Tíminn - 06.08.1992, Side 1

Tíminn - 06.08.1992, Side 1
Fimmtudagur 6. ágúst 1992 143. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Samdráttur í steypusölu í sumar er svipaður og áætianir gerðu ráð fyrir, en menn búast við enn minni sölu í haust og vetur: Forystumenn í byggingaiönaði óttast mjög verkefnaleysi í haust og vetur. Ástæðan er almennur samdráttur í efnahagslífi landsmanna og offramboð á fasteignum á höfuðborgarsvæðinu. Enn sem komið er hefur ekki mikið borið á atvinnuleysi meðal iðnaðarmanna, en verk- takar sjá ekki fram á verkefni í haust í sama mæli og undanfarin ár. Sementsverksmiðja ríkisins og steypustöðvar gerðu ráð íyrir rúm- lega 5% samdrætti í steypusölu í sumar. Þær áætlanir virðast ætla að standast. Sementsverksmiðjan gerir ráð fyrir að selja um 95 þúsund tonn af sementi á þessu ári. Sölutölur í þeim mánuðum sem liðnir eru af ár- inu eru aðeins yfir áætlun ef maí- mánuður er undanskilinn, en þar á bæ eiga menn von á minni sements- sölu á síðari hluta ársins en áætlan- ir gerðu ráð fyrir. Ástæðan er sú að tíðarfar fyrri hluta árs var gott og verk eru því í mörgum tilfellum lengra komin en áætlanir gerðu ráð fyrír. Á síðustu tveimur árum hefur saia á sementi verið í kringum 110 þúsund tonn. Salan var 117 þúsund tonn árið 1989. Sverrir Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Meistara- og verk- takasambands byggingarmanna, sagði að menn óttist verkefnaleysi í byggingariðnaði í haust og vetur. Hann sagði að ennþá sé nóg að gera, en margir byggingarmeistarar hafi hins vegar ekki trygg verkefni í haust og vetur. Þetta sé breyting frá því sem verið hefur því mörg síðast- liðin ár hafi byggingarmeistarar varla getað annað öllum verkefnum. Ástæðan fyrir minni verkefnum er almennur samdráttur í efnahagslíf- inu. Engin stórverkefni eru í gangi, hvorki á vegum hins opinbera né einkaaðila. Ekki er sjáanlegt að nein breyting verði þar á á næstunni. Samdrátturinn hefur síðan þau áhrif á fyrirtæki og einstaklinga að þeir halda að sér höndunum. Þá er almennt talið að á undanförnum ár- um hafi of mikið verið byggt af íbúð- arhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Byggingafyrirtæki sitja mörg hver uppi með margar óseldar íbúðir. Viðmælendur Tímans sögðu að þetta ástand væri farið að hafa áhrif á fasteignaverð á höfuðborgarsvæð- inu. Þar væri verð á íbúðum farið að þokast niður á við, beinlínis vegna sölutregðu. Byggingameistarar eru margir ósáttir við skipulag húsnæðislána. Sverrir sagði að verð á fjármagni í félagslega húsnæðislánakerfinu væri of lágt, en að sama skapi of hátt í húsbréfakerfinu. Hann sagði að á síðasta ári hefðu umsóknir í félags- lega íbúðakerfið verið um 2000, en byggðar hefðu verið rúmlega 500 slíkar íbúðir. Á sama tíma sé sölu- tregða í íbúðaviðskiptum á frjálsum markaði. Fólki vilji helst ekki kaupa á almennum markaði á meðan það eigi kost á ódýru lánsfé í félagslega kerfinu. -EÓ Ikveikjufaraldur á höfuðborgarsvæðinu: Ikveikjum hefur fjölg- að á undanförnum árum Nokkuð hefur borið á íkveikjum að undanfómu á Reykjavíkursvæðinu og varð sú síðasta í geymslukompu í risi við Hverfisgötuna í fyrrinótt Að sögn Guðmundar Gunnarssonar, verkfræðings hjá Brunamála- stofnun, hafa íkveikjur farið vaxandi að undanfornu hérlendis sem og eriendis. „Ég held að um leið og kviknar í á einum stað og fjölmiðlamir blása það upp, þá kviknar í á öðrum stað,“ segir Guðmundur. Hann segir jafnframt að um leið og tekist hafi að fækka bmnum út frá raf- magnstækjum, verði íkveikjumar enn meira áberandi. Aðeins stærstu brunamir em rann- sakaðir að einhverju marki til að kom- ast að upptökunum og koma þá allar tegundir orsaka í ljós. „íkveikjur em þá ekki mjög stór hluti. Það gætu verið um 15-20% sem gætu verið einhvers konar íkveikja," segir Guðmundur. Aðspurður segir Guðmundur að þeg- ar hagsmunimir séu skoðaðir er oft hægt að láta sér detta í hug að eigend- umir hafi sjálfir verið að verki: „Það er oft vitað þó ekki sé hægt að sanna það.