Tíminn - 02.09.1992, Side 1

Tíminn - 02.09.1992, Side 1
Miðvikudagur 2. september 1992 162. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- ALLUR KVÓTINN ER FULLNÝTTUR Stórkaupmenn óánægðir með lyfjareglugerð heilbrigðisráðherra: Reglugerðin kærð til umboðsmanns Alþingis Félag fslenskra stórkaupmanna hefur óskað eftir áliti umboös- manns Alþingis á reglugerð sem heilbrigðisráðherra gaf út í sumar um greiðslur vegna lyfjakostnaðar. Stórkaupmenn telja að reglu- gerðin bijóti í bága við lög um vörumerki og almenna jafnréttis- reglu í stjómsýslu. Heilbrigðisráðherra hefur hafnað því að taka til- lit til gagnrýni stórkaupmanna. Flest lyf sem framleidd eru hér á landi eru svokölluð samheitalyf, þ.e. lyfin eru eftirgerð af innfluttum lyfj- um. Þessi lyf eru ódýrari m.a. vegna þess að við framleiðslu þeirra hefur framleiðandinn ekki þurft að leggja á sig rannsóknarstarf í sama mæli og sá sem fann upp lyfið. f ná- grannalöndum okkar eru frumlyfin yfirleitt vemduð gagnvart eftirlík- ingalyfjunum. Þannig er þessu hins vegar ekki varið hér á landi. í reglugerð heilbrigðisráðherra, sem hann gaf út í sumar, er gert ráð fyrir að eftirlíkingalyfin séu að jafn- aði ein látin njóta greiðslu frá Tryggingastofnun ríkisins. Reglu- gerðin gerir jafnframt ráð fyrir að lyfjafræðingur afhendi sjúklingi ódýrasta eftirlíkingalyfið sem hafi sömu virkni og sérlyfið (frumlyfið) sem ávísað er á. Þetta telja stórkaup- menn brjóta lög um vörumerki þar sem verið sé að reyna koma lyfi í sölu með því að nota vörumerki annars lyfs. Lögfræðingur stórkaupmanna skrifaði heilbrigðisráðherra bréf vegna þessa máls. Ráðherra vildi ekki taka tillit til efnis bréfsins og ákváðu stórkaupmenn þá að leita til umboðsmanns Alþingis. -EÓ „Frímann flugkappi" fær að æfa sig enn um sinn á Reykjavíkurflugvelli: Ólína fær frávísun Á fúndi borgarráðs í gær var sam- þykkt frávísunartillaga frá fulltrú- um Sjálfstæöisflokks á tillögu frá Ólínu Þorvarðardóttur, fulítrúa Nýs vettvangs, um að hafist verði handa í samvinnu við flugmálayfir- völd aö finna nýtt flugvallarstæði undir einka- og kennsluflug. Var tilgangur tíDögu Ólínu að beina þessari flugumferð fiá Reykjavík- urflugvelli. í frávísunartillögunni sem sam- þykkt var í gær segir hins vegar að í aðalskipulagi Reykjavíkur fyrir 1990-2010 sé gert ráð fyrir því að at- hugað verði með flutning einka- og kennsluflug og því sé tillaga Ólíu óþörf. Ólína bókaði þá að meirihlutinn vildi ekki samþykkja tillögu sem væri í samræmi við stefnu skipu- lagsyfirvalda. Þeim sem gerst þekki til beri saman um að fera beri einka-, æfinga-, og kennsluflugið frá Reykjavíkurflugvelli sem fyrst, enda í samræmi við stefnu borgar- yfirvalda sjálfra. Telur Ólína þessa málsmeöferð vekja upp grun um að meiru skipti hver flytji tillöguna en hvemig hún hljóði. „Ég var búinn að spá því fyrir nokkrum mánuðum að menn myndu flytja með sér um 25.000 til 30.000 tonn af þorski milli fisk- veiðiára og ég held að það fari eft- ir,“ segir Bjöm Jónsson, upplýs- ingaráðgjafi í kvótamálum hjá LIÚ. í gær hófst nýtt fiskveiðiár og þá byrjar einnig nýtt „kvótaár." Björn segir að allur kvóti síðasta fiskveiðiárs hafi verið fúllnýttur. Hann segir að að undanförnu hafi ekkert framboð verið á þorski til sölu. Þá segir Björn að undanfarna daga hafi verið skortur á ýsu þrátt fyrir að margir hafi viljað kaupa. Sömu sögu segir hann að sé hægt að segja með ufsa og karfa. Utvegsmenn mega geyma 20% af óveiddum kvóta milli fiskveiðiára. Bjöm segist því merkja að meðan ekkert framboð sé á kvóta til sölu þá hafi menn þegar lagt hann í geymslu. -HÞ Er Gullfoss á Kjalvegi? Vegmerki við Gullfoss hefur vakiö Gullfossi. Fossinn er hins vegar ferðamenn hafa hlns vegar ekki athygli sumra ferðamanna sem beint framundan. Vegurinn til allir áttað sig á þessum merking- lagt hafa leið sína að Gullfossi. í vinstrí er aftur á móti leiðin norð- um. Dæmi eru um að feröamenn brekkunni, skömmu áður en kom- ur Kjöl. Salemi og önnur aðstaða hafi verið komnir langleiðina að ið er að fossinum, er stdltl þar við GuIIfoss er á bakkanum íyrir Hveravöllum í leit að Gullfossi. - sem vegfarendum er bent á að ofan fossinn og væntaniega vísar Tímamynd AHrsð Jónsson beygja til vinstri til að komast að vegmerkingin þangað. Eriendir Heyra mjaðmaaðgerðir sögunni til? Um næstu mánaðamót er fyrirhugað að draga mjög úr starfsemi bældun- ardeildar. Öllum