Tíminn - 06.08.1992, Page 4

Tíminn - 06.08.1992, Page 4
4 Tíminn Fimmtudagur 6. ágúst 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINHU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoöamtstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavík Síml: 686300. Auglýslngasfmi: 680001. Kvöldslmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verö I lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Friður í þjóðfélaginu er verðmætari en líf ríkisstj ómarinnar „Það er með öllu óþolandi að á sama tíma og sjávarútvegsfyrirtæki á Vestfjörðum berjast fyr- ir lífí sínu skuli einu úrræði ríkisstjórnarinnar vera að auka á vanda fyrirtækjanna.“ Þessi tilvitnun er ekki sótt til stjórnarandstöð- unnar heldur í ályktun frá Kjördæmisráði Al- þýðuflokksins á Vestfjörðum. Þetta sýnir í hnotskurn í hvern vanda ríkisstjórnarflokkarn- ir hafa komið sér vegna ákvörðunar um að láta niðurskurð á þorskveiðiheimildum koma af fullum þunga niður á þeim byggðarlögum sem byggja mest á þorskveiði. Jafnvel krötunum of- býður. Ljóst er að tvennt gæti lagað það andrúmsloft sem er í sjávarútveginum nú, þótt hvorugt mundi leysa þau vandamál til frambúðar sem þar eru uppi. í fyrsta lagi að úthluta afiaheim- ildum Hagræðingarsjóðs til þeirra sem höllum fæti standa og í öðru lagi að létta gjöldum af sjávarútveginum. Sjávarútvegurinn er í kreppu á fleiri en einu sviði. í fyrsta lagi vegna skertra aflaheimilda og í öðru lagi vegna þess að samið hefur verið um fast gengi. Hvort tveggja gerir það að verkum að afkoma þessarar greinar er háð utanaðkom- andi ákvörðunum. Sjávarútvegsfyrirtækin eru enn verr í stakk búin en ella til þess að mæta aflasamdrætti vegna þess að viðvarandi hallarekstur hefur verið látinn viðgangast í greininni. Þar að auki voru með fjárlögum fyrir yfirstandandi ár lagð- ar álögur upp á rúmlega 1100 milljónir króna ef með er talin sala á aflaheimildum Hagræð- ingarsjóðs. Byggðastofnun er ekki í neinni stöðu til þess að bæta hér úr. Hugsanlega getur hún aukið útlán til sjávarútvegsfyrirtækja, en auknar lán- tökur eru ekki það sem þessi fyrirtæki þurfa á að halda. Kostnaðarlækkun er eini möguleiki fyrirtækja í sjávarútvegi til þess að þola fast gengi og skerðingu aflaheimilda. Stefnubreyting verður því að koma til í málefnum sjávarútvegsins ef nokkur friður á að nást. Alþingi verður óhjákvæmilega að taka þessi mál til umræðu nú í ágúst og reyna að koma á friði í þjóðfélaginu. Sá friður og afkoma sjávar- útvegsins erverðmætari en líf ríkisstjórnarinn- ar. Byrðar ríkidæmisins og sæla örbirgðarinnar Oft eru þær kræsingar á borð bornar fyrir almúga hvílík byrði það sé að vera auðugur. Ríki- dæmi á að skapa skyldur og áhyggjur, rétt eins og há emb- ætti og rífleg laun. Þess vegna er ekkert eftirsóknarvert að vera ríkur og óttalega kveinka há- launamennirnir sér oft yfir þrúg- andi skyldum sínum og þeir sem sitja í háum embættum segjast aldrei gera það vegna valdafíknar eða af fjárhagsástæðum, heldur er verið að fóma sér af miklu göf- uglyndi og óskaplega óska allir háembættismenn og hálauna- menn sér þess innilega að sá beiski bikar að sitja í hálauna- stöðum verði frá þeim tekinn svo að þeir geti farið að lifa eins og menn. Önnur útgáfa af fórníysi þeirra sem trjóna í háum stöðum og fá borgað fyrir af skattpeningum er að þeir gætu haft svo miklu hærra kaup ef þeir ynnu hjá prí- vatgeiranum, því eins og allir hljóta að sjá em hundruð forstjórastarfa á lausu hjá Eimskip, Sjóvá, Flugleiðum, Sambandi og íslandsbanka, svo að af miklu er að má hjá þeim fórn- fúsu, sem láta sér lynda lúsar- launin hjá því opinbera. Óhollusta DV birti í gær frétt um líðan fá- tækra og ríkra, sem ekki kemur alveg heim og saman við þær biblíusögur sem ríka fólkið gefur út um ábyrgð og skyldur og fórn- fýsi hinna auðugu og hálaunuðu. Fyrirsögnin er: Lífshættulegt að vera fátækur. Fréttin: Ný sænsk rannsókn hefur leitt í ljós að lífs- líkur þeirra sem eru fátækir em minni en hinna sem eiga meira undir sér. Þannig eru sjö sinnum meiri líkur á að fátækir reyk- ingamenn fái hjartaáfall en hinir ríku. Læknar hafa enga skýringu á af hverju þetta er. Sömu sögu er að segja af mörg- um öðrum sjúkdómum. Þeir fá- tæku eru í enn meiri hættu en hinir ríku. Helst er talið að það valdi óeðlilegu álagi að búa við kröpp kjör. Áður höfðu menn talið að menn í háum stöðum og með miklar tekjur væru í mestri hættu