Tíminn - 06.08.1992, Qupperneq 8

Tíminn - 06.08.1992, Qupperneq 8
8 Tlminn Fimmtudagur 6. ágúst 1992 ■ MINNING Páll Líndal ráduneytisstjóri Fæddur 9. desember 1924 Dáinn 25. júlí 1992 JMinn, horfinn — harmafregn.“ Þessi fleygu orð komu mér ósjálfr- átt í hug við lát tengdaföður míns, Páls Líndal. Páll var fæddur síðla árs 1924 og var því aðeins 67 ára að aldri þegar hann varð bráðkvaddur og þannig hrifinn allt of skjótt burt úr þessum heimi. Eflaust munu margir aðrir gera grein fyrir ætt hans og starfs- ferli, en mig langar til þess að fara nokkrum orðum um kynni mín af honum og hvern mann hann hafði að geyma. Fundum okkar Páls bar fyrst sam- an á því herrans ári 1968 og hefur hann eflaust, þótt frjálslyndur væri, litið hornauga þennan síðhærða piltung sem farinn var að gera hos- ur sínar grænar fyrir dóttur hans, en mjög kært var jafnan með þeim feðginum. Kynni okkar áttu eftir að þróast og breytast í einlæga vináttu og fannst mér að vináttuböndin styrktust með ári hverju. Páll er án efa fjölfróðasti maður sem ég hef kynnst. Það var nánast sama hvar borið var niður, hvergi kom maður að tómum kofanum: Saga, listir, stjórnmál í víðustu merkingu þess orðs, náttúruvísindi og þannig mætti áfram telja. Ef til vill var þó mannlífið sjálft, sem ekki verður dregið í dilk neinnar fræði- greinar, tengdaföður mínum hvað hugleiknast og ógleymanlegar eru frásagnir hans af mönnum af öllum stéttum og gerðum, ekki síst þeim sem settu svip á bæinn á fyrri tíð, en þar naut sín best óvenju rík frásagn- argáfa hans og annáluð kímnigáfa. Að sjálfsögðu barst tal okkar einatt að lögfræðinni, einkum þeirri grein hennar sem fjallar um stjórnvöld og skipti þeirra við borgarana. Hér sem oft endranær var tengdafaðir minn snillingur í því að snúa hlutverkum við, gera mig að læriföður meðan hann, að hætti Sókratesar, brá sér í hlutverk hins námfúsa nemanda meðan hann í raun miðlaði mér af sinni miklu þekkingu og reynslu á þessu sviði. Áhugi Páls á listum og menningu leyndi sér ekki. Hann unni tónlist og lék sjálfur á píanó. Myndlistar- smekk hans var við brugðið enda hef ég það fyrir satt að hann hafi á sínum tíma annast kaup á listaverk- um fyrir Reykjavíkurborg, þar á meðal fest kaup á mörgum þeim höggmyndum sem nú prýða borg- ina. Ég hygg þó að bókmenntirnar hafi skipað öndvegi í huga hans, enda voru bækurnar aldrei langt undan þegar maður sótti hann heim og oft voru þær fleiri en ein bækurnar sem lágu opnar við hlið hans, stundum sín úr hverri áttinni. Ritstörf voru Páli hugleikin. Þegar litið er á þau rit og þær greinar, sem eftir hann liggja, eru afköstin ótrú- leg þegar það er haft í huga að lengstum gegndi hann vandasöm- um ábyrgðarstörfum, fyrst hjá Reykjavíkurborg og síðar í Stjórn- arráðinu. Það eru einkum bækur hans um Reykjavík sem halda munu minningu hans á lofti um ókomin ár. Þegar þær bækur eru Iesnar er með ólíkindum hve mikil vinna hefur búið þar að baki þótt tengdaföður mínum hafi líklega veist sú vinna auðveldari en öðrum, ekki síst vegna þess hve ótrúlega minnugur hann var á menn og mál- efni. Ég gæti lengi haldið áfram að lýsa mannkostum Páls en líklega væri farin að síga á honum brúnin eftir það sem á undan er komið. Ef ég ætti að lýsa lífsviðhorfum hans í sem