja
öldrunarferlið, gert mönnum kleift að
halda áfram að viðhalda ungdómi,
kyngetu og þrótti lengur. Testósterón,
sem er framleiddur úr gerviefnum á
rannsóknarstofum, er ýmist tekinn
inn í daglegum skömmtum eða er
komið fyrir í þjóhnappnum. Hormóna-
meðferðin stendur um óákveðinn
tíma.
Læknar deila hart um horm-
ónameðferðina
„Ég hef gert athuganir á 400 sjúk-
lingum," segir Carmthers, „og þegar
niðurstöður mínar verða gefnar út
innan skamms, mun ég sanna óve-
fengjanlega að breytingarskeið karla er
til og þá staðreynd að oft er hægt að
lækna það.“
Og þar er að finna upphaf hinna glóð-
heitu deilna. Margir læknar álíta að
breytingarskeið karla sé bara þjóðsaga
og það geti haft hættulegar hliðarverk-
anir að gefa testósterón.
Gordon Williams er ráðgefandi þvag-
færasérfræðingur við Hammersmith-
sjúkrahúsið í London, sem sérhæfir
sig f að meðhöndla getuleysi karla.
Hann álítur breytingarskeið karla
hættulega skáldsögu. „Að gefa manni
með eðlilegt magn af testósterón
hormóninn er mjög grimmdarlegt.
Það eykur kynhvötina en ekki kynget-
una, svo að þörfin kemur aftur og það
er ekkert hægt að gera til að uppfýlla
hana. Það em engar sannanir fýrir
hendi um að testósterón geti unnið
bug á getuleysi. Aðalvandinn við að
gefa testósterón til langframa er að það
kann að örva vöxt æxlis í blöðmháls-
kirtli."
Meðan læknastéttin heldur áfram að
deila um meintan ávinning af „karla
HRT', standa miðaldra menn, sem em
illa haldnir af miðaldrakreppu, í biðröð
eftir að fá pilluna.
Jonathan er 55 ára og býr ásamt konu
sinni og tveim bömum í fjögurra
svefnherbergja húsi rétt utan við
London. Þar til fýrir þrem ámm hafði
hann starfað við að spá í framtíðina í
meira en 30 ár og lýsir sjálfum sér sem
dæmigerðum BMW- akandi miðstétt-
armanni, sem nálgaðist efri árin í upp-
gjöf og kvíða.
Þegar hann var orðinn fimmtugur var
hann farinn að taka eftir verkjum og
sársauka, sem fýlgir miðjum aldri, og
hann varð sífellt þreyttari í vinnunni.
En þegar honum var sagt upp störfum
tveim ámm síðar, fór aldurinn virki-
lega að segja til sín og allt í lífinu
hægði ferðina. „Ég þjáðist greinilega af
streitu og bæði ég og kona mín vomm
óánægð með kyngetuna hjá mér. Ég
naut lffsins ekki lengur. Ég átti það til
að sofna í stofunni klukkan 7 á kvöld-
in, hafði enga orku til eins eða neins og
vandamálin hrönnuðust upp bæði í
vinnunni og rúminu. Glansinn var
horfinn af lífinu og ég vissi ekki mitt
rjúkandi ráð.“
Karlar ekki eins meðvitaðir
um miðaldrakreppuna og
konur um tíðahvörf
Að því er Carmthers segir, hefði ver-
ið hægt að binda enda á eymd Jonat-
hans þar og þá, hefði ekki verið fýrir
hendi það sem hann lítur á sem ójafn-
ræði í meðvitundinni um heilsufar og
meðferð.
„Konur em í nánu sambandi við
kvensjúkdómalækninn sinn og vegna
þess að þær verða sér æ meðvitaðri um
brjóstakrabbamein, tíðahvörf og leg-
krabba hafa þær með réttu neytt
læknastéttina til að veita þeim at-
hygli." Jonathan ákvað ekki fýrr en f
fýrra að gangast undir hormónameð-
ferð, eftir að kona hans hafði notið
hennar. Núna segir hann að sér líði al-
veg prýðilega, hann hafi lést um 15
kfló og öðlast algerlega nýja lífssýn.
