Tíminn - 06.08.1992, Qupperneq 2

Tíminn - 06.08.1992, Qupperneq 2
2 Tíminn Fimmtudagur 6 ágúst 1992 Innanlandsflug Flugleiða: Met í farþega flutningi innanlands í júlímánuði í júlímánuði voru fluttir 33.411 farþegar með Fokker 50 vélum Flugleiða. Þetta eru mestu farþega- flutningar á einum mánuði í innan- landsflugi Flugleiða frá upphafl. Fyrra met var frá árinu 1987, en þá voru fluttir 33.367 farþegar í júlí. Margrét H. Hauksdóttir, fulltrúi í Upplýsingadeild Flugleiða, telur að rót þessa megi rekja til hinna nýju flugvéla félagsins. Þær séu hag- kvæmari í rekstri en þær gömlu og geri það mögulegt að bjóða lægri fargjöld. Nýju fargjöldin séu jafn- framt þægilegri en afsláttarfargjöld hafi áður verið, t.d. sé nú aðeins tveggja daga bókunarfýrirvari, sem er mun skemmri tími en áður var. Þá sé greinilegt að farþegar kunni vel að meta þau þotuþægindi sem nú er boðið upp á í fýrsta skipti inn- anlands. Það er fleira sem Flugleiða- menn koma til með að fagna, því í september er búist við 5 milljónasta farþeganum í innanlandsflugi hjá fé- laginu frá upphafi. -BS Nýr skattstjóri á Norðurlandi Fjármálaráðherra hefur sett Svein- bjöm Sveinbjörnsson viðskiptafræð- ing skattstjóra Norðurlandsum- dæmis eystra frá 17. ágúst 1992 að telja. Fjórir umsækjendur voru um stöðuna. Tveir drógu umsóknir sín- ar til baka, en auk Sveinbjörns sótti Aðalsteinn Einar Sigurðsson við- skiptafræðingur um stöðuna. Sveinbjörn er 28 ára gamall og lauk prófi sem viðskiptafræðingur frá Há- skóla íslands af endurskoðunarsviði vorið 1990. Sveinbjöm hefur unnið hjá Endurskoðun Akureyrar hf. frá því í október sama ár. Maki hans er Eydís Ósk Ásgeirsdóttir sjúkraliði. Hreindýraveiöin hófst þann 1. ágúst og í gær haföi aðeins eitt dýr veríö fellt. Þaö var hreintarfur. Ólíklegt er aö þessi tarfur lendi á borðum sælkera að sinni því aö þetta er hreintarfur Húsdýragarðs Reykjavíkurborgar og þar eru ekki seld veiðileyfi á hreindýr. Tfmamynd Sigursteinn. Stefnt að 30% minnkun hreindýrastofnsins: Hreindýraveiðin fer hægt af stað Samkvæmt reglugerð frá umhverfisráðuneyti er nú stefnt að því að dýrum í hreindýrastofninum á Austurlandi fækki um 30% á næstu árum. í ár verður leyft að veiða 799 dýr og strax á fyrsta degi veiðitímabilsins, 1. ágúst, var fyrsti tarfurinn skotinn. Síðan þá hefur ekki frést af frekari veiði, en nokkrir menn munu nú vera á veiðisvæðunum. Samkvæmt nýju reglugerðinni em það hreindýraráð og veiðistjóri sem alfarið hafa umsjón með veið- um á hreindýrum og er stjórn ráðs- ins aðallega skipuð Austfirðingum. Áður var stjórnun veiðanna mest í höndum starfsmanna mennta- málaráðuneytis. Aðalsteinn Aðalsteinsson bóndi á Vaðbrekku er starfsmaður hrein- dýraráðs. Hann segir að hreindýra- stofninn sé orðinn of stór og ekki nógu góð samsetning í honum heldur. Stefnt sé að því að halda stofninum í því marki að jafnvægi sé milli beitar og gróðurs. Einnig að samsetning hjarðanna sé sem heppilegust hvað varðar kynjahlut- fall og aldursdreifingu. Þannig sé hægt að auka afurðir dýranna það mikið að þær verði jafnmiklar og nú þótt dýrunum verði fækkað um 30%. í hreindýrastofninum eru nú tæp- lega fjögur þúsund dýr. í ár má fella 799 dýr og er þar aðeins um að ræða fiillorðin dýr. Einnig er ætlast til að kálfar séu skotnir ef kýr sem þeir ganga með er felld, þar sem Íífslíkur þeirra minnka með móð- urmissinum. Fella má 337 tarfa og 462 kýr. Með því að skjóta fleiri kýr fæst betri aldursskipting