Tíminn - 19.08.1992, Page 4
4 Tfminn
Miðvikudagur 19. ágúst 1992
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYHPIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Timinn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson
Stefán Ásgrímsson
Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason
Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavik Sfml: 686300.
Auglýsingasími: 680001. Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf.
Mánaöaráskrift kr. 1200,- , verð i lausasölu kr. 110,-
Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Búvörusamningurirm
Samningur hefur tekist milli Stéttasambands
bænda og ríkisvaldsins um stjórnun mjólkurfram-
leiðslu í landinu næstu fimm árin.
f>að er mikilsverður áfangi að nú hefur séð fyrir
endann á þeim samningaviðræðum, sem staðið hafa
undanfarið, vegna framleiðslu og sölu mjólkur. Hitt er
vissulega áhyggjuefni að samningurinn gerir ráð fyrir
samdrætti í mjólkurframleiðsu og samdrætti í þeirri
framleiðslustarfsemi sem tengist henni.
Þetta bætist við ennþá alvarlegra ástand í sauðfjár-
búskapnum.
Mjólkurframleiðsla hefur verið veigamikil undir-
staða þyggðar í sveitum á liðnum áratugum og einnig
hafa fjölmargir í þéttbýli haft atvinnu af henni. Sú hag-
ræðingarkrafa sem samningurinn gerir ráð fyrir bæði
til bænda og vinnslustöðva hlýtur að leiða til þess að
færri vinna við þessa framleiðslu á öllum stigum. Þó
að samdrátturinn í sölu hafi hvergi nærri verið eins
mikill í mjólkinni og í kindakjötsframleiðslunni, hlýt-
ur þó samdráttur og aukin tækni að verða til þess að
færri geta framleitt það magn sem þarf fyrir innan-
landsmarkaðinn og unnið úr því.
Með þessum samningi er þeirri samhjálp sem
verðmiðlun hafði í för með sér útrýmt. Það hlýtur að
leiða til mikilla breytinga í rekstri mjólkurstöðva. Von-
andi verða þær breytingar neytendum og bændum til
hagsbóta, en benda má á að enn er margt óljóst um
framkvæmd þessara mála þar sem samningur er enn-
þá ógerður við afurðastöðvarnar. Það er afar brýnt að
niðurstaða komist einnig í þau mál, því málefni
vinnslustöðvanna eru nú í lausu lofti.
Vandinn í tengslum við allt þetta mál er sá að fá því
fólki verkefni sem hlýtur að hætta störfum við búskap
þegar þessi búvörusamningur kemur til framkvæmda.
Til raunhæfra aðgerða í þeim efnum þarf náið samstarf
samtaka bænda og ríkisvaldsins. Nefna má bað að eins
og nú háttar til er það afar mikilvægt að efla leiðbein-
ingaþjónustu í landbúnaði og beina henni enn frekar
en orðið er að nýsköpun í greininni. Leiðbeininga-
þjónusta landbúnaðarins á undir högg aö sækja hjá
ríkisvaldinu, þótt hún sé önnum kafin við fram-
kvæmdaatriði við stjórnun búvöruframleiðslunnar.
Brýnt er að breyta um áherslur og beina þeim starfs-
kröftum sem við hana fást að því að leiða í ljós þá
möguleika til nýrrar atvinnustarfsemi í sveitum og efla
þær nýju atvinnugreinar sem þróast hafa á síðustu ár-
um í dreifbýlinu.
Jafnframt þessu er nauðsynlegt að skapa fjárhags-
legan grundvöll fyrir nýrri atvinnustarfsemi. Sú
ákvörðun stjórnvalda að skera niður framlög til Fram-
leiðnisjóðs landbúnaðarins um síðustu áramót við þær
aðstæður, sem nú eru, er óskiljanleg og Alþingi þarf að
taka þau mál til sérstakrar meðferðar á þessu hausti.
Atvinnumálaþátturinn má ekki liggja eftir við fram-
kvæmd þess búvörusamnings sem nú liggur fyrir.
f
Utúrlegt uppátæki
Undarlega síðborið og útúr-
legt var það uppátæki Alþýðu-
bandalagsmanna nú fyrir
skemmstu að auglýsa fundar-
gerðarbækur flokks síns og
flokksdeilda opnar til aflestrar
þeim er í þetta vildu gá til þess
að leita eftir ummerkjum um
samskipti flokksins við Sovét-
ríkin eftir að Alþýðubandalag-
inu var hleypt af stokkunum.
Vandi er að segja hver hefur
átt hugmyndina að þessari vit-
leysu. Allt skynsamt fólk í þess-
um flokki hlýtur af hafa hrist
höfuðið yfir svo skrýtinni hug-
dettu og þótt undirrituðum sé
ekki um það kunnugt þá þykist
hann þess fullviss að enginn
hefur komið að nýta
sér hið góða boð —
nema þá ef væru ein-
hverjir gríngosar. Hefði
verið um einhverjar
bókanir af þessu tagi að
ræða — sem varla
neinum hefur í alvöru dottið í
hug að væri — þá hefðu bæk-
urnar vitnalega ekki verið
boðnar til sýnis. Skárri hefði
það nú líka verið ráðleysan.