Enginn hefur rannsakað hugtakið
karlabreytingarskeið áður, vegna þess
að testósterónmagnið heldur áfram að
vera nokkurn veginn stöðugt í körlum
langt fram á áttræðisaldur, öfugt við
hormónamagn kvenna eftir tfðahvörf.
„En það, sem læknar hafa litið fram
hjá," segir Carmthers, „er sú stað-
reynd að testósterón hormóninn er
ekki lengur eins áhrifamikill. Magnið
er áfram eðlilegt, þannig að vélamar
ganga enn, en bremsurnar em komnar
á.“
Gordon Williams heldur því fram að
hugsanagangurinn, sem leiði til slfkr-
ar niðurstöðu, „sé sú tegund villu sem
gæti leitt til þess að læknanemi félli á
prófinu". En það, sem enn meiri
ágreiningi veldur, er að Carmthers
álítur að ófrjósemisaðgerð á körlum
eigi líka sinn þátt í karlmennskutap-
inu.
„Meðaltal þeirra bresku karla, sem
þjást af karlmennskuleysi, er 5- 10%,
en samt sem áður hafa 22% sjúklinga
minna gengist undir ófrjósemisað-
gerð. Slík aðgerð er enn skilgreind
sem ekki bráðaðkallandi og ráðgjöfin
er ófullnægjandi. Rannsóknir mínar
sýna að hættur em fýrir hendi."
Anthony Hirsh, skurðlæknir við Harl-
ey Street sem sérhæfir sig í ófrjósemi
karla og hefur gert mörg hundmð
ófrjósemisaðgerðir, er annars álits.
Hann segir að alþjóðaheilbrigðisstofn-
unin hafi gert úttekt á ófrjósemisað-
gerðum á körlum fýrir ári og metið
þær hættulausar.
Má ekki líkja saman við
misnotkun á sterum
Það er augljóst á deilum læknanna
um þessi atriði að þær eru rétt að
byrja. Nú er sviðið tilbúið fýrir umræð-
ur í sama stfl og um kvenna HRT, þar
sem þekkt fólk skipar sér í fylkingar.
Það er t.d. alkunna að Teresa Gorman
er eindregið fýlgjandi HRT, en Germa-
ine Greer aftur á móti hávær andstæð-
ingur.
En sama hversu hörð gagnrýnin er,
lætur Carmthers ekki af sinni skoðun
og hann ögrar nú gamalgrónum rétt-
trúnaði. Hann trúir því að komið sé
óorði á aðferðir sínar vegna misnotk-
unar t.d. vaxtarræktarfólks á stemm
(gerviefnahormón), en bendir á að
hormónamagnið, sem hann notar, sé
einungis smáræði í þeim samanburði.
Hvort niðurstöður rannsókna hans,
sem em í þann veginn að koma út,
verða þess megnugar að sefa ótta
margra lækna á eftir að koma í ljós, en
Carmthers hefur þá trú að ávinningur-
inn af hormónagjöf sé margfalt meira
virði en áhættan, og mörg þúsund
miðaldra manna em trúlega sama
sinnis og hann.
„Lífinu má líkja við að svífa um á svif-
flugu. Okkur er þeytt á hátind hug-
lægra og líkamlegra hæfileika á tán-
ingsaldrinum af sterkri hormóna-
blöndu. Upp frá því svífúm við niður
þar til við lendum einhvem tíma. Við
getum brotlent beint á nefið um fimm-
tugt, eða svifið örugglega áfram allt
fram undir áttrætt eða jafhvel lengur
með hjálp hormóna. Nú getur síðari
hluti ævinnar verið eins gefandi og sá
fýrri," segir hann.