stystu máli þá var eins og það byggju í honum tveir menn sem ef- laust áttu í nokkurri baráttu hvor við annan: Öðrum þræði var hann varkár og vandaður embættismað- ur, en jafnframt einlægur umbóta- sinni sem hikaði ekki við að feta ót- roðnar slóðir þegar svo bar undir. Fráfall hans nú kom okkur öllum í opna skjöldu. Aðeins hálfum mán- uði áður höfðum við í nánustu fjöl- skyldur.ni brugðið okkur út í Viðey og snætt þar kvöldverð í tilefni af fertugsafmæli Jóns Úlfars, mágs míns. Er mér það í fersku minni hve tengdafaðir minn var innilega glað- ur í þetta skipti og stendur hann mér ljóslifandi fyrir hugskotssjón- um er við sigldum til Iands og horfðum á kvöldsólina baða sig í sjónum meðan við hlýddum á hann rifja upp hverja söguna af annarri úr Viðey. Upphafsorðin hér að framan eru tekin úr eftirmælum Jónasar Hall- grímssonar um langalangafa tengdaföður míns, séra Tómas Sæ- mundsson. Upphaf þessa erfiljóðs á ekki síður við nú, einni og hálfri öld síðar: „Dáinn, horfinn — harmafregn! hvílíkt orð mig dynur yfir! En ég veit að látinn lifír; það er huggun harmi gegn. “ Eiríkur Tómasson Nú er elsku afi minn og nafni, Páll Líndal, látinn. Mig langar til að minnast hans í nokkrum oröum um leið og ég þakka honum fyrir allar ánægjustundirnar sem hann veitti mér í lifanda lífi. Trúarbrögðin og vísindin hafa lengi deilt um það hvort maðurinn sé skapaður til þess lífs sem hann hefur eða hvort margra milljón ára þróun standi að baki hans hér á jörðu. Fáir hafa ratað hinn gullna meðalveg að telja að hann sé hvoru tveggja, skapaður og þró- aður, þannig að hann sé skapaður til þess að þróast og síðan að sjálfsögðu þróaður til sköpunar. Búsmali og veiðimennska manns- ins benda ótvírætt til yfirburða hans í lífríki jarðar og er því leitt til þess Það fyrsta sem mér dettur í hug að nefna um hann afa er það hvað hann var mikill bókaunnandi. Ég er næstum viss um að hann var með víðlesnustu mönnum á íslandi og þó víðar væri leitað! Mér fannst sem hann hefði lesið allt milli himins og jarðar, það var sama um hvað var rætt, alltaf gat hann vitnað í ein- hverja bók máli sínu til stuðnings og stundum þulið upp heilu blað- síðurnar. Þar að auki hafði hann skemmtilega frásagnargáfu, eins og reyndar þær ófáu bækur og greinar sem hann skrifaði bera vitni um. í hvert skipti sem hann sagði mér sögu var hún yfirleitt blönduð leiftrandi kímni sem var afa svo eig- inleg. Auk hans mikla áhuga á bókum var hann mikill „göngugarpur" og fór allar sínar ferðir fótgangandi ef hann mögulega gat, enda þekkti hann borgina sína, Reykjavík, hús- in, göturnar, söguna alla, eins vel og lófann á sér. Það væri svo ótal margt annað sem ég gæti sagt um hann afa minn en læt hér staðar numið. Ég sakna þess að fá ekki að njóta hans lengur og það er stórt skarð höggvið í fjölskylduna við frá- fall hans. Þess verður langt að bíða að við getum sætt okkur við að hann skuli vera farinn frá okkur og það svona fljótt. Hvíli hann í friði um eilífð alla. Palli Páll Líndal, ráðuneytisstjóri í um- hverfisráðuneytinu, andaðist 26. júlí. Hann fæddist í Reykjavík 9. desember 1924, sonur Þórhildar Pálsdóttur Briem amtmanns og að vita að hann skuli nú í aldanna rás, með siðmenningu að markmiði, berast á banaspjótum, þar sem