Tíminn - 31.07.1992, Blaðsíða 12

Tíminn - 31.07.1992, Blaðsíða 12
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 & 686300 Áskriftarsími Tímans er 686300 AUÐVITAÐ Suðurlandsbraut 12 Oðruvisi bílasala BÍLAR • HJÓL • BÁTAR • VARA- HLUTIR. MYND HJÁ OKKUR - BlLL HJÁ ÞÉR SÍMI 679225 SSB 1 l C^abriel HÖGG- DEYFAR Versiíð hjá fagmönnum i varahlutir LM^HamarsbÖfóa 1 - s. 67-67-44 | ÞREFALDUR 1. vinningur Tíminn FÖSTUDAGUR 31. JULl 1992 Kristín Ólafsdóttir, borgarfulltrúi Nýs vettvangs, leggur til mánaðarfrestun á uppboðsbeiðnum vegna ógreiddra fasteignagjalda og kannski jafngott: Uppboðsbeiðni hækkar yfir 1000% upp í 9.000 krónur „Tillagan gekk út á það að Gjaldheimtan frestaði þessu skrefi sínu í innheimtuaðgerðum um einn mánuð, til þess að fólk hefði fremur ráðrúm til þess að átta sig á því að kostnaður vegna uppboðsbeiðna hefur nýlega hækkað upp í 9.000 krónur, sem er í kringum 18 föld hækkun frá því sem innheimt var að meðaltali hjá þeim sem beðið var um uppboð hjá vegna skulda fasteignagjalda á síðasta ári,“ sagði Kristín Ólafsdóttir aðspurð um tillögu sem hún hefur lagt fram í Borgarráði Reykjavíkur. Gjaldheimtan í Reykjavík til- kynnti nýlega að það skref yrði stig- ið í innheimtuaðgerðum vegna vangoldinna fasteignagjalda, að sýslumanni yrði send uppboðs- beiðni þann 5. ágúst. Þótt þarna sé um árvissan atburð að ræða er það hins vegar glænýtt í þessu máli, að ríkið tekur nú orðið 9.000 krónu gjald á hverja beiðni um nauðung- aruppboð. Þetta háa gjald bætist við skuldina um leið og beiðnin um nauðungaruppboð er send sýslu- manni, þó svo að skuldin sé þá greidd og án þess að nokkuð þurfi frekar að gera í málinu. Að sögn Kristínar hefur samsvar- andi gjald til þessa verið ákveðið hlutfall af skuldinni, að hún taldi í kringum 500 krónur að meðaltali, enda oft um aðeins fárra þúsunda króna skuld að ræða í þessum til- fellum. Tillögu um frestun segir Kristín fyrst og fremst hugsaða til þess að fólki gefist fremur ráðrúm til þess að átta sig á þessari gífurlegu hækk- un sem orðið hefur á þessu gjaldi, og í öðru lagi aukið ráðrúm til þess að reyna að standa í skilum og sleppa þannig við þennann nýja skatt. Um afgreiðslu Borgarráðs sagði Kristín að embættismönnum borg- arinnar, m.a. borgarhagfræðingi, hafi verið falið að kanna þetta mál og hvað hægt væri að gera til úr- bóta. „Ég held að segja megi að það hafi komið fram almennur vilji í Borgarráði að bregðast við þessu. Vegna þess að 5. ágúst nk. verður að taka einhverja ákvörðun fyrir þann tíma. Ég lít því svo á að það hafi komið fram almennur vilji til að bregðast við þessu. Embættis- mönnunum var falið að tala við gjaldheimtumenn. Afgreiðslan var þó ekki það afdráttarlaus að hægt sé að fullyrða að þessi frestur verði veittur," sagði Kristín. - HEI Strand skipsins Erik Boye fyrir utan Breiðdalsvík: 10 olfu- tonn enn eftir í skiplnu Danska skipið Erik Boye er enn úti fyrir Breiðdalsvík þar sem það steytti á skeri á þriðjudagskvöldið var. Komið hefur í ljós að ennþá eru 10 tonn af olíu eftir í skipinu sem og 900 tonna saltfarmur. Engin hætta hefur verið á að olían læki í sjóinn vegna staðsetningar hennar í skip- inu. Siglingamálastofnun hefur óskað eftir því við Landhelgisgæsluna að olíutankar skipsins verði tæmdir og verður strax hafist handa þegar skrif- leg beiðni berst. Lárus Sigurðsson, sveitarstjóri á Breiðdalsvík, vonast til þess að Land- gæslan landi einnig saltinu og hefur sent henni