Tíminn - 31.07.1992, Qupperneq 7

Tíminn - 31.07.1992, Qupperneq 7
Föstudagur 31. júlí 1992 Tíminn 7 Ólympíuleikamir, körfuknattleikur: Charles Barkley í sviðsljósinu Það kom fram í máli fulltrúa Alþjóða ólympíunefndarinnar í gær að nefndin myndi láta rannsaka það hvort þær sögusagnir um að óþekki strákurinn í körfuboltanum, Charles Barkley, sé einnig að vinna sem blaðamaður á leikununum, en hann mun hafa ritað dálk í USA Today á meðan á leikunum hefur staðið. Hanfi er ekki sá eini sem er undir smásjá nefndarinnar, því sexfaldur gullverðlaunahafi í frjálsum íþróttum, Carl Lewis, og Dano Halsall, sviss- neskur sundmaður, hafa verið aðvar- aðir, þar sem á opnunarhátíð leikanna voru þeir með farsíma og lýstu tilfinn- ingum sínum, sem voru síðan ritaðar á síður dagblaða. Þetta brýtur í bága við reglur, sem segja að keppendur á Ólympíuleikunum megi ekki samtím- is starfa sem blaðamenn á þeim. Charles Barkley hefur verið í sviðs- ljósinu í Barcelona, ekki bara fyrir það sem á undan hefur verið rakið, heldur miklu fremur fyrir framkomu sína innan vallar og utan. Hann hefur gefið miklar og feitar yfirlýsingar við frétta- menn og eftir að hafe gefið leikmanni Angóla olnbogaskot í fyrsta leik „draumaliðsins" á Ólympíuleikunum, heimtaði bandaríska pressan að hann yrði sendur heim, ef hann gæti ekki hagað sér eins og maður á vellinum og utan hans. Þórunn Ragnarsdóttir, útibús- stjóri Landsbankans á Seltjarn- amesi. Landsbankinn á Seltjamarnesi: Nýr útibússtjóri Þórunn Ragnarsdóttir hefur verið ráðin nýr útibússtjóri útibús Lands- bankans á Seltjarnamesi, en hún var áður þjónustustjóri í Bankastrætis- útibúi. Þórunn hóf störf í Samvinnubanka íslands hf., aðalbanka, í september 1963 og starfaði síðan í Háaleitisúti- búi og var forstöðumaður lánadeild- ar í Bankastræti. Þómnn er 47 ára. Eiginmaður hennar er Snorri Egils- son. Ólympíuleikar, körfuknattleikur: Magic með gegn Brasilíu? Earwin „Magic" Johnson, aðalstjam- an í „draumaliðinu" bandaríska, lék ekki með liðinu í leik þess gegn Þjóð- verjum í gær, vegna meiðsla þeirra sem hann varð fyrir á hné í leik Banda- ríkjanna gegn Króötum á sunnudag. Hann tognaði illa í hnénu, en unnið er að því að koma kappanum í gagnið. Læknar bandaríska liðsins segja hins vegar nú að ekkert alvarlegt hafi kom- ið í ljós og að stjömunni sé ekkert að vanbúnaði að leika á föstudag gegn Brasilíu. Fagnaðarefni fyrir körfú- knattleiksunnendur. Stórsigur Svía á Suður-Kóreu Heimsmeistarar Svía unnu í gær stórsigur á silfurliðinu frá Ólympíu- leikunum í Seúl, Suður-Kóreu, með tíu marka mun, 28-18. Yfirburðir Svía vom algjörir allan tímann; til marks um það höfðu Kóreumenn einungis gert sex mörk í hálfleik, gegn fimmtán mörkum Svía. Samveldisríkin unnu nauman sig- ur á Frökkum í hörkuleik í gær, 23- 22, eftir að staðan hafði verið 14-12 Samveldinu í vil í hálfleik. Þetta kemur töluvert á óvart, þar sem Samveldinu var fyrir leikinn spáð auðveldum sigri, en þess ber þó að geta að Frakkar hafa verið í mikilli sókn, eins og við íslendingar höfum fengið að kenna á. Auglýsing um að álagningu opinberra gjalda á árinu 1992sélokið. í samræmi við ákvæði 1. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt og 12. gr. laga nr. 113/1990, um tryggingagjald, er hér með auglýst að álagningu opinberra gjalda á árinu 1992 er lokið á alla aðila sem skattskyldir eru skv. framangreindum lögum, sbr. I. kafla laga nr. 75/1981 og II. kafla laga nr. 113/1990. Álagningarskrár verða lagðar fram í öllum skattumdæmum föstu- daginn 31. júlí 1992 og liggja frammi á skrifstofu hvers skattumdæmis og hjá umboðsmönnum skattstjóra í hverju sveitarfélagi dagana 31. júlí-13. ágúst að báðum dögum meðtöldum. Álagningarseðlar skattaðila, er sýna álögð opinber gjöld 1992, hús- næðisbætur, vaxtabætur og barnabótaauka, hafa verið póstlagðir. Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda, húsnæðisbóta, vaxta- bóta og barnabótaauka, sem skattaðilum hefur verið tilkynnt um með álagningarseðli 1992, þurfa að hafa borist skattstjóra eða umboðs- manni hans eigi síðar en 29. ágúst 1992. 31. júlí 1992. Skattstjórinn í Reykjavík. Gestur Steinþórsson. Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi. Stefán Skjaldarson. Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi. Kristján Gunnar Valdimarsson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra. Bogi Sigurbjörnsson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra. Friðgeir Sigurðsson. Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi. Karl Lauritzson. Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi. Hreinn Sveinsson. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum. Ingi T. Björnsson. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi. Sigmundur Stefánsson. ÞREFALDUR 1. VINNINGUR

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.