Kalkipappírsafrit
Einhverjir forystumenn Al-
þýðubandalagsins hafa greini-
lega látið það rugla sig alvar-
lega í ríminu að farið var að
fletta í einhverjum pappírum í
Moskvu og draga þar upp
kalkipappírásafrit frá þriðja og
fjórða áratugnum af bréfum
framliðinna karla sem haldnir
voru fítonsanda einhverra
fyrrastríðs- kommúnista eða
Thálmann- batalljónarinnar úr
Spánarstríðinu. Það er meira
en ótrúlegt að nokkur telji þá
Ólaf Ragnar eða Einar Karl
Ilaraldsson í þann flokk —
ekki í alvöru. I lins vegar verða
þeir og flokkurinn að hafa það
að þeim sé strítt með aðdrótt-
unum af því tagi. En menn
eiga að vera komnir á þann
aldur að þeir þoli stríðni, án
þess að láta hana spana sig til
gönuhlaupa eins og þessa með
fundarbækurnar.
Meirí pappír
Bréfin og skiliríin í Moskvu
hafa vitanlega gildi fyrir þá
sem stúdéra sagnfræðina og
víst er gaman að þessu. Margt
kemur á óvart — en ekkert
stórkostlega á óvart. Mikið hef-
ur verið látið með bónarbréf
Kristins heitins E. Andrésson-
ar vegna styrkja til Máls og
menningar og einnig það að
hann gerði sér víst vonir um að
Rússar létu af hendi rakna elli-
lífeyri til hans. Erindi Kristins
eru nokkuð merkileg vegna
þess hve nýleg þau eru saman-
borið við flest hitt bréfadótið.
En segjast verður að Kristinn
heitinn var sérkennilegur
maður og menn hljóta að ætla
að þetta hafi verið einkafrum-
kvæði hans. Hann var senni-
lega brot af „séníi“ á ýmsum
sviðum og þá ekki síst á fjár-
málasviðinu. Kristinn E. Andr-
ésson hefði efalaust getað orð-
ið mikill maður í Wall Street,
ef forlögin hefðu plantað hon-
um þar niður. Það eru tfmar og
umhverfi sem ákvarða örlög
manna og sennilega síst minna
en upplag eða skapgerð. Því
fóru fjáraflahæfileikar hans í
að efla Iítið, vinstri sinnað for-
lag í Norðurhöfum í stað þess
að stýra bönkum eða olíu-
skipaflota. Sú leið sem for-
stjórinn Kristinn E. velur þeg-
ar hann þarf að bjarga fyrir-
tækinu úr kröggum, er hvaða
„athafnamanni" sem væri
sæmandi: Hann tekur áhættu,
lætur lögin ekki trufla sig um
of þar sem hann býst við að
komast fram hjá þeim — þorir
að grípa það tækifæri sem
gefst. Hvert barn veit að þetta
kann hvaða kaupsýslumaður
sem er að verða að gera, ef það
er kengur í honum og hann
ætlar ekki að láta kafsigla sig.
Sá bissniss er ekki líklegur til
langlffis sem á að ganga á for-
sendum einhverra kirkju-
baukasamskota og engil-
hreinnar samvisku. Sá sem hér
skrifar er þeirrar skoðunar að
það eigi að virða þetta við
Kristin. Hann þorði að gera
það sem þurfti og var fram-
kvæmanlegt. Hann hefði vel
mátt fá lífeyrinn líka. Hann
hafði unnið fyrir honum.
Þeir gömlu og
góðu menn
Vitanlega eru enn upphang-
andi innan raða Alþýðubanda-
lagsins einhverjir einstakling-
ar af kynslóð Kristins E., sem
ungir tileinkuðu sér kommún-
isma og munu ekki Iáta af
sannfæringu sinni héðan af —
og hvað skyldu þeir vera að
því? Það er meinlaust og eng-
inn væri neinu bættari þótt
þeir tækju sinnaskiptum. Það
eru hvort sem er menn með
allra handa skoðanir í öllum
flokkum. Því ættu Alþýðu-
bandalagsmenn að láta egna
sig til einhverrar fásinnu af
þeim sökum?
Ólaf Ragnar langar
mjög til að verða bara
góður og gegn „sósíal-
demókrat" og helst að
taka sæti Jóns Baldvins
á þingum hins „II. Int-
ernationale". Að því á hann
auðvitað að einbeita sér og
hætta að taka nærri sér þetta
gems um að hann hafi alið
með sér þann draum á laun að
aka á bónaðri Volgu eftir sér-
stakri forréttindaakrein á
Miklubrautinni. Það hefur
áreiðanlega aldrei hvaiflað að
svo vænum manni sem Ólafur
er.
Áreiðanlega er meiri papp-
íra von frá Moskvu, því þar
sitja nú fræðimenn að og rýna
í það sem Búkarín og fleiri
sögupersónur úr undralandi
gerska ævintýrisins lögðu til
við unga eldhuga með sex-
pensara á höfðinu að helst yrði
öreigabyltingu til framdráttar í
Skildinganesi og nágrenni. Af
því efni öllu verða gerðar
margar syrpur og sjónvarps-
þættir og einhver verður áreið-
anlega doktor út á þetta áður
en lýkur...
En í galopnar fundargerðir
Alþýðubandalagsins, dálka- og
höfuðbækur verður trúlega
aldrei skyggnst með neinum
viðlika spenningi og aldrei
hefði Kristni E. Andréssyni
dottið nein svona fásinna í
hug. Mun þó svo langsýnn
maður áreiðanlega hafa gætt
þess að hafa sín plögg í ekki
lakari „orden“ en Alþýðu-
bandalagið. AM