sérstaka beiðni þess efnis. Að sögn forráðamanna Landhelgis- gæslunnar verður það tekið til at- hugunar. —GKG. Brotist inn í Humarvinnsluna í Þorlákshöfn: 60 kössum af humri stolið 700 kg af humri var stolið í fyrrinótt frá Humarvinnslunni hf. í Þorláks- höfn. Ránið mun hafa verið framið milli 24:00 og 3:30 og brutu þjófarnir upp hurð á bakhlið hússins til að komast inn. Þýfið er 1 milljónar kr. virði og er ljóst að sendiferðabíl hefur þurft til að flytja humarinn á brott þar eð hann var í 60 kössum. Álíka magni af humri var rænt frá Árnesi á Stokkseyri fyrir skömmu og er grunað að tengsl séu þarna á milli. Svo virðist sem auðvelt sé að koma humri í verð núna og eru getur jafn- vel leiddar að því að búið hafi verið að selja humarinn fyrirfram. —GKG. Sóknarnefnd Keflavíkursóknar endurkjörin: Vantrpusti lýst á sr. Olaf Odd? Sóknamefnd Keflavíkursóknar var endurkjörin á miðvikudagskvöldið var á aukasafnaðarfundi, en nefndin hafði sagt af sér í vor. Að sögn Sævars Reynissonar, gjald- kera sóknarinnar, var ástæða upp- sagnarinnar samstarfserfiðleikar við sóknarprestinn, séra Ólaf Odd Jóns- son, sem þjónað hefur staðnum í 17 ár. „Maður úr salnum stakk upp á gömlu sóknarnefndinni og svo var hún kosin með meirihluta atkvæða. Þar með er það eindregin stuðnings- yfirlýsing við gömlu sóknarnefndina og væntanlega vantraustsyfirlýsing á sóknarprestinn," segir Sævar. Biskup og prófastur hafa boðað sóknarnefndina til fundar í næstu viku og er þess beðið með óþreyju hvað þeir hafa að segja um málið. „Við vonum bara að biskup skilji að fólkið vill ekki þennan prest. Við get- um ekki unnið með honum,“ segir Sævar. „Þetta er margra ára vanda- mál, það hefur bara enginn gert neitt í þessu fyrr en núna.“ Séra Ólafur vildi ekki tjá sig um málið. —GKG. Útvarp Umferð- arráð Sigurður Helgason, upplýsingafull- trúi Umferðarráðs, prófar hér still- ingasleðana í hinni nýju útvarpsstöð Umferðarráðs. Stöðin mun veita fréttir af vegamálum og umferð um verslunarmannahelgina og verður hún í beinu sambandi við Aðalstöð- ina, RÚV og Bylgjuna frá og með deginum í dag og til mánudags- kvölds. —GKG. Tfmamynd PJetur Arbæjarsafn opið um helgina Árbæjarsafnið veröur opið um verslunarmannahelgina, segir í fréttatilkynningu frá safninu. Þar veröur mikið um að vera eins og endranær. Prentarinn og skósmiðurinn verða þar að störfum gestum og gangandi til yndisauka. Að venju verður seldur margvíslegur varningur í krambúðinni en í Dillonshúsi geta menn rennt kaff- inu niöur undir harmonikkuleik Karls Jónatanssonar. Á sunnudag verður messa í kirkju safnsins og hefst hún klukkan 14.00. Prestur er séra Þór Hauks- son. Þeim sem leggja leið sína í Árbæjarsafnið gefst kostur á leiðsögn alla daga nema mánudaga og sunnudaga. Leiðsögnin tekur um 40 mínútur og er innifalin í aðgangseyri. —Krás. Bruggtól tekin Þrír menn í Hveragerði voru hand- teknir í fyrrakvöld eftir að hafa orðið uppvísir um brugg og sölu á landa. 21 lítri fannst við húsleit og var áfengið gert upptækt. Mennirnir hafá viðurkennt að hafa selt um 40 lítra til vina og kunningja. Landinn var af 40% styrkleika. Tveir mannanna munu hafa starfað við bruggið en sá þriðji sá um söl- una. Við Strandgötu í Hafnarfirði fund- ust einnig bruggtæki og fundust alls 400 lítrar af landa í brúsum. Einn maður var handtekinn og hef- ur hann neitað að hafa seit mjöðinn heldur notið hans sjálfur. —GKG.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.