meðal tarfanna, en þeir hafa verið fremur fáir. Einnig verða þeir skemmti- legri veiðidýr með árunum. Veiði- leyfi fýrir tarf kostar 45 þús. kr, fýr- ir kú 25 þús. kr. og 10 þús. kr. fýrir kálf. Öllum veiðileyfum er í upp- hafi úthlutað til sveitarfélaga á Austurlandi og gengur allur arður til bænda sem verða fýrir ágangi hreindýra. Þeim er í sjálfsvald sett hvort þeir veiða dýrin á eigin veg- um eða vísa veiðileyfum til hrein- dýraráðs, en það er eini söluaðili veiðileyfa. Aðalsteinn Aðalsteins- son segir að enn hafi ekki verið vís- að mörgum leyfum til ráðsins, en það sé nú rétt í járnum hvað ráðið er búið að selja af leyfum og hvað það er búið að fá inn. Hann segir að ef komi í ljós að menn vilji heldur veiða dýrin sjálfir en selja veiðileyf- in, þá sé verðið á þeim ekki hátt. -BS Harmoniku- hátíð á Árbæjar- safni Um helgina verður dansað á Ar- bæjarsafni, en þangað kemur danshópur eldri borgara undir stjórn Sigvalda Þorgilssonar dans- kennara. Hópurinn mun sýna gömlu dansana við undirleik Harmonikufélags Reykjavíkur. Dansinn hefst við Dillonshús kl. 14.30 á sunnudaginn. Harmonik- an mun svo hljóma fram eftir degi um allt safnsvæðið. Að venju verður mikið um að vera á safninu um helgina. í Ár- bænum verður unnið við tóvinnu og bakaðar lummur. Skósmiður og prentari verða að störfum og í Prófessorshúsinu má sjá sýning- una „Það var svo geggjað", en hún Qallar um árin 1968-1972. Utanlandsflug Flugleiða: Lækka haust- fargjöld 1. sept. um 14* 20% Umbúðamiðstöð- in hf. kaupir Hverfiprent í Kópavoginum hafa orðið eigenda- skipti á umbúðafyrirtækinu Hverfi- prent hf. Fyrirtækið sem var í eigu hjónanna Ólafs Magnússonar og Helgu Kristinsdóttur hefur nú verið selt Umbúðamiðstöðinni hf. Hverfiprent hefur framleitt plast sem sett er í öskjur undir sjávaraf- urðir, brauðpoka fýrir bakarí, plast- poka fýrir sælgætisiðnað auk ýmissa umbúða. Umbúðamiðstöðin hf. framleiðir einkum öskjur undir sjávarútvegsaf- urðir. Þá býður fyrirtækið upp á alla almenna prentun s.s. prentun bóka, tímarita og almanaka. Starfsmenn fýrirtækisins eru 40. —Krás. Flugleiðir taka upp haustfargjöid frá og með 1. september sem eru í flest- um tilfellum töluvert lægri en í fýrra. Haustfargjöld taka nú gildi mánuði fýrr en tíðkast hefur undan- farin ár. Sem dæmi má nefna 14% lækkun á einstaklingsfargjaldi milli Keflavíkur og Glasgow sem var í fyrra kr. 23.940 en verður kr. 21.000. Sama lækkun verður á fargjaldi til London, það var kr. 29.200 en verður kr. 25.900. Lækkun fargjalda til Bandaríkjanna er rúmlega 20%. Frá 1. september verður í boði milli Keflavíkur og New York einstaklingsfargjald að upphæð kr. 32.990 en í fýrra var svipað far- gjald kr. 39.750. Margrét H. Hauksdóttir, fulltrúi í Upplýsingadeild Flugleiða, segir að þessi lækkun félagsins hafi þegar vak- ið gífurlega athygli. Á þriðjudag hafi verið algjört met í fýrirspurnum um fargjöld, 2.316 manns hafi reynt að ná inn, en á meðaldegi á sumri eru um 1300 fyrirspurnir. Margrét segir að eftirspurn eftir haustferðum sé nú miklu fýrr og meiri en undanfarin ár og til að koma til móts við hana var ákveðið að flýta gildistöku haustfar- gjalda um mánuð. Sú nýjung verður tekin upp hjá Flugleiðum í haust að hafa farar- stjóra á helstu viðkomustöðum fé- lagsins. Þeir munu verða til taks fyrir ferðamenn ef á þarf að halda, en ekki ferðast með þeim eða fýlgja þeim hvert fótspor. -BS

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.