“ Ragnar Sólonsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu í Reykjavík, segir þann gmn einnig leita stundum á sig, án þess þó að geta fest hendur á því, að menn séu að brenna ofan af sér fyrir tryggingarféð þegar illa árar í þjóðfé- laginu. „Ég treysti mér ekki til að fullyrða að brunaútköllum hafi fjölgað, en útköll- um almennt hefur fjölgað því starfs- svið Slökkviliðsins hefur víkkað," seg- ir Ragnar. Hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins fengust þær upplýsingar að af þeim 10 íkveikjum sem orðið hafa frá áramót- um hafi tekist að upplýsa þrjár. —GKG. Breytingar á kjarnafjölskyldunni: Hjónaband ekki í tísku Miðað við hin Norðuriöndin er athyglisvert hversu mörg böm em tek- in af foreldrum sínum hér á landi ef Danmörk er undanskilin. Af hveijum 1000 bömum 0-20 ára vora 12,8% þeirra tekin af foreldr- um sínum hér á landi árið 1984 og 10,8% árið 1987. Næst íslandi er Svíþjóð með 8,0% árið 1984 og 7,4 árið 1987. Danir eiga metið og vom bömin 15,8% árið 1984 og 17,8% árið 1987. Fæst böm em tek- in af heimilunum gegn vilja sínum á íslandi af Norðuriöndunum. Þetta kemur fram í könnun sem Ól- afur Ólafsson landlæknir kynnti í gær á þeim breytingum sem orðið haía á kjamaljölskyldunni á undanfömum áratugum. Foreldrar með böm í hjónabandi voru 40% árið 1991 en voru 60% fyr- ir 20 árum. Hlutfall þeirra sem eru í hjónabandi hefur lækkað úr 85,8% í 72,5% og einnig hefur hlutfall þeirra sem em í óvígðri sambúð eða ein- stæðir aukist verulega þ.e. úr tæpum 13% í rúm 24%. Tíðni lögskilnaða hefur þrefaldast frá 1941750 til áranna 1986790. Þeir virðast vera tengdir aldri og eru yngstu hjónaböndin ótraustust. Rannsóknir erlendis hafa sýnt að fólk sem lendir í hjónaskilnuðum á oft við meiri heilsufars- og sálarlega erfiðleika að etja en þeir sem lifa í far- sælu hjónabandi. Þeir búa t.d. við kvíða, slæma geðheilsu og vímuefna- notkun. „Rannsóknir hafa sýnt að þriðjungur bama á Vesturlöndum fær óþægindi eftir að hafa gengið í gegnum skilnað foreldra sinna,“ segir Ólafur. „Það kemur fram í taugaveiklun, óöryggi og óhamingju. Þeim gengur illa í skóla og hætta frekar skólagöngu." Athyglisvert er að dauði föður eða langvarandi fjarvistir hans hafa minni langtímaáhrif á böm en missir föður vegna hjónaskilnaðar. Einnig sýna niðurstöður rannsókna að bömum sem fæðast utan hjónabands famast oft betur en bömum sem lenda í að- skilnaði foreldra sinna. Koma þar inn í sterk fjölskyldutengsl og aðstoð ná- inna aðstandenda. Það virðist skipta miklu hvort bam elst upp hjá báðum kynforeldrum sín- um eða einstæðu foreldri því aðeins 36% þeirra bama sem komu á bama- geðdeildir og upptökuheimili í Reykjavík á árunum 1976-’80 voru al- in upp af báðum kynforeldrum. 63,5% voru aftur á móti alin upp af einstæðu foreldri. í Reykjavík í heild eru 78,6% bama alin upp af báðum kynforeldrum og 21,4% af einstæðu foreldri. —GKG. Eiríkur Kristófersson skipherra tók á móti gestum í tilefni af aldarafmæli sinu í gær. Hér fagnar hann einum gesta sinna. Eiríkur skipherra er oröinn 10O ára Eiríkur Kristófersson, fyrrum skipherra, varð 100 ára í gær. Margir heilsuðu upp á afmælis- barnið á þessum tímamótum, en Eiríkur dvelst nú á Hrafnistu í Hafnarfirði. Eiríkur fékk auk þess margar góðar kveðjur, m.a. frá ríkisstjórn íslands. Eiríkur var skipherra á varð- skipum Landhelgisgæslunnar í 36 ár. Hann stóð í fremstu víg- línu þegar landhelgin var færð út í 12 mílur árið 1958 og háði þar marga hildi við breska tog- araskipstjóra og aðmírála í flota hennar hátignar, Englands- drottningar. Eiríkur hætti sem skipherra árið 1962, en þá höfðu tekist samningar um að Bretar hættu veiðum innan 12 mfin- anna. Eiríkur er fæddur aö Brekku- velli í Barðastrandarhreppi 5. ágúst 1892. Hann hóf sjó- mennsku 1908. Tíu árum síðar lauk hann prófi frá Stýrimanna- skóla íslands og starfaði sem stýrimaður og afleysingaskip- stjóri á árunum 1918- 1926. Hann var skipherra á varðskip- unum frá árinu 1926 til ársins 1962. í gær varð einnig 100 ára Helga Jónsdóttir, Kleppsvegi 64, Reykjavík.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.