vegna álagsins sem fylgir störf- um þeirra. Þetta virðist nú á mis- skilningi byggt. Fátæktin er mun meira stressandi en valda- barátta á æðstu stöðum. Frétt lýkur. Þótt fallist sé á að fréttin sú arna sé sexfaldar ýkjur, eru lífslíkur þeirra efnuðu helmingi meiri en fátæklinga. Að það þurfi sænska rannsókn til að komast að því að það sé erf- iðara og önugra á allan hátt að búa við kröpp kjör en að lifa við efnalega velsæld sýnir aðeins hve stórvel hefur tekist að ljúga því að almúganum að auðlegð, há- um launum og góðum embætt- um fylgi einhverjar vansælar kvaðir eða skyldur, eða jafnvel vinnuálag umfram það sem al- mennt gerist. Vel ráðherra- vædd þjóð í sama tölublaði og fréttin um að það sé erfiðara að vera fátæk- ur en ríkur birtist eru sýndar tekjur nokkurra frammámanna í þjóðfélaginu, eða aðeins skatt- skyldar tekjur þeirra svo að eng- in hætta er á að þær séu ofreikn- aðar. Þar sést svart á hvítu að ráðherrar eru ágætlega launaðir og mjög vel ef tillit er tekið til þess að í lýðveldinu er einn ráð- herra á hverja 25 þúsund íbúa og mun leitun á ríki þar sem eins vel er búið að þegnunum að þessu leyti. Sömuleiðis er að minnsta kosti einn ráðherrabfll á 25 þúsund íbúa. Þeir sem hafa gaman af tölum geta svo spreytt sig á að reikna út hve margir íbúar koma á hvem ríkisbankastjóra og hve margir bílar og hve margir laxveiðidagar ríkisbankastjóra og aðstoðar- bankastjóra allra ríkisbankanna (jú, þeir eru fleiri en tveir) em á hverja tíu þúsund íbúa. Þetta var smáútúrdúr, en áfram með smjörið. Ráðuneytisstjór- arnir em undantekningarlaust með hærri laun en ráðherrarnir. Þessum dugmiklu grjótpálum embættismannakerfisins hefur tekist í gegnum tíðina að raða á sig sporslum og greiðslum af mörgu tagi og vinna fimmfalt og tífalt á við aðra ráðuneytisstarfs- menn og hafa ferða- og dagpen- inga á ráðherraplani. Ekkert til skipta Þá em gefnar upp skatttekjur forkólfa alls þess liðs sem kallað er aðilar vinnumarkaðarins þeg- ar þeir eru að skipta kökunni milli sín og vinnandi stétta. Þeir sem hæst láta um hófsemd í launakröfum og hve mikilvægt það sé fyrir atvinnulífið og þjóð- félagið og menninguna að al- múginn búi við þröngan kost em með margföld og marg-marg- margföld laun þeirra sem þeir þykjast umbjóðendur fyrir. Linnulaust blaðrið um að lág laun séu bestu kjarabætumar fyrir þá sem minnst hafa og að vextirnir verði að Iækka til hags- bóta fyrir láglaunaliðið allt eru svo einfeldningslegar röksemda- færslur að engum nema efnuð- um hálaunamönnum dytti í hug að bera þvættinginn á borð fyrir fólk sem á að heita læst og skrif- andi. En þetta gengur allt ágætlega. Eignafólkið og hálaunaliðið krækir sér í sífellt stærri og stærri bita af kökunni, svo notað sé líkingamál þeirra sem stöðgt klifa á því að ekkert sé til skipt- anna, á meðan hófsemd og vaxta- lækkanir eiga að vera dýrmætar kjarabætur fyrir þá sem lítið eða ekkert eiga. Skömmtunar- stjórarnir Einu sinni þegar eitthvert bind- indisátakið reið yfir var upp- þurrkaður læknir spurður að því hvort væri verra að vera ríkur eða snauður alkóhólisti. Hann hugsaði sig um smástund og kvað síðan upp úr um það að auðvitað væri miklu betra og áhyggjuminna líf að vera efnaður alki en sítimbraður bónbjargar- maður. Svona er þetta á svo mörgum öðrum sviðum, það er svo miklu betra að vera ríkur en fátækur. Svo er það hollara, eins og sænska rannsóknin staðfestir. Taugastrekkingur og kvíði fylgir fremur fátækt en ríkidæmi og yf- irleitt er það flest sem mælir með því að vera efnaður en fá- tækur. Þegar vel er að gáð eru það nefnilega þeir ríku sem búa til falskenningarnar um göfuga nægjusemi fátæktarinnar. Það eru líka hálaunamennirnir og þeir sem stjórna í hæstu emb- ættunum sem tala um byrðar valdsins og hvað þeir hafi mikið að gera og hvað þeir vildu endi- lega losna undan þeim erfiðu kvöðum sem þeim eru lagðar á herðar. Þetta er flest haugalygi. Þeir sem ráða tíma sínum og kaupi hafa hvorki ástæðu né leyfi til að kvarta yfir erfiðinu og enn síður að breiða það út í sífellu að þeir gætu haft það svo miklu betra annars staðar því að eftirspurn eftir starfskröftum þeirra sé svo gífurleg. Allt væri þetta sakleysið sjálft og meinlaus sjálfslygi ef það væru ekki einmitt hálaunamennirnir sem skammta láglaunalýðnum kaup og kjör, sem ekki eru í neinu samræmi við þeirra eigin kröfur. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.