bróð- ir vegur bróður. Þessi heift og drápshvöt verð- ur því að víkja fyrir betri heimi, þar sem menn lúta kær- leikanum og umfram allt kristindómnum og sem við, sem búum á ísalandi elds og hvera, þekkjum vel á okkur sjálfum. Maðurinn er þannig, svo engum vafa sé undirorpið, þróaður til sköpunar og annað ekki. Sergi B.S. Theodórs Lfndal prófessors Björns- sonar alþingismanns. Páll Líndal var gáfaður maður, svo sem hann átti kyn til, og allra manna fróðastur um sögu Iands og þjóðar, ekki síst um allt sem varðaði Reykjavík, bæði menn og málefni. Hann stundaði nám í Menntaskól- anum í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi 1943 og sex árum síð- ar lögfræðiprófi frá Háskóla íslands. Á námsárum sínum vann Páll í ýms- um deildum stjórnarráðsins: við- skiptaráðuneyti, dómsmálaráðu- neyti og fjármálaráðuneyti. Fund- um okkar bar fyrst saman þegar hann var í sumarvinnu í stjórnar- ráðinu. Sfðar áttum við margháttuð samskipti og öll ánægjuleg. Páll var fágætlega skemmtilegur maður, hvort sem maður hitti hann á gönguferð í Heiðmörk, innan um skjalahauga á skrifstofu, á safni að leita í mygluðum skjölum eða í veislufagnaði. Árið 1965 tókum við Henrik Björnsson ráðuneytisstjóri og Páll Líndal saman Ríkishandbók íslands. Páll sá þar um langan og ítarlegan kafla um Reykjavíkurborg og stofn- anir hennar og kannaði ýmsar óprentaðar heimildir í því sam- bandi. Komu þar fram margvíslegar upplýsingar sem a.m.k. þá voru ekki aðgengilegar almenningi. Páll var afkastamikill við vinnu og ritfær í besta lagi svo sem bækur hans og greinar vitna um. Hann var einnig snjall ræðumaður, hvort sem var að ræða alvöru- eða gamanmál. Annað samstarfsverkefni okkar Páls var þegar við áttum báðir sæti í nefnd, sem skipuð var til þess að vinna að frumvarpi til laga um grunnskóla og frumvarpi til laga um skólakerfi, ásamt þeim Andra ísakssyni, Ingólfi Þorkelssyni og Kristjáni Ingólfssyni. Nefndarstörf eru áreiðanlega ekki það skemmti- efni sem menn vilja helst kjósa sér, enda sagði ég mig úr einni nefnd eingöngu vegna þess hve hún var leiðinleg. Öðru máli gegndi um grunnskólanefndina. Hún var ákaf- lega skemmtileg, ekki eingöngu vegna verkefnisins, heldur engu síður vegna þeirra samstarfsfúsu og lífsglöðu manna sem þar áttu sæti. Og þar átti Páll Líndal mikinn og góðan hlut að máli, bæði um vinnu- framlag og ánægjulegan samstarfs- anda. Páll kom víða við á starfsferli sín- um. Hann var um langt skeið í störfum hjá Reykjavíkurborg, sem fulltrúi á skrifstofu borgarstjóra, skrifstofustjóri og síðar borgarlög- maður, ritari borgarráðs og borgar- stjórnar, formaður byggingar- nefndar, skipulagsnefndar, al- mannavarna Reykjavíkur, félags- málaráðs borgarinnar og framkvæmdastjórnar fyrstu Lista- hátíðar í Reykjavfk, svo að nokkuð sé nefnt af hinum fjölmörgu störf- um sem á hann hlóðust í þágu borgarinnar. Þá var Páll um skeið varaformaður og síðar formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og fulltrúi íslands í fastanefnd sveitarstjórnarþings Evrópu í Strassbourg. Hann átti þátt í samn- ingu fjölda lagafrumvarpa og reglu- gerða og sat í ýmsum stjórnskipuð- um nefndum. Stuttan tíma var hann settur sendifulltrúi í sendi- ráði íslands í Stokkhólmi árið 1953. Þrátt fyrir