sérfræðingum hennar hefur verið sagt upp. Það virðist ljóst að mjaðmaliðsaðgerðh' á Landspftalanum heyri sögunni til en þar bíða nú um 90 sjúldingar eftir að- gerð sem gæti í mörgum tihikum komið þeim til fullrar heilsu. Þetta kemur nu. fram í viðtali við Halldór Baldursson, settan yfiriækni bæklun- ardeildar Landspítalans. ,T>að virðist liggja Ijóst fyrir að það verði ekki mjaðmaliðsaðgerðir á næstunni á Landspítalanum," segir Halldór. „Um næstu mánaðamót er fyrirhug- aður enn frekari niðurskurður á rými bæklunardeildar," segir Halldór. Hann segir að enginn viti hvemig þetta verði í framkvæmd. ,T>að er auk þess mjög óvíst hvað verður um mönnun bæklunardeildar þar sem öllum sérfræðingum deildarinnar var sagt upp fimm að tölu í þremur stöð- um,“ bætir Halldór við. Heyrst hefur að bæklunardeild eigi að verða svokölluð fimm daga deild. Það þýðir að einungis verði hægt að taka inn sjúklinga til aðgerða á mánu- dögum og þriðjudögum og þeir út- skrifaðir fyrir næstu helgi. Um þetta segir Halldón ,Ég hef ekki verið upp- lýstur um þetta. Hvað ég heyri af orð- rómi er ekki til að fara með í blöðin." Halldór segir að gerviliðaaðgerðir skipti miklu máli fyrir sjúklinga og þjóðfélagið., fetta er algengt og alvar- legt vandamál og hér á Landspítalan- um eru um 90 manns sem bíða eftir svona aðgerð. Biðtíminn er þeim mun lengri sem minna er gert og nú er verið að ræða um að hætta aðgerð- um í einhveija mánuði," segir Hall- dór. Nýlega var haft eftir heilbrigðisráð- herra að biðlisti eftir hjartalækning- um mætti helst ekki vera lengri en 20 til 30 manns. Hvað mætti biðlistinn vera að hámarki í gerviliðaaðgerðum? ,Ég veit ekki til að neitt þjóðhagslegt mat hafi verið lagt á það hvort hjarta- skurðlækningar eða gerviliðaskurð- lækningar séu nauðsynlegri hlutur,“ segir Halldór. Ægilegt aö bíða „Það er ægilegt að maður með fulla starfsorku, að öðru leyti en því að mjöðmin er biluð, komist ekki í að- gerð," segir Kristinn Óskarsson, 74 ára gamall fyrrverandi lögreglumað- ur. „Ég þurfti að bíða eftir aðgerð svo mánuðum skipti. Sársaukinn og kvalimar ágerðust og á endanum komst ég að á Sjúkrahúsi Akureyrar," segir Kristinn. Kristinn vann í lögreglunni í 40 ár en starfaði við að útrétta fyrir Háskóla íslands er hann komst á aldur eins og kallað er. Það eru rúm fimm ár síðan Kristinn var skorinn upp og skipt um mjaðmalið og hann segist varla vita af mjöðminni í dag. Um þá líðan sína að bíða eftir aðgerð segir Kristinn: ,J>að var erfitt að bíða eftir aðgerð og ótt- inn við hversu slæmur ég yrði þá var erfiður viðfangs. Þetta blandaðist allt saman," segir Kristinn. Hann bætir við að oft hafi kvalimar verið það miklar að hann hafi átt erfitt með svefri. „Ég og mitt fólk höfðum mikl- ar áhyggjur af þessu og ekki síst vegna óvissu um það hvort og hve- nær ég kæmist að. Ég var líkamlega hress að öðru Ieyti," bætir Kristinn við. .Aðgerðin hefur gjörbreytt allri líð- an minni og ég hef unnið og vinn enn þann dag í dag,“ segir Kristinn. Það glaðnar yfir honum þegar hann rifjar upp daginn sem hann kom heim og gat gengið án verkja. ,Fljót- lega var ég farinn að vinna fúlla vinnu. Ég vildi ekki lenda í þessu núna. Þetta er geigvænlegt ástand og ég hef mikla samúð með því fólki sem nú þarf að bíða og kemst jafnvel ekki að. Mér finnst að aðhaldsaðgerðir megi ekki bitna á þessu fólki,“ sagði Kristinn að lokum. Ölgerðin hefur keypt Pepsí Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur keypt framleiðslurétt Gosan h/f á Pep- sí og Seven Up og öðrum gosdrykkj- um sem Gosan hefur framleitt Gosan mun fyrst um sinn halda áfram að framleiða vörumar og dreifa þeim, en stefnt er að því að framleiðslan flytjist til Ölgerðarinnar innan þriggja mán- aða. Með samningnum hefur Ölgerðin nú framleiðslurétt á 24 tegundum gos- drykkja. Ekki er búist við að allar teg- undimar verði framleiddar áfram, Ld. er talið víst að framleiðslu malt- og ap- pelsíndrykkja sem Gosan hefur fram- leittverði hætL Dótturfyrirtæki Gosan, Viking brugg, mun halda áfram framleiðslu á bjór í verksmiðju fyrirtækisins á Akureyri. Forráðamenn fyrirtækisins hafa einn- ig áhuga á að snúa sér að útflutningi á vatni. Kaupverð á framleiðslurétti Gosan hefúr ekki verið upp gefið, en DV full- yrðir í gær að Ölgerðin hafi greitt á milli 200 og 300 milljónir fyrir fram- leiðsluréttinn. -EÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.