embættisannir tókst Páli að rita bækur og efnismiklar greinar í blöð og tímarit og sinna félagsmálum. Af bókum hans má nefna hið mikla ritverk í þremur bindum „Reykjavík, sögustaður við Sund“ sem kom út á árunum 1986- 1988. Starfsferli sínum lauk Páll með undirbúningsvinnu að stofnun um- hverfisráðuneytisins og sem fyrsti ráðuneytisstjóri þess. Þeir sem kynntust Páli Líndal sakna hans sem góðs drengs og mikils hæfileikamanns. Sárastur er þó auðvitað harmur nánustu vanda- manna og sendum við hjónin þeim innilegar samúðarkveðjur. Birgir Thorlacius Umboðsmenn Tímans: Kaupstaður Nafn umboðsmanns Heimili Sími Keflavík Guðríöur Waage Austurbraut 1 92-12883 Njarðvik Katrín Sigurðardóttir Hólagata 7 92-12169 Akranes Aöalheiður Malmqvist Dalbraut 55 93-11261 Borgarnes Inga Björk Halldórsdóttir Kveldúlfsgötu 26 93-71740 Stykkishólmur Erla Lámsdóttir Silfurgötu 25 93-81410 Grundarfjöröur Anna Aðalsteinsdóttir Grundargötu 15 93-86604 Hellissandur Lilja Guömundsdóttir Gufuskálum 93-66864 Búöardalur Siguriaug Jónsdóttir Gunnarsbraut 5 93-41222 Isafjörður Jens Markússon Hnifsdalsvegi 10 94-3541 Hólmavík Elisabet Pálsdóttir Borgarbraut 5 95-13132 Hvammstangl Hólmfriöur Guðmundsd. Fifusundi 12 95-12485 Blönduós Snomi Bjarnason Uröarbraut 20 95-24581 Skagaströnd Ólafur Bernódusson Bogabraut 27 95-22772 Sauðárkrókur Guðrún Kristófersdóttir Barmahlíð 13 95-35311 Siglufjöröur Sveinn Þorsteinsson Hliðarvegi 46 96-71688 Akureyri Halldór Ingi Ásgeirsson Sólvöllum 7 96-24275 Svalbaröseyri Þröstur Kolbeinsson Svalbarðseyri 96-25016 Húsavík Sævar Salómonsson Vallholtsvegi 11 96-41559 Ólafsfjörður Helga Jónsdóttir Hrannarbyggð 8 96-62308 Raufarhöfn Erla Guðmundsdóttir Aöalbraut 60 96-51258 Vopnafjöröur Svanborg Víglundsdóttir Kolbeinsgötu 44 97-31289 Egilsstaöir Páll Pétursson Árskógum 13 97-11350 Seyöisflörður Margrét Vera Knútsdóttir Múlavegi 7 97-21136 Neskaupstaöur Heimir Ásgeirsson Melagötu 14 97-71461 Reyöarfjöröur Ólöf Pálsdóttir Mánagötu 31 97-41167 Eskifjöröur Björg Sigurðardóttir Strandgötu 3B FáskrúösfjöröurGuðbjörg Rós Guðjónsd. Skólavegi 26 97-51499 Djúplvogur Ingibjörg Ólafsdóttir Borgarlandi 21 97-88962 Höfn Sigurbjörg Einarsdóttir Víkurbraut 11 97-81274 Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Enqiaveai 5 98-22317 Hverageröi Þórður Snæbjarnarson Heiömörk 61 98-34191 Þorlákshöfn Halldóra S. Sveinsdóttir Egilsbraut 22 98-33627 Eyrarbakki Bjami Þór Eriingsson Túngötu 28 98-31198 Stokkseyri Friðrik Einarsson Iragerði 6 98-31211 Laugarvatn Halldór Benjaminsson Flókalundi 98-61179 Hvolsvöllur Jónina og Ámý Jóna Króktúni 17 98-78335 Vfk Ragnar Freyr Karisson Asbraut 3 98-71215 Vestmannaeyjar Marta Jónsdóttir Helgafellsbraut 29 98-12192 LEKUR : ER HEDDIÐ BLOKKIN? SPRUNCIÐ? Viögerðir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir — rennum ventla. Eigum oft skiptihedd í ýmsar gerðir bifreiða Viðhald og víögerðir á iönaðarvélum — járnsmíði. Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar Súðarvogi 34, Kœnuvogsmegin - Sími 814110 Lokað vegna jarðarfarar Vegna jarðarfarar Páls Líndals ráðuneytisstjóra verður umhverfisráðuneytið lokað frá hádegi í dag. Umhverfisráðuneytið Sköpun og þróun Lesendur skrifa

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.